Tíminn - 23.12.1992, Qupperneq 1

Tíminn - 23.12.1992, Qupperneq 1
Miðvikudagur 23. desember 1992 222. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Árið sem er að líða, það erfiðasta í 58 ára sögu Starfsmannafélagsins Sóknar. 10% félagsmanna fengu úthlutað sér- stökum jólastyrk til framfærslu: Fólk kemur grátandi „Við verðum töluvert varar við fátækt og það eru margir sem búa Iangt undir fátækramörkum og hingað kemur fólk og grætur. Það eru jafnvel dæmi þess að íbúðir hafi farið undir hamarinn vegna þess að viðkomandi gat ekki staðið í skilum með afborganir sökum atvinnuleysis eða vegna skertra tekna í kjölfar niðurskurðar og hag- ræðingar á sínum vinnustað", segir Guðrún Óladóttir hjá Starfs- mannafélaginu Sókn. Nýverið úthlutaði stéttarfélagið 250 félagsmönnum sérstökum jólastyrk til framfærslu og komu í hlut sérhvers um 4500 krónur. Alls eru um þrjú þúsund félagar í Sókn og þar af eru 2500 virkir en meðalaldur Sóknar- kvenna er um fimmtugt. Guðrún seg- ir að árið sem er að líða hafi verið það erfiðasta í 58 ára sögu félagsins en Sóknarkonur vinna aðallega innan heilbrigðiskerfisins, á bamaheimilum og við heimaþjónustu. Hagræðing og niðurskurður á vegum hins opinbera hefur komið afar illa við félagsmenn innan Sóknar, en alls eru hátt í 90 manns atvinnulausir hjá félaginu og viðbúið að sú tala verði komin í eitt hundrað í næsta mánuði. Grunntaxti Sóknarkvenna er eitthvað um 55 þús- und krónur á mánuði en til hliðsjónar má nefna að fullar atvinnuleysisbætur eru um 45 þúsund krónur. Guðrún Óladóttir segir að það sé ekki aðeins að fólk missi atvinnuna heldur sé einnig verið að skera niður vinnu hinna, þannig að margir vinni nú að- eins 75%, 60% og allt niður í 50% vinnu sem áður unnu fulla vinnu. Þetta skerðir að sjálfsögðu ráðstöfun- artekjur Sóknarkvenna sem áður gátu gátu mætt auknum útgjöldum með yfirvinnu en það er liðin tíð. Guðrún segir að félagið reyni eftir föngum að aðstoða þær sem eigi í erf- iðleikum með að standa skil á afborg- unum af lánum vegna íbúðakaupa, en hinsvegar sé því ekki að leyna að kerf- ið sé orðið mun strangara í innheimtu en áður var. Hún segir að fólki finnist það niður- lægjandi að þurfa að biðja um aðstoð handa sér og sínum og því leiti það fyrst á skrifstofu síns stéttarfélags, áð- ur en lengra er haldið. Þótt það sé miklum erfiðleikum bundið að fram- fleyta sér á atvinnuleysisbótum er ástandið mun verra hjá þeim sem detta út af atvinnuleysiskrá og eru því án bóta næstu sex vikur. Eina úrræði þessa fólks er að leita til Félagsmálastofnunar en þar hefur bið- tími eftir viðtali verið allt að þrjár vik- ur. Að vísu mun vera ákveðið að fjölga eitthvað í starfsliði stofnunarinnar þannig að biðtími eftir viðtali mun eitthvað styttast. -grh Um 700 fjölskyldur þegar leitað eftir og fengið að- stoð hjá Mæðrastyrksnefnd: Beiönum fjölgað um 30% milli ára ,Já, mér finnst það vera áberandi meiri neyð núna heldur en við urðum var- ar við í fyrra. Fjárhagurinn er slæmur hjá fólki. Það koma svo margir núna sem misst hafa vinnu og það eru svo miklu fleiri beiðnir núna heldur en voru í fyrra. Um hádegi í dag voru þegar komnar hingað um 700 beiðnir, sem er um 30% fleira en í fyrra", sagði Unnur Jónasdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar. Tíminn spurði hana hvemig starf- semin hefði gengið undanfama daga. Mæðrastyrksnefnd hefur getað veitt öllum þessum fjölskyldum ein- hverja fjárhagsaðstoð. Þar við bæt- ast svo mörg hundmð manns sem einungis hafi fengið föt. Ljóst virðist að vel á þriðja þúsund manns a.m.k. standi að baki þeim beiðnum sem Mæðrastyrksnefnd hefur fengið fyrir þessi jól. Meðal umsækjenda segir Unnur t.d. konur með allt upp í fjögur og fimm böm. Bæði sé um að ræða einstæðar mæður og t.d. konur sem eiga menn sem misst hafa vinnuna. Einnig full- orðnar konur með börn sín og barnabörn á heimilinu. Spurð um hvernig það hafi gengið að afla þess sem til þurfi að liðsinna þeim sem leita til nefndarinnar sagði Unnur: „Þetta hefur verið heldur dræmt framan af. En þetta glæddist heldur í gær og núna síð- ustu daga — margir hafa komið með mat, peninga og allt mögulegt, m.a. mörg jólatré. Einnig hefur komið geysimikið af góðum fötum. Ég vil biðja Tímann að koma kærum þökkum til allra sem veitt hafa okk- ur aðstoð", sagði Unnur. - HEI I „Viltu vel kæsta skötu?“, purði Magnús Sigurðsson fisksali þau Ingi- - björgu Ólafsdóttur og Hrafn Þórðarson í gær. Þau vildu aðeins vestfirska skötu og vel kæsta. Bú- ast má við að skötuilminn leggi fyrir vit margra í dag þar sem sú hefð, að borða skötu á Þorláks- ' ; messu, virðist frekar fara vaxandi en hitt. Timamynd Ami Bjama. mm^^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm NeyðarÞjónusfa um nætur o& hetóar HAUKUR& rafverktakar "TT1 | Uið bióðum neyðarÞiónusfu fyrir raf- maansviðeerðir í heimahúsum oa í fyrirtækj- um á höfuðboraarsvæðinu. Sú Þiónusta sem í boði er tekur til allra bilana stórra oa smárra. I stærri bilunum er Þó miðað við að um bráðabiraðaviðaerð verði að ræða, en endan- lea viðaerð fari fram á daavinnutíma.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.