Tíminn - 01.12.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.12.1992, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 1. desember 1992 Tíminn 3 Ríkisstjórnin hefur lýst yfir miklum vilja til að efla framlög til rannsókna- og vísindastarfa. Rannsóknaráð: Sér ekki enn stað í fjárlagafrumvarpi Þrátt fyrir að ríkisstjómin hafi lýst yfir miklum vilja til að efla rann- sókna- og vísindastörf og veita rannsóknum og nýsköpun nauðsyn- legan forgang, í kjölfar skýrslu Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, OECD, sjást þess ekki nein merki, enn sem komið er í því fjárlagafrumvarpi sem liggur íyrir Alþingi. 59 af 80 starfsmönnum Jötuns hefur verið sagt upp störfum frá og meö 1. desember aö telja. Á næstunni mun koma í Íjós hve marga er hægt að endurráða. Þetta kemur fram í frétt frá fyr- irtækinu. Þar segir að vegna verulegs samdráttar í sölu hafi reynst óhjákvæmilegt að segja upp meirihluta starfsmanna fyr- irtækisins. Um er að ræða starfsmenn véla-, bfla- og vara- hlutadefldar ásamt bflastæði auk allra starfsmanna á skrifstofu. Uppsagnimar ná ekki nema að takmörkuðu leyti til starfs- manna raftæknideildar og fóður- vörudeildar. -HÞ Þetta kom m.a. fram í ræðu dr. Vil- hjálms Lúðvíkssonar, fram- kvæmdastjóra Rannsóknaráðs rík- isins, á ársfundi þess og Vísindaráðs sem haldinn var í Háskólabíói sl. föstudag. Engu að síður sagðist Vil- hjálmur treysta því að ríkisstjórnin muni standa við þær yfirlýsingar sem gefnar hafa verið, meðal ann- ars um tvöföldun Rannsóknasjóðs og einnig um ráðstöfun á hluta af tekjum af sölu ríkisiyrirtækja. En eins og kunnugt er þá sam- þykkti ríkisstjórnin í ágúst sl. að hækka árlegt framlag til Rann- sóknasjóðs um 200 miljónir á næstu tveimur árum og sú hækk- un verði í tveimur jöfnum áföng- um. í ræðu Ólafs G. Einarssonar menntamálaráðherra á ársfundin- um kom fram að samkvæmt þess- ari ríkisstjórnarsamþykkt ætti ráð- stöfunarfé Rannsóknasjóðs að vera a.m.k. 165 miljónir á næsta ári en það mun vera 110 miljónir á þessu ári. Að sama skapi er gert ráð fyrir því að hluti af söluandvirði ríkis- eigna sem seldar verða á næsta ári, eða um 300 miljónir króna verði til ráðstöfunar til rannsókna- og þró- unarstarfsemi. Af þeassum 300 mi- ljónum er ætlunin að 100 miljón- um verði úthlutað til nýrra verk- efna á sviði rannsókna og þróunar en 200 miljónir lagðar til hliðar til myndunar sjóðs fyrir framtíðina sem vistaður verði hjá Vísinda- sjóði. í ræðu ráðherrans kom fram að hann hefur vissar efasemdir um að sala ríkisfyrirtækja skili umræddri upphæð á næsta ári. Ef sá efi geng- ur eftir, sagði ráðherrann að leita þyrfti annarra úrræða um íjár- mögnunina en tilgreindi það ekki nánar.-grh Hannes Hafsteinsson, matvælaverkfræðing- ur hjá Iðntæknistofnun: Þarf að sameina rannsóknir í matvælaiðnaði Hannes Hafsteinsson, matvælaverkfræðingur hjá Iðntæknistofn- un, telur að rannsóknir á matvælum, hvort sem um er að ræða flsk- eða landbúnaðarafurðir, séu of dreifðar. Nauðsynlegt sé að stofnanir sem sinni rannsóknum á þessu sviði sameinist. Með því náist fram markvissari vinna og meiri árangur. Margar stofnanir vinna að rann- sóknum og þróun í matvælaiðnaði. Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins vinnur að rannsóknum á matvæl- um unnum úr fiski, Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins vinnur að rannsóknum á búvörum og Iðn- tæknistofnun vinnur að rannsókn- um á ýmsum unnum matvælum. Auk þess er unnið að rannsóknum á matvælum í Háskóla íslands, hjá Hollustuvernd ríkisins og víðar. „Þessar stofnanir eru ekki endilega að vinna að sömu verkefnum, en eru að vinna í hver í sínu horni. Við höfum takmarkað fjármagn í svona vinnu. Menn eru að slást um sömu krónurnar. Við gætum náð mun meiru út úr þessum rannsóknum með því að vinna saman. Ég er ekki að segja að það sparist eitthvað á þessu, en það kæmi miklu mark- vissari vinna út úr þessu sem gæti þjónað iðnaðinum og atvinnuveg- unum miklu betur,“ sagði Hannes. Hannes telur ekki endilega rétt að sameina þessar stofnanir, en sjálf- sagt sé að sameina hluta af starf- semi þeirra. „Með því að vinna betur í rannsóknar- og þróunarmálum náum við betur að keppa við er- Ienda aðila sem eru í þessum unnu matvælum og eru kannski með miklar rannsóknar- og þróunar- deildir á bak við sig,“ sagði Hannes. -EÓ Veigamikill þáttur í vörnum gegn mengun sjávar er hverskonar umhverfisvöktun: Eftirlit úr lofti í síðustu viku var undirritað samkomulag á milli Siglingamála- stofnunar og Landhelgisgæslunnar um frekara samstarf þessara stofnana um varnir gegn mengun sjávar og eftirlit á hafsvæðum úr lofti. Páll Hjartarsson siglingamálastjóri segir að þetta samkomulag muni auka skilvirkni og stuðla að betri nýtingu á mannafla og fjármunum jafnframt sem auðveldara verði að ná þeim markmiðum sem stefnt er að. Hafsvæðið sem hér um ræðir er öll efnahagslögsaga íslands eða 750 þúsund ferkílómetra svæði. Þá er óvíst hvaða áhrif fyrirhugaður nið- urskurður ríkisins á rekstrarfé til Gæslunnar muni hafa áhrif á þenn- an þátt starfseminnar á næsta ári. Von bráðar verður ísland aðili að tveimur fjölþjóðasamþykktum um viðbrögð gegn mengun sjávar. Þar er um að ræða svonefnt Kaup- mannahafnar- samkomulag sem fjallar um gagnkvæma aðstoð Norð- urlanda við mengunaróhöpp og OPRC-samþykktin sem er alþjóð- legur samningur um samstarf og viðbrögð gegn olíumengun. Einn af veigameiri þáttum í vörn- um gegn mengun sjávar er hvers- konar umhverfisvöktun og í Kaup- mannahafnar-samkomulaginu stefna þjóðirnar, sem aðild eiga að samkomulaginu, að því að vakta hafið úr lofti til að draga úr hugsan- legri mengun sjávar eins og kostur er. En víða erlendis er umfangsmik- ið eftirlit með hafsvæðum úr lofti til að kanna hvort verið sé að varpa efnum sem hættuleg eru umhverf- inu eða losa þau á annan hátt í sjó. -grh Forystumenn Framsóknarflokksins, Guðmundur Bjarnason, ritari, Haildór Ásgrímsson, varaformað- ur, og Steingrímur Hermannsson, formaður. Tímamynd sigureteinn Forysta Framsóknar- flokksins endurkjörin Forysta Framsóknarflokksins var endurkjörin á flokksþingi flokks- ins sem lauk um helgina. Steingrímur Hermannsson var endurkjör- inn formaður. Steingrímur fékk um 86% atkvæða, en Halldór Ás- grímsson rúmlega 10%. Halldór var endurkjörinn varaformaður. Hann fékk um 85% atkvæða, en næst á eftir kom Stefán Guð- mundsson með um 5% atkvæða. Guðmundur Bjarnason var endur- kjörinn ritari með um 91% atkvæða og Finnur Ingólfsson var end- urkjörinn gjaldkeri með um 87% atkvæða. Sigrún Magnúsdóttir var endur- kjörin vararitari með um 84% at- kvæða. Unnur Stefánsdóttir var kjörin varagjaldkeri með um 46% atkvæða. Siv Friðleifsdóttir fékk um 25% atkvæða og Kristinn Hall- dórsson 23%. Valgerður Sverris- dóttir gegndi áður stöðu varagjald- kera. í miðstjórn Framsóknarflokksins voru kjörnir eftirtaldir: Jóhann Pétur Sveinsson Seltjarn- arnesi (288), Siv Friðleifsdóttir Seltjarnarnesi (250), Ásta R. Jó- hannesdóttir Reykjavík (227), Drífa Sigfúsdóttir Keflavík (221), Þórólfur Gíslason Sauðárkróki (219), Bjarni Einarsson Reykjavík (218), Hrólfur Ölvisson Reykjavík (209), Hallur Magnússon Borgar- firði (206), Níels Arni Lund Hafn- arfirði (205), Örn Gústafsson Reykjavík (201), Gissur Pétursson Reykjavík (195), Jón Sveinsson Reykjavík (187), Þóra Hjaltadóttir Akureyri (185), Bolli Héðinsson Reykjavík (179), Haukur Halldórs- son Reykjavík (178), Karen Erla Erlingsdóttir Egilsstöðum (169), Sigurður Geirdal Kópavogi (161), Anna Kristinsdóttir Reykjavík (158), Pétur Bjarnason ísafirði (158), Hafsteinn Þorvaldsson Sel- fossi (148), Anna Margrét Valgeirs- dóttir Hólmavík (146), Inga Þyrí Kjartansdóttir Kópavogi (140), G. Valdimar Valdemarsson Kópavogi (138), Jörundur Ragnarsson Egils- stöðum (134), Þórarinn Sveinsson Egilsstöðum (124). Að auki eiga átta fulltrúar frá hverju kjördæmi sæti í miðstjórn. Þeir eru kjörnir á kjördæmisþing- um. -EÓ Aldraðir fræddir um umferðarmál Þessa dagana mun lögreglan í Reykjavík heimsækja félagsmið- stöðvar aldraðra til að fræða þá um hættur í umferðinni. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu frá lögreglunni. Þar segir að aldraðir séu hlutfalls- lega flestir af þeim gangandi vegfarendum sem hafa slasast í umferðinni á þessu ári. Þess vegna er sagt að brýnna sé en áður að efna til umræðu á meðal þessa hóps um umferðarmál. Eftir að fundum lýkur segir að boðið verði upp á ferð með Strætisvögnum Reykjavíkur til Bessastaða og að því loknu býð- ur lögreglan öldruðum í kaffi í mötuneyti lögreglunnar við Hverfisgötu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.