Tíminn - 04.11.1992, Page 4
4 Tíminn
Miðvikudagur 4. nóvember 1992
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Tíminn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aðstoðarritstjóri: Oddur Óiafsson
Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrimsson
Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason
Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Síml: 686300.
Auglýsingasími: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf.
Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,-
Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Alþýðublaðið, Godot
og Þorsteinn Pálsson
í viðtali við Morgunblaðið um helgina setti Davíð Oddsson
forsætisráðherra sjálfum sér, ríkisstjórninni og atvinnumála-
nefnd ríkisstjórnarinnar ákveðin tímamörk varðandi efna-
hagsráðstafanir. Skilafrestur á efnahagsaðgerðum rennur út
þann 15. nóvember, eftir tæplega tvær vikur, samkvæmt yfir-
lýsingu Davíðs. Vissulega ber að fagna því að ákveðin dagsetn-
ing er komin fram þó dagsetningin ein og sér hafi ekki megn-
að að slá á þá ókyrrð sem aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar hef-
ur magnað upp í þjóðfélaginu á undanfömum dögum. Hvar-
vetna í þjóðfélaginu heyrast nú raddir um að taka verði af
skarið. Þó svo að forsætisráðherra láti í veðri vaka að rfkis-
stjórnin sé tilbúin með efnahagsaðgerðir komi aðilar vinnu-
markaðarins sér ekki saman, þá er trúin á slíkan pakka ekki
almenn. Áhrif þessa herbragðs forsætisráherra eru því álíka
öflug og af dagsetningu skilafrests. Næstum engin.
Sannleikurinn er sá að stjórnarliðið er klofið í herðar niður
í afstöðu sinni til þess hvernig ber að bregaðst við þeirri stöðu
í efnahagsmálum sem nú er komin upp. Stór hluti sjálfstæð-
ismanna innan og utan þings talar nú opinskátt um nauðsyn
gengisfellingar í einhverri mynd og fer ekkert í grafgötur með
vantrú sína á þeim hugmyndum sem ríkisstjórnin, eða forysta
ríkisstjórnarinnar hefur verið að viðra. Augljós ágreiningur
er líka uppi innan ríkisstjórnarinnar sjálfrar um það hvaða
leið eigi að fara. Meginfylkingar stjórnarliða deila sem sagt
um hvort stefna eigi verst stöddu sjávarplássunum í gjaldþrot
eða hvort
reyna eigi að breyta rekstrarskilyrðum greinarinnar þannig
að hún eigi að meðaltali möguleika á arðvænlegum rekstri.
Þetta getuleysi stjórnarinnar til að taka forystu og vera sam-
stiga í því að takast á við stóru málin hefur nú leitt til þess að
flótti er brostinn á heilu herdeildirnar í stuðningsliði stjórn-
arsamstarfsins. Þær herdeildir sem mestu skipta í þessu sam-
bandi eru aðilar í sjávarútvegi og samkeppnisiðnaði, sem op-
inberlega hafa viðrað alvarlegar athugasemdir við stjórnar-
stefnuna. Þá vekur það athygli að í leiðara Alþýðublaðsins í
gær, sem aldrei þessu vant var ómerktur, kveður við nokkuð
nýjan tón. Alþýðublaðið er skyndilega orðið óþolinmótt líka
og vísar í fyrirsögn til pistils Elíasar Snælands Jónssonar í DV
um helgina þar sem Elías líkti biðinni eftir efnahagsaðgerð-
um ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar við biðina eftir Godot í
samnefndu leikriti. í leikritinu kom Godot aldrei og í pistli El-
íasar var því einmitt velt upp hvort aðgerðirnar myndu yfir-
leitt koma. í Alþýðublaðinu er það hins vegar ekki ríkissjórn-
in í heild og því síður ráðherrar krata, sem taldir eru bera
ábyrgð á biðinni og seinaganginum. Þvert á móti er það fyrst
og fremst Þorsteinn Pálsson sem er sagður bera ábyrgð á að-
gerðaleysinu og leiðarahöfundur skammar meira að segja
Davíð Oddsson fyrir að hafa verið fullorðhvatur þegar hann
var að tala um að ekki mætti bjarga öllum sjávarútvegsfyrir-
tækjum.
Meginstefna Alþýðublaðsins hins vegar telur að Þorsteinn
Pálsson sé sá Godot sem beðið sé eftir, hann sé sjávarútvegs-
ráðherra og hann eigi að koma með lausnir á vanda sjávarút-
vegsins. Augljóslega er Alþýðublaðið með þessum málflutn-
ingi að gera tilraun til að fría Alþýðuflokkinn ábyrgð á því
ástandi sem er að skapast og láta eins og það hafi verið í
verkahring Þorsteins Pálssonar eins að ráða fram úr vandan-
um.
Greinilegt er á öllu að ríkisstjórnin er komin í þrot og sífellt
fleiri yfirgefa hið sökkvandi skip. Til þessa bendir vaxandi órói
í þjóðfélaginu, klofningur í stjórnarliðinu og nú síðast tilraun
Alþýðublaðsins til að afneita ábyrgð Alþýðuflokksins á því
hvernig komið er.
Það hefur víst farið framhjá fáum
að yfir Sandsmenn hefur genfiið
efnahagsltreppa með tilheyrandi
erfiðSeikum fyrir jafint fyrirtaeki
sem hinn almenna launamann.
AtvinnuSeysið er komið á alvarlegt
stig og fátt sem gerist hjá sljóm-
vöJdum til að efla mönnum S<jark
og þor. Fimm þúsund manns eru
atvinnuSausirað mati Samtaka at-
vinnuiausra, samkvaemt frétt í
Tímanum í gær. Það er því orðið
talsvert átak á þúsundum heimiSa
bara að horfast í augu við grá-
mygiu hversdagsins, svo ekki sé
talað um stærri vericefni. Sálar-
tetrið finnur því fyrir vandamáS-
unum ekSd síður en iíkamintt, og
það eru ótrúlega margir sem eru
rislágir þessa dagana, ekSd bara
þeir atvinnulausu: deyfóin og von-
leysið hefur smitað út frá sér og
teygir sig um þjóðfélagið alit.
Þó að Garri vilji síst gera litið úr
þeim sáSarháska, sem steðjar að
stórum hópum þjóöarinnar þessa
dagana, er ekki hægt annað en
spyija hvort það auld eSdd enn i
andlega ringulreið manna að
þurfa að talsast á við allan þann
íjölda úrræða, sem landsmönnum
stendur til boða til að hressa upp á
andagift sína nú um stundir.
menn
Auk gífuriegs úrvaJs hvers kyns
menningaratburða á sviði mynd-
Sistar, Seiklistar og söngSistar, má
nefna námskeiðahald ýmiss konar
og er þá aðeins fátt eitt nefnt. Þá
hefur Kirkjuþing nýlega fjallað
mikiö um hvernig bregðast eigi
við vaxandi atvinnuieysi og kom-
ist að þeirri niöurstöðu að hiut-
verk Sdrkjunnar sé fyrst og fremst
að hlúa að sálariífi Sandsmanna á
þessum erfiðu tímum.
Pétur postuli fékk á sínum tíma
Syrirmæli um að hann ætti menn
að veiða og hefúr kirirjan stuðst
við þessi fyrirmæli í gegnum ald-
irnar í sínu starfi líka. Hins vegar
má segja að á seinni árum hafí afii
á sóknareiningu farið nokkuð
minnkandi þjá kiikjunni og máiin
Iíta satt best að segja ekki nógu
vel út í dag, Samkeppnin í sálna-
veiðunum hefur aukist mildð og
I^V;Í;U
er nú svo komið að ákveðið geng-
isfall hefur orðJð í eilífðarmálun-
um, a.m.k. utan tórkjunnar, og
veraldleglr hlutir skipta orðið
miklu máli íþessu samhengi.
Þannig hafa hinir ýmsu sálna-
veiðarar utan kirkjunnar lagað sig
að breyttum efnahagslegum veru-
leika og boðið andlega hressingu á
niðursettu verði. Sem dæmi um
þetta má nefna auglýsingu í Morg-
unblaðlnu um helgina þar sem
eitthvert fyrirtæki, sem kallar sig
því táknræna nafni „Betra líf‘, er
að kynna sértilboð þar sem boðið
er upp á 30% afslátt af bókum eft-
ir Sanaya Koman, sem líklega er
cinhver kona sem þekkir ieiðina
til betra tífs. Jafnframt er boðið
upp á „30% afslátt af hugleiðslu-
snældum frá henni á meðan
birgóir endast", eins og segir orð-
rétt f þessari auglýsingu. Siðan
segin „Og hlutirnir verða enn
meira spennandi! Hver sá sem
notfærir sér þetta tilboð á kost á
að fá 15 mínútna FRÍAN MIÖ-
ILSTÍMA hjá bandaríska miðlin-
um Patrice Noli sem hefur verið
náinn samstarfsmaður Sanaya
Roman í átta ár.“
Sóknarþungi í sáina-
veiðum
Allt þetta munu menn fá gefins
ef þeir kaupa svona bók og spólu,
og spumingin er aðeins hvort ein-
hver getur boðið betur. Fimmtán
mínútna samband við eilífa líflð
fyrir handan er hreint ekki svo lít-
ill kaupbætir í ekki umfangsmelri
verslun. Þegar það er til viðbótar
haft í huga að Qifidinn allur af
öðrum tilboðum erí gangi, er ekki
að undra þó þjóðkirkjan ræði í al-
vöru hvemig unnt sé að auka
sóknarþungann í sálnaveiöunum.
En hvort sem það verður þjóð-
kiriqan eða einhver önnur svoköll-
uð sáluhjálp, nýaldarhreyflngin
eða annað, sem hreppir flestar
ráðvilltar sálir, verðum við að
vona að óprúttln sölumennska
ráði ekkí ein ferðinni og rugli þá í
ríminu, sem með opnum huga
leita að dýpstu rökum tilverunnar.
Ef þjóðkirkjan er undanskitin —
en hún hefur enn ekki tileinkað
sér að ráði viðskiptaviðhorf til
sóknarbamanna — er því miður
ástæða til að hafa áhyggjur af því
hvert þróunin stefnir í þessum
efnum.
Garri
Það er að bera í bakkafullan lækinn
að skrifa um kosningamar í Banda-
ríkjunum. Um þær hefur verið fjall-
að í fjölmiðlunum allt árið og ættu
flestir að vera búnir að fá nóg af
þeim trakteringum öllum.
Þessi pistill er skrifaður á kjördag
og mun ekki birtast fyrir sjónum les-
enda fyrr en eftir að úrslit liggja fyr-
ir. Þá munu þrjár útvarpsstöðvar í
það minnsta og tvær sjónvarpsstöðv-
ar vera búnar að flytja mikil tíðindi
af kjörsókn hér og hvar, og fá heldur
léttvægar kosningafréttir frá frétta-
riturum sínum, sem staddir eru í
nokkrum borgum vestan hafs, og er
satt best að segja heldur erfitt að sjá
hvernig þeir eiga að hafa nokkru
meiri yfirsýn um gang kosninganna
en til að mynda hann Óli kommi í
Hombjargsvita, ef hann hefur opið
fyrir Kanaútvarpið hjá sér.
Á sjálfa kosninganóttina áttu ís-
lendingar kost á kosningafréttum og
fréttaskýringum á öllum útvarpsrás-
unum og úr tveim sjónvarpsstöðv-
um. Var mikið haft viö að sýna jöfn-
um höndum úr sjónvarpssölum ís-
lands og úr NBC og ABC.
Kannanir
Gegndarlausar fréttir af veraldar-
gengi bandarísku forsetaframbjóð-
endanna voru satt besta að segja
farnar að gerast heldur hvimleiðar.
Síðustu mánuðina hafa þær ekki
snúist um annað en hvemig fram-
bjóðendum tókst að stinga hver upp
í annan og svo úrslit úr skoðana-
könnunum og aftur úrslit úr skoð-
anakönnunum og enn og aftur
hvernig prósentutölur breyttust
milli skoðanakannanna og síðan
hvað frambjóðendurnir höfðu að
segja um ættjarðarást hvers annars.
I fréttaflutningi bólaði hvergi á að
frambjóðendur hefðu ólík stefnumál
Kosningaat
í innanríkis- sem utanríkismálum.
Einn boðaði óbreytta stefnu, annar
að tími væri til kominn að breyta um
stefnu án frekari útskýringa, og hinn
þriðji lofaði að hreinsa til í stjóm-
sýslunni án þess að hafa hugmynd
um hvað hann ætlaði til bragðs að
taka að hreingemingu lokinni.
En öllum fréttum bar saman um að
kosningaslagurinn væri afskaplega
spennandi.
Litlar fréttir
Það er því von að mikið hafi legið
við að kynna þennan sérkennilega
slag á íslandi og að ekki hafi dugað
minna en bein útsending frá taln-
ingu í tveim sjónvarpsstöðvum og
þrem útvarpsstöðvum og hver um
sig með sína eldhressu fréttahauka í
Ameríku og valið lið að taka við
fréttum og útskýra.
Þar sem einhliða og tilbreytingalitl-
ar skoðanakannanir hafa verið svo
spennandi fréttaefni, hefur vart
komist til skila að í gær var einnig
kosið til fulltrúadeildarinnar og
, þriðjungur öldunga-
deildarþingmanna, auk
||i slatta af ríkisstjórum,
svo eitthvað sé nefnt.
En mörgum Bandaríkjamanninum
finnst miklu meira máli skipta
hvemig úrslit verða í þingkosning-
um og ýmsum öðrum kosningum,
en hver velst til setu í Hvíta húsinu
og fer að ráðskast með embættis-
menn eftir sínu höfði.
En nú er talningu lokið og sjálfsagt
margir búnir að fylgjast spenntir
með og örþreyttir eftir að hafa þurft
að skipta stöðugt á milli sjónvarpa
og útvarpsrása til að missa ekki af
neinu. Fjölmiðlunin hefur nefnilega
gert kosningar sem þessar og sér-
staklega talningu atkvæða að harð-
svíruðum íþróttaleik, þar sem sagt
er fyrir leikinn að allt geti gerst og
úrslit því óráðin. Svo er leiknum lýst
af miklu óðagoti og þegar úrslit eru
kunn, setjum við fjölmiðlamenn og
margir fleiri upp spekingssvip og
segjum að það hafi alla tíð legið ljóst
fyrir að svona færi. Að minnsta kosti
var ég alltaf búinn að spá að.yrði
næsti forseti Bandaríkjanna.
Hver annar? Þetta eru því litlar
fréttir allt saman. OÓ