Tíminn - 30.09.1992, Page 3

Tíminn - 30.09.1992, Page 3
Miövikudagur 30. september 1992 Tíminn 3 Bam fær lömunarveiki í Hollandi eftir að foreldrar þess neituðu því um bólusetningu af trúarlegum ástæðum: Andstaða við bólusetningu barna þekkt hér á landi Pyrir skömmu fékk 14 ára drengur í Hollandi lömunarveiki. Foreldrar drengsins' tilheyrðu hópi fólks sem neitaði bólusetningum af trúarástæð- um. Ólafur Ólafsson, Íandlæknir, sagði andstöðu við bólusetningar ekki óþekkt vandamál hér á landi. öðru hverju skjóti upp kollinum hópar sem neiti að þiggja suma þjónustu sem heilbrigðiskerfið bjóði upp á. Sérviska af þessu tagi komi oftast nær niður á bömunum. Rúmlega 95% bama á íslandi eru sín í boðaða bólusetningu. Eitthvað er bólusett gegn lömunarveiki. Ástæðan einnig um að foreldrar vilji ekki láta fyrir að hópur bama fær ekki lömun- bólusetja böm sín. Ekki hafa komið arveikibólusetningu er oftast nær upp lömunarveikitilfelli hér á landi hirðuleysi foreldra að mæta með böm síðan 1960. Umhverfisráðherra um hugsanlega vetnisframleiðslu hérlendis: Þjóðverjar áhugasamir um samvinnu Eins og Tíminn hefur greint frá hafa íslenskir rannsóknarmenn unnið skýrslu um möguleika á vetnisframleiðslu hér á landi og segja að óvíða sé hagkvæmara að framleiða vetni en hér á landi. Þetta er athyglisvert í Ijósi þess að Þjóð- verjar áætla að auka notkun vetnis í samgöngum og iðnaði. .JMér heyr- ist að það sé mikill áhugi hjá Þjóð- verjum sem ég hef hitt óformlega á aukinni samvinnu við íslendinga um þetta,“ segir Eiður Guðnason umhverfisráðherra. Hann álítur að það sé ekki spuming hvort heldur hvenær íslendingar hefji framleiðslu á vetni til útflutn- ings. Hann telur að nálægðin við markaði í Evrópu muni hjálpa mikið til. „Þarna eigum við ábyggilega möguleika þegar fram í sækir,“ telur Eiður. Eiður telur að vetni muni verða notað í vaxandi mæli sem eldsneyti vegna þess að sé svokallaður hreinn orkugjafi. „Það er margt sem bendir til þess að vetnisframleiðsla geti ver- ið fysilegur kostur fyrir okkur. Það fylgja því eins og nú er einhverjir ókostir og það er dýrt. Þetta er ekki tímabært en það er áreiðanlegt að það munu koma fram kröfur um hreina orkugjafa sem valdi ekki mengun," segir Eiður. Hann telur að það muni verða lagðir skattar á hefð- bundna orkugjafa eins og olíu og kol. Eiður minnist líka á kjarnork- una, nefnir vandræði sem hafa hlot- ist af henni í kjölfar hruns kommún- ismans. Eiður er ánægður með frumkvæði íslenskra vísindamanna í rannsókn- um á möguleikum á vetnisfram- leiðslu hér á landi. „Það mun áreið- anlega líða þó nokkur tími þangað til við sjáum hér vetnisknúna bíla, flugvélar eða skip. Kannski gerist þetta miklu fyrr en við höldum," segir Eiður. „Þetta er eðli málsins samkvæmt verkefni sem umhverfisráðuneytið hefur áhuga á og reynir að fylgjast vel með,“ sagði Eiður að lokum. -HÞ Alltaf fylgir því nokkur áhætta að vera óbólusettur gagnvart veiki eins og lömunarveiki eða mænuveiki. Áhættan er þó mun meiri þegar fólk ferðast til suðrænna landa. Þar er lömunarveikisveira í jarðveginum. Ól- afur sagðist hvetja alla sem ferðast til suðrænna landa að láta bólusetja sig áður en lagt er af stað. Ólafúr sagði að alltaf sé eitthvað um hópa fólks sem af einhverjum orsök- um neiti að láta bólusetja sig eða þiggja aðra heilbrigðisþjónustu. Hann sagði að sumir geri þetta af trúarleg- um ástæðum, en það gildi þó alls ekki um alla. Þetta komi einkum niður á bömunum. Ólafur sagði mikilvægt fyrir okkur að vera vakandi fyrir þess- ari hættu. Hér á landi er engin skyldubólusetn- ing til lengur eftir að hætt var að bólu- setja við stóru- bólu. Böm eru hins vegar bólusett hér á landi fyrir mörg- um sjúkdómum, reyndar fleiri sjúk- dómum en í flestum öðrum löndum. Ólafur sagði að alltaf væri eitthvað um að foreldrar neiti að láta bólusetja bömin sín. Hann sagði að strangt til tekið geti foreldri staðið á því að neita að láta bólusetja bamið sitt. Það komi hins vegar til greina þegar um er að ræða smitandi farsóttir að beita við- komandi sömu aðferð og Vottar Je- hóvar hafa verið beittir, en þeir hafa verið sviptir foreldrarétti tímabundið þegar talið hefur verið að líf bams sé í hættu fái það ekki blóð. Vottar Jéhóv- ar neita sem kunnugt er að þiggja blóð af trúarlegum ástæðum. Ólafur sagði að íslendingar væm komnir lengst þjóða í því að útrýma lungnabólgu með bólusetningu. Tek- ist hefur að útrýma einni tegund heilahimnubólgu með bólusetningu. Á næstunni verður farið af stað með bólusetningu gegn inflúensu í sam- vinnu við Alþjóða heilbrigðisstofnun- ina. -EÓ Janes S. Andres afhendir Eiöi bókagjöfina í gær. Tlmamynd Ami Bjama Umhverfisvænar bækur frá BNA Janet S. Andres, starfandi sendi- Þær íjalla um 14 málaflokka og bókagjöf muni efla verulega bóka- herra Bandaríkjanna á íslandi, af- meðal þeirra eru td. förgun úr- kost ráðuneytisins og stofnana henti í gaer Eiði Guðnasynl um- gangs, vemdun vatns, umhverfls- þess. Þá telur ráðherra að bóka- hverfisráðherra safn bóka um um- mat, frárennsllsmál, áhættumat safn ráðuneytisins verði á næst- hverflsmál. og mengunarvamir. unni gert aðgengilegt vísbida- Umhverfisverndarstofnun Banda- Við þetta tækifæri sagði um- mönnum, námsfólki og áhuga- rikjanna hefur gcflð bækuraar út hverflsmálaráðherra að þessi fólki um umhverflsmáL Deyfð er yfir fasteignamarkaðinum: Utgáfa húsbréfa dregst saman um 3,5 milljarða Gefin vom út húsbréf fyrir 24,5% lægri upphæð á fyrstu átta mánuð- um þessa árs en á sömu mánuðum í fyrra. Áætlað er að gefln verði út húsbréf fyrir 12 milljarða á þessu ári, en á síðasta ári nam þessi út- gáfa 15,5 milljörðum króna. Samdráttarins hefur fyrst og fremst gætt í viðskiptum með notaðar íbúðir. Fjöldi afgreiðslna hefur hins vegar aukist vegna nýbygginga ein- staklinga en heildarfjárhæð er þó óbreytt vegna lægri meðallánsupp- hæðar. Nú er að koma á markað nýr flokk- ur húsbréfa sem telur 4 milljarða króna. Áætlað er að flokkurinn dugi til að sinna fasteignaviðskiptum út árið. Hingað til hafa um 65% af nýj- um húsbréfúm komið til sölu á verðbréfamarkaði. Ef þróunin verð- ur sú sama og hingað til, og miðað er við forsendu um minnkandi við- skipti á fasteignamarkaðinum, mun draga úr framboði húsbréfa það sem eftir lifir ársins. í fréttabréfi frá Landsbréfum segir að þetta ætti að öðru óbreyttu að geta leitt til lækk- unar ávöxtunarkröfu. Þetta fer þó eftir vaxtaþróun á fjármagnsmark- aðinum í heild. Síðustu mánuði hefur borið á því að húsbréf séu í vaxandi mæli tekin til greiðsiu á nafnverði vegna deyfð- ar á markaðinum, þ.e. án affalla. Jafnframt hafa seljendur litið svo á að greiðsla í húsbréfum og útborg- un réttlæti staðgreiðsluafslátt. Þetta þýðir raunverðslækkun á fasteign- um. Siík lækkun gæti hleypt meira lffi í fasteignaviðskipti og þar með húsbréfaútgáfu. í Ijósi efnahags- ástandsins má gera ráð fyrir áfram- haldandi deyfð í viðskiptum með fasteignir. Offramboð er á íbúðar- húsnæði, sérstaklega í nýbygging- um. Því er spáð að verð á fasteignum muni almennt lækka í verði, þegar hefur borið á því að afsláttur sé boð- inn á nýbyggingum. - EÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.