Tíminn - 23.12.1992, Qupperneq 16

Tíminn - 23.12.1992, Qupperneq 16
AUGLYSINGASIMAR # i« • I • I • & 686300 Áskriftarsími Tímans er 686300 Sjómannafélagið Jötunn i Eyjum segir upp kjara- samningi og samþykkir heimild tii verkfalls: Fordæmir fiskveiði- samninginn Á félagsfundi Sjómannafélagsins Jötuns í Vest mannaeyjum, var samjjykkt að segja upp gildandi kjarasamningi þannig aö samn- Ingar verði lausír þann 1. febrúar n.k. Jafnframt samþykkti fundur- inn verkfallsheimild til handa stjóm og trúnaðannannaráði. í ályktun fundaríns er harðlega mótmælt árásum ríkisstjómar 6 kjör sjómanna og annarra launa- manna með hækkunum beinna sem óbeinna skatta. Jafnframt krefst fundurinn þess að öUum samningum viö útlend- inga um veiðiheimiidir í íslenskri fískveiðilögsögu verði sagt upp. Þá fordæmir fundurinn samning þann sem gerður var við Evrópu- bandalagið í nóvember sl. um vciðiheimildir EB- ríkja í íslcnskri fiskveiðilögsögu. Að mati fundar- ins er þaö með öllu óskiljardegt að íslendingar sknli gera slíka samn- inga á sama tíma og veríð sé að stórskerða veiðiheimQdir íslend- inga í eigin fiskveiöiiögsögu. -grh NÝTT OG FERSKT DAGLEGA reiðholtsbakarí VÖLVUFELL113 - SÍMI73655 Bílasala Kópavogs Smiöjuvegi 1, 200 Kópavogi SÍMI 642190 Vantar nýlega bíla. Mjög mikil eftirspurn. VERIÐ VELKOMIN Iíminn MIÐVIKUDAGUR 23. DES. 1992 FFSI skorar á ríkisstjórnina að draga aðgerðir sínar til baka ella séu þær ávísun á víðtækar kjaradeilur: Forseti FFSÍ mótmæl- ir eigin ákvöröunum Sameiginlegur fundur, stjórnar og formanna aðildarfélaga Far- manna- og fiskimannasambands íslands, lýsir vanþóknun sinni á aðgerðum ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum sem fela í sér stór- skert kjör launafólks í landinu og kaílar á víðtækar kjaradeiiur með ófyrirsjáanlegum afleiðingum á næsta ári. Fundurinn skorar á ríkisstjórnina að draga þessar aðgerðir til baka og taka upp almennt samráð við öll landssamtök launafólks um raun- hæfar aðgerðir sem stuðla að auk- inni atvinnu sem jafnframt tryggir afkomu heimilanna. Þessi ályktun fundar FFSÍ er at- hyglisverð m.a. fyrir þær sakir að forseti FFSÍ, Guðjón A. Kristjáns- son, situr á þingi sem varamaður Matthíasar Bjarnasonar og hefur, að því best er vitað, greitt atkvæði með öllum tillögum ríkisstjómarinnar sem fundur FFSÍ vill að dregnar verði til baka. Jafnframt ítrekaði fundurinn fyrri samþykktir samtakanna að allur fiskur sem seldur er innanlands verði boðinn upp á fiskmörkuðum, eða tengdur raunhæfu gangverði fiskmarkaða. Þá fagnar Farmanna- og fiskimannasambandið að um næstu áramót taka gildi lög sem kveða á um að fiskverð verði al- mennt frjálst. Hins vegar Iýsa sam- tökin yfir áhyggjum sínum yfir að fyrirtæki í sjávarútvegi, sem stunda bæði útgerð og vinnslu, komi til með að ákveða fiskverð einhliða. Þannig sé sjómönnum stórlega mis- munað í tekjum, sem ákvarðast ann- ars vegar af geðþótta fiskverkenda við beina sölu á fiski til íiskvinnslu- stöðva og hins vegar af verði sem myndast í frjálsri samkeppni á fisk- mörkuðum. -grh Blómleg hljómplötusala í ár. Steinar hf.: 100 ÞÚSUND EINTÖK SELD Útgáfufynrtækið Steinar hf. náði þeim áfanga fyrír skömmu að selja 100 þúsundasta eintakið af íslenskri útgáfu sinni og er þetta annað árið í röð sem fyrirtækið nær þessum árangrí. Þessi árangur fyrirtæksins er at- hyglisverður m.a. fyrir það að í ár eru nýjar útgáfur þess aðeins níu en voru helmingi fleiri á sama tíma í fyrra. Að mati fyrirtækisins er markaðs- hlutdeild þess um tveir þriðju af heildarsölunni sem áætluð er að muni nema alls 150 þúsund eintök- um, en fyrirtækið stefnir að selja 110 þúsund hljómplötur áður en ár- ið er allt. -grh Kuldaskil með tilheyrandi hvassviðri og rígningu gengu yfir landið í gærmorgun. Víða mynduðust hálfgerð stöðuvötn á götum borgarinnar við stífluð niðurföll, eins og sjá má á myndinni. Mjög hvasst var á Hellisheiöi og mikil hálka. Tveir stórir bílar runnu þar út af, annar í Þrengslum en hinn í Hvera- dalabrekku. Að sögn lögreglunnar á Selfossi var vindasamast í svokallaðri Draugahlíð sem er á móts við Litlu kaffistofuna. Þar var bifreið með aðra í togi á ferð og slitnaði sú frá og rann niður brekkuna en mun ekki hafa skemmst. Að sögn veðurfræðings komst vindur þar upp í allt að 12 vindstig í verstu hviðunum. Innanlandsflug lá víðast niðri fram yfir hádegi í gær. ...ERLENDAR FRÉTTIR... MOSKVA Ráöherrar hætta Utanrikisviðskiptaráöherra Rússlands, Pyotr Aven, sagði af sér í gær og fréttir Interfax fréttastofunnar hermdu að að- stoöarforsætisráðherramir Alexander Shokhin og Georgy Khizha ætluðu ekki aö þjóna i rikisstjóm undir forsæti hins afturhaldssama nýja forsætisráöherra Viktors Tsémomyrdin. MOSKVA Leiötogafundi frestað Fundi leiötoga Samveldis sjálfstæöra rikja veröur frestaö vegna veikinda for- seta Rússlands og Kazahkhstan, til- kynnti rússneskur talsmaöur á blaöa- mannafundi i gær. MARJ AZ-ZOHOUR, Libanon Skothríð og kuidi hrekja Palestínumenn í tjaldbúð- ir Iskuldi og sprengiregn neyddu 400 PaF estínumenn sem Israelar hafa visaö úr landi, til aö leita aftur skjóls i tjaldbúöum i einskismannslandi Suöur-Líbanon. IAMMAN Hamas krefst alþjóðlegr- ar verndar Islamska andspymuhreyfingin Hamas kraföist þess I gær aö Palestinumenrv imir sem fá ekki aö fara leiöar sinnar I Suður-Líbanon, fái alþjóölega vemd. Hamas sakar íslömsk ríki og riki Araba um aö sýna veik viöbrögö viö brott- rekstri mannanna frá Israel. BELGRAD Milosevics virðist sigur- vegari Harölinumanninum Slobodan Miiosevic Serbiuforseta virtist i gær sigurinn vis i kosningum sem ráöa úrslitum um ,striö eöa friö' en hófsami áskorandinn Milan Panic sakaöi hann um kosningasvik og heimtaöi aö nýjar kosningar færu fram. SPLIT, í Króatiu Major heilsar upp á her- menn Breski forsætisráöherrann John Major om I gær i óvænta jólaheimsókn til nokkuma af 2.400 breskum hermönnum sem verja neyöarhjálparflutninga Sam- einuöu þjóöanna í Bosniu. MOGADISHU Jólasókn Um 1.000 bandariskir landgönguliöar og franskir hennenn stefndu i gær til af- skekktari byggöa Sómaliu I mikilli jóla- sókn sem á aö færa .Vonarendurreisn' til Bardere og þriggja annana hungur- bæja þar sem allt er I ringulreiö. BRUSSEL Útdeila embættum öllum til hæfis Hin nýja framkvæmdastjóm EB kom sér í gær saman um flókna útdeilingu emb- ætta sem ætlað er aö gera til hæfis fjöl- mörgum pólitiskum þungaviktaraöilum sem ganga til liös viö framkvæmdageira EB frá og með 1. janúar. FARO, Portúgal Eftirlifendur snúa heim Þeir sem liföu af slysiö, þegar hollensk flugvél brotlenti i Suöur- Portúgal, sneru heimleiöis i gær meöan rannsóknar- menn halda áfram aö bera kennsl á brunnar likamsleifar þeina 54 jólaleyfis- fara sem létu lifiö. NÝJA DELHI Vilja kosningar fljótt Hindúiski þjóöemisflokkurinn, Bharatiya Janata, ætlar aö reka Indland sem er hrjáö erflöleikum til kosninga hiö fyrsta, aö því er forystumenn flokksins sögðu i gær. JÓHANNESARBORG Reiöir suóuríafrískir bændur Reiöir suöur-afriskir bændur geröu hróp að ráöhenum ríkisstjómarinnar og pú- uöu á þá á neyöarfundi vegna árása á hvita i fririkinu Orange. DENNI DÆMALAUSI mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmammmmmmmmmmmmamm^ammamm ip-NAS/D.sn BUUS „Hérna geymi ég safnið aföllu því sem ég finn und- ir steinum. “

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.