Tíminn - 23.12.1992, Page 2

Tíminn - 23.12.1992, Page 2
2 Tíminn Miðvikudagur 23. desember 1992 Óvissa ríkir um hvenær afgreiðslu EES-samningsins verður lokið: Umræður um EES verð- ur framhaldið 4. janúar Stjóm og stjómarandstaða náðu í fyrrinótt samkomulagi um að fresta fram yfir áramót afgreiðslu EES- samningsins, sjávarútvegssamningsins við EB og lánsfjárlög. Þing mun koma saman að nýju 4. janúar og taka þessi mál til umræðu. Óvissa ríkir hins vegar um hvenær afgreiðslu þeirra lýkur, en stjómvöld leggja áherslu á að það verði fyrir 10. janúar. Þingmenn fóm í jólaleyfi í gær eftir að hafa samþykkt fjárlög, framvarp um skattamál og fleiri mál. Utanríkisráðherra var ekki ánægður með það samkomulag sem gert var. Hann hafði lagt mikla áherslu á að ljúka afgreiðslu EES-málsins fyrir ára- mót. Ljóst hefur verið í nokkra daga að ekki ynnist tími til að Ijúka af- greiðslu þessa stóra máls og annarra mikilvægra mála á sviði ríkisfjármála á þeim tíma. Stjómarliðar buðu því að fresta endanlegri afgreiðslu fram yfir áramót. Upphaflega var rætt um að þingfundir yrðu haldnir milli jóla og nýárs, en fallið var frá því. Ekkert ligg- ur hins vegar fyrir hvenær umræðum lýkur um EES- samninginn. Annarri umræðu um samninginn er ólokið og þriðja umræða er eftir. Sjávarútvegs- samningurinn á eftir að fara í gegn um eina umræðu og lánsfjárlög gegn um tvær umræður. Þingfundum var frestað síðdegis í gær. Áður en þingmenn fóru í jólafrí samþykktu þeir fjárlög, breytingu á al- mannatryggingum, breytingu á skattamálum, breytingu á kjaradómi og breytingu á lögum um framleiðslu og sölu búvara. Fjárlög voru samþykkt með 6,2 milljarða halla. -EÓ r Jólaveðrið: Eljagang- urog hvassviðri Búist er við suðvestanátt á landinu í dag, hvassviðri með storméljum á suðvesturhom- inu. Nokkuð bjart verður um landið norðanvert. Á morgun aðfangadag er spáð hægari vestanátt og áfram- haldandi éljum Vestanlands en hvasst verður annars staðar á landinu en úrkomulaust. Bú- ast má við að léttskýjað verði á Austur- og Norðausturlandi. Á jóladag er búist við hægri vestlægri átt Vestanlands fram eftir degi með éljum en létt- skýjuðu annarstaðar. Síðdegis er búist við rigningu sunnan og vestanlands í kjölfarið á vaxandi sunnanátt. Formaður Samtaka fiskvinnslustöðva telur að kom- andi kjaraviðræður verði erfiðar. Skattahækkanir rík- isstjórnar fara illa í almenning: Það ólgar í fólki og það er reitt Amar Sigmundsson formaður Samtaka fískvinnslustöðva segir að það sé ólga í fólki og það sé reitt úr í skattahækkanir ríkisstjórnarinnar. Hann spá- ir því að komandi kjaraviðræður aðila vinnumarkaðarins, verði mjög erfíðar en áréttar að fískvinnslan hafí enga möguleika til að taka á sig kostnaðar- í kvöld má búast viö að flest af um 35.000 jólatrjám landsmanna verði komin inn í stofur. Þá er eins gott að vita hvernig á að bera sig að svo tréð haldi Ijóma sínum yfir hátíöirnar. Best er að saga 2 til 3 sm þykka sneið neðan af stofni trésins. Þá á að stinga honum strax ofan í vatnsfötu eða baöker. Þar er tréð látið standa í 2 til 24 klst. og drekkur mikið í fyrstu til að bæta sér upp vökvatap frá því það var höggvið. Þegar tréð er komið á jólatrésfót þarf að gæta þess að bæta vatni á kvölds og morgna. Verði tréð vatnslaust missir það fljótlega hæfileikann til drekka. Þá á að gæta þess að tréð standi ekki upp Við miðstöðvaro. Mynd Ámi Bjama Stærsti frystitogari landsins kom til heimahafnar á Skagaströnd í Dýrasta jólagjöfin í ár Stærsti frystitogari landsins, Amar HU, kom til heimahafnar á Skagaströnd í gær og ráðgert er að skipið fari í sína fyrstu veiðiferð að kveldi þriðja í jól- um og inn aftur á gamlársdag. Skipið kostaði um einn milljarð króna hækkanir á næsta ári. Formaður Samtaka fiskvinnslu- stöðva segir að það sem einkum fari illa í fólk sé hækkaður húshitunar- kostnaður og hversu ójafnt hann kemur við fólk eftir landshlutum. Þá sé ólga í fólki vegna hækkunar á bensínverði en síðast en ekki síst hefur almenningur ekki enn sann- færst um að afnám aðstöðugjalds- ins muni skila því einhverri kjara- bót í lækkuðu vöruverði. Samkvæmt áætlun Þjóðhags- stofnunar frá því í haust, var gert ráð fyrir því að halli á rekstri sjávar- útvegsins á næsta ári yrði um 5-6 milljarðar króna. En vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar, en þó sérstak- lega vegna 6% gengislækkunar krónunnar, er viðbúið að hallinn verði helmingi minni en ráð var fyrir gert, eða 2-3 milljarðar króna sem skiptist að nokkru til helminga á vinnslu og veiðar. Arnar Sigmundsson segir aö fisk- vinnslan hafi enga möguleika til að mæta kostnaðarhækkunum á næsta ári, hvorki í hráefnisverði, orkukostnaði eða í vinnulaunum. Hann segir að miðað við óbreytta stöðu fiskvinnslunnar sé það sama upp á teningnum hvað varðar fyrir- hugaða gjaldtöku vegna Þróunar- sjóðs sjávarútvegsins sem verður væntanlega fjármagnaður með gjaldi á fiskiskip og fiskvinnslufyr- irtæki frá og með kvótaárinu 1996- 1997. En gert er ráð fyrir að gjald fiskvinnslunnar til sjóðsins verði um 70 milljónir króna og annað eins frá útgerðinni. „Eins og staðan er um þessar mundir þá getur fiskvinnslan ekki tekið á sig eitt eða neitt. Hins vegar höfum við ekki flautað af sjálfa hug- myndina sem liggur að baki stofn- un sjóðsins og munum fylgjast grannt með þróun þessa máls á næstu vikum“, segir Arnar Sig- mundsson formaður Samtaka fisk- vinnslustöðva. -grh Hinn nýji frystitogari er rúmar 2300 tonn að stærð, 66 metrar á lengdina og 14 á breidd. Arnar HU getur unnið allt að 47 tonn af fryst- um flökum á sólarhring sem er mun meira en stærstu frystihús landsins geta. í áhöfn skipsins verða 24 menn en skipstjóri er Guðjón Sigtryggs- son. Skipið var afhent í Mjellem & Karlsen skipasmíðastöðinni í Berg- en í Noregi sl. föstudag og kostar rétt um einn milljarð króna. Búið er að leggja ísfisktogaranum Amari HU 1 og er hann kominn á söluskrá en fyrir er frystitogarinn Örvar sem var smíðaður á Akureyri og var fyrsti frystitogari Iandsins. Skipverjar á Arnari fara flestir yfir á nýja skipið og þeir sem voru á Arnari yfir á Örv- ar. Eins og kunnugt er þá var öllu starfsfólki frystihússins Hólaness hf. sagt upp störfum og koma þær upp- sagnir til framkvæmda um áramót- in. Því til viðbótar var starfsfólki rækjuvinnslunnar sagt upp þann 12. desember sl. þangað til rækju- vinnsla hefst á ný eftir áramótin. Sveinn S. Ingólfsson framkvæmda- stjóri Skagstrendings hf. segir að ekki sé vitað fyrir víst hvað muni taki við í frystihúsinu eftir áramót en unnið sé að útvegun hráefnis til vinnslu í landi. Hann segir að rekst- ur nýja skipsins muni alfarið ráðast Stjórn Sérfræðingafélags lækna: Varað við til- vísunarkerfi Stjóm Sérfræðingafélags lækna var- ar stjómvöld við að endurvekja tilvís- unarkerfið og telur að það verði dýrara en núverandi kerfi. Þetta kemur fram í frétt frá félaginu. Sagt er að núverandi kerfi sé af mörg- um talið það besta sem völ er á, með góðu aðgengi að læknum. Þessu til viðbótar er bent á að það séu mann- réttindi að fólki sé frjálst að velja sér þann lækni sem það treystir best. Þá kemur fram það álit að tilvísunar- kerfið leiði til tvíverknaðar þ.e. að bæði sé leitað til heimilislæknis og sérfræðings. Þetta er talið leiða til aukins kostnaðar þar sem koma til heimilislæknis sé ekki ódýrari en koma til sérfræðinga. -HÞ af aflabrögðum en hinu sé ekki að leyna að reksturinn geti orðið erfið- ur ef þau glæðast ekki frá því sem verið hefur. -grh Ketkrókur í dag er Þorláksmessa og þá kemur Ketkrókur til byggða. Ketkrókur notar krókinn sinn til að ná sér í hangikjöt upp úr strompunum. Ketkrókur mun koma við á Þjóðminjasafni ís- lands í Reykjavík í dag kl. Bæjarstjórn Kópavogs mótmælir harðlega álögum ríkisstjórnarinnar: Ríkisvaldió að brjóta nýgert samkomulag Bæjarstjóm Kópavogs hefur samþykkt ályktun þar sern harðlcga er mótmælt sfendurteknum álögum sem ríkísvaldið veltír yfir á svcitarfé- lögln í landinu. Bæjarstjómin telur að samkomulag sem gert var í október milli ríkis og sveitarfélaga um að ekkl verði gerðar tneiri hátt- ar breytingar á fjárniálalegum samskiptum aðila nema að höfðu sam- ráði þéirra á miUi, hafi verið grófiega brotið. „Þær aðgerðir sem stjórnvöld það að sveitarfélögunum sé stlað hafa boðað að undanfðrnu munu að taka á sig auldn verkefní án þess hafa mildl áhrif á fjárhag sveitarfé- að tckjustofnar fylgi með.“ Iaganna. í því sambandi nægir að Bæjarstjórnln minnír jafnframt á nefna upptöku vhðisaukaskatts af að ríkissjóður skuldi Kópavogsbæ orku og samgöngum, skerðíngu á á Qórða hundrað milljónir króna Lánasjóði sveitarfélaga, afnáms að- vegna sameiginlegra verkefna. stöðugjalds án sambærilegra bóta „Það er skýlaus krafa Bæjarstjóm- og fyrirsjáanlega skerðingu á Jöfn- ar Kópavogs að þessar skutdir unarsjóði, sem þó snertir Kópavog verðí að fullu gcrðar upp áður en Utið en kemur Ula við minni sveít- fleiri reikningar verða sendir úr arfélögin f landinu. stjómarráðinu tíl Kópavogskaup- Bæjarstjóm Kópavog* átelur staðar,“ segir í ályktuninni. þessi vinnubrögð og sérstaldega -EÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.