Tíminn - 04.11.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 04.11.1992, Blaðsíða 12
& 686300 Áskriftarsími Tímans er 686300 KERRUVAGNAR OG KERRUR Bamaiþróttagallar á frábæru verði. Umboðssala á notuðum bamavömm. Sendum i póstkröfu um land allt! BARNABÆR, Ármúla 34 Slmar: 685626 og 689711. VERIÐ VELKOMIN! Bílasala Kópavogs Smiðjuvegi 1, 200 Kópavogi SÍMI 642100 Vantar nýlega bíla. Mjög mikil eftirspurn. VERIÐ VELKOMIN Tíniinn MIÐVIKUDAGUR 4. NÓV. 1992 Forsætisráðherra segir að aðgerðir í atvinnu- og efnahagsmálum verði tilkynntar fyrir 15. nóvember: Matthías og Egill vilja gengisfellingu Matthías Bjamason og Egill Jónsson, alþingismenn Sjálfstæðisflokksins, telja báðir að rétt sé að breyta gengi íslensku krónunnar. Þeir segjast báðir treysta því að forsætisráðherra tilkynni um aðgerðir í efnahags- og atvinnu- málum 15. nóvember, eins og hann hefur lýst yflr að hann muni gera. Eg- ill segir að það sé óbærileg hugsun ef ekkert verði gert, og Matthías segist vera mjög óþolinmóður, enda sé hann búinn að bíða mjög lengi eftir að- gerðum af hálfu ríkisstjómarinnar. í Morgunblaðinu um helgina lýsti Davíð Oddsson forsætisráðherra því yfir, að aðgerðir í atvinnu- og efna- hagsmálum myndu líta dagsins ljós fyrir 15. nóvember. Náist ekki sam- komulag í atvinnumálanefndinni, leggi ríkisstjómin fram eigin tillögur. Mikil óvissa er um hvort atvinnumála- nefndin nær samkomulagi um tillög- ur. Veruleg andstaða er við það hjá sveitarfélögunum að afnema aðstöðu- gjaldið og vaxandi efasemdir eru inn- an raða launþegahreyfinganna um þær hugmyndir, sem settar hafa verið fram. Þar skiptir máli að þing ASÍ hefst á Akureyri í lok mánaðarins og óvíst er hvort þingið eða nýr forseti ASÍ mun styðja hugmyndirnar. Það eru því margir sem telja að Árni Bene- diktsson hjá Vinnumálasambandi samvinnufélaganna hafi lög að mæla, þegar hann segir: „Með hverjum deg- inum sem líður nálgumst við gengis- fellingu." í fyrra var meðalgengi dollars 59,2 krónur. Gengi hans fór niður í 52 krónur í haust, en er núna 57,8 krón- ur. Meðalgengi pundsins í fyrra var 104,1 króna, en er núna 89,4 krónur, sem þýðir 15% lækkun. „Til þess að rétta hlut útflutnings- greina okkar, og þar á ég ekki einung- is við sjávarútveginn, þá þarf að gera allt sem hægt er til að lækka kostnað innanlands. En við þolum ekki að staðið sé á óbreyttu gengi og gera það að einhverju trúaratriði. Við verðum að taka mið af þeirri staðreynd að doll- arinn hefur fallið verulega, þó að hann hafi aðeins rétt við núna, og pundið hefur fallið um 15% á örfáum vikum. Hver þolir að missa 15% af tekjum sínum án þess að það komi hvergi fram?“ sagði Matthías Bjamason. „Ég hef talið allt síðasta ár að það ætti að verða breyting á genginu. Okk- ur hættir svo við því að ríghalda í hluti þar til allt er komið í óefni. Nú hefur gengið verið að hækka. Ég hefði talið sjálfsagðan hlut að hreyfa gengi krón- unnar til samræmis við það sem það var t.d. fyrir einu ári. Ég tel að það sé betra að hreyfa gengið fyrr en seinna til réttrar áttar, þó þannig að það hefði sem allra minnst áhrif á verðlag," sagði Egill Jónsson. Egill tók fram að ef samstaða næst um það í atvinnumálanefndinni að fara aðrar leiðir, þá fagni hann því. Best sé auðvitað að vera laus við geng- isfellingu og allt sem henni fylgi. „Eg hef satt að segja ekki leitt hugann að því hvað myndi taka við ef ekkert kæmi út úr þessu. Það er hálf óbæri- leg hugsun ef þama næst ekki árang- ur,“ sagði Egill. Matthías var spurður hvort hann telji að það sé skilningur hjá forsætisráð- herra á vanda sjávarútvegsins. „Ef það væri skilningur á vanda sjáv- arútvegsins hjá stjórnvöldum, þá væm komnar einhverjar úrbætur. Eg held að það sé ákaflega takmarkaður skilningur og mér fannst það sama eiga við fyrrverandi ríkisstjórn," sagði Matthías. „Mér er farið að leiðast þetta tal, sem beinist að frammá- mönnum í sjávarútvegi, um að það eigi ekki að verðlauna skussana. Eru menn skussar sem geta ekki rekið fyr- irtæki með hagnaði þegar afli dregst saman, þegar stjómvöld ákveða ítrek- að að minnka aflaheimildir, þegar fiskvinnsla færist út á sjó, þegar pund- ið fellur? Ég er ekki að segja að ekki fmnist skussi í þessari atvinnugrein eins og víða annars staðar. Svona tal er hins vegar orðið óþolandi," sagði Matthías og bætti við að það sé ómak- lega vegið að stjómendum sjávarút- vegsfyrirtækja þegar gefið er í skyn að 20% fyrirtækjanna sé stjómað af skus- sum. Almennt em menn sammála um að hægt sé að fara þrjár leiðir í atvinnu- og efnahagsmálum: lækka kostnað innanlands, fella gengið eða fara svo- kallaða gjaldþrotaleið. Matthías sagði að á þingflokksfundum í Sjálfstæðis- flokknum hafi mjög lítið verið rætt um þessar leiðir eða yfirleitt hvað beri að gera til að bæta rekstrarstöðu at- vinnulífsins í landinu. Hann tók fram að hann hefði að vísu ekki mætt á alla þingflokksfundi, en hann hefði ekki frétt af því að slík umræða hefði farið fram á fundum sem hann mætti ekki á. -EÓ íslensk bátasmíði: Sómi 860 er það nýjasta Bátasmiðja Guðmundar í Hafnarfirði kynnti nýlega nýja gerð af Sómabát- um, Sóma 860. Þessi bátur er hannaður og byggður á langri reynslu sem fengist hefur af fyrirrennaranum, Sóma 800, sem notaður hefur verið af fjölda fólks bæði hér við land og erlendis í tæpan áratug. Nýi báturinn, Sómi 860, er 8,6 m langur og mælist 5,9 brúttótonn. Hann hefur stærri botn og er burða- meiri en fyrirrennarinn. Þá hefur hann mun meira dekkpláss, meira lestarrými og meiri burðargetu en Sómi 800. Öll nauðsynleg siglinga- og fiskleit- artæki eru um borð. Þau eru af gerðinni Raytheon frá Sónar hf. í Keflavík. 300 hestafla Volvo dísilvél með föstum öxli og skrúfu er staðalbún- aður og hámarkshraði er 25-27 hnútar, en eðlilegur siglingarhraði er 20-24 hnútar. Hinn nýi Sómi 860 frá Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfjarðarhöfn. Timamynd Ámi Bjama ... E R L E N D A R FRÉTTIR... WASHINGTON Fyrstu forsetakosningar eftir kalda stríö Bandarikjamenn gengu i gaer til fyrstu forsetakosninga eftir lok kalda striösins. Svo virtist sem þjóöin ætlaöi aö láta í Ijós ótvíræöa ósk um breytingar meö þvi aö kjósa Bill Clinton, fyrstan Banda- rikjaforseta sem fæddur er eftir siöari heimsstyrjöld. BELGRAD Vantraust á Panic? Milan Panic, forsætisráöherra Júgó- slavlu, átti I gær I baráttu viö þjóöernis- sinnaða stuöningsmenn Slobodans Mi- losevic Júgóslaviuforseta, sem vilja fella hann úr embætti meö vantrausti þingsins. Andstæöingar Panics unnu fyrri atkvæöagreiösluna um máliö i neöri deild þingsins i fyrradag og i gær barst leikurinn i efri deildina. GENF Serbar ræöa viö alþjóðlega sendiboða Háttsettur serbneskur embættismaöur í Bosniu átti I gær fund með alþjóölegum sáttasemjurum til aö ræöa áætlanir um friö I fynum júgóslavneska lýöveldinu, þrátt fýrir aö fregnir hafi borist um aö bosniskir Serbar ætluöu aö draga sig út úr viöræöunum. MOSKVA Hættuástand í Kákasus og Georgíu Rússar þurftu i gær aö fást viö hættu- ástand á tvennum vigstöðvum: i Kák- asus þar sem órói er innan landamær- anna, og átök virtust i uppsiglingu viö grannrikiö Georgiu. Uppreisnarforingi i Kákasus sakaöi Boris Jeltsin Rúss- landsforseta um aö gripa til hættulegra nýlenduaðferöa til aö bæla niöur of- beldisfullar hræringar. LISSABON Bardögum hætt í Lúanda Stöku skot rufu kyrröina sem er aftur komin á I Lúanda, höfuöborg Angóla, eftir fjögurra daga blóöuga bardaga milli stjómarliöa og fyrrum uppreisnar- manna UNITA, aö þvi er portúgalskir embættismenn sögöu I gær. Álitiö er aö meira en 1.000 manns hafi látiö lifiö í bardögunum. BRUSSEL Viöræður EB og Finnlands? Svo virðist sem embættismenn EB séu reiöubúnir aö hefja i dag viöræöur um inngöngu Finna í Evrópubandalagiö, fyrst auöugra ríkja sem sækja um aöild. DUBLIN Engar skyndikosningar strax Framfarasinnaöir demókratar, minni stjómarflokkurinn i veikri samsteypu- stjóm Irlands, slógu i gær á frest ákvöröun um að draga sig út úr stjóm- arsamstarfinu i tvo sólarhringa, og hliföu þar meö Irum við skyndikosning- um, a.m.k. i bili. KAlRÓ Fleiri áróóursmenn en kjósendur I gær voru fleiri áróöursmenn, veifandi áróöursspjöldum, en kjósendur á kjör- stööum i sveitarstjómarkosningum í Egyptalandi. Múslimskir öfgasinnar hafa hrint af staö mestu ógnun við rikis- stjómina i fimm ár i kosningunum. AKKRA Forsetakosningar í Ghana Kjósendur i Vestur-Afrikurikinu Ghana flykktust á kjörstaöi i gær i fyrstu frjálsu forsetakosningunum, sem fram hafa farið i landinu í 13 ár. LONDON Fé Maxwells finnst ekki Leit um allan heim aö þeim milljöröum sterlingspunda, sem Robert sálugi Maxwell kom i súginn, hefur sent rann- sóknarmenn i pappirsskoöanir um viöa veröld, en ekki leitt fram i dagsljósiö nema litiö brot af peningunum sem saknaö er. Niöurstaöa rannsóknar- mannanna er aö Maxwell hafi stoliö gíf- urlegum upphæöum i gagnslausri til- raun til aö rétta viö skjögrandi fjölmiöla- veldi sitt. DENNI DÆMALAUSI „Þetta erekki drasl, mamma. Þetta eru safngripir."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.