Tíminn - 30.09.1992, Side 9

Tíminn - 30.09.1992, Side 9
Tíminn 9 Miðvikudagur 30. september 1992 DAGBÓK Inga Þórey Jóhannsdóttir sýnir í Gallerí einn einn Inga Þórey Jóhannsdóttir hefur opnað málverkasýningu f Gallerí einn einn við Skólavörðustíg. Inga Þórey útskrifaðist úr nýlistadeild MHI 1988, hélt síðan til framhaldsnáms við Hochschule fiir Angewandte Kunst í Vínarborg 1988-1989. Þetta er fjórða einkasýning Ingu. Málverkin á sýning- unni eru öll unnin í Glasgow á sfðasta vetri. Sýningin stendur til 8. október og er opin frá kl. 14 til 18 alla daga. Viö feröumst um heiminn SERVAS-samtökin eru alþjóðleg sam- tök fólks, sem vill stuðla að auknum skilningi milli einstaklinga og þjóða, styrkja tengsl og vinna gegn hleypidóm- um og vanþekkingu. SERVAS er borið uppi af fjölda einstaklinga, sem með opn- um huga leitast við að hjálpa og miðla upplýsingum til erlendra gesta er að garði bera. SERVAS-meðlimir bjóða aðstoð og fyr- irgreiðslu, þar á meðal gistingu á eigin heimilum, ef aðstaða er til þess. Þessi fyrirgreiðsla er að jafnaði gagnkvæm. SERVAS-meðlimur liðsinnir með því að mæta fólkinu, ræða við það og veita því upplýsingar og þannig auðvelda því að kynnast menningu þjóðarinnar og um- hverfmu, sem við hrærumst í. Viðkom- andi öðlast um leið kynni af menningu og viðhorfum gestsins. Kynnin og ánægjan verða gagnkvæm. SERVAS-meðlimir eru skráðir hjá sam- tökunum í viðkomandi landi. Það býður upp á mikla möguleika fyrir ferðafólk til að kynnast öðrum, vítt um heimsbyggð- ina, en SERVAS starfar í flestum löndum heims. SERVAS hefir ráðgefandi stöðu og viðurkenningu sem alþjóðlegur fé- lagsskapur hjá Félagsmálaráði Samein- uðu þjóðanna (UN Economic and Social Counsel). Á íslandi eru nú starfandi fjórir meðlim- ir, tveir á Reykjavíkursvæðinu og tveir norðanlands. Við viljum vekja athygli á þessu starfi. Starfið laðar að, veitir ánægju, skapar kynni, leiðir til vináttu- tengsla og það virkar gagnkvæmt. Þeir sem láta í té aðstoð geta notið aðstoðar fyrri gistivina og annarra meðlima sam- takanna, vítt um veröldina. Frekari upp- lýsingar um samtökin veitir Jóhann Jak- obsson, pósth. 1164, 121 Reykjavík. S. 91-22848/652170. (Fréttatilkynning) Félag eldri borgara Dansnámskeið byrjar næstkomandi laugardag kl. 14 í Risinu. Kennari: Sig- valdi. Kvikmyndin „Fjallahóteliö" sýndíMÍR „Fjallahótelið" nefnist kvikmynd, sem sýnd verður í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, nk. sunnudag 4. október kl. 16. Þessi mynd var gerð á áttunda áratugnum í Tallinn, Eistlandi, undir leikstjóm Gríg- oríj Kromanovs. í myndinni er sagt frá því, er rannsóknarlögreglumaðurinn Glebsky fær boð um að halda til fjalla- hótels eins, sem ber það skrítna nafn „Dauði fjallgöngumaðurinn". Lögreglu- maðurinn verður einskis grunsamlegs var á hótelinu, en finnst þó sitthvað sér- kennilegt við staðinn. Og þegar snjóflóð teppir veginn að hótelinu og veldur því að lögreglumaðurinn kemst ekki burtu, fara einkennilegir og dularfullir atburðir að gerast Skýringar með myndinni á ensku. Aðgangur að kvikmyndasýningum er ókeypis og öllum heimiil. Reykjanes Skrifstofa Kjördæmasambandsins að Digranesvegi 12, Kópavogi er opin mánudaga og miðvikudaga kf. 17.00-19.00, sími 43222. K.F.R. Keflavík — Suðurnesjamenn Vetrarstarfið er hafið. Opið hús alla mánudaga kl. 20.30. Mætum öll. Alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögin I Keflavlk. Suðurland Skrifstofa Kjördæmissambands Framsóknarfélaganna á Suðuriandi að Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin á fimmtudögum kl. 16-18. Slmi 22547. Fax 22852. KSFS. Raufarhöfn Aðalfundur Framsóknarfélags Raufar- hafnar verður haldinn I Félagsheimilinu fimmtudaginn 1. október kl. 20.30. Þingmennimir Guömundur Bjamason og Jóhannes Geir Sigurgeirsson koma á fundinn. Stjómln. Reykjavík Fulltrúaráð framsóknarfélaganna I Reykjavik hefur opnað skrifstofu að Flafnar- stræti 20, 3. hæð. Skrifstofan er opin alla virka daga frá 13:00-17:00. Stjóm fulltrúaráósins. Guðmundur Jóhannes Gelr Utanríkismálanefnd SUF Fundur verður haldinn I utanrikismálanefnd SUF mánudaginn 5. október kl. 17 á skrifstofu Framsóknarflokksins. Öllum áhugamönnum um utanrikismál innan SUF er frjálst að sitja fundinn með málfrelsi og tillögurétti. Móöir Söru Ferguson kveöst munu standa meö dóttur sinni hvaö sem á dynur. Lífið hefur verið Susan Barrantes, móður Söru Ferguson, andstætt að undanförnu. En hún ber höfuðið hátt og segir: Alltaf að horfa fram á við Susan Barrantes hefur fengið að reyna það að undanförnu að lífið getur farið ómjúkum höndum um fólk. í ágúst 1991 missti hún eig- inmann sinn eftir langa og erfiða sjúkdómslegu og hún segir að sá missir hafi skilið eftir tóm í lífi hennar, sem seint verði fyllt. Nokkrum mánuðum síðar missti hún móður sína og mág sinn skömmu eftir það. Og eftir öll þessi áföll bættist það við að Sara dóttir hennar skildi við mann sinn, Andrew hertoga af Jórvík, og olli alþjóðlegu hneyksli þegar upp komst um að hún hafði ekki hagað sér sem skyldi í félags- skap bandarísks auðkýfings. Aðspurð segir Susan þetta vera leiðindamál, sem hún hefði helst viljað að hefði aldrei gerst. Hún segist þó vera eins og aðrar mæð- ur, það sé sama upp á hverju börnin taki, móðurástin dofni ekki og hún kveðst standa með dóttur sinni í gegnum þykkt og þunnt, velgengni og erfiðleika. Susan segist heimsækja Söru og dótturdætur sínar reglulega. Hún segir að dótturdæturnar séu vel upp alin og góð börn og beri þess merki að eiga góða móður. Susan segir að hvað sem annars megi segja um Söru, þá sé hún góð móðir og muni ávallt reynast dætrum sínum vel. Annars segist hún vera á þeirri skoðun að það sé sama hvað ör- lögin kjósi að bjóða fólki upp á, eina leiðin til að halda áfram að lifa sé að halda sínu striki, horfa fram á við en ekki að velta sér upp úr þeim erfiðleikum sem að baki séu. Susan Barrantes er glæsileg kona og tekur því, sem aö höndum ber, af ró. í spegli Tímans Formaður

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.