Tíminn - 29.12.1992, Síða 4
4 Tíminn
Þriðjudagur 29. desember 1992
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNPIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Tlminn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrímsson
Auglýsingastjóri: Steingrimur Glslason
Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Sími: 686300.
Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjórn, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaðaráskrift kr. 1200,- , verð I lausasölu kr. 110,-
Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Jákvæð teikn
í desemberhefti fréttabréfs Félags íslenskra iðnrek-
enda kemur fram að störfum hefur fækkað í almenn-
um iðnaði um 5.5% milli ára. Þetta eru uggvænleg
tíðindi, því ef þessari prósentutölu er breytt í störf þá
er hér um atvinnu 1200 manna að ræða. Þetta segir
sína sögu um þá varnarbaráttu sem atvinnuvegir
landsmanna heyja um þessar mundir.
í þessari slæmu frétt leynist þó von. Hún felst í því
að þrátt fyrir almennan samdrátt í iðnaði hafa um-
svif neysluvöruiðnaðar hérlendis vaxið á síðustu
mánuðum ársins. Hér er einkum um að ræða mat-
vælaiðnað og efnavöruiðnað, þótt umskiptin séu
ekki eins greinileg í hinum síðarnefnda.
í fréttabréfinu er sú skoðun látin í ljós að Hér sé um
að ræða greinileg áhrif frá auglýsingaherferð sam-
taka iðnaðarins og launþegahreyfinganna í landinu
að kaupa innlenda vöru fremur en erlenda.
Þessi umskipti sýna það að hver og einn getur lagt
lóð sitt á vogarskálina til þess að halda uppi atvinnu-
starfsemi og veltu í landinu. Hvert starf í iðnaði hef-
ur áhrif í öðrum greinum. Sívakandi hugsun og
gagnger hugarfarsbreyting er nauðsynleg í þessum
efnum. Það er alveg ljóst að nú um sinn hefur al-
menningur verið of tómlátur við að standa vörð um
íslenska framleiðslu með kaupum á henni.
Það getur skipt mjög miklu máli fyrir atvinnu
fjölda manna hvort sú þróun sem sér merki um í
iðnaðinum á síðustu mánuðum ársins, verður var-
anleg. Það er auðvelt að halda henni við, en spurn-
ingin er hvort landsmönnum endist úthald til þess
án stöðugra auglýsingaherferða. Hvað þurfa þær
herferðir að vera öflugar til þess að hafa varanleg
áhrif? Hvað þarf að kreppa mikið að til þess að varan-
leg hugarfarsbreyting verði, og fólk hafi það framar
öðru í huga að hlúa að innlendri framleiðslu á þann
einfalda hátt að kaupa hana.
Þetta eru brennandi spumingar sem skipta miklu
máli, en þeim verður ekki svarað á þessari stundu.
Það skiptir hins vegar afar miklu máli að þjóðin
standi saman um sína framleiðslu ekki aðeins þegar
sverfur að og auglýsingaherferðir fara fram, heldur
alltaf. Innlend framleiðsla er í flestum greinum sam-
keppnisfær um verð og gæði, og stundum rúmlega
það.
Samdrátturinn í trjávöruiðnaði er ískyggilegur eins
og kemur fram í áðurnefndu fréttabréfi. Þessi iðn-
grein sem var tiltölulega öflug og veitti fjölmörgum
atvinnu heldur áfram að dragast saman. Þeir sem
þurfa að kaupa þessar vörur verða að gæta sérstak-
lega að því hvort innlend framleiðsla geti ekki allt
eins fullnægt þörfum þeirra eins og erlend og hvort
viðskipti við innlenda aðila borga sig ekki þegar allt
er talið.
Það er afar þýðingarmikið fýrir atvinnulíf lands-
manna að almennur iðnaður geti þrifist. Vonandi
verður niðurfelling aðstöðugjalds til þess að iðnfyr-
irtæki geti fremur sótt fram en ella. Til þess að svo
megi verða, verður sá litli heimamarkaður sem hér
er fyrir hendi að nýtast mjög vel. í því efni er það
hugarfarið sem skiptir mestu máli.
Héraösfréttablööin hafa aö und-
anfömu komið út í jólabúningi og
í morg þeirra hefur augijóslega
verið miláð lagt I Tímanum birt-
ast reglulega glefsur úr þessum
blöðum sem eru til vitnis um að
stjómendur blaðsins eru á þeirri
skoðun að héraðsfréttablöð séu
mikil menningarblöð og margt í
þeim eigi erindi út fyrir það hérað
þar sem þau eru gefin út Garri er
sammála stjómendum Tímans
um gildi þessara hlaða en hefði
gjaman viljað að Tíminn ein-
skorðaði sig ekki við aó birta frétt-
ir úr þessum blööum heldur léti
fljóta meö eitthvað af pólitískum
skrifum blaðanna sem oft eru
stórkostleg,
engu að síður sínar meiningar,
Það fer ekki hjá því að ríkisstjóm-
in og þó sérstaklega Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra,
fái nokkuð beitta jólakveðju í jóla-
útgáfu Vestfirska. Vestfirska
fréttablaðið prentar sögu um Jón
Baldvin, sem blaðamaðurinn (og
kratinn?) Gísli Hjartarson, segir
að margir ísfirðingar þefcki enda
hafi húo gengið manna á meðal í
Svo bar við.........
Sagan er svona:
„Hinn 21. dag febrúarmánaðar, á
því herrans ári 1939, þegar Her-
mann Jónasson ríkti á íslandi og
Gnðmundur Hagalín á ísafirði,
fæddist mikiU leiðtogi í Alþýðnhús-
inu á ísafirði. Var hann vafinn reif-
um og Jagður í vöggu.
í þeirrí byggð var Hagalín ab lesa
upp úr verkum sínum fyrir flofcks-
menn. Og engill Flokksins stóð hjá
þeim og dýrð Flokksins ijómaði t
kringum þá. Þeir urðu mjög hraedd-
ir en engillinn sagði við þá: „Yður er
í dag leiðtogi fæddur, sem er Jón
Baldvin, íbyggð Hagalíns. Og hafið
þetta tll marks: Þér munið finna
Og
Ofriðarhöfðingi fæðist
dag febr
Hermann Jónassoj
firði, fæddist niij
vafinn reifum og
í þeirri býggð ý
flokksmenn. Og erij
ljómaði í kringum
við þá: „Yðtir er í
byggð Hagalí
barn reit'y
Sólveiggj
sáu það,
þetta
þeim
Peá
í herrans ári 1939, þegar
"uðmundur Hagalín á Isa-
úsinu á l.safirði. Var hann
úr verkum sínum fyrir
ija þeim og dýrð Flokksins
Ihræddir en engillinn sagði
er Jón Baldvin, í
finna ung-
og fundU
gar þeir
þm barn
SÖgðll
mörgum gerðum, en þetta sé í
fyrsta slnn sem sagan er prentuð.
Garrl getur ektó stillt sig um að
HHH birfa þessa sögu sem birtíst undir
Eitt þessara blaða erVestfirska yfirstórftinni „Nýjar vestfirskar ungbamreifaðog lagtívöggu. „
fréttablaðið, en þó blaðið sé óháð þjóðsögur - ÓFRIÐARHÖFÐ- þeir foru með skyndi og fundu Sól-
stjórnmálaflokkum hefur það INGI FÆÐIST“. veigu og Hannibal og ungbamið
sem lá í vöggu. Þegar þeir sá það,
skýrðu þeir frá því, er þeim hafði
verið sagt um bam þefia. Og állir,
sem heyrðu, undruðust það, er
flokksmenn sögðu þeim.
Þcgar baraið var fætt komu þrír
vitleysingar utan af Austurveginum
og fylgdu sljörau leiðtogans er þeh
sáu renna upp og voru koranir til að
veita honum lotningu. Stjaman fór
fyrir þeim, uns hana bar yfir Al-
þýðuhúsið, þar sem baraíð var. Þeir
gengu inn í húsið og sáu baraxð og
móður þess, féllu fram og veittu því
iotningu. Síðan luku þeir upp hirsl-
um sínum og færðu því gjafir, bull,
ergeisi og firru.
Áður en árið 1939 var úti var
skollin á heimssfytjöld og hefur
jafnan verið ófriðvænlegt í veröld-
innl síðan.“
Þanníg hljóðaði jólasagan hjá Vest-
firska fréttablaðinu sem er orðin að
mitóh’ægum hluta af safninu „vest-
firskar þjóðsögur".
Garri
Ríkisrekinn kolkrabbi
Rétt fyrir jólin felldi Alþingi með
jöfnum atkvæðum tillögu um að
ríkið greiddi fyrir örfá eintök af
dagblöðum sem send yrðu í nokkr-
ar ríkisreknar stofnanir. Það er
mjög eðlilegt að slík tillaga sé felld.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins
voru t.d. allir á móti, en stofnan-
irnar borga hvort sem er fyrir
Morgunblaðið og ættu upplýsingar
úr því að duga.
Þá er þess að gæta að Ólafur G.
menntamálaráðherra er æðsti yfir-
maður langöflugustu auglýsingar-
dreifingar landsins og eins og
sæmir í þjóðfélagi miðstýringar og
einokunar, er auglýsingadreifingin
ríkisrekin og heyrir undir mennta-
málaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið kemur einn-
ig við sögu með því að leggja bless-
un guðs og sína yfir að Ríkisút-
varpinu sé leyfð sérstök skatt-
heimta sem löggjafarsamkundan
helgar með því að ríkisstofnunin
fær að leggja sérstakan nefskatt á
alla landsmenn.
Fjármálastjóri Ríkisútvarpsins
þarf engar áhyggjur aö hafa af inn-
heimtu skattsins, fremur en opin-
berar gjaldheimtur, því lögfræðif-
irma sem er í sérstakri náð yfir-
valdanna, er afhent einkaleyfi til að
innheimta skattinn og refsa þeim
sem múðra.
Dónalegasta auglýsing sem Ríkis-
sjónvarpið sýnir fyrr og síðar er
leikrit með stórskemmtilegum
skemmtikrafti, sem er að snuðra
með einhvers konar leitartæki inni
á heimilum þegna ríkisvaldsins.
Friðhelgi heimilanna er einskis
metin þegar auglýsingadreifing
ríkisins er annars vegar og hefur í
hótunum að ryðjast inn í hús
manna til að innsigla viðtæki sem
skattur er ekki greiddur af.
Ekki er upplýst hvort ríkiseinok-
unin eða náðugir innheimtulög-
fræðingar borga fyrir hrollvekj-
una.
Aðrir Ijósvakamiðlar kvarta held-
ur aldrei yfir því að auglýsinga-
dreifing ríkisins hafi heimild til að
loka fyrir móttöku á þeirra efni
vegna þess að nefskatturinn sé
ekki greiddur.
ÍVilt ogbfeittj
Engu eirt
Skattheimta Ríkisútvarpsins og
yfirburðaaðstaða til að afla auglýs-
ingatekna, gerir alla samkeppni
nánast að fífldirfsku. En samt er
verið að reyna.
En af því að miðstjórnarvald rík-
isins þolir ekki samkeppni, vernd-
ar það kolkrabbann sinn í líf og
blóð og heimilar 10% hækkun á
nefskattinum eftir áramótin.
Kolkrabbinn í fjölmiðlaheimin-
um þolir enga starfsemi nærri sér
og Ieggur sig í líma við að útrýma
öllum keppinautum. Þegar Stöð 2
tók upp skjáauglýsingar, hermdi
kolkrabbinn eftir. Þegar stöðin fór
að lesa skjáauglýsingar upp, fór
kolkrabbinn líka að lesa sínar. Stöð
2 hafði allt frumkvæði um barna-
efni á morgnum um helgar og
seldi áskrift grimmt út á það. Hug-
myndasnauður og gráðugur kol-
krabbinn er farinn að senda út
barnaefni á sama tíma.
Kolkrabbinn í fjölmiðlaheimin-
um gín yfir öllu og fjölgar rásum
og útsendingum, svo ekki sé talað
um auglýsingatíma, í þeirri háleitu
viðleitni sinni að þagga niður í
allri annarri fjölmiðlun, og er ekk-
ert til sparað í þeirri viðleitni.
Ég er gull og gersemi
Starfslið kolkrabbans hefur ein-
staka aðstöðu til að auglýsa eigið
ágæti og er ekki hógværðinni fyrir
að fara þegar þegar sá gállinn er á
bögubósunum. Skattgreiðendurn-
ir eru heilaþvegnir sí og æ um
hvað Stóri bróðir í Háaleitinu sé
góður, gáfaður, snjall og útausandi
fróðleik og menningu. Stóri bróðir
gætir öryggis allra landsins barna,
með því að geta einn dreift veður-
fregnum og sagt fyrir um styrk
jarðskjálfta eftir að þeir hafa riðið
yfir.
Kolkrabbi fjölmiðlunarinnar þarf
alltaf meiri og meiri peninga vegna
óendanlegrar útþenslustefnu sinn-
ar, sem hvergi sér fyrir endann á.
Því eru skattaálögunrnar á al-
menning hækkaðar eftir óskum og
ruðst er inn á æ fleiri svið auglýs-
ingadreifingar.
Stóri kolkrabbabróðir segist
breiða svona ótæpilega úr sér af
auðmjúkri þjónustulund og um-
hyggju fyrir þeim sem borga brús-
ann. Það eitt vakir fyrir honum að
mennta, fræða og skemmta lýðn-
um sem skaffar honum viðurvær-
ið.
Það er mjög mikilvægt fyrir ríkis-
valdið að ráða yfir öflugum
skemmtimiðli og túlka fréttir og
innræta fólki kórréttar skoöanir á
fortíð, nútíð og framtíð. Sam-
keppni, á þessu sviði sem öðrum,
er slæm fyrir kolkrabba og því
verður að útrýma henni og gera
alla aðra fjölmiðla óþarfa.
Með góðum vilja ráðandi afla ætti
það að takast og ríkisrekinn sann-
leikurinn ríkja einn.
OÓ