Tíminn - 04.11.1992, Síða 5

Tíminn - 04.11.1992, Síða 5
Miðvikudagur 4. nóvember 1992 Tíminn 5 Guðmundur Jónas Kristjánsson: Þjóðaratkvæðagreiðsla um EES í þessari viku kemur til atkvæðagreiðslu á Alþingi um hvort samningn- um um Evrópskt efnahagssvæði (EES) verði vísað til þjóðaratkvæða- greiðslu eða ekki. Allir þingmenn stjómarandstöðu virðast styðja tillög- una um þjóðaratkvæðagreiðslu, auk þess sem a.m.k. 2 þingmenn Sjálf- stæðisflokksins eru samþykkir tillögunni. Tvísýnt verður því um úrslit- in. Þjóðin ráði för Samningurinn um Evrópskt eíha- hagssvæði er stærsti og örlagarík- asti samningur sem íslendingar hafa gert við erlenda aðila á lýð- veldistímanum. Þess vegna er það skýlaus krafa að þjóðin fái að segja álit sitt á honum í þjóðaratkvæða- greiðslu. Annað væri að efna til mikils ófriðar í landinu, og er ekki á bætandi. Fjölmörg samtök í landinu, sem hafa innan sinna vé- banda þorra allra kosningabærra manna, hafa krafist þjóðarat- kvæðagreiðslu um EES. í ljósi þess mikla stuðnings, sem tillagan um þjóðaratkvæðagreiðslu nýtur bæði meðal andstæðinga og stuðnings- manna samningsins, er vandséð hvernig Alþingi getur hafnað þjóð- aratkvæðagreiðslu. Fullyrðingin, að talsmenn þjóðar- atkvæðagreiðslu séu á villigötum, þar sem margir þeirra álíta EES brot á stjómarskrá en ætla samt að taka áhættuna á að þjóðin sam- þykki EES með stjómarskrárbrot- ið, er út í hötL Því niðurstaðan í þjóðaratkvæðagreiðslunni gæti auðvitað ráðið því alfarið hvort þörf yrði á stjórnarskrárbreytingu eða ekki. Ef þjóðin hafnar samn- ingnum, þarf enga stjómarskrár- breytingu. Best yrði hins vegar að kosið yrði um þessi tvö óskyldu mál samtímis, þ.e. stjórnarskrár- málið og samninginn sjálfan, eins og stjórnarandstaðan raunar legg- ur tií. En meginmálið er að sjálf- sögðu það, að vilji þjóðarinnar komi fram og að það sé hún sem ráði för í þessu örlagaríka máli, en ekki aðeins 63 misvitrir einstak- lingar við Austurvöll. Þá mega EES-sinnar á Alþingi einnig hafa það í huga, að verði tillagan um þjóðaratkvæðagreiðslu felld, mun sé hún sem ráði fSriþessu ðrlagaríka máli, en ekki að~ ' eins 63 misvitrir einstak- - lingar við AusturvöU. Þá mega EES-sinnar á Alþingi I einnig kafa það i huga, að verði tillagan um þjóöarat- kvœðagreiðslu feild, mun róðurinn þyngjast mjðg að ðUum Jylgifrumvðrpum hans igegnum þingið. róðurinn þyngjast mjög að koma EES-samningnum og öllum fylgi- frumvörpum hans gegnum þingið. Því stór hluti alþingismanna telur að samningurinn brjóti í bága við stjómarskrána og að þjóðin verði að fá að fella sinn efnislega dóm yf- ir samningnum. Alþingismenn hafa nefnilega svarið eið að stjórn- arskránni og ber því skylda til, með öllum ráðum, að koma í veg fyrir brot á henni. Það stefnir því í stór- pólitísk átök á íslandi, hafni Al- þingi þjóðaratkvæðagreiðslu um EES. Sérhvert atkvæði skiptir máli Það er því afar mikilvægt, að allir stuðningsþingmenn þjóðarat- kvæðagreiðslu um EES verði við- staddir atkvæðagreiðsluna á Al- þingi nú f vikunni. Boði þeir for- föll, kalli þeir inn varamenn. Því þessi atkvæðagreiðsla er ein sú þýðingarmesta á Alþingi íslend- inga frá lýðveldisstofnun. Þama getur sérhvert atkvæði skipt máli. Stjómarliðar eru klofnir í afstöðu sinni og því alls ekki tryggt, að „Evrókratismanum" takist að koma í veg fyrir þá sjálfsögðu kröfú að íslenska þjóðin fái sjálf ráðið ör- lögum sínum í jafti stóru sjálfstæð- ismáli og því, hvort hún taki lest Jóns Baldvins og félaga til Brussel eða ekki. Og að endingu til þeirra þing- manna, sem enn eru í vafa um stuðning sinn við þjóðaratkvæða- greiðsluna um EES: Ábyrgð ykkar er mikil! Lítið á þjóðaratkvæða- greiðslu um EES sem þverpólitískt máll Óttist ekki þjóðina eða dóm hennarl Því eins og íslenskur máls- háttur segir réttilega: „Rík eru ráð rammrar þjóðar." Höfundur er bókhaldari. Gissur Pétursson: Smá athugasemd vegna fréttar af nýstárlegu og skemmtilegu kennslugagni: Gullakista sjávarútvegs Á forsíðu Tímans í gær birtist frétt um „Gullakistu sjávarútvegsins“, sem nýlega var útbúin og afhent fræðsluyfirvöldum í Reykjavík til um- sjónar. Örlítils misskUnings gætir í frásögn blaðsins af þessu skemmti- lega kennslugagni og er hér komið á framfæri örlítilU viðbót við hana. Sl. miðvikudag var í Kennslumið- stöð Námsgagnastofnunar efnt til kynningarathafnar af tvennu til- efni: Annars vegar kynnti Náms- gagnastofnun námsbók, verkefna- bók og myndband sem bera heitið: íslenskur sjávarútvegur. Um er að ræða afar vandaða útgáfu á yfir- gripsmiklu námsefni, ætluðu 8.- 10. bekk grunnskólans, sem mun koma skólakerfinu í góðar þarfir. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, afhenti Námsgagnastofnun námsefnið fyrir hönd Samstarfs- nefndar atvinnurekenda í sjávarút- vegi, en nefndin styrkti gerð þess. Kristján bætti síðan um betur í ávarpi sínu og afhenti Námsgagna- stofnun fyrir hönd LÍÚ til eignar og afnota 30 eintök af heimildar- kvikmyndinni Verstöðin ísland, einhverri metnaðarfyllstu heimild- arkvikmynd sem gerð hefur verið um siávarútveg á Islandi til þessa, en LIÚ lét vinna þessa mynd í til- efni 50 ára afmælis samtakanna. Hins vegar afhenti Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra fræðsluyfirvöldum í Reykjavík Gullakistu sjávarútvegsins, sem um er getið í fréttinni í gær. Kistan er samstarfsverkefni fræðsluskrif- stofunnar í Reykjavík og fræðslu- ráðs sjávarútvegsins, en starfs- fræðslunefnd fiskvinnslunnar, sem heyrir undir sjávarútvegsráðuneyt- ið, sá um að útbúa hana. Fiskifélag íslands, Fiskvinnslu- skólinn í Hafnarfirði, Hampiðjan hf., íslenskar sjávarafurðir hf., Max hf. og Umbúðamiðstöðin hf. gáfu hluti í kistuna, en sjávarútvegs- ráðuneytið kostaði hana að öðru leyti. Fróðlegt verður að sjá hvern- ig þetta kennslugagn mun nýtast, en ekkert skortir á hugmyndir þar um hjá Guðrúnu Þórsdóttur, starfsfræðsluráðgjafa hjá fræðslu- skrifstofu Reykjavíkur, en að öðr- um ólöstuðum hefur hún átt frum- kvæðið að því að koma kistunni góðu á laggimar. Til hennar eiga kennarar og skólamenn að leita varðandi not á kistunni. Þegar þetta allt er tiltekið — þ.e. námsefhið íslenskur sjávarútveg- ur, heimildakvikmyndin Verstöðin ísland og Gullakista sjávarútvegs- ins — er óhætt að segja að mið- vikudagurinn 28. október 1992 hafi verið einn af stóru dögunum í fræðslustarfi í skólakerfmu um sjávarútveg, atvinnugreininni sem er lifibrauð okkar allra. Með bestu fræðslukveðju. Höfundur er verfcefnlsstjóri f sjávarút- vegsráöuneytinu. RIVIAR BÆKIIR Ný skáldsaga eftir Trausta Steinsson Út er komin skáldsagan FjeU ris, virkjunarsaga efUr Trausta Steinsson. Sagan gerist mestan- part á tjöllum þar sem unnið er að virkjunarframkvæmdum, en sum- part í höfuðborginni þar sem menn hvflast aðra hverja helgi og safna orku til að geta svo haldið virkjunarframkvæmdunum áfram. Fjatt rís er Önnur bók höfundar. Áður er út komin eftbr hann reistt- bókin Á stítnum skóm. Guðsteinn gefur bókina út, G. Ben. prentar, Islensk bókadreifing sér um dreifmgu. Bókin er kflja og kostar 2160 krónur. Hverir á íslandi í enskrí útgáfu Út er komin hjá Máli og menn- ingu bókin Geysers and Hot Springs in Iceland eftir jarðfræð- ingana Björn Hróarsson og Sigurð Svein Jónsson. Þetta er ensk út- Trausti Steinsson. gáfa bókarinnar Hverir é íslandi, um hagnýtingu hans. Með sem kom út í fyrra. tnyndum, teikningum, kortum, Bókin frallar um nær aíla stærri kveðskap, þjóðsögum bngða hof- og þekktari hveri landsbis og veit- undar upp heildstæðri mynó af ir yfirsýn yfir öil heistu hvera- þessum gersemum þjóðarinnar. svæðL Jafnftramt er gerð grein fyr- Bókin er 158 blaðsíður, prentuð i ir uppruna jarðhitans og fiallað Prentsmiðjunni Odda hf. Gangráður talaðra orða Þriðjudaginn 27. október birtist í blöðum ályktun stjómar íslenzkrar málnefndar um Rfldsútvarpið. Tilefni ályktunarinnar eru tvær útsend- ingar frá Bandaríkjunum, en þar þreyttu frambjóðendur í forsetakjöri kappræðu í sjónvarpssal á dögunum. Nú þykir rétt að láta þess getið, er hér fer á eftir. Það er ofmælt, þegar íslenzk mál- nefnd kveður Ríkisútvarpið hafa sent út erlendar stjórnmálaum- ræður „skýringar- og textalaust". Hið rétta er, að skýringar fóru á undan fyrri útsendingunni. í síðara skiptið var umræða til skýringar í upphafi og einnig við lok útsend- ingar. fannan stað eru umræddir sjón- varpsþættir alls óskyldir þeim „dag- legu útsendingum", sem íslenzk málnefnd getur um í orðsendingu sinni. Forsetakosningar í Banda- ríkjunum eru sjaldgæf stórtíðindi. Eðíilegt virðist að bregðast við þeim með óvenjulegum hætti. Hér var aukinheldur um að ræða út- sendingu, sem hófst síðla kvölds og ekki rakst á dagskrá Sjónvarpsins. ,AHt orkar tvímælis, þá er gert er.‘‘ Svo var einnig um útsendingar þessar. Áður en í þær var ráðizt, leitaði Ríkisútvarpið því álits menntamálaráðuneytis og fékk samþykki þess í bréfi. Föstudaginn 23. október var málið borið form- lega undir útvarpsráð. Lýsti ráðið stuðningi við Ríkisútvarpið í greindu efni. í Útvarpslögum nr. 68/1985 segir á þessa leið: „Ríkisútvarpið skal leggja rækt við íslenzka tungu, sögu þjóðarinnar og menningar- arfleifð." Þetta ákvæði er einn af hornstein- um Ríkisútvarpsins, enda hefúr Ríkisútvarpið verið gangráður tal- aðra orða á íslandi í meira en sex tugi ára. Stofnunin kappkostar að rækja hlutverk sitt í þessu efni, og svo mun enn verða á komandi tíma. Ríkisútvarpið og íslenzk mál- nefnd eru því samherjar. Góðs er að vænta af gagnkvæmum stuðn- ingi hér eftir sem hingað til. Heimir Steinsson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.