Tíminn - 23.12.1992, Page 4
4 Tíminn
Miðvikudagur 23. desember 1992
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Timinn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aðstoðamtstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjóran Birgir Guömundsson
Stefán Ásgrimsson
Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason
Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Sími: 686300.
Auglýsingasími: 680001. Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaðaráskrift kr. 1200,- , verð i lausasölu kr. 110,-
Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
r
Ovissan vex um EES
Sú afstaða Spánverja að ekki nægi að gera tæknilegar
breytingar á EES-samningnum í kjölfar þess að Sviss
hefur hafnað honum, setur samninginn allan í mikla
óvissu. Jafnvel þótt aðrar þjóðir EB hafi ekki fylgt
Spánverjum eftir í þessari afstöðu, flækir þetta fram-
hald málsins og getur jafnvel sett þennan samninga-
feril allan í annan farveg.
Þó að þær breytingar, sem gerðar verða á samningn-
um, verði aðeins tæknilegar, þá tekur hann gildi í
fyrsta lagi 1. júlí 1993. Staðan er sú að allar EFTA-
þjóðir nema ísland hafa óskað eftir viðræðum um að-
ild að EB, og ráðamenn Svía og Finna leggja mikla
áherslu á að af þessari aðild geti orðið sem fyrst og
vilja heíja viðræður um það mál í mikilli alvöru. Nokk-
uð meiri óvissa er um afstöðu Norðmanna í þessum
efnum.
Þannig háttar nú til að Danir fara með formennsku í
ráðherraráði EB næstu 6 mánuði. Það er ljóst að þeim
er mikið í mun að samningar um aðild annarra Norð-
urlandaþjóða gangi eins greiðlega og fljótt fyrir sig og
unnt er.
Sú spurning er nú ofarlega á baugi á Norðurlöndum
— kemur m.a. fram í fréttaskeytum um afstöðu Spán-
verja — hvort það svari kostnaði að halda EES-samn-
ingnum til streitu og koma á fót öllum þeim stofnun-
um sem fylgjast eiga með framkvæmd hans. Svo getur
farið að Norðurlandaþjóðirnar verði orðnar aðilar að
EB árið 1995, þannig að Evrópska efnahagssvæðið
verði aðeins við lýði í eitt til eitt og hálft ár.
Danskir ráðamenn hafa ætíð talað mjög sterklega fyr-
ir aðild sem flestra Norðurlandaþjóðanna að EB þar
sem þeir hafa komið því við, m.a. í Norðurlandaráði.
Þess vegna munu þeir ekki láta það tækifæri, sem þeir
fá nú til þess að leiða viðræður um aðild nýrra þjóða
að bandalaginu, ónotað. Áhugi þeirra helgast af því að
þeir vilja fá fleiri þjóðir inn í bandalagið á svipuðu stigi
í atvinnu- og menningarmálum og með viðlíka sjónar-
mið og þeir sjálfir.
Það er vandasamt fyrir ísland að bregðast við þessum
aðstæðum, og tvímælalaust er rétt að rjúka ekki til og
staðfesta EES-samninginn á þessari stundu. Hver sem
sjónarmiðin eru til þessa samnings, geta þó allir verið
sammála um að óvissan vex með hverjum degi um
hvernig hann mun líta út eða hvort hann tekur nokk-
urn tíma gildi.
Það skiptir miklu máli fýrir íslendinga nú, hvort rík-
isstjómin er tilbúin til þess að óska eftir formlegum
viðræðum um framtíðarstöðu íslendinga í ljósi síð-
ustu atburða. Því verður ekki trúað að nú verði tekinn
upp áróður fyrir umsókn um aðild að EB, þvert ofan í
yfirlýsingar ráðherra, þar á meðal forsætisráðherra,
um að aðild sé ekki á dagskrá. Til þess að eyða allri tor-
tryggni þar um ættu íslenskir ráðamenn á þessari
stundu að biðja um formlegar viðræður um stöðu ís-
lendinga sem þjóðar sem ætlar sér ekki að ganga í EB.
Hver breytingin rekur aðra í þessu máli, og raunveru-
legu samfloti með öðrum EFTA-þjóðum er lokið, þótt
ennþá sé það formlega fyrir hendi.
Rétt er fyrir Alþingi að marka stefnu í þessu máli á
grundvelli þingsályktunartillögu Steingríms Her-
mannssonar og Halldórs Ásgrímssonar um tvíhliða
viðræður við EB. Það væri farsælt skref eins og málin
standa nú.
Margir þeinra, sem geflð hafa sig út
fyrir aft vera það sem oft er kailað
„hugsandi fólk“, hafa talað um að
Ínnihald jóianna og boðskapur
þeirra hafi drukknað í þeirri skefja-
lausu dýrkun veraldlegra gaeða sem
einkennir jólahald nútímans. Sum-
ir I þessum hópi taia um að jólln
slu ekld Jengur „hátíð bamanna",
hcldur séu þau orðin að .Jiátíð
kaupmanna“.
Garri getur tekið imdir þetta, en
rétt er að benda á að jólin eru ekki
síst hátíð bamanna vegna þess að
þau eru hátíð kaupmanna. Jólin eru
hátíð kaupmanna vegna þess að
fólk kaupir svo mikið og flest af því,
sem fólk er að kaupa, er keypt í
nafni bamanna, annað hvort bein-
línis handa börnum eöa þá tíl að
gleðja börnin o.s.frv.
Kirlgan vill að
mennskan teldð á sig nýtt form fyr-
ir jólin og má með nokkrum sanni
segja að sú breyting tengist því göf-
uga hlutverki kaupmanna að gleðja
börnin fyrir jólin. Jólaverslunin
snýst nefhilega ekki lengur ein-
göngu um að hafa einhvem vaming
á boðstólum fyrir væntanlega við-
skiptavlni. Jólaverslunin hefur þró-
verki í verslunum. DV greindi t.d.
frá því i gær að jólasveinar séu nú
með um 200 þúsund á mánuði og
ekkert atvinnuleysi fyrirfinnist í
þeirra röðum þessa dagana.
Þegar alit þetta er í boði fyrir þá,
sem vifja komast í jólaskap, hveij-
um dettnr þá í hug að vera heima?
Svo ekfci sé talað um hamafóllrið,
scm er beinlínis að svíkjast um að
gleðja bömin sín með því að taka
ekki þátt t skemmtuninni að versla.
Gildir þá einu hvort eitthvað vantar
eða ekld, börnin vita að í dag telst
vera fjölskyiduskemmtun
fara að versla.
ma
um
að
Það er líka á þessum forsendum,
þ.e. að fólk'sé að gera sér dagamun
eldri síst til að gleðja bömin, sem
þjóðkirkjan íslenska hefur engar at-
hugasemdlr gert víð kaupæöið og
neysluna um jólin. Þannig hafa
geistlegir ldrkjunnar þjónar yfirleitt
svarað því til að ekki sé hægt aö am-
ast við því þó fólk reyni að haida jól-
in hátíðleg, svo framariega sem það
sé gert innan þeirra fjárhagsmarka
sem heimilin Táða við. Callinn er
auövitað sá að hvorki fdrkjan né
aörir gera minnstu tllraun til að
skilgreina hvar þessi efnahagslegu
mörk liggja. Þess vegna veUsjast
flestir í vafa um hvað sé eðlilegt að
eyða miklu fé í jólahaldið og margir
hafa meira að segja nokkrar áhyggj-
ur af niðurstöðutölum rekstrar-
reiknmgs heimilisins eftir jólin.
Ordið Qölskyldu-
skemmtun að versla
Á undanfórnum árum hefur kaup-
ast yfirí að vera miklu fióknara fyr-
irhæri, Athöfnin að versla er orðin
að sldpuiagðri skemmtun. Stór-
markaðir, verslunarmiðstöövar og
heílu verslunargötumar hafa komið
því þannig fyrir að nú þurfa íslensk-
ar fjölskyldur ekki að hafa fyrir þvf
að skemmta sér sjálfar og koma sér
í jófaskap heima við. Mikiu etnfald-
ara er að fara hara að versla t ein-
hverjum stórmarkaði eða verslun-
armiðstöð og iáta sérþjálfað lið
koma sér í jólaskap og skemmta
sér. í stórmörkuðum er Iflsa farið í
leild; Garri var t.d. í verslun á dög-
unum og þá fengu allir, sem voru
með axlahönd, sérstökverðlaun.
Þegar fólk fer að versla, sér það
afls kyns uppákomur fræga fólksins
og þar eru höfundar að árita bækur
sínar og hljómlistarmenn að flytja
tónlist til að kynna plötur sínar, Og
svo er allt fullt af jólasveinum sem
gefa bömunum smádót og sælgæti.
Jdlasveinamir em margir hvetjir
bráðskemmtíleghr, enda fagmenn að
eftir lokun búða
Þess vegna er það misskilningur
hjá þeim, sem telja sig „hugsandi
fólk“, að halda að hátíð kaupmanna
og hátíð bamanna fari ekki saman.
Þvert á móti hafa kaupmenn lagt
sig fram um að umskapa Verslunar-
hættí tíl að gleðja jafnt böra sem
foreldra, þó óhjákvæmllega fyigi þvf
líka eitihvað meiri sala á varningi.
Jólin em því auðvitað bæði hátíð
baraanna og kaupmanna. Það má
líka hafa í huga að versianir loka
velfiestar um hádegi á aðfangadag,
og þá gefst mönnum tími til að fara
að hugsa um fæðingu frelsarans.
Foreldrum ætti að gefast eitthvert
ráðrúm tii þess, eftir að búðir loka,
að segja böraunum sfnum frá
Maríu, Jósef, Jesúbarainu og jöt-
unni. En engum ættí að koma á
óvart, þó viðbrögð barnanna væru f
Ifldngu við það sem Garri heyrði
sex ára pilt segja við móður sína,
sem upphafið hafði fræðslu um
Jesú á aðfangadagskvöld fyrir réti
tæpu ári. Snáðinn sagðh „Ég veit
hvar Jesúbamið er, mamma. Það er
í glugga í Kringlunni.“
Garri
Á grænum grundum ríkisforsjár
Hrun lýðræðisins
Loks tókst að nauðga fjárlögunum
gegnum Alþingi með bullandi halla-
rekstri, þrátt fyrir að nýtt íslandsmet
í skattaálögum er slegið. Og mikið er
samt sparað.
Spamaðurinn felst í því að draga úr
aðstoð við sjúka og aðra þá sem
fremur eiga undir högg að sækja en
sérhagsmunalýður og hefðbundnar
eyðsluklær hafa allt sitt á þurru og
þurfa hvergi að gefa eftir af forrétt-
indum sínum eða framlögum frá op-
inberum sjóðum.
Allar heilögu kýrnar, sem ríkið elur
og fóðrar af takmarkalausri gjaf-
mildi, munu áfram úða í sig á græn-
um högum og þurfa
hvorki að bíða betri tíð-
ar né blóma í haga, því
þær búa við eilíft sumar
og velsæld sem hrjóstr-
in og vetrarnæðingur-
inn ná aldrei til.
Arðgefandi fyrirtæki
eru fríuð af sköttum
vegna þess að illa rekin
hallærisfyrirtæki, sem
eigendur og aðrir fara
ránshendi um, skila
ekki ágóða og hóta at-
vinnuleysi.
Eigendur fjármagns,
lands, hlunninda og yf-
irleitt allra auðlinda sem logið er að
þjóðinni að hún eigi, greiða ekki
skatta og hafa litlum sem engum
skyldum að gegna gagnvart fólkinu
sem í landinu býr.
Forréttíndi og aðall
Til að vega upp á móti fríðindum
forréttindaaðalsins og koma í veg
fyrir að tekin verði upp fleiri skatt-
þrep, er seilst enn dýpra í vasa þeirra
sem minnstar hafa launatekjurnar
og eru skattleysismörkin farin að ná
saman við hungurmörkin.
Það verður að segjast eins og er, að
það er helvíti hart að launþegasam-
tökin eru notuð til leggja blessun
sína yfir að skattþrepum er ekki
fjölgað, vegna þess að þar er líka að-
all sem nýtur ranglætisins og býr við
skattfríðindi, sem öðrum launþeg-
um eru meinuð.
Það er segin saga að þeir, sem hafa
miklar tekjur og eiga miklar eignir,
eru skattfrjálsir. Erfðaskattar eru
1
óvera og verður að leita aftur til léns-
skipulagsins til aö finna hliðstæður
við þá gífurlegu vernd sem eignafólk
á íslandi nýtur samkvæmt lögum.
Happdrættisvinningar og verð-
launafé er skattfrjálst og sé hægt að
klessa áhrínsorðunum menning eða
íþróttir á hvaða ómerkilegheit sem
vera skal, jafnvel vísvitandi skattsvik,
er allt það tekið á stundinni í heil-
agra kúa tölu, fríað af gjöldum og
sett á grænar grundir ríkisforsjár-
innar.
Það, sem eigingjarnt eignafólkið og
augnakarlar þess og vemdarar á Al-
þingi og utan skilur aldrei, er að þeg-
ar búið verður að kljúfa þjóðina end-
anlega í tvær fylkingar, þá verður lít-
ill friður til að njóta þeirrar hagsæld-
ar sem auður og aðstaða
forréttindanna skapar.
í Bandaríkjunum er sú kenning að
ná athygli manna, að mesta hættan,
sem steðjar að því þjóðfélagi, sé sí-
aukin misskipting auðsins. Skamm-
sýnir stjómmálamenn og auðstéttin
eru að ganga milli bols og höfuðs á
millistéttinni. Þjóðin er
að skiptast í ríka og fá-
tæka. Fjárhagslega sjálf-
stæð millistétt er að
hverfa. Með henni hverf-
ur sú þjóðfélagsgerð,
sem norðurálfumenn
kalla með nokkru stolti
vestrænt lýðræði.
Það byggist nefhilega á
bjargálna einstaklingum
og sæmilega hagsælu
fjölskyldulífi.
Skattfríðindi yfirstéttar,
sem alltaf eignast meira
og meira af landsins
gæðum og lepur
rjómann ofan af öllu því sem þjóðfé-
lagið hefur upp á að bjóða, og skatta-
áþján þeirra launamanna, sem lægri
hafa launin, leiðir til misréttis sem
þegar er orðið samfélaginu hættu-
legt og á eftir að leika það miklu verr
en flesta grunar, ef löggjafinn og for-
réttindastéttimar sjá ekki að sér og
átta sig á að ekki verður lifað á ís-
landi, ef þjóðin verður klofin í stríð-
andi fýlkingar.
En öll teikn eru á lofti um að svo
verði. OÓ