Tíminn - 04.11.1992, Page 6

Tíminn - 04.11.1992, Page 6
6 Tíminn Miðvikudagur4. nóvember 1992 Aganefnd HSÍ dæmdi í gær Þorbjörn Jensson í tímabundið leikbann vegna atviks eftir leik Vals og FH í handknattleik. Þorbjörn Jensson sem missir af tveimur leikjum í 1. deildinni: „Ég hef alltaf verið hataður af dómurum“ MOLAR • _________________ ^ ... Á uppskeruhátíö Fram sem haldin var á mánudag var Pétur Arn- þórsson kosinn besti leikmaður meistaraflokks Fram á siðastliðinu keppnistlmabili. Miklar sögusagnir hafa verið (gangi þess efnis að Pét- ur sé á leiðinni til nýliðanna f 1. deild- inni f knattspymu, Fylkis, en þessi kosning Péturs hlýtur aö rýra þá möguleika. ... Svo haldiö só áfram að tala um Fram, þá heyrðist það á dögunum að Hlynur Birgisson, varnarmaður- inn úr Þór Akureyri sem var einn af þeirra lykilmönnum f sumar, væri á leiðinni til Fram. Það heföi reyndar staðið til fyrir sfðasta keppnistfmabil, en ekki orðið af. Annað árið f röð nætti Hlynur viö og herma heimildir Tfmans að mikil pressa hafi verið á Hlyn um að yfirgefa ekki Akureyrar- liöiö. ... ÞaA vakti athygli f leik KR og Keflavfkur aö Guðjón Skúlason geröi ein átta stig á um 15 sek. og þar af voru tvær þriggja stiga körfur. Heimsmetið ku eiga Isaha Thomas, bandarfski snillingurinn sem lék meö Detroit Pistons. f einum leik Pistons var liðiö 13 stigum undir og það leit ekki vel út, þvf aöeins 1,24 mfn var til leiksloka. En þá tók Thomas til sinna ráða og geröi 16 stig á 1,24 mln og gerði út um leikinn. ... Thomas Doll, þýski miðvallar- leikmaðurinn sem leikur með Lazio á (talfu, á yfir höfði sér refsingu fyrir að hafa farið hörðum oröum um dómara I leik liðsins gegn Udinese á sunnu- dag. Doll segir aö dómarinn hafi dæmt allt á móti Lazio og segist ekki hafa áhyggjur af því hvort hann verði sektaður eða fái bann. „Ef ég gagn- rýni dómara, þá er það vegna þess að ég hef til þess þúsund ástæður." Aganefnd handknattleikssambands íslands hefur dæmt Þorbjörn Jens- son þjálfara 1. deildar liðs Vals í handknattleik, í tímabundið leik- bann frá 5-19.nóvember, að báðum dögum meðtöldum. Þorfojöm verð- ur því að fylgjast með liði sínu úr áhorfendastæðum í leikjum liðsins gegn Fram í Laugardalshöll, sem fer fram 9. nóvember, og gegn Vík- ingum að Hlíöarenda þann 18.nóv- ember. Tíminn bar þessa niður- stöðu undir Þorbjöm Jensson í gærkvöldi, en hann hafði þá ekki fengið að heyra af niðurstöðunni og var hann allt annað en ánægður með niðurstöðuna. „Ég óskaði eftir því í dag (í gær) að ég fengi að útskýra mitt mál á fundi aganefndar, eins og dómararnir fá að útskýra sitt mál, en því var neitað. Ég hélt að við byggjum í lýðræðis- ríki, en þetta virðistvera einræði. Ég get ekki ímyndað mér annað en að þessi vinnubrögð brjóti í bága við ÍÞRÓTTIR UMSJÓN: PJETUR SIGURÐSSON V_____________________z Iandslög,“ sagði Þorbjörn Jensson í samtali við Tímann. Aðspurður hvort hann mætti ekki bara vel við una að dómurinn væri ekki þyngri, sagði hann svo ekki vera og sagðist jafnframt vera mjög óánægður með dóminn og vera ranglæti beittur. En er Þorbjörn Jensson, eftir það sem á undan er gengið, ekki hrædd- ur við að vera lentur upp á kant við dómara? „Ég hef alltaf verið hataður af dómurum og ég held að það hafi ekkert breyst við þetta. Þeir virðast alltaf stöðugt vera að reyna að ná sér niðri á mér og fyrst þeir vilja stríð þá get ég alveg farið í stríð. Ég er alveg tilbúinn hvenær sem er. Ég held áfram á minni braut við að gera handboltanum gagn, en þeir geta haldið áfram að brjóta hann niður,“ sagði Þorbjörn Jensson handknattleiksþjálfari. Hann sagðist ekki enn vita hvort einhverjir eftir- málar yrðu að þessu máli af hálfu Valsmanna því þeir yrðu fyrst að fá að sjá dóminn og það sem lægi hon- um til grundvallar. Niðurstöðuna um tímabundið bann komst aganefnd HSÍ að á fundi sínum í gær, en dómurinn er byggð- ur á skriflegri og munnlegri skýrslu dómara leiksins, þeirra Jóns Her- mannssonar og Guðmundar Sigur- björnssonar, þar sem kemur fram meðal annars að Þorbjörn hafí ýtt í Jón dómara. Jafnréttismót TBR í badminton: Elsa Nielsen komst í úrslit A-flokks Mike Brown TBR sigraði í meistaraflokki og íslands- meistarinn, Elsa Nielsen komst í úrslitaleikinn í A- flokki á Jafnréttismóti TBR í badminton sem haldið var síðastliðna helgi. Það er athyglisvert að á mótinu, sem ber þetta nafn, skuli engin kona hafa tekið þátt í meist- araflokki. Mótið er sérstakt að því leyti að konur og karl- ar keppa í sömu flokkum, en þó ráða konurnar í hvaða styrkleikaflokki þær leika. Eins og áður sagði sigraði Mike Brown í meistaraflokki en hann lagði Árna Hallgrímsson að velli í úrslitum 15-5 og 15-12.1 tvíliðaleik í meistaraflokki sigruðu þeir Mike Brown og Þorsteinn Hængsson þá Brodda Kristjánsson ogÁrna Þór Hallgrímsson, 15-17,17-16 og 17-16. I A-flokki voru bæði karlar og konur. Elsa Nielsen tapaði í úrslitaleik fyrir Reyni Guðmundssyni HSK, 13-15, 15- 11 og 4-15. í tvíliðaleik A-flokks sigruðu þau SigfúsÆg- ir Árnason og Bima Petersen TBR þá Reyni Guðmunds- son HSK og Oskar Bragason KR. f D- flokki sigraði Har- aldur Guðmundsson TBR Sigurð Þórisson TBR, 15-3 og 15- 3. í tvfliðaleik unnu þeir Orri Árnason og Haraldur Guðmundsson TBR, þá Sævar STYöm og Björn Jónsson TBR, 15-3 og 15-3. Um næstkomandi helgi verður hald- ið Afmælismóti Badmintonsambands fslands og verður það haldið í TBR- húsunum. Eftir atvik eftir leik Vals og FH hefur farið fram mikil umræða um dómaramál í íslenskum handknattleik. Tíminn ræddi við þrjá aðila sem þar koma við sögu: Dómaramál í brennidepli! í framhaldi af atviki því sem upp eftir leik Vals og FH, þar sem Þorbimi Jenssyni er gert að sök að hafa ráðist að öðrum dómara leiksins, Jóni Hermannsyni, með svívirðingum og auk þess hafi Þorbjöm hrint Jóni, hefur farið fram mikil umræða um dómaramál í íslenskum handknatt- leik. Þar hafa Valsmenn gengið fram fyrir skjöldu og gagnrýnt skipulag dómaramála. Tíminn ræddi við Lúðvík Sveins- son, formann handknattleiksdeild- ar Vals, Guðjón L.Sigurðsson, handknattleiksdómara og formann Handknattleiks- dómararsambands íslands, HDSÍ, og Kjartan Steinb- ach, formann dómaranefndar HSÍ, en Valsmenn hafa einmitt gagnrýnt hana fyrir niðurröðun á það sem þeir kalla „toppleiki". „Geta ekki dæmt toppleiki“ „Það eru bara 3-4 dómarapör sem geta dæmt toppleiki á íslandi í dag. Þetta dómarapar sem dæmdi um- ræddan leik Vals og FH getur alls ekki dæmt toppleik og á ekki heima í svona mikilvægum leikjum. Það var enginn annar leikur á dagskrá þennan dag og það hefði verið eðli- legra að setja t.d. Rögnvald Erlings- son og Stefán Arnaldsson á þennan leik, en þeir eru besta dómaraparið á landinu í dag,“ sagði Lúðvík Sveinsson, formaður handknatt- leiksdeildar Vals, í samtali við Tím- ann. Hann benti á að það ætti aö vera freistandi fyrir marga að fara út í dómgæslu, nú þegar búið væri að hækka til muna þau laun sem greidd væru fyrir 1. deildar leiki í handknattleiknum. „Dómarar ekkert úthald“ Samþykkt hefði verið mikil hækk- un á launum dómara á milla ára og nú fá dómarar greiddar 3.500 kr. á mann fyrir leikinn, en til saman- buröar mætti nefna að fyrir 1. deildar leik í knattspyrnu fengi dómarinn 2.500 kr. „Maður hefði haldið að eftirspurnin eftir vinnu sem þessari ætti að vera mikil. Þá hefði maður haldið aö það ættu að vera geröar stífari kröfur hjá HDSÍ, sérstaklega nú þegar vel væri greitt fyrir störfin. Það er enginn undir- búningur hjá þessum mönnum. Liðin eru að undirbúa sig fyrir mótið og mæta í toppformi, en dómararnir hafa vart úthald í heil- an leik. Þess utan eru dómarar orðnir ofsalega dýrir og við krefj- umst toppdómgæslu fyrir bragðið," sagði Lúðvík. Hann gagnrýndi ennfremur að það væri enginn sá aðili innan HSÍ sem tæki á slakri dómgæslu ein- stakra dómara í leikjum og ávítir sína menn. Það væru starfandi eft- irlitsmenn, en þeirra skýrslum væri ekki fylgt eftir af nægri hörku. Lúðvík samþykkti að það væri brýnt aö fá fleiri til starfa í dóm- gæslu og að dómaranefnd hefði úr fleiri nöfnum að moða til að dæma toppleiki, en hins vegar væri ekki að hægt að framleiða landsdómara nú. Þaö þyrfti að fá fólk til að taka héraðsdómararéttindi og öðlast þá reynslu til aö verða toppdómarar. Þrír styrkleikaflokkar í 1. deild Guðjón L. Sigurðsson, formaður HDSÍ, segir að 12 dómarapör hafi verið valin fyrir mótið til að dæma í 1. deildinni í handknattleik og væri þeim raðað í þrjá styrkleikaflokka. Þetta þýöir að fjögur pörin í fyrsta styrkleikaflokki, Rögnvald Erlings- son og Stefán Arnaldsson, Guðjón Sigurðsson og Hákon Sigurjóns- son, ÓIi P. Olsen og Gunnar Kjart- ansson, Gunnar Viðarsson og Sig- urgeir Sveinsson, dæma flesta leik- ina í 1. deild, næstu fjögur í öðrum styrkleikaflokki, sem þeir Jón Her- mannsson og Guðmundur Sigur- jónsson eru í, fá ívið færri leiki og þau fjögur síðustu, fá 1-2 leiki á hvert tímabil sem raðað er niður í einu, sem er u.þ.b. á tveimur mán- uðum. Þessu raðar dómaranefnd HSI. „Dómarapörin fjögur í fyrsta styrkleikaflokknum koma af ýms- um ástæðum ekki til greina í þenn- an leik og því fór dómaranefndin niður í næsta styrkleikaflokk, sem menn geta síöan metið hvort hafi verið rétt eða ekki,“ sagði Guðjón. Atvikiö ófyrirgefanlegt Guðjón segist að sumu leyti geta skilið þá gagnrýni Valsmanna að eitt af dómarapörum í fyrsta styrk- leikaflokki hafi ekki dæmt þennan leik. Það séu gerðar kröfur til þeirra sem dómara og þeir verði að gera þær kröfur til dómaranefndar að hún valdi sínu hlutverki, en að öðru leyti vilji hann sem formaður HDSÍ, sem eru hagsmunasamtök dómara, ekki vera að skipta sér að þessu. „Okkur þykir þetta bara leið- inlegt og atvik það sem gerðist eftir leikinn er náttúrlega ófyrirgefan- legt,“ sagði Guðjón L. Sigurðsson, formaöur HDSÍ og handknattleiks- dómari, í samtali við Tímann. Varðandi þá gagnrýni Valsmanna, að ekki sé hægt að refsa dómurum fyrir slæma frammistöðu, segir Guðjón að svo mætti vissulega segja. Það væri ekki nema að dóm- aranefnd HSÍ raði þeim næst á ekki eins mikilvæga leiki og þeir fái ekki eins spennandi verkefni. Einnig er fyrir hendi sá möguleiki að setja dómarana niður um styrkleika- flokk, en þá kemur upp sú spurning hvort einn leikur eigi að skera úr um það. Varðandi það sem kom fram í viðtali við Þorbjörn Jensson á Bylgjunni á mánudag, þess efnis að ekki væri hægt að kæra dómara, sé það ekki rétt hjá honum. Að vísu væri ekki hægt að kæra ákvarðanir hans í leiknum og hans mat á til- teknum brotum, en framkomu dómara fyrir leik, í hálfleik og eftir leik, er hægt að kæra, samkvæmt reglugerð HSÍ um dómara. „Það er því ekki rétt að við séum ósnertan- legir, en það sem við gerum inni á vellinum er endanlegt,“ sagði Guð- jón. Gagnrýni á niðurröðun út í hött Kjartan Steinbach, formaður dómaranefndar HSÍ, segir að atvik- iö sem átti sér stað um helgina heyri ekki beint undir nefndina, hún hafi enga lögsögu í málinu. Kjartan segir gagnrýni Lúðvíks Sveinssonar um niðurröðun á leik Vals og FH vera út í hött. „Lúðvík veit nákvæmlega hvernig staðan var. FH-ingar fengu leiknum breytt yfir á laugardag og dómararnir sem upphaflega voru settir á leikinn, þeir Óli P.Olsen og Gunnar Kjart- ansson, voru erlendis. Þeir Gunnar Viðarsson og Sigurgeir Sveinsson gátu ekki dæmt þar sem Gunnar var við vinnu, Hákon Sigurjónsson og Guðjón L. Sigurðsson dæma fyrir Val og þeir Rögnvald og Stefán höfðu dæmt FH-leikinn á undan og eiga að dæma næsta leik FH-inga, en við reynum að raða dómurum þannig niður að þeir dæmi ekki oft í röð hjá sömu félögunum," sagði Kjartan Steinbach í samtali við Tímann. Þegar svo var komið var farið í næsta styrkleikaflokk og fundið dómarapar sem gat dæmt leikinn og niðurstaðan varð Jón og Guðmundur. „Þessi 12 dómarapör sem eru í hópnum er öllum treyst til að dæma í 1. deild, sama hvaða leikir það eru, svo framarlega að ekki eigi í hlut þeirra eigin lið,“ sagði Kjartan. Ummæli Jóns í lagi Jón Hermannsson dómari lét hafa það eftir sér í Morgunblaðinu í gær að hann viðurkenndi að hann hefði dæmt illa. Kjartan sagði að hann hefði í sjálfu sér enga skoðun á því hvort það væri eðlilegt að dómarar gerðu slíkt. „Ef menn telja sig þurfa að segja frá því hvort þeir hafi dæmt vel eða illa, þá er það þeirra mál. Ef honum finnst hann hafa dæmt illa og viðurkennir það opinber- lega, þá finnst mér það allt í lagi. Það er Ijóst að hvert einasta dóm- arapar lendir í því á ferlinum að dæma illa og það er ekki til sá leik- ur sem hefur verið dæmdur 100% rétt. Hann hefur ekki farið fram í heiminum ennþá,“ sagði Kjartan Steinbach. Kjartan sagði að lokum að þaö sé ekkert til sem heitir refs- ing fyrir að standa sig illa. Dómurum sé skipt í styrkleika- flokka og þeir flytjist á milli flokka, bæði upp og niður, eftir frammi- stöðu, sem metin sé af eftirlits- mönnum o| meðlimum dómara- nefndar HSI.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.