Tíminn - 30.09.1992, Side 1
Miðvikudagur
30. september 1992
182.tbl.76. árg.
VERÐ í LAUSASÖLU
KR. 110,-
Svartur dagur hjá iðnverkafólki á Akureyri:
Þrjátíu manns
sagt upp
hjá Foldu
Sjóm Foldu hf. á Akureyri hefur
ákveöið að segja upp þrjátíu manns
frá og með næstu mánaðamótum.
Uppsagnarfrestur starfsmannanna
er allt frá hálfum mánuði og upp í
sex mánuði. Uppsagnimar em ekki
einskorðaðar við fata- og vefdeild
heldur verður einnig fækkað fólki á
lager og á skrifstofu.
Að sögn Baldvins Valdimarssonar,
framkvæmdastjóra Foldu hf., er
ástæðan fyrir uppsögnunum fyrst
og fremst sú að sala á framleiðslu
fyrirtæksins á evrópskum mörkuð-
um hefur ekki gengið sem skyldi
miðað við fyrri áætlanir. Hann segir
að þetta sé vissulega áfall fyrir fyrir-
tækið í ljósi markmiða þess að reyna
að veita sem flestum atvinnu. En
hins vegar hafi þetta orðið niður-
staðan eftir að búið var að ígmnda
alla aðra möguleika í stöðunni.
Ármann Helgason, varaformaður
Iðju, félags verksmiðjufólks á Akur-
eyri, segir að fólk þar á bæ sé mjög
slegið yfir þessum tíðindum. Hann
segir að ef allar þessar uppsagnir
komi til framkvæmda sé það mjög
alvarlegt mál fyrir félagið, því nú
þegar séu um 63 á atvinnuleysisskrá
hjá Iðju. Virkir félagsmenn í Iðju er
eitthvað um 560 manns en þegar
mest var vom félagsmenn um 1100
árið 1986.
Eins og kunnugt er þá var Folda hf.
stofnað á rústum Álafoss. Stærstu
hluthafar fyrirtæksins em Akureyr-
arbær, Byggðasjóður, Bændasam-
tökin, KEA, ÚA, Lífeyrissjóður Iðju
og starfsmenn Foldu hf.
-grfi
(Sjá einnig bls. 2)
Mikill reykur í
Langholtsskóla
Mikinn reyk lagði um Langholts-
skóla í Reykjavík í gærmorgun
sem stafaði frá flúorrafljósi sem
brennt hafði plastskerm.
Greiðlega gekk að rýma húsið og
að sögn varstjóra hjá Slökkviliði
Reykjavíkur var enginn í hættu.
Svo svartur var reykurinna að
senda þurfti reykkafara inn í hús-
ið. lálið er að skemmdir séu vem-
legar því líklega hefur viðkvæmur
búnaður eins og tölvur og annað
slíkt eyðilagst. Þá má gera ráð fyr-
ir því að það þurfi að mála skóla-
álmuna upp á nýtt.
Stjórnvöld ákváðu að taka ekki íslensku tilboði um viðgerðir
á strandferðaskipinu Heklu:
Samið við Pólverja
um viðgerð á Heklu
Samgönguráðherra hefur ákveðið að taka tilboði frá pólskri skipasmíðastöð
um viðgerðir á strandferðaskipinu Heklu. íslensk skipasmíðastöð gerði
einnig tilboð í viðgerðina, sem var samkvæmt heimildum Tímans um helm-
ingi hærra en pólska tilboðið.
Öm Friðriksson, formaður Félags
jámiðnaðarmanna, gagnrýnir þessa
ákvörðun stjómvalda harðlega og
segir að með henni séu þau að auka
enn atvinnuleysi meðal jámiðnaðar-
manna, en það er ærið fyrir.
Hekla var í eigu Ríkisskipa. Samskip
tók skipið á leigu þegar Ríkisskip vom
lögð niður. Samskip ákváðu hins veg-
ar að nýta sér ekki rétt til að kaupa
skipið. Stjómvöld ætla sér að gera
lagfæringar á Heklu og selja skipið
síðan.
Komið hafa í ljós talsvert miklar
skemmdir á botni Heklu. Plötur í
botni skipsins em orðnar mjög þunn-
ar og þarf að skipta um þær. Ennfrem-
ur þarf að skipta um skrúfu í skipinu.
Tilboð bárnst í viðgerðir á skipinu frá
Póllandi og íslandi. Samkvæmt heim-
ildum Tímans hljóðaði pólska tilboðið
upp á 6 milljónir króna, en það ís-
lenska upp á 12 milljónir.
Öm Friðriksson sagði að það væri
viðurkennd staðreynd að pólskar
skipasmíðastöðvar nytu ríkisstyrkja.
íslenskir jámiðnaðarmenn hefðu
krafist þess að íslensk stjómvöld
beittu jöfnunargjöldum til að jafna
samkeppnisstöðu íslenskra skipa-
smíðastöðva. Á það hafi ekki verið fall-
ist.
Öm sagði að jafnvel þó að íslenska
tilboðið hafi verið eitthvað hærra þá
sé ekki víst að það hafi verið hagur
stjómvalda að hafna því. Með því að
taka íslenska tilboðinu hefðu skatt-
tekjur ríkisins hækkað, bæði af tekju-
skatti og virðisaukaskatti. Ennfremur
hefðu íslensk stjómvöld þurít að
borga minna í atvinnuleysisbætur.
„Þetta gerist á sama tíma og atvinnu-
leysi er meðal málmiðnaðarmanna.
Fjöldi málmiðnaðarmanna er á upp-
sagnarfresti. Það var verið að segja
upp starfsmönnum hjá skipasmíða-
stöðinni í Njarðvík,“ sagði Öm.
Hann sagði þetta skammsýna
ákvörðun. íslensk stjómvöld geti ekki
leyft sér að horfa aðgerðalaus á meðan
þessi iðngrein er lögð í rúst. Ekki bæti
úr skák þegar þau séu farin að stuðla
að því að svo fari með ákvörðun um
verkkaup sem snýr beint að þeim.
Jafnréttisráð gerir athugasemd við að kynjunum er mismunað á hjálpartækjalista Tryggingastofnunar:
Körlum sinnt - konum ekki
Óvenjulegt ágreiningsmál hefur veriö í gangi að undanfómu
milli austfirskrar móður og Jafnréttisráðs annars vegar og
Tryggingastofnunar og Tryggingarráðs hins vegar, þar sem deilt
var um hvort hjálpartækjalisti Tryggingastofnunar feli í sér
óbeina kynferðislega mismunun.
Jafnréttisráði barst fyrir nokkru
erindi frá austfirskri móður þar
sem hún taldi það mismunun
gagnvart sér og öðmm konum í
heimahéraði sínu á Austurlandi að
engin mjaltavél var til staðar í
heilsugæslustöðinni og að ekki
fékkst styrkur til kaupa á slíkri vél
hjá Tryggingastofnun á þeirri for-
sendu að mjaltavélar væru ekki á
hjálpartækjalista. Það var hins
vegar skoðun konunnar og Jafn-
réttisráðs að auk þess að lúta að
réttindum konunnar snerist málið
ekki síður um heill ungabamsins,
sem er með klofinn góm og getur
þess vegna ekki sogið brjóst.
Á fundi Jafnréttisráðs á dögun-
um, þar sem erindi þetta var
kynnt, var það upplýst af einum
ráðsmanni að á umræddum hjálp-
artækjalista Tryggingastofnunar
mátti finna tæki sem eingöngu
voru ætluð karlmönnum á sama
tíma og mjaltavélar, sem eingöngu
konur geta notað, vom þar ekki.
Það tæki sem ætlað er karlmönn-
um eingöngu og er á listanum er
svokölluð reðurrisdæla. Þetta er
eins konar pumpa sem dælir lofti í
þar til gerð hylki sem komið hefur
verið fyrir í getnaðarlimi karl-
manns, sem annars væri getulaus
vegna þess að honum rís ekki
hold. Á grundvelli þessara upplýs-
inga ritaði Birna Hreiðarsdóttir,
framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs,
Tryggingaráði bréf þar sem bent
var á að jafnréttisráð liti svo á að
óbein mismunun á grundvelli
kynferðis kæmi fram í vali á hjálp-
artækjum á lista TR og það lagt til
að mjaltarvélar væru settar inn á
þennan lista. „Það var litið á þetta
val á hjálpartækjalistann sem
óbeina mismunun í Jafnréttis-
ráði,“ sagði Birna Hreiðarsdóttir í
samtali við Tímann í gær. Hún
sagði að Tryggingaráð hafi svarað
erindi Jafnréttisráðs þannig að
Tryggingastofnun hafi verið tilbú-
in til að borga 60% af kostnaðar-
verði mjaltavélarinnar gegn því að
vélinni yrði skilað aftur þegar búið
væri að nota hana. „En umbjóð-
andi okkar var að sjálfsögðu ekki
alls kostar ánægð með þessa nið-
urstöðu því svona vél kostar 45
þúsund krónur og hún hefði því
þurft að borga 20 þúsund kr. fyrir
nokkrurra mánaða notkun á sama
tíma og aðrar konur á landinu fá
þetta á sínum heilsugæslustöðv-
um endurgjaldslaust," sagði
Birna. Það kom síðan fram í gær
og var kynnt á fundi Jafnréttis-
ráðs, að nú er Tryggingaráð að
vinna í því að fá heilsugæslustöð
konunnar til að kaupa af henni
mjaltavélina þegar hún er búin að
nota hana.
- BG
Ekið á konu
í Kópavogi
Fullorðin kona varð fyrir bifreið í
Kópavogi í gær og er talið að hún
hafi hlotið verulega höfuðáverka.
Ekki er Ijóst um tildrög slyssins
sem átti sér stað á Nýbýlavegi í
Kópavogi. Konan mun hafa verið á
leið yfir götu er aðvífandi bíl bar að
með fyrrgreindum afleiðingum.
-HÞ
VI fékk lóöina
Á borgarráðsfundi í gær var ákveð-
ið að úthluta Verslunarskóla íslands
lóðinni að Ofanleiti 2.
Þetta hefur verið eftirsótt lóð og
m.a. hafa aðilar sem hyggja á rekstur
„MacDonalds" hamborgarastaðar
haft augastað á henni. Forsvars-
menn Verslunarskólans munu lík-
lega nýta lóðina undir einhvers kon-
ar háskólastarfsemi. -HÞ