Tíminn - 01.12.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.12.1992, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 1. desember 1992 Tíminn 5 Stjórnmálaályktun 22. flokksþings Framsóknarflokksins: Núverandi ríkisstjórn hefur skapað alvarlegan þjóðarvanda 22. flokksþing framsóknarmanna, haldið t Reykjavík 27.-29. nóv- ember 1992, telur stöðu atvinnuveganna og atvinnuleysi nú alvar- legasta þjóðfélagsvandamálið. Eftir eins og hálfs árs stjórn Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks er atvinnuleysi á íslandi orðið það mesta sem það hefur verið frá því fyrir síðustu heimsstyrjöld. í lok október voru 4200 manns atvinnulausir. Aðilar vinnumarkaðarins spá því að þetta atvinnuleysi geti allt að því tvöfaldast á næsta ári. Tekið við góðu búi Thlið var í september s.l. að sjávar- útvegurinn yrði rekinn með um það bil 8 af hundraði meðalhalla á árinu 1993, en eftir aðgerðir ríkisstjómar- innar metur sjávarútvegurinn hall- ann a.m.k. 6 af hundraði. Iðnaðurinn á í vaxandi samkeppn- iserfiðleikum. Á einu ári hafa 1000 atvinnutækifæri glatast í íslenskum iðnaði. Hlutdeild hins íslenska skipaiðnaðar í viðgerðum og ný- smíðum skipa hefur fallið úr um 40 af hundraði niður fyrir 10 af hundr- aði. Þetta em aðeins örfá dæmi um stórversnandi ástand í atvinnu- og efnahagsmálum. Fjölmörg fleiri mætti nefna. Daglegar fréttir em fullar af slíkum frásögnum. Höfðinu slegið við steininn Ríkisstjórnin hefur í hálft annað ár neitað að horfast í augu við stað- reyndirnar. Forsætisráðherra hefur boðað af kappi óbreytta stefnu. At- vinnurekendum ber að leysa vand- ann, segir hann, og frjálshyggju- mennirnir boða að kenna þurfi fs- lendingum að vera atvinnulausir. Þær aðgerðir, sem ríkisstjómin hef- ur nú gripið til, koma of seint og ganga of skammt. Flokksþingið get- ur stutt einstök atriði, t.d. niðurfell- ingu aðstöðugjalds, enda komi í staðinn aðrar tekjur til sveitarfélaga. Hins vegar gagnrýnir flokksþingið aðgerðimar, ekki síst af eftirfarandi ástæðum: * Rekstrargrundvöllur atvinnuveg- anna er ekki tryggður. Sjávarútveg- ur verður t.d. áfram með allt að 6 af hundraði halla. * Skattar á almenning em stór- auknir. * Hátekjumönnum og stóreigna- mönnum fjármagns er hlíft. * Virðisaukaskattur á blaða- og bókaútgáfu og ferðaiðnaðinn mun valda þessum greinum miklum erf- iðleikum. * Mjög lítið er gert til lækkunar vaxta. * Sáralítið er gert til að stuðla að nýsköpun í atvinnulífinu. Ytri aðstæður Rétt er að ytri aðstæður hafa stuðl- að nokkuð að þeim erfiðleikum sem við blasa. Samdráttur í efnahags- málum í heiminum hlýtur að hafa áhrif á okkur íslendinga og þorskafl- inn hefur dregist saman. Þetta er þó ekki nema lítill hluti af skýringunni. Meginástæður erfiðleikanna em verk ríkisstjórnarinnar, stórhækkun vaxta og nýjar álögur á atvinnulífið. Staðreyndin er jafnframt að staða efnahagsmála var að ýmsu leyti betri, þegar núverandi ríkisstjórn tók við en áður hefur verið, til þess að takast á við slík vandamál. Þrátt fyrir gífurlega erfiðleika í at- vinnulífinu haustið 1988, tókst rík- isstjóm Steingríms Hermannssonar með samræmdum aðgerðum á ýms- um sviðum að skapa atvinnuvegun- um rekstrargmndvöll. Það var for- senda þeirrar þjóðarsáttar sem náð- ist í febrúar 1990, sem leiddi til stöðugleika og mjög lækkandi verð- bólgu. Verðbólgan er ekki lengur sá Þrándur í Götu nýsköpunar og framfara í atvinnulífinu sem áður var. Fyrir stjómarskiptin var eiginfjár- staða atvinnuveganna betri en verið hafði um árabil og skuldir vom teknar að lækka. í stað þess að mæta samdrætti í afla með því að stuðla að öflugu hagræðingarátaki og lækkun fjármagnskostnaðar, hóf ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks hins vegar feril sinn með fjórðungs- hækkun vaxta og mörg hundmð milljóna álögum á sjávarútveginn. Jafhframt var það fjármagn, sem verja átti til bráðnauðsynlegrar hag- ræðingar í sjávarútvegi, tekið í ríkis- sjóð. Islíkumverkumríkisstjómar- innar er að finna meginástæðuna fyrir erfiðleikum atvinnuveganna. Flokksþing framsóknarmanna var- ar við þeirri hættu sem íslensku at- vinnulífi og efnahagslegu sjálfstæði er stefnt í með þeirri yfirlýstu stefnu ríkisstjórnarinnar að hafa ekki af- skipti af erfiðleikum atvinnuveg- anna. Veikburða íslenskt atvinnulíf mun ekki standast samkeppni við auðhringi Evrópu eða framleiðend- ur sem njóta margs konar bakstuðn- ings sinna stjómvalda. Atvinna fyrir alla Atvinnuleysi samrýmist ekki hug- myndum íslendinga um félagslegt réttlæti. Frjálshyggjan telur það hins vegar eðlilegt og jafnvel nauð- synlegt stjórntæki. Atvinnuleysinu fylgir miklu meira en tekjumissir. Ekkert brýtur fyrr niður kjark og áræði eða siðferði. í kjölfar atvinnu- leysisins aukast afbrot og fjölskyldu- vandamál. Næg atvinna hefur verið einhver mikilvægasta lyftistöngin í efnahagsframförum íslendinga und- anfama áratugi. Flokksþingið leggur áherslu á að atvinna fyrir alla er nú sem fyrr meginmarkmiðið í atvinnumálum íslendinga. Á meðan fylgt er óbreyttri efnahagsstefnu geta fram- sóknarmenn ekki átt samstarf við núverandi stjómarflokka. Fram- sóknarflokkurinn mun aldrei taka þátt í að framkvæma frjálshyggjuna, hann mun aldrei taka þátt í að rífa niður það velferðarkerfi, sem með hörðum höndum hefur verið byggt upp á undanförnum áratugum, eða þann atvinnurekstur, sem velferð þjóðarinnar byggir á. Framsóknar- flokkurinn leggur hins vegar áherslu á að íslendingar horfist í augu við þær miklu breytingar, sem eru að verða í heiminum öllum, og aðlagi sig að þeim eins og íslenskir staðhættir leyifa. Bakreikningar hagvaxtar Margt bendir til þess að stöðnun í efnahagslífi heimsins verði meiri og lengri en áður var talið. Eftir mikinn hagvöxt undanfarinna áratuga liggja stórir, ógreiddir reikningar. Það mikla tjón, sem þegar hefur verið unnið á umhverfinu, er gleggsta dæmið um það. Framleiðslufyrir- tæki mega ekki lengur spúa eitur- efnum út í andrúmsloftið eða varpa þeim í sjóinn. Þvert á móti er fyrir framtíð mannkyns óhjákvæmilegt að verja gífurlegu fiármagni til að bæta það sem úrskeiðis hefur farið. Heimurinn mun að öllum líkindum þurfa að venja sig við minni hag- vöxt. í þessari heimsmynd standa ís- lendingar að ýmsu leyti betur að vígi en margar aðrar þjóðir. Með skyn- samlegri nýtingu landsins og fiski- miðanna eiga þau að geta verið var- anleg auðlind. Orkulindirnar eru aðeins að litlum hluta nýttar og eft- irspurnin eftir ómengandi orku mun fara vaxandi. íslendingar eru sjálfum sér nógir um mikilvægustu matvæli. Strjál- býlt land, fagurt og tiltölulega hreint, mun í vaxandi mæli verða eftirsótt af ferðamönnum, og ekki síst heilsulindir þess. Landið er einnig vel staðsett á milli stærstu markaða heimsins. Loks er ómæld- ur auður í góðri þekkingu unga fólksins. Með samstilltu átaki at- vinnulífsins, launþega og stjóm- valda ber að nýta slík auðæfi til nýrr- ar framfarasóknar og bættra lífs- kjara. Flokksþingið leggur á það ríka áherslu að horfið verði frá aðgerða- leysisstefnu eða stefnuleysi núver- andi ríkisstjórnar og teknir upp starfshættir sem beri eftirgreind megineinkenni: * Náið samstarf atvinnurekenda, bænda, launþega og ríkisvalds um lausn erfiðleikanna í atvinnumál- um. * Opinberar aðgerðir sem skapa at- vinnuvegunum rekstrargrundvöll og treysta stöðugleika í efnahags- málum og gengi íslensku krónunn- ar. * Atvinnumálastefna mörkuð í öll- um megingreinum atvinnulífsins til að tryggja næga atvinnu. * Virk þátttaka ríkisvaldsins í fram- kvæmd slíkrar stefnu með því að skapa þann grundvöll sem nauðsyn- legur er. I ítarlegri ályktun flokksþingsins um atvinnumál eru raktar þær að- gerðir, sem flokksþingið leggur áherslu á að framkvæmdar verði til þess að skapa atvinnuvegunum rekstrargrundvöll, og nefndir fiöl- margir kostir í nýsköpun í atvinnu- lífinu. Hér skulu aðeins eftirgreind meginatriði ítrekuð: * Vextir verði lækkaðir. * Skattar á atvinnulífinu verði Iækkaðir. * Álögur núverandi ríkisstjómar á sjávarútveginn verði afnumdar. * Jöfnunargjald verði lagt á þá er- lendu samkeppnisframleiðslu sem nýtur óeðlilegrar ríkisaðstoðar. Tekjur af slíku gjaldi verði nýttar til að bæta stöðu atvinnulífsins innan- lands. * Stuðlað verði að nýsköpun í ís- lensku atvinnulífi með áhættufiár- magni og þátttöku í nýjum fyrir- tækjum eða nýrri framleiðslu. * Gert verði öflugt markaðsátak. Afkoma ríkissjóðs Flokksþingið styður skynsamlega viðleitni til þess áð draga úr halla ríkissjóðs. Jafnvel það verkefni kann þó að verða að víkja í bráð fyrir nauðsynlegu átaki til þess að reisa við hið íslenska atvinnulíf. Sparnað og niðurskurð í velferðarmálum verður jafnframt að vanda vel, þann- ig að ekki bitni á þeim, sem síst mega sín, eða skaði framtíðarþróun. Flokksþingið leggur á það ríka áherslu að aldrei má víkja frá því að allir geti átt kost á læknisaðstoð og lyfium án tillits til efnahags. Sér- staklega varar flokksþingið mjög við niðurskurði í menntamálum. Vel menntuð æska á að verða mesti auð- ur íslendinga ekki síður en annarra háþróaðra þjóða. Jafnframt er mikil og stöðug endurmenntun nauðsyn- leg til þess að íslendingar megi ætíð vera í fremstu röð menntaðra þjóða. Flokksþingið telur sjálfsagt að bæta ríkissjóði tekjumissi með skatti á fiármagnstekjur og hátekjuþrepi. Þörf var á þjóðaratkvæði Flokksþingið átelur þá ákvörðun meirihluta á Alþingi að hafna þjóð- aratkvæðagreiðslu um EES- samn- inginn. Flokksþingið ítrekar sam- þykktir miðstjórnar Framsóknar- flokksins um nauðsynlegar lagfær- ingar á ýmsum efnisatriðum samn- ings um hið Evrópska efnahagssvæði. Sérstaklega leggur flokksþingið áherslu á að komið verði í veg fyrir kaup erlendra aðila á íslensku landi umfram það, sem nauðsynlegt er vegna atvinnurekst- urs, og á öruggt eignarhald íslend- inga á orkulindum og bönkum. Þingið ítrekar þá afstöðu framsókn- armanna að veita ekki fiskveiði- heimildir í íslenskri fiskveiðilög- sögu í stað viðskiptafríðinda. Flokksþingið leggur jafnframt áherslu á að þegar verði sú stefna mörkuð með samþykkt á Alþingi að leitað skuli eftir því að breyta samn- ingi um Evrópskt efnahagssvæði í tvíhliða samning íslands og Evrópu- bandalagsins strax og önnur EFTA- ríki hafa sótt um aðild að bandalag- inu. Framsal valds Jafnvel þótt ofangreind atriði verði tryggð og efnishlið samningsins tal- in viðunandi, telur flokksþingið vafasamt að það standist hina ís- lensku stjómarskrá að framselja til eftirlitsstofnunar og dómstóls EFTA vald, eins og gert er ráð fyrir í samn- ingnum um hið Evrópska efnahags- svæði. Flokksþingið ber virðingu fyrir íslensku stjórnarskránni og tel- ur að túlka beri allan vafa henni í hag. Flokksþingið telur því nauð- synlegt að breyting fari fram á ís- lensku stjórnarskránni áður en unnt væri að samþykkja aðild íslands að hinu Evrópska efnahagssvæði. Flokksþingið leggur jafnframt áherslu á að allar vonir um að hið Evrópska efnahagssvæði eitt og sér verði einhvers konar bjarghringur fyrir íslenskt atvinnulíf eru tálvonir einar. Ef íslenskt atvinnulíf er ekki sjálft sterkt, mun það eiga erfitt með að nýta sér kosti sem samningnum kunna að fylgja. Staðreyndin er að erlent samstarf, eins og gert er ráð fyrir í umræddum samningi, getur orðið hættulegt íslensku fullveldi og sjálfstæði ef íslenskt atvinnulíf er veikt. Endurreisn hins íslenska at- vinnulífs er, einnig vegna áforma um stóraukið alþjóðlegt samstarf, mikilvægasta verkefnið í íslenskum þjóðmálum í dag. Flokksþingið lýsir fullri ábyrgð á hendur ríkisstjóm- inni og hvetur til þess að án tafar verði hafist handa um endurreisn og nýsköpun í íslensku atvinnulífi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.