Tíminn - 12.09.1992, Síða 7

Tíminn - 12.09.1992, Síða 7
Laugardagur 12. september 1992 Tíminn 7 Verkmenntun á háskólastig Það bendir allt til að við séum á leið inn í EES. Þarf ekki að auka fjölbreytni og breyta menntastefnu þjóðarinnar? „Við þyrftum að gera miklu betur við verk- menntun en við gerum,“ segir Sveinbjöm. Hann bendir á að með framhaldsskólunum hafi verið gerð tilraun til að færa framhalds- nám meira á svið verkmenntunar en var þeg- ar landsprófið beindi ákveðnum fjölda nem- enda í bóknám. „Nú finnst mörgum að fjöl- brautaskólamir hafi ekki náð að byggja upp verknám," segir Sveinbjöm. „Nú ljúka um 35% nemenda hvers árgangs stúdentsprófi og það er ekki meira en t.d. í Noregi. Maður spyr þá hvað með hina, fengu þeir þá menntun við hæfi?“ segir Sveinbjöm. Hann segist hafa orðið var við óánægju með- al aðila í iðnaði svo og hjá forsvarmönnum ýmissa stéttarfélaga með hlut verkmenntun- ar. ,J^Iér líst best á kerfi Þjóðverja. Þeir em virtir um allan heim fyrir það hvernig þeir hafa staðið að verkmenntun og láta fyrirtæki og sveitarfélög standa að þeim,“ segir Svein- bjöm. Hann bætir við að það séu viðurkennd fýrirtæki sem sjái um verkþjálfunina. „Þetta er í fleiri greinum en hér því við höfum haft nokkuð strangar fjöldatakmarkanir alla tíð í löggiltum iðngreinum," segir Sveinbjöm. „Mér finnst einnig að stúdentsprófið mætti vera skilvirkara. Víða í öðmm löndum nota menn einkunnir á stúdentsprófi til að velja menn inn í háskólagreinar. Við treystum okk- ur ekki til þess hér því okkur finnst stúdents- prófið ekki vera nógu samræmt. Þá hafa menn nefnt það hvort hægt væri að hafa sam- ræmd próf í öllum skólunum í einhverjum greinum," segir Sveinbjörn og er með fög eins og íslensku, stærðfræði og tungumál í huga. „Þá óttast sumir skólamenn að öll orka fjölbrautaskólanna færi í að gera vel á þessu sviði og þar með yrðu önnur vanrækt eins og svið verkmenntunar," segir Sveinbjörn. Sveinbjörn telur að Tækniskólinn, sem átti að lyfta verknámi upp á háskólastig, hafi aldr- ei náð fullum þroska. „Hann veitir gott nám á sumum sviðum en hann hefur aldrei náð að vera þessi stóri framhaldsskóli verkmenntun- ar sem menn vonuðust til,“ segir hann. Hann segir að það sé spurning hvort ekki eigi að byggja iðnnám á sterkari bóklegum grunni því að það myndi auka virðingu þess. „Kannski það sé af fátæktarástæðum að skól- amir leggja meiri rækt við bóknám en verk- nám því að það er margfalt dýrara," segir Sveinbjöm. Hann álítur að Háskólinn gæti gera meira til að mennta kennara og þá sérstaklega fyrir framhaldsskóla og verkmenntanám. Kunnum bara að byggja upp Hvemig sérð þú framtíð Háskóla íslands? „Ég held að Háskólinn geti átt sér bjarta framtíð ef honum tekst að halda gæðum menntunar þrátt fyrir samdrátt. Þá þarf hann að rækta sem best tengsl sín við þjóðlíf og at- vinnulíf," segir Sveinbjöm. Hann vill sjá þann þátt vaxa sem snýr að rannsóknum og segir að í mörgum tilfellum sé stofnunin sú eina sem sinni grunnrannsóknum. Hann nefnir fyrirtæki eins og Marel sem dæmi um þróun rannsókna sem byrjuðu við Háskól- ann. „Það hefur verið unnið feikna mikið starf á sviði rannsókna undanfarin ár. Þess vegna kemur þessi samdráttur svo illa við menn að þeir kunna bara að byggja upp,“ sagði Sveinbjörn að lokum. -HÞ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.