Tíminn - 23.12.1992, Síða 3

Tíminn - 23.12.1992, Síða 3
Miðvikudagur 23. desember 1992 Tíminn 3 Kristín Einarsdóttir, formaður Samstöðu um óháð ísland: Efast um að EB sætti sig við bókun við EES Kristín Einarsdóttir, alþingismaður og formaður Samstöðu um óháð ís- land, segir að óvissan um afdrif EES hafi aukist frá því sem áður var við fundi ráðherraráðs EB í fyrradag. Hún sagðist hafa efasemdir um að EB, ekki síst Spánverjar, sætti sig við að breytingar á EES- samningnum verði afgreiddar með bókun eins og talað hefur verið um að gera. Eftir að ráðherraráð EB ákvað að gefa framkvæmdastjóm EB ekki um- boð til að ganga til samninga við EFTA- ríkin um breytingar á EES- samningnum er líklegast að ekki verði boðað til formlegrar ráðstefnu ráðherra EB og EFTA um málið í janúar. Aðalsamningamenn og emb- ættismenn samningsaðila munu vinna að bókun í janúar sem lögð verður fyrir ráðherraráð EB í febrúar. Ef fundurinn lýsir sig samþykkan bókuninni, verður boðað til ráðherra- fundar EB og EFTA í febrúar þar sem formlega verður gengið frá málinu. Kristín sagði að EFTA væri ekki í sterkri stöðu til að sækja um að fram- lag Sviss í þróunarsjóðinn falli niður nú þegar fýrir liggur að Sviss verður ekki aðili að EES. í samningum EFTA-ríkja við EB sé aðeins getið um eina tölu sem sé framlag EFTA-ríkj- anna í þróunarsjóðinn. Það sé síðan samkomulagsatriði milli EFTA- ríkj- anna hvemig þau skipta þessari upp- hæð á milli sín. Kristín sagði að ef EFTA fari fram á að þessari tölu verði breytt geti það leitt til þess að kröfur komi fram um að samið verði upp á nýtt um fleiri þætti samningsins. Hún sagði að ef viðræðumar um breytingar á EES dragist mjög á lang- inn og ef þær fjalli um marga þætti samningsins, þá aukist líkur á að EB fari að leggja meiri þunga í viðræð- urnar um beina aðild EFTA- ríkjanna að EB, þ.e.a.s. þeirra sem sótt hafa um aðild. Ekki sé hægt að útiloka þann möguleika að EES- samningur- inn verði hreinlega lagður til hliðar. Það væri erfitt að meta stöðu málsins. Staðan myndi tæplega skýrast fyrr en í febrúar þegar ráðherraráð EB kem- ur saman. Snemma á næsta ári hefjast viðræð- ur milli Svíþjóðar, Finnlands og Aust- urríkis annars vegar og EB hins veg- ar, um aðild þessara ríkja að EB. „Þessar viðræður gætu truflað við- ræðumar um breytingar á EES- samningnum. Það er augljóst að þær ríkisstjómir sem em komnar í aðild- arviðræður munu verða fljótar að gefa allt eftir í viðræðunum um EES. Þetta þýðir að staða okkar versnar enn og hefur hún verið nægilega slæm fyrir“, sagði Kristín. -EÓ Yerðlaun veitt úr Minningarsjóði Þorvaldar Finnbogasonar Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir afhenti nýlega verðlaun úr Minningarsjóði Þorvaldar Finn- bogasonar. Verðlaunahafinn að þessu sinni er Agni Ásgeirsson, námsmaður á 4. ári í Verkfræðideild Háskóla íslands. Viðstaddir verð- launaafhendinguna vom m.a. Þor- steinn Helgason, forseti Verkfræði- deildar, og Sveinbjörn Bjömsson há- skólarektor. Hjónin Sigríður Eiríksdóttir og Finnbogi Rútur Þorvaldsson, verk- fræðingur og prófessor, stofnuðu sjóðinn til minningar um son sinn Þorvald, sem fórst ungur af slysför- um. Árlega er nemanda úr Verk- fræðideild Háskóla íslands veitt við- urkenning úr sjóðnum fyrir frábær- an námsárangur. (Tímamynd Árn! Bjama) Jóla- kross- gáta Til öryggis þykir rétt að undir- strika að aðeins ein peninga- verðlaun verða veitt í Jóla- krossgátu Tímans sem kom í Jólablaðinu í gær. Orðalag með gátunni virðist hafa verið nokkuð óskýrt og valdið mis- skilningi. Verkfræðingar og iðnaðarmenn: Hafa áhyggjur af framtíð menntunar „Stjóm Verkfræðingafélags íslands lýsir áhyggjum sínum vegna samdráttar í fjárveitingum til Verkfræðingadeildar Háskólans og Iðnskólans í Reykjavík." Þetta kemur fram í ályktun frá félag- inu. Þar segir og að án vel menntaðra verkfræðinga og iðnaðarmanna sé verklegum framkvæmdum framtíðar- innar teflt í tvísýnu. Sagt er að stefna eigi að því að hlúa svo að Verkfræðideild Háskólans að hún verði í fremstu röð verkfræðihá- skóla. Óttast stjómin um þetta mark- mið þegar fjárveitingar eru skertar. Þá segir að þar sem þrengt hafi verið að Iðnskólanum í Reykjavík hafi endur- nýjun tækjakosts verið lítil. Bent er á að með þátttöku í EES sé enn meiri ástæða en áður til að menntun íslendinga sé jafhgild menntun annarra þjóða. -HÞ MERKISMENN HF

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.