Tíminn - 12.09.1992, Qupperneq 6
6 Tíminn
Laugardagur 12. september 1992
Sveinbjörn Björnsson, rektor Háskóla íslands, um niðurskurð og samdrátt:
PAÐ ER EKKI beint tilefni til ,
bjartsýni hjá rektor Háskóla ís-
lands þessa dagana. Kennsla er
skert um 20% og þyrfti 129 milljón-
ir til að hún yrði svipuð og í fyrra.
Sveinbjörn Björnsson háskólarektor
segir að gæði háskólanáms séu í
hættu og vill öflugra verknám í
tengslum við atvinnulífið.
Texti:
Helgi
Þórhallsson.
Tímamynd:
Ámi Bjama
Ólík skilyrði
Er nám við Háskóla íslands lélegt að gœð-
um í Ijósi þess að hér er kostnaður 300.000
kr. á hvem nemenda samanborið við
500.000- 800.000 kr. á hinum Norðurlönd-
unum?
„Það fyrsta sem þarf að skoða er almennur
munur á launum. Við vitum að erlendis eru
greidd hærri laun og háskólakennarar hér á
landi því lægra launaðir en starfsbræður
þeirra erlendis, allavega hvað dagvinnulaun
snertir. Annað sem ræður miklu í þessum
samanburði er að það er Ijölmennara aðstoð-
arlið í skólum á Norðurlöndum en tíðkast
hér. Skrifstofulið er sterkara, tæknilið er
sterkara og þar með eru kennarar þar betur
nýttir en hér á landi til verka sem varða
kennslu og rannsóknir. Hér fer mikill tími
manna í ýmis stjórnunarverk og jafnvel verk
sem aðstoðarmenn myndu vinna í öðrum
löndum. í þriðja lagi er lagt miklu minna í
aðstöðu eins og t.d. bókasöfn hér á landi en á
Norðurlöndum. Við höfum ekki náð að
byggja upp nógu sterka bókasafnsþjónustu
við nemendur. Þá má bæta við að rannsóknir
eru ekki eins umsvifamiklar og minna er hér
um framhaldsnám en víöa tíðkast. Þetta allt
saman skýrir þennan mun. Grunnnámið sem
við veitum hér virðist vera nokkuð haldgott
veganesti þegar farið er út. Við náum því með
sterkri kennslu og bóknámi en ekki eins
miklu sjálfsnámi og æskilegt væri, „segir
Sveinbjörn.
„Hins vegar má spyrja hvernig nemendur
standi sig þegar þeir fara út í atvinnulífiö. Ég
álít að nemendur hafi sterkan fræðilegan
grunn en þyrftu dálítinn aðlögunartíma áður
en þeir venjast þeim verkefnum sem þarf að
vinna. Skólinn gefur þeim því ekki mikla
starfsþjálfun og kannski minni en æskilegt
væri,“ bætir Sveinbjörn við. Hann hefur mik-
inn áhuga á að efla tengsl við atvinnulífið og
segir: „Það er einmitt af þessum ástæðum
sem við höfum mikinn áhuga á að flytja fram-
haldsnám að hluta heim. Þá getum við fengið
nemendum íslensk verkefni og þeir tengjast
þá betur íslensku atvinnu- og þjóðlífi. Þeir
eru þá að fást við í námi sínu verkefni sem
hafa einhver gildi hér heima fyrir og jafn-
framt læra þeir inn á íslenskan atvinnumark-
að. Sá sem lærir erlendis flytur oft með sér
merka þekkingu. Oftast dregst hann samt inn
í tískugreinar þess lands sem eru kannski
mikilvægastar fyrir það en koma að litlu
gagni hér,“ segir Sveinbjörn.
Kennsla lögð niður
Hvemig getur Háskóli íslands brugðist við
þar sem búast má við frekari niðurskurði til
menntamála á næstunni?
„Við höfum í ár meira brugðist við honum
með bráðabirgðaráðstöfunum og gert á fá-
tæklegri hátt margt sem við höfum verið að
gera. Við erum bundnir af því að þjóna öllum
nemendum sem hingað sækja. Einnig erum
við bundnir af því að halda áfram með þær
námsbrautir sem nemendur eru í. Okkar vilji
er að geta þjónað sem flestum nemendum en
telji menn sig ekki hafa efni á að kosta opinn
háskóla eins og hér hefur verið þá getum við
ekki haldið áfram að sinna öllu með sífellt
minni fjármunum heldur verðum við að
fækka verkefnum. Það gæti þýtt að við legð-
um niður kennslu á einhverjum námsleiöum
sem við erum komnir með. Eins gæti náðst
meiri hagræðing ef við fengjum rétt til að
stýra á einhvern hátt fjölda nemenda sem eru
í greinum en það er ákaflega viðkvæmt mál,“
segir Sveinbjörn. Hann bendir á að nú þegar
sé fjöldi nemenda takmarkaður sem heldur
áfram eftir jól í fögum eins og læknisfræði,
tannlækningum og sjúkraþjálfun. Þá segir
hann að nú sé komin heimild til að takmarka
nám í hjúkrunarfræðum vegna takmarkaðrar
aðstöðu til starfsþjálfunar á sjúkrahúsum.
í öðrum greinum segir hann að ströng próf
hafi verið látin ráða til að takmarka og nefnir
fög eins og lögfræði og viðskiptafræði í því
sambandi. „Við gætum þurft að fara að tak-
marka fjöldann af fjárhagsaðstæðum," segir
Sveinbjörn.
Háskólinn í hættu?
ErHáskóli íslands í hættu?
„Gæði starfsins eru það sem er í hættu þeg-
ar fjármunir Háskólans eru skornir niður.
Það er okkar skylda að haga málum þannig að
við varðveitum gæðin en það getur orðið á
kostnað framboðs á námsleiðum og jafnframt
yrði að takmarka fjölda nemenda. Við lendum
í erfiðleikum með að halda gæðum uppi ef
fjöldinn sem kemur í eitthvert nám vex mik-
ið og við getum ekki á sama tíma aukið við
kennaraliðið. Þá leiðir það til þess að náms-
hóparnir verða mjög stórir og það kemur nið-
ur á nemendum. Þannig gæti námið spillst
vegna offjölgunar, því ef viö tökum inn of
marga nemendur kennum við engum vel,“
segir Sveinbjörn.
„Það setur samt ekki Háskólann í hættu þó
að hann þurfi að loka einhverri námsleið.
Sumt nám hafa menn þurft að sækja til ann-
arra landa," bætir Sveinbjörn við. Jafnframt
þessu finnst honum að það þurfi að huga að
fleiri hliðum málsins. „Það skiptir miklu máli
að nýta okkar gjaldeyri vel til atvinnusköpun-
ar í landinu. Hver námsmaður sem fer út til
að læra tekur með sér gjaldeyri til þess sem
annars hefði gengið til atvinnu hér á Iandi,"
segir Sveinbjörn og vill líkja þessu við prent-
un bóka og innkaupaferðir íslendinga á
haustin.
Hann segist samt ekki vera að tala gegn því
að fólk mennti sig erlendis. „Það hefur verið
eitt aðalsmerki á skólagengnu fólki hér að
það hefur fengið menntun sína mjög víða í
heiminum og flytur með sér þekkingu. Vand-
inn er að finna þarna rétt meðallag á hlutun-
um,“ segir Sveinbjöm. Hann vill gjarnan að
framhaldsnám verði í samvinnu við erlenda
skóla. „Það eru núna að koma styrkjakerfi,
sérstaklega á Norðurlöndum og Evrópu, þar
sem nemendur geta farið og verið hluta af
sínu námi við annan skóla. Þeir fá svo þetta
nám viðurkennt þegar þeir koma heirn," seg-
ir Sveinbjörn.
Offramboð á
menntamönnum?
/ mörgum greinum er jafhvel offramboð á
háskólamenntuðu fólki eins og viðskipta-
fræðingum og verkfræðingum. Er það svo
alvarlegt þótt háskólamönnum fækki eitt-
hvað?
„Við höfum verið með mjög fábreytta at-
vinnuvegi. Þeir hafa hingað til ekki þurft svo
mikið á háskólamenntuðum mönnum að
halda. Þó er það svo að einmitt viðskiptafræð-
ingar og verkfræðingar em orðnir fjölmennir
hér og þeir finnast nú orðið mjög víða. Það
em orðnir háskólamenn sem stjórna flestum
fyrirtækjum landsins svo að háskólamenntun
nýtist orðið víða í þjóðfélaginu en kannski
ekki eins víða og í mörgum öðmm löndum
sem við berum okkur saman við,“ segir
Sveinbjörn.
„Við emm líka að tala um að þessir hefð-
bundnu atvinnuvegir séu kannski komnir að
endimörkum þess að þeir geti framfleytt
landsmönnum. Þess vegna þurfum við að
finna eitthvert nýtt atvinnulíf og skapa ný at-
vinnutækifæri. Reynsla annarra þjóða er að
þar skiptir menntunin miklu máli. Þar sem
atvinnuleysi hefur ríkt undanfarin ár em það
ekki háskólamenn sem em atvinnulausir
heldur þeir sem hafa minnstu menntunina.
Sérstaklega er þetta áberandi þar sem þróun
tækniviðhorfa er ör þá reynist það erfitt þeim
sem hafa lítið nám að baki að laga sig að nýju
tæknilegu viðhorfunum. Tímabundið merki
hér um atvinnuleysi er ekki alvarlegt nema
það fari svo að kreppan verði langvarandi hér
samtímis uppgangi hjá öðmm þjóðum. Þá er
hætta á að við fömm að missa fólk,“ segir
Sveinbjörn. í þessu sambandi nefnir hann
Noreg og segir að þar sé hlutfallslega svipað-
ur fjöldi fólks sem sæki í háskólanám og hér á
landi. „í flestum Evrópulöndunum er verið að
hvetja fólk til meira náms. Ef við eigum há-
skólafólk umfram eftirspurn þá sér maður
strax hvaða hættu það býður heim," segir
Sveinbjöm. „Vandinn er að finna einhver ný
atvinnutækifæri fyrir þetta fólk," bætir hann
við.