Tíminn - 18.12.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.12.1992, Blaðsíða 5
Föstudagur 18. desember 1992 Tíminn 5 Magnús Þorsteinsson: Aukið hlutverk sveitarfélaga Hin síðari ár hefur vaxandi þungi færst í umræðu um eflingu sveitar- stjómarstigsins á íslandi. Einkum hafa störf tveggja nefnda félagsmálaráðherra komið málinu á rekspöl. Fyrri nefndin, sem fjallaði fyrst og fremst um stækkun sveitarfélaga, skilaði áliti í október 1991. Nefndin setti fram þrjá valkosti: 1. Sameiningu sveitarfélaga að því marki að sveitarfélög utan höfuð- borgarsvæðisins yrðu 60-70 í stað hátt í 200 nú. 2. Að sameinað yrði „stórt“: 25-30 sveitarfélög yrðu utan höfuðborgar- svæðisins. 3. Að samstarf á vettvangi héraðsnefnda yrði eflt og yrði þannig vísir að þriðja stjómsýslustiginu. Fulltrúaráðsfundur Sambands ísl. sveitarfélaga í nóvember 1991 samþykkti með öllum greiddum atkvæðum gegn tveimur stuðning við leið 2, jafnframt því að sam- hliða stækkun sveitarfélaganna verði færð til þeirra aukin verkefni og tekjustofnar þeirra tryggðir í samræmi við það. Afgerandi og nokkuð óvæntan stuðning fulltrúaráðsins við leið 2 er rétt að skoða í ljósi þess að efa- semda og andstöðu við sameining- aráform, einkum samkvæmt leið 2, gætir einkum í smærri sveitar- félögum. Þau eiga fáa málsvara í fulltrúa- ráðinu. Sveitarfélög með undir 400 íbú- um, sem eru 137 að tölu, eiga að- eins 5 fulltrúaráðsmenn af 45. Að leið 3 átti ekki hljómgrunn í fúlltrúaráðinu kom hins vegar ekki á óvart. Núverandi héraðsnefndir eru óskilvirkar og hálfgerðir bastarðar í kerfinu og eru ekki hvati til sam- vinnu á þeim grundvelli. Einhverjar héraðsnefndir munu þó vera virkar, en það mun vera vegna samstarfsvilja sveitarstjóma á viðkomandi svæðum en ekki vegna skýrra ákvæða um héraðs- nefndir í sveitarstjómarlögum. Áhugi sveitarstjórnarmanna á þriðja stjómsýslustiginu hefur far- ið dvínandi. Undirritaður er í hópi þeirra sem ekki telja það vænlegan kost. Sveitarfélaganefndin, sem skipuð var í febrúar s.l., hefur byggt starf sitt á samþykkt fúlltrúaráðsfund- arins í nóv. ‘91. Nefndin sendi frá sér áfangaskýrslu í lok október sfð- astliðins. Hér á eftir verður fjallað í örstuttu máli um einstaka kafla skýrslunnar. Breytt verkaskipting Nefndin nálgast viðfangsefni sitt með öðmm hætti en áður hefur tíðkast, þ.e. að sameiningarferlið verði nauðsynlegt og fremur af- leiðing af auknum umsvifúm sveitarfélaga en að aukin verkefni komi í kjölfar sameiningar, sem áður var haldið á lofti. Má vera að vænlegra til árangurs sé að leggja málið upp með þess- um hætti. Nefndin gerir ráð fyrir vemlegum verkefnaflutningi frá ríki til sveit- arfélaga. Fallast má á að flest þessi verkefni séu jafn vel eða betur komin hjá sveitarfélögunum, fái þau auknar tekjur til að sinna þeim. Þó er efa- mál að tímabært sé að flytja heil- brigðisþjónustuna að mestu eða öllu leyti til sveitarfélaganna. Aðeins em þrjú ár síðan ríkið tók eitt við rekstri heilsugæslustöðv- anna. Reynsla af því fyrirkomulagi virð- ist góð enn sem komið er. Óráðlegt er að færa mikil verkefni til sveit- arfélaganna með snöggum hætti á sama tíma og þau em að aðlaga sig breyttum viðhorfum í kjölfar þeirra sameininga, sem óhjá- kvæmilegar verða. VETTVANGUR Tekjustofnar sveitarfélaga Sveitarfélaganefndin leggur til að fjárþörf sveitarfélaga vegna auk- inna verkefna — og niðurfellingar aðstöðugjalda — verði aðallega mætt með hækkuðu útsvari, sem skili sveitarfélögunum stærri hluta af staðgreiðslunni, sem nú skiptist upp til helminga milli rík- is og sveitarfélaga. Þá er Jöfnunarsjóðnum ætlað nokkuð aukin hlutdeild í beinum og óbeinum sköttum ríkissjóðs. Athugandi væri að Jöfnunarsjóð- urinn verði eingöngu fjármagnað- ur af staðgreiðslufé. Jafnframt verði markvisst stefnt að því að sveitarfélögin sitji ein að staðgreiðslunni, annaðhvort með Iækkuðu staðgreiðsluhlutfalli og þá auknum öðrum tekjum ríkis- sjóðs, eða að sveitarfélögum verði ætlað að verja auknum útsvars- tekjum til greiðslu á einhverjum þeim kostnaði, sem nú fellur á rík- issjóð. Auk þeirrar einföldunar, sem þetta hefði í för með sér, má ætla að gjaldendur yrðu meðvitaðri um hvert staðgreiðslufé þeirra rennur, en talsverður misbrestur mun vera á því nú, enda kerfið óþarflega flókið. Aðgerðir ríkisvaldsins Nefndin leggur til að umboðs- stjóm ríkis í héraði verði endur- skoðuð í því skyni að rcörf færist frá höfuðborginni út á íandsbyggð- ina. Þá verði við mótun sjávarútvegs- stefnu tekið meira tillit til byggða- sjónarmiða en ^ert er í núverandi lögum. Bent er á a j samgöngubætur séu víða forsendur fyrir víðtækri sam- einingu sveitarfélaga. Þessar tillögur allar horfa til mik- illa bóta. Þó að samgöngubætur einar sér leiði ekki sjálfkrafa til sameiningar sveitarfélaga, er víst að víða standa erfiðar samgöngur í vegi fyrir sam- einingu. Umdæmi sveitarfélaga í tillögum sveitarfélaganefndar um ný umdæmi sveitarfélaga er tekið eins og kostur er mið af fyrr- nefndri leið 2, eins og fyrir nefnd- ina var lagt. Stefna skal að því að ekki verði færri íbúar í sveitarfélagi en 1000, nema nokkur önnur markmið ná- ist ekki. Þar er veigamest að minnst 95% íbúa hins nýja sveitarfélags séu innan 30 mínútna akstursvega- lengdar frá aðalþjónustukjarna sveitarfélagsins, auk þess sem tek- ið verði tillit til landfræðilegra að- stæðna og samgangna eins og kostur er. Miðað við þau markmið, sem nefndinni var ætlað að stefna að, virðast tillögur hennar um þessi efni vera ásættanlegar. Örfá sveitarfélög munu falla utan viðmiðunarmarkanna, helst jaðar- byggðir. Verði samstaða um víð- tæka sameiningu er varla réttlæt- anlegt að láta þau standa í vegi fyr- ir henni. Að hinu leytinu má þó ætla að það mundi ekki kollvarpa nýju kerfi, þótt þessi sveitarfélög fengju enn um sinn að halda sjálfstæði sínu með sömu réttindum og skyldum og önnur sveitarfélög. Lögþving- aðri sameiningu yrði þá ekki kennt um ef hallast þar á í íbúaþróun. Þriggja manna umdæmanefnd er m.a. ætlað að gera tillögur um ný umdæmi sveitarfélaga. Samþykki meirihluta sveitar- stjórna á því svæði, sem ætlunin er að sameina, þarf til að fram fari sameiginleg atkvæðagreiðsla íbúa á svæðinu. Búi 2/3 hlutar íbúa eða fleiri en 1000 íbúar í einu þeirra sveitarfé- laga sem sameina skal, er þó skylt að telja atkvæði þeirra sérstaklega. Meirihluti atkvæðisbærra íbúa á hverju kosningarsvæði mun þurfa til að fella sameiningartillögu. Ákvæði þessa efnis er raunar í nú- gildandi sveitarstjórnarlögum, þó þannig að talið er sérstaklega í hverju sveitarfélagi. Að meirihluta atkvæðisbærra íbúa þurfi til að fella tillögu er mjög ólýðræðislegt og ekki bætir úr skák að telja upp úr sameigin- legum potti þegar greidd eru at- kvæði um framtíð einstakra sveit- arfélaga. Útilokað er að samstaða verði um að vinna að málinu með þessum hætti. Nefndin setur fram tímaáætlun aðgerða, sem tekur mið af því að sveitarstjórnarkosningar verða 1994 og 1998. Athygli vekur að ekki er þar minnst einu orði á kynningu máls- ins meðal íbúa þeirra sveitarfélaga, sem til álita kemur að sameina. Mikilvægt er að sú kynning fari fram og staðið verði að henni með hlutlægum hætti, en stopular fréttir í fjölmiðlum ekki látnar nægja eða kynning viðkomandi sveitarstjórnar, sem kannski hefur þegar tekið einróma afstöðu með eða á móti málinu. Tillögur þær, sem settar eru fram í áfangaskýrslu sveitarfélaganefhd- ar, stefna að því að gjörbylta sveit- arstjórnarstiginu á Islandi. Stórfelld sameining sveitarfélaga er þar lykilatriði. Slíkar grundvall- arbreytingar eru líklegar til að vekja andstöðu verði reynt að koma þeim á með fyrirgangi og fyrirvaralítið, eins og hin þrönga tímaáætlun aðgerða, einkum hvað varðar fyrsta árið, virðist stuðla að. Undirritaður er þeirrar skoðunar að vinna eigi að eflingu sveitar- stjórnarstigsins á þann veg, sem fram kemur í áfangaskýrslunni. Áríðandi er þó að farið verði með meiri gát en nefndin leggur til og að tekið verði tillit til ábendinga og athugasemda sem við áform henn- ar verða gerðar. austfirskra minninga í ljósi Þorsteinn Stefánsson: Horft til iands. Bókaútgáfan Skjaldborg hf. Reykjavík 1992. Á kápu þessarar bókar segir að efnið sé „úr sjóði bemskuminninga höfundar". Því mun óhætt að trúa. Höfundur fór liðlega tvítugur til Danmerkur og hefur síðan dvalið þar og unnið þar sitt ævistarf. Dan- mörk er ólík Loðmundarfirði og raunar Austfjörðum yfirleitt. En ekki væri með ólíkindum að mynd bemskustöðvanna herti í vitund útlagans þau einkenni sem ólíkust em fósturlandinu. Þessi bók er miklu frekar minn- ingaþættir en samfelld saga, þó að brotunum sé raðað í rétta tímaröð. Kannski er frjálslega farið með efn- ið og það stundum lagað í meðferð. Þó þarf það ekki að vera og senni- lega mun margur lesandinn iíta svo á að hér sé farið með minning- ar svo nákvæmt sem verða má. í þessum frásögnum er ein mynd sem erfitt er að trúa. Það er í sög- unni af Skjöldu, þegar dýralæknir- inn, fínn og lærður maður, ætlarað lækna doðaveika kú með því að reka hana á fætur með svipuhögg- um. Það lánaðist ekki, en heima- menn og grannar studdu hana á fætur, þegar sá lærði var farinn. í þessari bók gerir dr. Sigrún Klara Hannesdóttir grein fyrir Þor- steini Stefánssyni og starfi hans sem rithöfundi og forleggjara. Hann vann merkilegt starf í þágu íslenskra bókmennta með þýðingu og útgáfú íslenskra verka. Það er vert að muna, enda þótt það komi ekki þessari bók við. Hún stendur undir sínu sem frásagnir af aust- firsku alþýðubarni snemma á þess- ari öld, færðar í letur af æfðum rit- höfundi sem er þroskað skáld. H.Kr. Ásgeir Hannes: Föstu- dags- spjall FRÍSTUNDA- ÞINGMENN Eftir síðustu þingkosningar kvaddi nýr hópur þingmanna sér hljóðs á Alþingi Islendinga. Það voru fristundaþingmenn- imir, en fyrir þeim er þingsetan einskonar tómstundaiðja á borð við iaxveiði og ferðalög. Þessir póiitlsku sportmenn halda áfram störfum sínum fyrir aðra húsbændur úti f bæ eins og ekkert hafi (skorist og sinna þingstörfúm (framhjáhlaupí á ferð sinnt á milli annanra vinnu- staða. Slðustu tvo föstudaga var reynt að finna hér skýringuna á hrömandi gengi íslensku þjóð- arinnar þrátt fyrir ðrt vaxandi umfang stjórnsýslunnar. Skuld- inni var skellt á stofnanamann- inn óguriega, sem hefur nú hreinan meirihluta á Alþingi og i rikisstjóm. Hér hefur Ifka veriö sagt frá námslánakynslóðinni, sem lifir i allt öðmm vemieika en þær kynslóðir sem bmtust sjálfar til mennta á undan henni. En allt er þegar þrennt er, og I dag er röðin komln að sjálfum frístundaþingmönnum (slensku þjóðarinnar. Einn þessara sportmanna stjórnar til dæmis áfram skrif- stofu atvinnurekenda og annar starfar hjá öfiugum launþega- hópi. Sá þriöji striplast innan um lasin dýr merkurinnar og finnst ekki taka þvl að nefna símanúmer Alþingis þegar hann les vinnusimana inn á símsvarann heima hjá sér. Þetta em fristundaþingmenn- imir og þeir hafa örugglega ekki sagt sitt slðasta orð á Al- þlngi. Haraldur konungur harðráði sagði á sfnum tima um Gissur Isleifsson að úr honum mætti vel gera þrjá menn og væri hann jafnvigur á þau hlutverk öll: konung, víking og kenni- mann. Nú kann vel að vera að islenskir sportþingmenn hafi lesið um Gissur Isleifsson á bók og teiji sér ekkert að van- búnaðí að fara I fötin hans Gætu þess vegna bætt við sig þriðja starfinu án þess að drepa tittlinga og jafnvel þvi fjórða. En pólitíska tómstundaiðju er ekki siöur að finna i sjálfu Al- þingishúsinu en utan dyra. Þar munar þingmenn ekki um að verma ifka ráöherrastóla með þingsetunni. Er þó hvort starfiö fyrir sig talió ærið verkefni fyrir einn mann frá morgni til kvölds. Sumir þessara afburðamanna em þar að auki formenn hellla stjómmálaflokka i tilbóL Sagan hefur því gengið f endurnýjun Iffdaga og hillir undir margan nýjan Gissur Isleifsson I þing- sölum. En ekki er allt búlð enn. For- sjónin hefur nú skolaö nýjum höfðingja á þing og er þar með allur eldri mannjöfnuður brátt úr sögunni. Aöalsmaður þessi hóf feril slnn i Sjúkrasamlagi Reykjavikur og gegnir nú emb- ætti forsætisráöherra meö þingsetunni. Hann er Ifka for- maður i sfnum flokki og hefur þó hvergi fengið nóg. Þvi fyrir utan þetta fönidur telur hann ekki eftir sér að sitja llka i borg- arstjóm Reykjavlkur. Þrefaldur höfðinginn Gissur Isleifsson sýnlst þvi frekar eln- faldur við hlið svo margfaldra höfðingja I roöinu. Hann dregur sig sjálfsagt (hlé frá Islands- sögunni við svo búið og lætur fristundaþingmennina eina um að Ijúka mannkynssögunni. Gleðilog Jóll

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.