Tíminn - 01.12.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.12.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 1. desember 1992 FUNDIR OG FÉLAGSSTÖRF Jólafundur Miðvlkudaginn 2. desember kl. 20.30 heldur Félag framsóknarkvenna I Reykjavlk jólafund i flokksskrífstofunni við Lækjartorg. Fjölbreytt dagskrá. — Hátlðarkaffi. Munið jólapakkana. Takið meö gesti. Stjómin Konur í Kópavogi Jólafundur Freyju verður haldinn miðvikudaginn 9. desember aö Digranesvegi 12 og hefst kl. 20.30. Nánar auglýst slðar. St/óm Freyju. Kópavogur— Laufabrauðsdagur Laugardaginn 5. desember verður laufabrauðsdagur að Digranesvegi 12. Þar verða laufabrauðskökur til sölu á vægu verði, skomar og bakaðar á staðnum. Allir, ungir sem aldnir, velkomnir. Takið með ykkur skurðbretti. Freyja, félag framsóknarkvenna I Kópavogl Kópavogur— Framsóknarvist Spiluð verður framsóknarvist að Digranesvegi 12 sunnudaginn 6. desember kl. 15.00. Góð verölaun og kaffiveitingar. Freyja, félag framsóknarkvenna I Kópavogl NOTADAR DRÁ TTARVÉLAR Seljum eftirfarandi notaðar dráttarvélar á hagstæöu verði: IMT 569 4x4 árg. 1987 IMT 567 4x4 árg. 1985 MF240 árg. 1982 Ford 3600 árg. 1977 Marshall 804 m. tækjum árg. 1984 Deutz 4006 árg. 1972 MF 690 4x4 árg. 1984 Auk þess eigum við ýmsar gerðir af rúllubindivélum og fleiri heyvinnuvélum. GÓÐ KJÖR - LEITIÐ UPPLÝSINGA Járnhálsi 2 . Sími 91-683266 Fax. 91-674274 HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR STJÓRNUNARSVIÐ Tilkynning frá heilsugæslunni í Reykjavík Vegna aðgerða Sjúkraliðafélags íslands, sem hefjast að morgni 1. desember, er viðbúið að þjónusta heimahjúkrun- ar heilsugæslunnar (Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur og heilsugæslustöðvanna í Reykjavík) raskist verulega meðan á aðgerðunum stendur. Þannig er viðbúið að víða verði að- eins hægt að veita bráðnauðsynlegustu þjónustu. Heilsugæslan í Reykjavík 30. nóvember 1992 Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eig- inmanns mlns, fööur okkar, tengdafööur og afa Sigurjóns Ólafssonar Stóru-Borg, Grímsneshreppi Svanlaug Auðunsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn ____________________________________________________/ Guðni Daníelsson Fæddur 5. júlí 1920 Dáinn 19. nóvember 1992 Vinimir hverfa einn og einn óðfluga leið til grafar. Fellur úr bergi steinn og steinn, styrkur er dauðans mistilteirm, stend ég að lokum eftir einn við endastöð hinstu nafar. (Rfldurður Jónxson myndhöggvari) Það var einmitt um þetta leyti á ár- inu sem leið að ég þurfti að dvelja á sjúkrahúsi. Þá var gott að eiga hann Guðna að, hinn trygga, ljúfa vin. Öll hlýju orðin hans, uppörvun og ljúf- mannleg framkoma varð mér mikill styrkur á þeim dimmu dögum. Ég hef Guðna mikið að þakka, bæði þá og fyrr. Hann er í huga mínum alveg sérstakur maður, prúðmennið mikla, drengurinn góði. Guðni var fæddur og uppalinn á Bergsstöðum á Vatnsnesi þar sem Húnaflói blasir við í öllum sínum mikilfengleik og Strandaíjöllin gnæfa í norðvestri, en bak bæjarins á Bergsstöðum er Vatnsnesfjallið, fjallið hans Guðna eins og við köll- uðum það oft okkar á milli. Þegar Guðni var lítill drengur, rúmlega tveggja ára, dó faðir hans, Daníel Teitsson, en móðirin, Vilborg Áma- dóttir, hélt hópnum saman með að- stoð Péturs, föðurbróður systkin- anna, sem gekk þeim í föðurstað. Þetta var samrýnd fjölskylda á Bergsstöðum og þar studdi hver annan, góðvildin var öllu ofar, ástúð og tillitssemi. Á uppvaxtarárum sínum og alveg fram undir 1950 vann Guðni við bú- skapinn heima á Bergsstöðum, en svo lá leiðin til Reykjavíkur þar sem hann starfaði sem lögregluþjónn í nokkur ár, fór síðan í Iðnskólann og gerðist svo húsasmiður. Hann var listrænn maður á margan hátt og kom það ekki síst fram í sönghæfileikum hans, en í Skag- firsku söngsveitinni söng hann í mörg ár. Kynni okkar Guðna hófust fyrir 12 árum þegar hann gerðist húsvörður í Vogaskóla, en því starfi gegndi hann í 7 ár og frá þeim tíma taldi ég hann í hópi bestu vina minna og einn þeirra sem best var að hitta og kom þar ekki síst til drenglund hans og góðvildarhugur. Iársbyrjun 1988 gekk Guðni undir mikla aðgerð þegar þurfti að fjar- lægja annað nýrað. Hann náði sér þó vel, en á liðnu sumri fór heilsu hans hrakandi. Síðustu vikumar var hann á Borgarspítalanum og barðist þar af hetjuskap við krabbameinið. Hann mælti aldrei æðruorð og sýndi öll- um alúð og hlýju. Þremur dögum fyrir andlát hans sá ég hann síðast og þá var mjög af honum dregið. Hann mókti, en þegar ég kom að rúmi hans opnaði hann augun og spurði veikum rómi hvort veðrið væri ekki gott. Þegar ég játaði því, þrýsti hann hönd mína og sagði: „Nú er fallegt fyrir norðan." Síðan sofnaði hann. Kona hans, Svava Guðjónsdóttir frá Sauðárkróki, einkasonurinn Björg- vin Þór, tengdadóttirin Ásdís og litli sonarsonurinn Guðni Teitur veittu honum ómetanlega stoð í veikind- unum, ásamt systkinum hans, systkinunum frá Bergsstöðum. Þeim bið ég öllum blessunar og votta þeim samúð mína. Núna þegar kynni okkar Guðna verða ekki lengri, lifir í minning- unni síðasta setningin sem hann mælti við mig: „Nú er fallegt fyrir norðan." Vini mínum bið ég farar- heilla á nýrri vegferð og er þakklátur forsjóninni fyrir að hafa kynnst hon- um. Blessuð sé minning hans. Hjörtur Guðmundsson Þrír fommenn Tónlist frá fyrri hluta 18. aldar, spiluð á eftirlíkingar samtíma- hljóðfæra, var efni Háskólatón- leika í Norræna húsinu 25. nóv- ember. Peter Tompkins spilaði á barokk-óbó, örnólfur Kristjáns- son á barokk-selló og Helga Ing- ólfsdóttir á sembal, sónötur fyrir óbó og grunnbassa eftir Tele- mann, Sammartini og Hándel. Síðan þessi tónlist var samin, hafa orðið miklar framfarir í hljóðfæra- smíði — fortepfanó leysti sembal- inn af hólmi í tvær aldir, blásturs- hljóðfærin urðu fullkomnari og auðveldari að spila á, auk þess sem ný voru fundin upp — nema fiðlu- smíði, sem þykir hafa náð há- punkti kringum 1700. Allt um það skrifuðu ofangreindir fornmenn tónlist sína fyrir hljóðfæri síns tíma, og yfirleitt þykir mönnum hún njóta sín betur þannig spiluð, því nútímahljóðfæri eru hljóm- meiri auk þess sem jafnvægi hljóðfæranna vill raskast. Helga Ingólfsdóttir hefur farið fyrir þeirri endurreisn barokktón- listar, sem hér hefur orðið í seinni tíð. Nokkrir sembalar eru núorðið til á landinu og menn hafa jafnvel sést vera að bauka með krumm- hom, síðhærðir menn með dreyminn svip spila barokk á gítar og lútu, blokkflautan er orðin við- urkennd af fullorðnum, Skálholts- tónleikar eru vinsæll viðburður á hverju sumri, og barokk- tónleik- ar em jafnan vel sóttir. Eins og þessir Háskólatónleikar í Norræna húsinu. Semballinn, sem Helga Ingólfs- dóttir spilaði á, var sagður kominn alla leið austan úr Skálholti og reyndist vera óvenjulega hljóm- mikill af sembal að vera. Enda hljómuðu selló og semball sérlega fagurlega saman í fylgiröddinni. Óbóið er hin leiðandi rödd í þess- um sónötum, og var svo að heyra sem barokk-óbó hafi heldur minni tón en jafnframt breiðari en nú- tíma-óbó. Meginmunurinn á hljóðfæmnum tveimur er samt sá, frá hljóðfæraleikarans sjónarmiði, að barokk-óbóið er tæknilega jafn ófullkomið og blokkflauta, með einungis tveimur „klöppum". Enda vottaði einstöku sinnum fyr- ir fingraflækju hjá Tompkins. Sem þó var smámál miðað við heildina: tæra og upphefjandi tónlist í há- deginu til að undirbúa menn und- ir átök eftirmiðdagsins. Sig.St Orð um tilveruna Út eru komnar hjá Máli og menningu fjórar smábækur, Orð um ástina, Orð um líf og dauða, Orð um hamingjuna og Orð um vináttu. Allar hafa þær að geyma úrval úr íslenskum kveðskap um viðkomandi efni frá elstu tímum tíl okkar daga. Sigurður Svavarsson, Arni Sigurjónsson, Ólöf Eldjám og Ami Óskarsson söfnuðu efninu. Bækiuuar em í afar litlu brotí, 64 blaðsíður hver, prentaðar i Prent- smiðjunni Odda hf. Svartir riddarar og aðrar hendingar Gamalt amerískt ljóðskáld á íslensku Hallberg Hallmundsson hefur gefið út nýja Ijóðabók, hina þriðju á jafn- mörgum árum. Bókin heitir Svartir riddarar og aðrar hendingar og er ort í „samvinnu" við bandarískt skáld sem dó í dögun þessarar aldar. Frumhöfundurinn er Stephen Crane, sem best er þekktur fyrir skáldsög- una The Red Badge of Courage. En Crane sjálfur mat Ijóð sin alltaf meira, og Hallberg hefur fært þau í íslensk- an búning, sem vfs er tÚ að falla i geð bæði þeim sem imna nýtiskulegri Ijóðlist og hinum sem hefðbundnari em í smekk sínum. Crane var á sín- lun tima sagður „djarfur... frumlegur og kraftmikill... efagjam, bölsýnn, oft kaldhæðinn; höfundur sem hrærir tíl umhugsunar vegna þess að hann er sjálfur íhugull." Og þannig mun ís- lenskum lesendum koma ljóð hans fyrir sjónir. Hallberg Hallmundsson, túlkiu Cra- nes á íslensku, er sjálfur höfimdur fimm frumsaminna ljóðabóka, en er auk þess kunnur fyrir þýðingar sínar, bæði smásögur og ljóð, sem mörgum hefur verið útvarpað. Eins og Crane hefur Hallberg verið kallaður efa- gjam, bölsýnn og kaldhæðinn. Hér takast því tveir skyldir höfundar i hendur yfir nærri hundrað ára bil, og árangurinn er fersk, djörf og frumleg Ijóð, sem enginn unnandi skáldskap- ar má láta fram hjá sér fara. Svartir riddarar hafa að geyma 75 Ijóð ásamt ítarlegum inngangi um Stephen Crane. Bókin er rúmar 100 blaðsíður að stærð. Útgefandi er Brú, en íslensk bókadreifing, Suðurlands- braut 4, annast dreifingu. Þetta er fyrsta bókin í flokki sem Brú hyggst gefa út með verkum bandarískra skálda á íslensku. Sú næsta verður væntanlega bók 100 valinna kvæða eftir Emily Dickinson, sem Hallberg hefur einnig snúið á íslensku. Gimsteinar — Ljóð sextán höfunda, sem gáfu út fyrstu bækur sínar á árunum 1918- 1944. Meðal höfundanna em: Davíð Stefánsson, Jóhannes úr Kötlum, Tómas Guðmundsson, Guðmundur Böðvarsson, Halldór Laxness, Snorri Enn hlær þing- heimur — Gamanmál og skopmyndir af stjómmálamönnum. Þetta er ný bók eftir þá félaga Áma Johnsen og Sigmund Jóhannsson. Hún er engri annarri lík og mun gleðja fólk á öllum aldri. Sannkallað krydd í tílveruna. Fyrri bók þeirra, „Þá hló þingheimur", kom út 1990 og var metsölubók. Lífsgleði — Viðtöl ogfrásagnir um líf og reynslu á efri árum. Sagt er á jákvæðan hátt frá ánægju- legri og óvæntri reynslu. í bókiríni eru mikilvægar upplýsingar og leið- beiningar fyrir fólk, sem komið er á eftirlaunaaldurinn. Kærkomin bók fyrir eldri borgara. Þórir S. Guðbergs- son félagsráðgjafi skráði viðtölin og bjó tíl prentunar. Hjartarson og Steinn Steinarr. Ólafu Haukur Ámason valdi ljóðin og bjó tíl prentunar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.