Tíminn - 12.09.1992, Blaðsíða 14
14 Tíminn
Laugardagur 12. september 1992
I l MINNING
Jón A. Jóhannsson
fyrrv. skattstjóri á Isafirði
Fæddur 16. ágúst 1906
Dáinn 7. september 1992
Fyrir kosningamar 1963 ók ég föður
mínum og öðmm frambjóðendum
Framsóknarflokksins á milli funda í
Vestfjarðakjördæmi, meðai annars til
ísaijarðar. Þar kynntist ég Jóni Á. Jó-
hannssyni í fyrsta sinn. Mér varð strax
ljóst að Jón Á. Jóhannsson bar höfuð og
herðar yfir flesta aðra menn, bæði lík-
amlega og andlega.
Þetta vor vom úrkomur afar miklar og
mjög mikið um skriður og grjóthmn í
Óshlíð. Jón taldi því óráðlegt að aka Ós-
hliðina og lagði til að farið yrði með
báti. Það þykir Bolvíkingum hins vegar
ekki þolanlegt Þeir vilja helst aldrei
viðurkenna aö Óshlfðin sé hættuleg.
Því vildi enginn frambjóðandi verða til
þess að aka ekki Óshlíðina ef aðrir
gerðu það. Jón Á. Jóhannsson tók þá af
skarið. Hann fékk bát og nánast skipaði
frambjóðendum allra flokka að sigla til
Bolungarvíkur á framboðsfundinn.
Síðar kynntist ég að sjáifsögöu Jóni Á.
Jóhannssyni mjög vel. Á meðan honum
entist heilsa, var hann einn heisti for-
ystumaður framsóknarmanna á ísa-
firði. En hann var meira en það. Hann
beið aldrei eftir öðmm að vinna verkin,
ef honum þótti þau dragast, heldur
vann þau sjálfur. Jón var um árabil út-
gefandi og ritstjóri blaös framsóknar-
manna í Vestfjarðakjördæmi, ísfirðings.
Hann skrifaði margar greinar, undirbjó
þær allar undir prentun, safnaði auglýs-
ingum og stóð yfir blaðinu á meðan það
var prentað. Hann sá um útsendingu
þess og innheimtu á blaðgjöldum. Jón
tók sáralitlar greiðslur íyrir störf sín við
biaðið, varla fyrir kostnaði, enda skilaði
hann ætíð töluverðum hagnaði. ísfirð-
ingur var í höndum Jóns eitt vandað-
asta kjördæmisblað sem ég hef kynnst.
Jón Á. Jóhannsson var sannur félags-
hyggjumaður. Hann ólst upp við það og
trúði því alla sína ævi að íslendingar
ættu að standa sameinaðir um stóm og
mikilvægu verkin, þannig myndi lítilli
þjóð famast best.
JónÁ. Jóhannsson gegndi fjölmörgum
trúnaðarstörfum, bæði fyrir sitt byggð-
arlag og fyrir Framsóknarflokkinn.
Hann sat í bæjarstjóm í 14 ár. Jón var
lengi formaður Framsóknarfélags ís-
firðinga og formaður Sambands fram-
sóknaríélaga í Vestfjarðakjördæmi í 13
ár. Framsóknarflokkurinn þakkar Jóni
hans miklu störf.
Jón Á. Jóhannsson var mér mikil stoð í
störfum mínum sem þingmaður Vest-
firðinga. Af honum lærði ég mikið.
Kann ég Jóni miklar þakkir fyrir.
Jón Á. Jóhannsson missti sína ágætu
eiginkonu, Oktavíu Margréti Gísladótt-
ur, fyrir nokkrum árum. Dætrum hans
og öðrum afkomendum sendi ég ein-
iægar samúðarkveðjur.
Steingrímur Hermannsson,
formaður Framsóknarflokksins
í dag er til moldar borinn Jón Á. Jó-
hannsson, fyrrverandi skattstjóri á ísa-
firði, en hann andaðist þann 7. septem-
ber s.l. á áttugasta og sjöunda aldursári.
Jón var fæddur á Auðkúlu í Amarfirði
í Vestur-ísafjarðarsýslu þann 16. ágúst
1906. Foreldrar hans voru hjónin Jó-
hann Jónsson, skipstjóri og bóndi á
Lónseyri og síðar Auðkúlu, og Bjarney
Jónína Friðriksdóttir. Jóhann dó tiltölu-
lega ungur frá níu bömum, svo það
kom í hlut Jóns, sem elsta sonarins, að
hjálpa til að sjá heimilinu farborða, sem
hann og gerði af miklum dugnaði og
samviskusemi eins og allt annað, sem
hann átti eftir að taka að sér á lífsleið-
inni.
Af þessum ástæðum varð skólaganga
Jóns ekki löng, aðeins veturinn 1928 til
1929 í framhaldsskóla síra Böðvars
Bjamasonar að Hrafnseyri. En Jón var
bókhneigður og las mikið og aflaði sér
þannig góðrar undirstöðumenntunar,
sem dugði honum vel í gegnum lífið.
Hann skilaði öllum þeim mörgu og
vandasömu störfum, sem honum vom
falin í gegnum tíðina, af miklum ágæt-
um. Þar naut hann sinnar góðu greind-
ar og aíburða samviskusemi.
Jón Á. Jóhannsson átti heima að Auð-
kúlu til ársins 1935 og stundaði þar sjó-
mennsku og landbúnaðarstörf og
kynntist þannig af eigin raun tveim höf-
uðatvinnuvegum þióðarinnar. En það
ár fluttist hann til ísafjarðar og gerðist
lögregluþjónn til ársins 1953 og var yf-
irlögregluþjónn frá 1940. Frá 1939 til
1953 gegndi hann einnig störfum heil-
brigðisfulltrúa staðarins. Árin 1953 til
1956 gegndi Jón starfi umboðsmanns
Skipaútgerðar ríkisins á ísafirði þar til
hann tók við starfi skattstjóra á Isafirði
þann 1. júlí 1956 og gegndi því til 1.
október 1962, þegar hann tók viö starfi
skattstjóra í Vestfjarðaumdæmi, sem
hann gegndi til ársloka 1972.
Jón Á. Jóhannsson var mikill félags-
málamaður og eyddi þannig miklu af
sínum frítfma. Hann var einn helsti
hvatamaður að stofnun Félags opin-
berra starfsmanna á ísafirði og formaö-
ur þess og fulltrúi á þingum BSRB frá
stofnun 1945 og til 1954.
Jón fylgdi ávallt Framsóknarflokknum
að málum og studdi mjög að framgangi
hans bæði á ísafirði og síðan í Vest-
fjarðakjördæmi. Hann var einn af
helstu hvatamönnum að stofnun blaðs-
ins ísfirðings, sem var málgagn Fram-
sóknarflokksins á ísafirði og síðan í
Vestfjarðakjördæmi. Á árunum 1954 til
1960 var Jón formaður Framsóknarfé-
lags ísfirðinga og Sambands Framsókn-
arfélaga í Vestfjarðakjördæmi frá 1960
til 1967. Jón átti sæti sem varabæjar-
fulltrúi í bæjarstjóm ísafjarðar fýrir
Framsóknarflokkinn á árunum 1962 til
1971 og ritstjóri blaðsins ísfirðingur frá
1955 til 1980.
Þann 31. ágúst 1940 kvæntist Jón Okt-
avíu Margréti Gísladóttur hjúkmnar-
konu frá Minna-Ármóti í Ámessýslu.
Þau eignuðust þrjár myndarlegar dæt-
ur.
Heimili þeirra Oktavíu og Jóns var
ávallt rómað fýrir myndarskap og gest-
risni. Þar var alltaf gott að koma og
spjalla við húsráðenduma um alla
heima og geima. Húsfreyjan lagði þá
ekkert síður til málanna en aðrir og það
var oft á tíðum ekkert verra að þiggja
hennar ráð en húsbóndans, sem þó var
einn þessara manna sem ávallt mátti
treysta að segöu undirhyggjulaust
skoðun sína á hverju máli.
Nú þegar ég kveð Jón Á. Jóhannsson,
vin minn, hinstu kveðju, þá minnist ég
einnig hans ágætu konu, sem er látin
fyrir nokkrum árum. Minningin um
þau mun lifa með öllum þeim, sem áttu
því láni að fagna að kynnast þeim.
Dætrunum og öllum aðstandendum
sendi ég innilegar samúðarkveðjur okk-
ar hjónanna.
Guttormur Sigurbjömsson
Haustið kom snemma á Vestfjörðum í
ár. í þann mun er haustaði, andaðist Jón
Ásbjörn Jóhannsson, fyrrverandi skatt-
stjóri á ísafirði, eftir langa og gifturíka
ævi. Jón kom víða við á langri starfsævi
og markaöi spor í sögu ísafjarðar og
reyndar kjördæmisins alls. Lengst af
gegndi Jón opinberum störfum og
starfsvettvangur hans var á ísafirði. Jón
var fyrir allnokkru hættur störfum og
sestur í helgan stein. Meö honum er
liorfinn enn einn fulltrúi þeirrar kyn-
slóðar, sem ekki átti kost langskóla-
göngu, en stóö sína vakt engu að síður
meö miklum sóma. Fólkið, sem fæddist
skömmu eftir síðustu aldamót og hefur
lifað lungann úr öldinni, varð vitni að
stórkostlegri breytingum en nokkurn
tíma hafa orðið fyrr í íslandssögunni.
Reyndar er vafasamt að aðrar eins verði
á jafn skömmum tíma. Þessi rcynsla
mótaði þá kynslóð, sem óöum er að
hverfa.
Jón var góður fulltrúi hennar. Það
verður Ijóst í hvert skipti, sem hún
missir liðsmann, að alltof lítið hefur
verið gert af því að færa í letur reynslu
þessa fólks, svo margvísleg og misjöfn
sem hún var. Okkur yngra fólki er hollt
að líta til þessa fólks eftir fyrirmynd,
ekki síst þegar erfiðleikar steðja að
þjóðfélaginu eins og nú er raunin.
Jón Ásbjöm Jóhannsson var fæddur aö
Auökúlu í Arnarfirði í Vestur- ísafjarð-
arsýslu 16. ágúst 1906, elstur níu systk-
ina. Foreldrar hans voru Jóhann Jóns-
son, f. 14. júlí 1877, dáinn 8. júlí 1921,
og kona hans Bjarney Friðriksdóttir, f.
8. júní 1876, dáin 16. febrúar 1952.
Systkini Jóns voru Jensína Sigurveig, f.
5.8.1907, Bjamey Margrét, f. 21.9.1909,
d. 9.10.1962, Bjarni Jóhann, f.
10.10.1910, d. 28.6.1970, Guðmunda
Kristjana Þorbjörg, f. 28.9.1912, d.
31.7.1931, Friðrik Jón Ásgeir, f.
28.11.1913, Guðný, f. 15.6.1916, Jónfna
Guðmunda, f. 27.11.1917, og Sigurleif-
ur Friðrik Guðmundur, f. 26.5.1920, d.
2.4.1986.
Jóhann faðir Jóns hafði lokið meira
fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólan-
um í Reykjavík og var stýrimaður á
ýmsum þilfarsskipum frá Patreksfirði
og Bfldudal. Hann var mikill aflamaður
og álitinn ágætur sjómaður. Auk þess
stundaði hann búskap á Auðkúlu frá
1912 til dánardægurs og reri á haust-
vertíðum við Amarfjörð á eigin báti. Jón
ólst því upp við störf til sjós og lands.
Faðir hans lést þegar Jón var á 15. ári og
yngsta systkinið aðeins rúmlega árs-
gamalt. Má nærri geta hversu erfitt það
hlýtur að hafa verið móður þeirra að
standa uppi ein með þennan stóra
bamahóp. Skyndilega varð Jón lyrir-
vinna heimilisins ásamt móður sinni.
Engu að síður nam hann í framhalds-
skóla séra Böðvars Bjamasonar að
Hrafnseyri 1928 og 1929. Hann stund-
aði sveitastörf á Auðkúlu og jafnframt
sjómennsku til ársins 1935. Það ár flutt-
ist hann til ísafjarðar og gerðist þar lög-
regluþjónn 17. mars sama ár og varð yf-
irlögregluþjónn frá 1940 og gegndi því
starfi til 1953. Þá gerðist hann af-
greiðslumaður Skipaútgerðar ríkisins
til ársins 1956.
Enn var komið að kaflaskiptum. Hinn
1. júlí 1956 varð Jón skattstjóri á ísa-
firði, en þá náði umdæmið einungis til
kaupstaðarins. Árið 1962 urðu miklar
breytingar á skattkerfi íslendinga. Hinn
1. október það ár tók sú nýskipan gildi,
að íslandi var skipt í níu skattumdæmi,
sem fylgdu kjördæmum, með því frá-
viki að Vestmannaeyjar uröu sérstakt
umdæmi. Þar með varð Jón einn þeirra
manna, sem hrintu þessari merku
breytingu úr vör. Enn heldur þessi um-
dæmaskipan sér og hefur gefist vel.
Þessu starfi gegndi Jón til ársloka 1972.
Er Jón lét af starfi skattstjóra hafði hann
sinnt því í sextán og hálft ár. Liðin eru
tæplega tuttugu ár og nú situr þriðji
skattstjóri frá Jóni talið.
Auk sinna mikilvægu aðalstarfa voru
Jóni falin mörg trúnaöarstörf. Hann var
heilbrigðisfulltrúi á fsafirði 1939-1953
og slökkviliðsstjóri. Jón var einn hvata-
manna að stofnun Félags opinberra
starfsmanna á ísafirði, var formaður frá
stofnun 1945 til 1954 og oft fulltrúi á
þingum BSRB. Einnig sinnti hann ýms-
um störfum samhliða árin 1935-1953,
svo sem umboðsmennsku fyrir Bókaút-
gáfu Menningarsjóðs, verslunarstörfum
og fleira.
í stjómmálum skipaði Jón sér í raðir
framsóknarmanna og var mikill fram-
sóknarmaöur til hinstu stundar. Hann
var einn hvatamanna að stofnun blaðs
þeirra á Vestfjörðum, ísfirðings, 1949
og varð síðar ritstjóri þess í aldarfjórð-
ung, frá 1955 til 1980. Einnig var hann
formaður Framsóknarfélags ísfirðinga
1954 til 1960 og formaður Sambands
Framsóknarfélaga í Vestfjarðakjördæmi
frá stofnun 1960 til 1967. Þá var hann
varabæjarfulltrúi og varabæjarráðs-
maður og loks bæjarfulltrúi og 1. vara-
forseti bæjarstjórnar 1954 til 1971, er
hann varð forseti bæjarstjómar til
haustkosninga sama ár, eftir samein-
ingu Hnífsdals og ísafjarðar. í haust-
kosningunum til bæjarstjómar hins
sameinaða sveitarfélags skipaði hann
heiðurssæti á framboðslista Framsókn-
arflokksins.
Einnig starfaði hann í Oddfellowregl-
unni frá 1952.
í einkalífi var Jón hamingjumaður.
Hann kvæntist hinn 31. ágúst 1940
Oktavíu Margréti Gísladóttur hjúkmn-
arkonu, f. 10. október 1904. Foreldrar
hennar vom Gísli Þórðarson bóndi að
Minna-Ármóti í Hraungerðishreppi, Ár-
nessýslu, og kona hans Oddný Sigurlín
Oddsdóttir.
Þau eignuðust þrjár dætur. Elst er
Katrín Bjamey, f. 23. aprfl 1941, gift
Grétari Þórðarsyni á ísafirði og eiga þau
tvo syni. Jóhanna, f. 20. aprfl 1944, gift
Guðjóni Jónssyni og eiga þau þrjú börn.
Yngst er Margrét, f. 4. júlí 1945, gift Ed-
ward Hoblyn á ísafirði og eiga þau tvö
böm. Barnabarnabörnin em orðin tvö.
Oktavía lést hinn 31. júlí 1987 og sakn-
aði Jón hennar mjög.
Undirritaður kynntist Jóni nokkm eft-
ir að starfsævi hans var á enda, þá flutt-
ur til ísafjarðar og orðinn arftaki hans í
skattstjóraembætti, að vísu annar mað-
ur frá honum. Þau hjón vom þá flutt á
Hlíf, íbúðir aldraðra á ísafirði, sem
teknar vom í notkun 1982. Þeir fluttu
það sama ár á Hlíf með eiginkonum sín-
um Jón og Skúli Þórð'arson, afi þess er
hér ritar. Oft átti undirritaður leið í Hlíf
og bar þá fundum okkar Jóns gjaman
saman, enda ekki óalgengt að hitta íbúa
Hlífar að spjalli frammi á göngum.
Smám saman tókst með okkur ágætur
kunningsskapur, þó nærri hálf öld
skildi okkur að í aldri og hyldýpi
reynslu Jóns. Oft bar skattamál á góma,
því þrátt fyrir miklar kerfisbreytingar er
kjaminn ávallt hinn sami, að afla ríkis-
sjóði og sveitarsjóðum tekna eftir gild-
andi forskrift á hverjum tíma, að
ógleymdum þjónustuþætti starfsins.
Við upptöku staðgreiðslu fyrir tæpum
fimm árum hafði Jón reyndar á orði að
hann ætlaði ekki að setja sig sérstaklega
inn í þær breytingar. En umræðuefnin
skorti ekki, því oft bar stjómmál á
góma, þótt ekki fýlgdum við sama
stjómmálaflokki; vildi Jón meina að
undirritaður væri arftaki hans á fleiri
sviðum en einu með setu í bæjarstjóm.
Fyrst og fremst bar Jón mikla um-
hyggju fyrir velferð ísafjarðar, heila og
óskipta ekki síður en þeir sem voru enn
á vettvangi.
En þessu til viðbótar voru þeir miklir
mátar, Jón og Skúli, og sátu oft lengi
saman frammi á gangi eftir að báðir
voru komnir á fyrstu hæð Hlífar, orðnir
ekklar. Var oft hin mesta skemmtun að
hlýða á samræður þeirra. Þótt ekki
væru þeir alltaf sammála, skiptu sam-
vistimar mestu. Eftir að Jón lagðist á
Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði fýrir
skömmu, fækkaði ferðum Skúla fram á
gang.
Allt er í heiminum hverfult og árið
1992 er merkilegt fyrir margra hluta
sakir, ef skoðað er í samhengi við ævi
Jóns Á. Jóhannssonar. Skipaútgerð rík-
isins var lögð aí og eftir rúman hálfan
mánuð verður núverandi skattkerfi 30
ára. Hvort tveggja naut starfskrafta
hans.
Að leiðarlokum er sannur mannvinur
kvaddur og sú hugsun verður áleitin, að
mannleg samskipti verði ekki ofmetin
og sjaldnast nægilega ræktuð. Ekki síð-
ur hvarflar hugurinn að því að þegar
gifturíkri starfsævi er lokið, virðist sem
ekki sé áhugi fýrir því að nýta þá miklu
reynslu, sem eftirlaunaþegar hafa aflað
sér. Stundum er eins og þeir gleymist
að loknum starfsdegi. Undirritaður
þakkar fýrir góð kynni og veit að Skúli
Þórðarson saknar vinar í stað. Við hjón-
in færum dætrum Jóns og öðrum að-
standendum samúðarkveðjur og biðj-
um guð að blessa minningu hans.
Ólafur Helgi Kjartansson
í dag er gerð vestur á ísafirði útför Jóns
Á. Jóhannssonar.
Þar er kvaddur mætur maður, sem lok-
ið hafði merku starfi.
Hann var fæddur á Lónseyri í Arnar-
firði 16. ágúst 1906, elstur 9 systkina.
Foreldrar hans voru hjónin Jóhann
Jónsson og Bjamey Friðriksdóttir.
Kirkjubókin frá Hrafnseyri segir frá
þeim lögum samkvæmt. Þegar frum-
burður þeirra fæðist, er Jóhann hús-
maður á Lónseyri. Það þýðir að hann
var sinn eigin húsbóndi, en hafði engar
landnytjar. Þegar þriðja bamið fæðist
1909, er Jóhann skipstjóri á Lónseyri.
En fimmta bamið fæðist 1912 og þá er
Jóhann orðinn bóndi á Auðkúlu. Þá var
fleirbýli á Auðkúlu, en þau Jóhann
munu hafa haft jarðnæði líkt og betri
bændur í Auðkúluhreppi. En skipstjóm
mun Jóhann hafa haift á skútum eitt-
hvað lengur. Efnahagur bjargálna
manna í Auðkúluhreppi á 19. öld
byggðist meira á sjávarafla en landbún-
aði. Timburhúsin, sem byggð voru á
Hrafhabjörgum, Stapadal, Álftamýri og
víðar, voru vitni um það.
Jóhann á Auðkúlu dó þegar yngri
bömin voru enn í bemsku. Bjamey hélt
áfram búskap með hjálp bama sinna
næstu árin. En árið 1935 yfirgaf fjöl-
skyldan Auðkúlu. Jón fór þá til lsafjarð-
ar þar sem hann gerðist lögregluþjónn.
Hann varð yfirlögregluþjónn 1940 og
gegndi því starfi til 1953. Átti hann þá
mikið samstarf við bæjarfógetana, Torfa
Hjartarson og Jóhann Gunnar Ólafsson,
sem hann mat mikils, enda vom þeir
reglusamir embættismenn auk annarra
mannkosta.
Árið 1953 gerðist Jón Jóhannsson af-
greiðslumaður Ríkisskipa á ísafirði. Því
starfi gegndi hann í 3 ár, en 1956 gerð-
ist hann skattstjóri á ísafirði. Með
breyttri skipan skattamála 1962 varð
hann skattstjóri Vestfjarðaumdæmis og
gegndi því embætti til 1972.
Skólaganga Jóns Jóhannssonar eftir
bamapróf var sú, að hann var einn vet-
ur í námi hjá sr. Böðvari Bjamasyni á
Hrafnseyri, en hann hélt lengi skóla á
heimili sínu og var mikill kennari.
Jón Á. Jóhannsson var frændmargur í
Amarfirði. Bjamey móðir hans var dótt-
ir Friðriks, sem var sonur sr. Jóns Ás-
geirssonar á Álftamýri og Hrafnseyri, en
hann var sonur séra Ásgeirs í Holti,
móðurbróður Jóns forseta. Um sr. Jón
Ásgeirsson segir Páll Eggert Ólason í ís-
lenskum æviskrám: „Hann var talinn
vel gefinn og vel að sér, kennimaður
hinn andríkasti, valmenni hið mesta
svo að allir unnu honum hugástum, af-
burðamaður að afli og allra manna fim-
astur."
Gils Guðmundsson segir í Skútuöld-
inni um Ásgeir á Álftamýri: „Var og ætt
hans slík, að ekki þurfti langt að leita of-
urmenna, þvf að hann var sonur Jóns
prests Ásgeirssonar, einhverrar mestu
höfuðkempu Vesturlands á seinni öld-
um.
Því er til þessa vitnað hér, að niðjar
þeirra Holtspresta og frændur Jóns for-
seta hafa margir með ýmsu móti svarið
sig í ættina. Þeir frændur settu mjög
svip á Amarfjörð um aldamótin og má
þar nefna syni Ásgeirs, Gísla á Álftamýri
og Matthías á Bauluhúsum, en Jóna
systir þeirra var kona Jónasar í Reykjar-
firði, og móðir dr. Matthíasar og systk-
ina hans og væri langt að telja atgjörvis-
menn með því fólki.
Jón Á. Jóhannsson hafði hvers manns
virðingu. Hann var því vel metinn hvar-
vetna og ákjósanlegur liðsmaður. Hann
naut slíks trúnaðar í samstarfi opin-
berra starfsmanna á ísafirði. Hann var
formaður Framsóknarfélags ísfirðinga
1954-60. Og þegar kjördæmabreytingin
var gerð 1959 og stofnað Kjördæmiss-
amband framsóknarmanna, þótti sjálf-
sagt að Jón yrði formaður þess fýrstu
árin. Hann baðst undan formennskunni
eftir að hafa gegnt henni í 7 ár, en áfram
hélt hann í flokksstarfinu eins og áður.
Jón Á. Jóhannsson giftist 1940. Kona
hans var Oktavía Margrét Gísladóttir
hjúkrunarkona frá Minna- Ármóti í Ár-
nessýslu. Hún var atgjörviskona. Mér
finnst að hennar megi minnast með
þessum Ijóðlínum Stephans G.:
Jví drottningar hjarta er viðkvcemt
og varmt,
þó varimar fljóti ekki í gælum. “
Oktavía andaðist 1987. Þau Jón eiga
þrjár dætur: Katrínu og Margrétu á ísa-
firði og Jóhönnu í Reykjavík.
í full 40 ár var heimili þeirra Jóns og
Oktavíu höfuðvígi Framsóknarflokksins
á ísafirði. Þar var ómetanlegt athvarf í
félagsmálunum. Um það er ég vitnis-
bær og svo er vissulega um fleiri. Hér vil
ég enn vitna í orö Björgvins Sighvats-
sonar um hver styrkur það væri í bæjar-
málum að eiga í flokki sínum mann
eins og Jón Á. Jóhannsson, „sem öllum
verður að þykja vænt um“.
„Ellin hallar öllum leik." Henni verð-
um við öll að mæta, enda þótt misjafnt
sé á hvem hátt við missum atgjörvi eða
hvemig á okkur sannast að „allt er að
láni“, eins og gamla fólkið sagði. En
seint er að meta og erfitt að þakka það,
sem góðir samstarfsmenn hafa eftirlát-
ið. Svo er um samfýlgd þeirra Jóns og
Oktavíu. Eftir standa ljúfar og hjartkær-
ar minningar, ómetanlegar. Það var
gæfa að mega kynnast þeim. H.Kr.