Tíminn - 04.11.1992, Side 3

Tíminn - 04.11.1992, Side 3
Miðvikudagur4. nóvember 1992 Tíminn 3 íslensku skipin hafa veitt um 130 þúsund tonn af loðnu. 36 loðnuskip á miðunum og þar af 20 á loðnu og 16 á síld: Aukinn kvóti tendrar á biartsýnistýrunni Frá byrjun loðnuvertíðar hafa íslensku skipin veitt um 130 þúsund tonn af loðnu og í síðustu viku lönduðu skipin 16-17 þúsund tonnum og var sú vika með þeim betri til þessa. Sú ákvörðun að bæta 320 þúsund tonnum við heildarloönukvótann hefur aukið á bjartsýni manna um góða vertíð og eru þegar hafnar afskipanir á loðnuafurðum. Til þessa hefur mest verið landað af loðnu á Siglufirði, eða tæp 37 þúsund tonn. Samkvæmt upplýsingum frá Til- kynningaskyldunni voru 36 loðnu- skip á miðunum í gær og þar af 20 á loðnuveiðum djúpt austur af Langanesi en 16 loðnuskip á síld- veiðum á Papagrunni og á Lóns- dýpi. Alls hafa 54 skip loðnukvóta en óvíst er að þau muni öll dýfa nót í sjó. Enginn loðnuveiði var síðasta sólarhring en það sem af er hafa loðnuskip á sfldarveiðum fengið um 40 þúsund tonn af sfld. Alls hafa skipin veitt um 130 þúsund tonn af loðnu það sem af er vertíð- inni og því eiga þau eftir um 500 þúsund tonn af kvótanum. Þá hafa Norðmenn þegar veitt um 67 þús- und tonn og Færeyingar um 41 þúsund tonn af grænlenska kvótan- um. Þessi veiði á haustvertíðinni er mun betri en í fyrra en þá bárust á land alls 56 þúsund tonn. Tálið er að aflaverðmæti 640 þúsund tonna loðnukvóta sé tæpir þrír miljarðar króna og er þá reiknað með að verk- smiðjurnar greiði um íjögur þús- und krónur fyrir tonnið. Teitur Stefánsson, framkvæmdastjóri Fé- lags íslenskra fiskimjölsframleið- enda, segir að niðurstöður haust- mælinga Hafrannsóknastofnunar auki á bjartsýni manna um vertíð- ina og á stofnstærð loðnunnar, þótt verðið fyrir loðnumjölið mætti að ósekju vera hærra. Um þessar mundir er verið að reyna að selja tonnið af mjölinu á um 320-325 pund, en gengisfall pundsins hefúr haft sín áhrif á fiskimjölsiðnaðinn sem og aðrar útflutningsgreinar. Aftur á móti fást 420 dollarar fyrir tonnið af loðnulýsi sem þykir all- þokkalegt. Afskipanir eru þegar hafnar á loðnuafúrðum og er selt mjöl til Bretlands og Norður-Evr- ópu og þá hafa Bandaríkjamenn Jarðhræringar undir Mýrdalsjökli: Almannavarnir áfram á veröi gegn Kötlu Viðbúnaðarstig Almannavama stendur enn vegna jarðhrærínga undir Mýr- dalsjökli. Búist er við að niðurstöður stafrænna mælinga Iiggi fýrir í vik- unni. „Viðbúnaðarstig verður framhaldið þar til niðurstööur mælinga liggja fyrir,“ segir Hafþór Jónsson, aðalfulltrúi hjá Almannavömum ríkisins. Hann segir að bráðabirgðaniðurstöður hafi ekki breytt neinu um þetta. Hann bendir á að viðbúnaðarstig sé vægast af þremur sem Almannavamir nota. Hin tvö em hættu- og neyðarstig. Hafþór segir að líkja megi viðbún- aðarstigi við að eftirlit sé haft með eldvirkni undir jöklinum. Hann tel- ur að afgerandi breytingar þyrfti til að færa aðgerðir yfir á hættustig. Þá þyrftu jarðskjálftar að mælast um 1,5 á richterkvarða og vera allt að þremur á hverri klukkustund. Nú mælast að meðaltali einn til tveir skjálftar á sólarhring um 1,5 til 2,0 á richterkvarða að styrkleika. Þó segir Hafþór að einn og einn skjálfti hafi mælst sem greinist allt að 4 á richt- er. Hann segir að jarðskjálftahrinur á þessum stað séu árviss viðburður þar sem talið sé að jarðskorpan sé að lyftast eftir að ís hafi bráðnað af jökl- inum yfir sumartímann. Hann álít- ur þó að þessi hrina hafi staðið óvenju lengi, eða frá því í vor, og þess vegna sé ásæða til að fylgjast grannt með. Þess má geta að skjálftavirknin er mest að vestanverðu í Mýrdalsjökli en talið er að gossvæði Kötlu sé í suðausturjöklinum. Hjá Norrænu eldfjallastöðinni fengust þær upplýsingar að enn væri verið að vinna úr upplýsingum stafrænna mæla og niðurstöður myndu liggja fyrir í vikunni. -HÞ Ef uppsagnir íslenskra aðalverktaka koma til framkvæmda verða starfsmenn þeirra 270: Munu Aðalverktakar styðja uppbyggingu á Suðurnesjum? Formaður stjómar Sameinaðra verktaka tók jákvætt í tillögu forsætis- ráðherra á fundi sem þeir áttu á mánudaginn um að félagið styðji að ís- lenskir aðalverktakar taki þátt í að efla atvinnulíf á Suðumesjum. Stjóm Aðalverktaka hefur ekki fjallað um málið, en reiknað er með að stjómin komi saman þegar ljóst er hvort eigendur fyrirtækisins vilja að það leggi fjármagn í atvinnuuppbyggingu á Suðumesjum. Eigendur íslenskra aðalverk- taka eru íslenska ríkið, Samein- aðir verktakar og Regin hf. Fyrir liggur að vilji er fyrir því hjá stjórnvöldum að Aðalverktakar styðji með einhverjum hætti at- vinnuuppbyggingu á Suðurnesj- um, annaðhvort með aðild að einstökum framkvæmdum, eins og vegagerð eða húsbyggingum, eða með því að þeir leggi beint eða óbeint fram hlutafé í at- vinnufyrirtæki á svæðinu. Til að þetta geti komist í framkvæmd þurfa aðrir eigendur Aðalverk- taka að styðja þessar hugmyndir. Þegar hefur verið rætt við full- trúa Sameinaðra verktaka og hafa þeir sýnt jákvæð viðbrögð, en engin ákvörðun hefur verið tekin. Hins vegar hefur ekki ver- ið rætt við eigendur Regins, Samband íslenskra samvinnufé- laga. Hlutabréf Regins eru nú hjá Landsbankanum, en ekki hefur verið gengið frá yfirtöku bankans á bréfunum. Þau eru því enn í eigu SÍS. f lok síðasta mán- aðar tilkynntu fslenskir aðal- verktakar um uppsagnir 112 starfsmanna. Reiknað er með að þegar og ef þær koma til fram- kvæmda verði starfsmenn Aðal- verktaka um 270. Undanfarin ár hafa starfsmenn Aðalverktaka oftast nær verið um 400 yfir vetrarmánuðina. -EÓ einnig keypt dálítið magn. Hins vegar eru það Norðmenn og Hol- lendingar sem eru stærstu kaup- endur að loðnulýsinu sem þeir síð- an fullvinna. Það sem af er hefur mest af loðnu verið landað á Siglufirði eða 26.700 tonn, til Raufarhafnar hafa borist 24 þúsund tonn, 14 þúsund tonn til Neskaupstaðar, 11.500 tonn til Akraness og um 11 þúsund tonn til Eskifjarðar og svipað magn til Þórs- hafnar á Langanesi. -grh Lítil plastsnuð, sem höfð eru í bandi um hálsinn, eru mikið í tísku um þessar mundir. Ástæða hefur þó þótt til að vara nokkuð við því að hafa snuðin um hálsinn þegar börnin eru að leik á ieikvöllum, enda geta böndin krækst á leiktæki og fest þannig að stórhætta stafar af. Þá er algengt aö börnin hafi snuðin uppi í sér og er það líka nokkuð varasamt auk þess að vera ósiður. Dæmi eru um að lít- il stúlka hafi í ógáti gleypt snuð á bandi sem hún hafði upp í sér og þurfti að draga snuðið upp úr henni. Á mörgum, ef ekki flestum leikskólum Reykjavíkurborgar hefur nú verið bannað aö vera með þessi snuð úti við. Á meðfylgjandi mynd má sjá stúlku með slík snuð. Stjórn Sambandsins kemur saman til fundar í dag til að ræða stöðu samninga við Landsbankann: Sambandii segir upp átta starfsmönnum Um síðustu mánaðamót var átta starfsmönnum Sambands íslenskra samvinnufélaga sagt upp störfum. Starfsmenn Sambandsins eru 17 í dag. Fyrirsjáanlegt er ad Sambandift mun á næstu mánuftum hætta allri atvinnustarfsemi, en ekki liggur endanlega fyrir hvenær þaft verft- ur. Samningar standa nú yfir vift Landsbankann og aftra lánardrottna um uppgjör skulda og yfirtöku eigna. Á fundi stjómar Sambandsins í dag verftur stjóminni gerft grein fyrir hveraig þessir samníngar ganga. Aft sögn Sigurftar Markússonar, fylgír húsinu áfram. Þeir fiórir, sfjóraarformanns Sambandsins, sem eftir eru, eru meft samninga var átta starfsmönnum sagt upp sem tengjast áramótum. störfum um síftustu mánaðamót. Sigurður sagfti aft á stjómar- Hann sagði að uppsagniraar fundi Sambandsins í dag verfti muni taka gildi aft þremur, fiór- stjórn fyrirtækisins upplýst um um, fimm og sex mánuftum liftn- stöftu samninga við Landsbank- um eftir aldri og starfsaldri ann um yfirtöku eigna Sam- starfsmanna. Af þessum níu sem bandsins. Hann sagði aft eftir ekki hefur verift sagt upp munu fundinn verfti gefin út fréttatil- þrír færast til í störíum án upp- kynning um uppsagnir hjá Sam- sagna, einn er meft tímabundinn bandinu og starfsmannahald fyr- samning sem rennur út um mitt irtækisins. næsta ár og einn er húsvörftur og -EÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.