Tíminn - 01.12.1992, Blaðsíða 12
AUGLYSINGASIMAR
mMm
Áskriftarsími
Tímans er
686300
KERRUVAGNAR OG KERRUR
Bamaiþróttagallar á frábæru verði.
Umboðssala á notuöum bamavömm.
Sendum í póstkröfu um land allt!
BARNABÆR, Ármúla 34
Símar: 685626 og 689711.
VERIÐ VELKOMIN!
Bílasala Kópavogs
Smiðjuvegi 1, 200 Kópavogi
Vantar nýlega bíla.
Mjög mikil eftirspurn.
VERIÐ VELKOMIN
SKUR LOGAR Skúr viö Fálkagötu logaöi stafnanna á milli í fyrrakvöld. Slökkviliðiö kom
fljótlega á staðinn og gekk greiölega aö slökkva eldinn. Skúrinn mun hafa verið notaður sem geymsla.
Ekki er vitaö um eldsupptök. Timamynd, Sigursteinn.
Stefnt að sameiningu félaga og samtaka at-
vinnurekenda í iðnaði:
Hagrætt í hags-
munagæslunni
Þungar
áhyggjur
Landssamtökin Þrosbhjálp
lýsa þungum áhyggjuin af frétt-
um um tillögur f ríkisstjóm um
skerðingu Framkvæmdasjóös
fatlaðra um 100 millj. kr en
gert var ráð fyrir 350 millj. kr. í
fjáriagafrumvarpL
Þetta kemur fram í bréfi frá
samtökunum sem m.a. var sent
til forsætisráðhem. Þar er
skorað á ríkisstjómina að falia
frá Öllum vangaveltum um að
spara á kostnað fatlaðra í land-
inu. Sagt er að slíkur spamaður
bitni á þeim sem síst geti varið
málstað sinn og verði að reiða
sig á samfélagslega aðstoð til
þess að geta lifað lífinu með
reisn. -HÞ
Svo getur faríð að á næsta ári verði
Landssamband iðnaðarmanna, Fé-
lags íslenskra iðnrekenda, Félag ís-
lenska prentiðnaðaríns og Verktaka-
samband íslands og jafnvel fleirí,
sameinuð í ein stór og öflug hags-
munasamtök í iðnaði.
Sveinn Hannesson, framkvæmda-
stjóri'' Félags íslenskra iðnrekenda,
segir að enn sem komið er séu þessi
sameiningarmál enn á viðræðu- og
kynningarstigi og of snemmt að
segja til um hver árangurinn verður.
Hins vegar séu tildrögin að baki því
að þessari hugmynd hefur verið ýtt
úr vör m.a. að sýnt þykir að hagræða
þarf í hagsmunagæsluni eins og á
öðrum sviðum og jafnframt að nýta
betur það fjármagn sem fer til þess-
ara hluta.
Verði sameining þessara aðila að
veruleika og jafnvel að fleiri verði
með í henni er viðbúið að hags-
munasamtök atvinnurekenda í iðn-
aði verði öflugri og sterkari en áður.
-grh
Timinn
ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1992
EES-samn-
ingurinn
kominn
úr nefnd
Utanríkismálanefnd Alþingis afgreiddi í gær frá sér frumvarp til staðfest-
ingar á samningnum um Evrópskt efnahagssvæði. Fulltrúar stjómarflokk-
anna í nefndinni leggja til að samningurínn verði samþykktur á Alþingi, en
talið er að stjómarandstæðingar leggi til að hann verði felldur. Nefndarálit
hafa enn ekki verið lögð fram.
Nú þegar samningurinn hefur
komið frá utanríkismálanefnd þarf
samningurinn að fara í gegnum
tvær umræður á Alþingi. Ekki ligg-
ur fýrir hvenær umræðurnar fari
fram. Það er ákvörðun forsætis-
nefndar og þingflokksformanna að
ákveða það, en sem kunnugt er eru
miklar annir á þingi.
„Nefndarstarfið hefur gengið mjög
vel. Samningurinn hefur verið
ræddur á milli 80 og 90 fundum.
Það hefur verið leitað skriflegs og
munnlegs álits hjá tugum ef ekki
hundruðum manna. Ég tel að það
hafi allir þættir málsins verið upp-
lýstir með fullnægjandi hætti. Menn
getur síðan greint á um efnisatriði
málsins, en sá ágreiningur hefði
ekki horfið þó að fleiri fundir hefðu
verið haldnir í nefndinni. Að mínu
mati er þingmönnum ekkert að van-
búnaði að taka afstöðu til þessa
máls,“ sagði Björn Bjarnason, for-
maður utanríkismálanefndar.
Bjöm sagði að algjör samstaða
hefði verið um það í nefndinni að
ljúka afgreiðslu málsins í gær.
Björn sagðist telja að nægur tími sé
til að afgreiða EES-samninginn á
þingi. Aðeins þurfi að skipuleggja
tímann vel. Hann minnti ennfremur
á að samningurinn hefði verið ítar-
lega ræddur í upphafi þings í ágúst,
auk þess sem hann hafi verið rædd-
ur margsinnis áður á þingi. Bjöm
sagði að á engu þjóðþingi aðildar-
landa EES hafi farið fram eins mikl-
ar umræður um EES-samninginn
eins og á íslandi. -EÓ
Vinningstölur
laugardaginn
28. nóv. 1992
VINNINGSHAFA
UPPHÆÐ Á HVERN
VINNINGSHAFA
1.
3.264.596
3.
6.400
434
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
kr. 11.190.941
upplýsingar:símsvari91 -681511 lukkulína991002
& 686300
...ERLENDAR FRÉTTIR...
SARAJEVO
Króatar og Serbar berjast
Striöandi Króatar og Serbar sniögengu
i gær hálfgildings vopnahlé i Bosníu og
böröust hatrammlega viös vegar um
fyrrum júgóslavneska lýöveldiö.
GENF
Ódæöisverk í Bosníu
Mannréttindanefnd Sameinuöu þjóö-
anna hlustaöi i gær á viótækar ásakan-
ir um ódæöisverk i Bosniu og virtist i
fyrsta sinn tilbúin aö útnefna uppreisn-
armenn Serba í Balkanskagaríkinu sem
aöalsökudólg.
JEDDA
Hernaöaríhlutun í Bosníu
(slamskar þjóðir, sem saka heims-
byggöina um aö sýna væg viöbrögö viö
hörmungum múslima í Bosníu-Herze-
góvinu, eiga fund i Saúdi-Arabiu i dag
til aö þrýsta á hemaöaríhlutun Samein-
uöu þjóöanna gegn kristnum Serbum.
MOSKVA
Jeltsín braut lög
Stjómlagadómstóll Rússlands úrskurö-
aöi í gær að Bóris Jeltsín Rússlandsfor-
seti heföi ekki fariö aö lögum þegar
hann setti algert bann á Kommúnista-
flokkinn eftir misheppnaö valdarán
harölínumanna í fyrra.
JÓHANNESARBORG
Svartir segjast sekir
Lögreglan í Suöur-Afriku sagöi í gær
aö hópur róttækra blökkumanna heföi
lýst ábyrgö á hendur sér fyrir árás
skæruliöa á vinsmökkunarveislu. Arás-
in á sér ekkert fordæmi. ( henni féllu
fjórir hvitir.
BONN
4 árásir á útlendinga
Talsmaöur þýsku lögreglunnar tilkynnti í
gær a.m.k. fjórar árásir á útlendinga um
nóttina og handtöku 5 manna, sem
sakaöir eru um eldsprengjuárás á búöir
innflytjenda nærri Hamborg og tilraun til
aö kveikja i öörum.
BEIJING
Kínverjar hóta Kínverjar sendu
i gær frá sér áminningu þess efnis aö
þeir hafi vald til að koma I veg fyrir allar
langtímaframkvæmdir í Hong Kong, og
sögöu aö allir þeir samningar rikis-
stjómarinnar sem þeir heföu ekki lagt
skýrt blessun sina yfir, renni út á sama
tima og stjóm Breta I nýlendunni 1997.
LONDON
Bretar hundsa Kínverja
Breska utanríkisráöuneytiö visaöi á bug
ógnunum Kinverja um örlög samninga
yfirvalda I Hong Kong eftir 1997, sem
er nýjasta stórárásin i siharönandi deilu
um framtiö nýlendunnar.
HONG KONG
Kaupmenn óstyrkir
I viöskiptalífinu ollu þessi skipti á yftr-
lýsingum taugatitringi, en sumir hag-
fræöingar álita enn aö nýlendan komist
klakklaust frá deilunum.
CARACAS
Venezúela og Perú deila
Diplómatisk deiia viröist í uppsiglingu
milli Venezúela og Perú eftir aö Alberto
Fujimori, forseti Perú, veitti hæli 93 her-
mönnum sem þátt tóku i valdatilraun i
Venezúela i vikunni sem leiö.
NAlRÓBl
Súdan á sömu leiö og
Sómalía?
Þegar tilraunir til aö binda enda á borg-
arastyrjöldina i Súdan eru famar út um
þúfur óttast þeir sem vinna viö hjálpar-
starf að i suöurhluta landsins, þar sem
uppreisnin geisar, sé að komast á ring-
uíreiö og hungursneyð svo aö jafnist á
viö Sómallu.
LONDON
Ríkisstjórnin ver Lamont
Breska rikisstjómin kom i gær til vamar
Norman Lamont fjármálaráöherra gegn
látlausum kröfum fjölmiðla um aö hann
segi af sér vegna persónulegrar ógætni
og meöferöar hans á fársjúkum efna-
hag landsins.
DENNI DÆMALAUSI
,C;NAS/Di*tr.BULLS
„Nú höfum við lært að skrifa nöfnin okkar, hve-
nær fáum við svo krítarkortin?“