Tíminn - 29.12.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.12.1992, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 29. desember 1992 Tíminn 5 y Guðmundur P. Valgeirsson: „Eg siga þá bara afa“ Það var í kvöldfréttum Sjónvarpsins laugardaginn 5. þ.m. að kynnt var útfærsla ráðherra ríkisstjórnarinnar á „bjargráðum“ hennar, sem ríkisstjórnin hafði komið sér saman um á nætur- fundum skömmu áður, að mér kom í hug gömul minning um orð sem féllu þegar tveir strákar höfðu lent í hörðum átökum og sá, sem stærri var og virtist sterkari, varð undir í átökunum. Reidd- ist hann þá, en sá sér ekki fært að rétta hlut sinn að svo stöddu. En í uppgjöf sinni steytti hann hnefa að keppinaut sínum og sagði: „Þú skalt sjá til síðar, karl minn. Ég siga bara afa á þig.“ Strákur taldi að afi sinn ætti nokkuð undir sér og hugðist nota sér það til að jafna um leikbróður sinn síðar. Það kom þama fram að einstakir þingmenn Sjálfstæðisflokksins höfðu sett sig upp á móti fyrirskip- unum Jóns Baldvins og Alþýðu- flokksins um niðurskurð á greiðsl- um ríkissjóðs til bænda, og þar með svikum á loforðum í nýgerðum samningum ríkisins við bændur. Andstaða sjálfstæðismanna gegn þessari kröfú Jóns Baldvins gekk svo langt, að Pálmi á Akri þverneit- aði að fallast á þá blóðtöku. Og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðust á sömu sveif. Þessu undi Jón Baldvin að sjálfsögðu illa. Þótti honum ekki gott ef skósveinar ætl- uðu að setja sig á móti því sem for- ustumenn stjórnarinnar legðu fýrir þá að samþykkja. Varð hann yggld- ur á brún og heldur orðfátt En hann hressti sig upp og sagði eitt- hvað á þá leið, að eins og sakir stæðu væri nú ekkert við þessu að gera. Það yrði að bíða betri tíða og sjá hvort ekki mundi hægt að breyta þessu og ná sér niður á bændum síðar með aðstoð evr- ópskra samtaka sem við værum að- ilar að og láta ná því fram gagnvart bændum, sem ekki væri hægt að koma fram á Alþingi. Með þessum orðum hafði hann í heitingum við fulltrúa íslenskra kjósenda, sem ekki vildu skilyrðis- laust hlýða boðum hans. Þá var gott að grípa til erlendra fjölþjóðasam- taka. Þessi hótun hans minnti mig á strákinn, sem hótaði að siga afa. Með þessari hótun gaf hann fylli- lega í skyn hvert vald hann ætlar hinum evrópsku EES-samtökum og stofnunum þeirra, og íhlutun um málefni sem hingað til hafa ver- ið í höndum þings og þjóðar. Og í framhaldi af þessari grófu hótun geta menn ráðið í hvað okkar bíður þegar Jóni Baldvin og hjálparkokk- um hans, innan og utan stjórnar- flokkanna, hefur tekist að svæla land og þjóð, með hræðsluáróðri sínum, inn í þá rottugildru, sem egnd hefur verið með fullyrðingum um nokkurra fiska virði, sem Jón Baldvin einn segir margra milljarða virði, en aðrir trúverðugri menn telja lítils eða einskis virði fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Þeirra á meðal er Guðmundur H. Garðars- son, sem fullyrðir að samningurinn sé lítils eða einskis virði fyrir ís- lenska fiskvinnslu og fiskútgerð. Hefur því þó verið haldið fram, að samningurinn væri sérstök lyfti- stöng fyrir sjávarútveg okkar. Flest bendir til þess, að sú ógæfa eigi yfir að ganga, að land og þjóð verði hneppt í fjötra EES- samtak- anna og afsali sér þar með veruleg- um hluta af sjálfsákvörðunarrétti sínum yfir yfirráðum og lögsögu eigin mála, auk þess sem landið verður opnað upp á gátt fyrir allra þjóða kvikindum, sem enginn getur eða vill stemma stigu við. Jafri rétt- háir löndum okkar til eignar og umráða yfir gögnum og gæðum lands og þjóðar á flestum eða öllum sviðum, verða þeir þá sveimandi og veiðandi innan landhelgi okkar, eft- irlitslitlir eða þá með öllu eftirlits- lausir, tilbeðnir sem bjargvættir lands og þjóðar. Þrír alþingismenn Sjálfstæðis- flokksins hafa sýnt þá manndáð, að neita að gangast undir það jarðar- men, sem flokksforustan ásetti sér að knýja þá til. Með því hafa þeir rist nöfri sín með eftirminnilegum hætti á spjöld sögunnar þegar saga þjóðarinnar og ffelsisbarátta henn- ar verður skráð af sagnfræðingum seinni tíma. En þær blikur eru á lofti að svo geti farið að það nægi ekki til að koma í veg fyrir að lang- halasamningur sá, sem kenndur er við Jón Baldvin í daglegu tali, verði samþykktur á Alþingi. Til þess þyrftu fleiri þingmenn Sjálfstæðis- flokksins að brjótast undan flokk- saganum á sama hátt og hinir þrír. Það má ekki til þess koma, að Jón Baldvin eða nokkur annar íslend- ingur komist upp með að skapa sér þá aðstöðu að geta beitt einhverjum voldugum „afa“ gegn samlöndum sínum, þegar honum býður svo við að horfa og hann getur ekki komið fram valdníðslu sinni vegna and- stöðu löglega kjörinna þingfulltrúa íslensku þjóðarinnar. Við því fyrir- hugaða valdaafsali og þeirri yfir- drottnun, sem það hefur í för með sér, getur enginn, sem ann sóma sínum, brugðist öðruvísi en að segja NEI. Gerist það ekki, þá eru verk þeirra manna, sem hingað til hafa verið kallaðar frelsishetjur íslensku þjóð- arinnar og verið það, til fárra fiska metin. Þeim ber þá að ryðja af stalli og setja aðrar í þeirra stað, af mönnum sem eru að leika frelsis- hetjur nútímans og hrópa húrra fyrir sjálfum sér undir kjörorðinu: „Við höfum fengið allt fyrir ekki neitt.“ Bæ, 12. desember 1992 Höfundur er bóndi f Bæ i Trékyllisvík. Ný fræði — forn II \\i«rjnlr Jr XV QVJl L'rj i [\ fvt-' } i f. yíí&Ul'. • ■ p»?jWtr r-5 V -' i«y B cin tt j..\ IW ;n ý ’ T.id tHtni. i~T P“ •V'. rr? JS prt Cy rv.'W ? rjiu ímrr a Úrííi cr r» > — jwlVafiXssöH • 'ij »roV ití'jti oV rrjbí r. try ■ ■ >»r5V>r>V.4ríA rn» TVfirSfeO n». oWÍWíiWi y p*- i"'1 “ 'fbr>nwn5u©oís « !»*!§ t C-r ...<, N : í H-;« '.fhw it-Oaio, di.irfv . ' \ W r.w St »--V> l T> «5 tísCvy. IT •<-. h- j- ^ r>ru t.\V Wái ít \ f jw/r t* j, tnte r« rt ír.>p-V rV J *. ■ jtfcitv .irjnnp *****!> r.s'., vj < ".'.Ví t'U. Pt hv»1 rc trxjt f •toftU'4 rJ Wt vtai t ?*f|f jvxfWJcfbcií R k rt> pnt: K t rVs. j-i <T tvts r ní I. •* 1 f|.ir- fn«y t rf r t"i ]n ? it 11U 9 < f k h-ítaS r, F. t-JÍ fvíi .? sVx', niu s t rt *<> .rr ivSnt **t tvejn (. íijmj ji Jtnnrjrrn-wrtáV : - rt \ n i .nn .T «It \ frf fw>'' fij mfaarfhif.þviájWrrE., .. y mt. wiOt* p>\? i ’ -'' >... .-: {kaWrS-* !t - VV rr rrkrr Utf onr f Aj } 1 > i* pn i«a -ww ut pfJ u .- « h (*»]•.•« wvw tn«.. lýv' f sc í 4» ? -xn np jrrskt oft-t ; rrUtc \ P \ " \ m •. - -1 ! w’ tTjr y&kf í • jAa jr t*U mip ape nrrtí.'f • \ w.trr q * ?t k iKrt rn mnóeW} í tHwJtV- K »rv\»t ,-Crf fr< n Umrf jiií yfyi (oSv\jhnf »iWít V> þO * T t^udk calsnWrWdi^;?:;'5 i Grágás — Lagasafn íslenska þjóð- veldisins. Gunnar Karlsson, Krist- ján Sveinsson og Mörður Árnason. Mál og menning 1992. Þýðing útgáfu Grágásar — laga- safhs íslenska þjóðveldisins er skýr- lega og réttilega metin í formála Gunnars Karlssonar að útgáfunni: „Grágás, lagasafn íslendinga á þjóð- veldisöld, er einn af þjóðardýrgrip- um okkar. Hún er mesta lagasafn norrænna manna frá miðöldum, réttar-grundvöllur og baksvið fom- sagna okkar, og ómetanleg heimild um réttarvitund, siðferðiskennd, at- vinnuvegi, þjóðhætti og daglegt líf á íslandi á fyrstu öldum byggðar." Fyrstu lög íslendinga voru „Úlfljót- slög“ (Ólafur Lárusson). Munurinn á ætluðum fyrirmyndum Úlfljóts- laga norskum og lögum íslenska þjóðveldisins, kemur í ljós við sam- anburð, og þá sést „að íslenski rétt- urinn er svo sjálfstæður gagnvart hinum norska, að það má virðast efamál, hvort norskur réttur hafi verið heimild hans. En hafi svo ver- ið, er það á hinn bóginn augljóst, að íslenskur réttur hefur síðan tekið miklum breytingum, sem fjarlægt hafa hann meir og meir hinni norsku fyrirmynd" (O.L.) Þessi munur á íslenskum lögum og norrænum kemur glöggt í ljós, séu borin saman dönsk og íslensk lagahandrit í útgáfum Finsens og Thorsens. Báðar útgáfur handrit- anna eru prentaðar í sama broti og með sama letri. Konungsbók er 464 blaðsíður, en stærsta danska laga- safnið frá svipuðum tíma 131 blað- síða. Þeir fræöimenn, sem ítarlegast hafa ritað um Grágás, eru Vilhjálm- ur Finsen, sem gaf út stafréttar út- gáfur Grágásartexta úr Konungsbók og Staðarhólsbók á síðustu öld. Sú útgáfa er notuð í þessari útgáfu Grá- gásar, samsteypa beggja handrit- anna og er texti Staðarhólsbókar lagður til grundvallar. Konrad Maurer rannsakaði Grágásarhand- ritin og bar þau saman við norræn lög, Heusler kallaði Grágás risafugl- inn meðal germanskra Iagabálka og Finnur Jónsson hafði sitt að segja um tilurð verksins. Stefán Karlsson hefur manna vandlegast rannsakað rithendur Staðarhóls- og Konungs- bókar og bendir á hugsanlegan skrifara beggja handritanna, sem var Þórarinn kaggi Egilsson, prest- ur á Völlum í Svarfaðardal. Ólafur Lárusson telur að Grágás hafi sér- stöðu meðal fomra laga á Norður- löndum: „Hún (þ.e. Grágás) er ekki eins alþýðleg og þau, ekki jaifh frum- stæð. Hún hefur færri hljóðstafa- setningar (allitteration) en þau, og eigi jafn mjög kjamyrði, sem henta til að verða málshættir. Stfll hennar er einfaldur og blátt áfram, skýr og rökfastur. Hún hefur bóklegan svip, sem hin lögin vantar." Germönsk lög einkennast af venjurétti og Vfl- hjálmur Finsen taldi „að venjurétt- ur hefði ekki haft ýkja mikil áhrif á lagasetningu þjóðveldisins" (sbr. inngang). Þetta kemur heim og saman við merka grein sem Sveinbjöm Rafns- son skrifar í 28. árg. Sögu, 1990: „Fom hrossareiðalög og heimildir þeirra". Drög til greiningar réttar- heimilda Grágásar. Sveinbjöm telur að rómversk lög og réttur fari ekki að hafa veruleg áhrif um norðanverða Evrópu fyrr „en mjög er liðið á tólftu öld“. Og síðar: „Grágás er einhver ágætasta heimild sem völ er á um ótvíræð og mikil áhrif suðrænna réttarheim- ilda í Norður-Evrópu á miðöldum". Höfundurinn ber síðan saman hrossreiðarkafla Grágásar og Lang- barðalaga eða „Leges Langobardor- um“ og hann rekur sum ákvæði Grágásar til Rómaréttar varðandi notkun lagalegra hugtaka á .sértek- inn“ (abstrakt) hátt. Hann kemst að þeirri niðurstöðu „að Grágásarlög hafa þróast og breyst til mikilla muna frá því á tólftu öld þar til seint á þrettándu öld...“ Skrif Ólafs Lárussonar og Svein- bjamar Rafnssonar um Grágás eru samhljóða hvað tekur til ætlaðra er- lendra áhrifa, auk þess sem Svein- bjöm Rafnsson hefur fundið tengsl- in, eins og grein hans vottar. Þeir eru einnig sammála um að laga- kunnátta og lagahugsun sé mun þróaðri í Grágás en í lagabálkum annarra Norðurlandaþjóða. Staðreyndir benda því til þess að samband íslendinga við Evrópu á 12. og 13. öld hafi verið nánari en frænda þeirra á Norðurlöndum og að áhrif klerklegs lærdóms hafi átt greiðari aðgang hér en þar. Kirkjan byggði lög sín á Rómarétti og at- hyglisvert er að tíundarlögin voru samþykkt hér að því er virðist and- stöðulítið. Hvort ástæðan sé að réttlæting goðavaldsins hafi verið skyldari samfélagsviðmiðun kirkjunnar en álitið hefur verið hingað til, er ekki ólíklegt. Goðamir virðast hafa átt auðvelt með að tileinka sér afstöðu kirkjunnar og beinlínis gerst spor- göngumenn hennar og séð um kristnihald í fyrstu. Fyrsti biskupinn hér á landi var af göfugustu goða- ættunum. Síðar skarst verulega í odda milli leikmannavalds og kirkjuvalds með kröfum kirkjunnar um stjómarfars- legan aðskilnað ríkis og kirkju. Munnleg geymd sagna, ljóða og laganna var bókfest eftir kristnitöku smátt og smátt, lögin fyrst skráð ásamt kirkjurétti og skráning á bók fylgir klerkum. En hvers vegna varð bókaiðjan svo mjög iðkuð hérlendis, mun meira en á Norðurlöndum? Og hversvegna náði sagnaritun, lagasetning og bókmenntir þeirri hæð að furðu vekur? Þessi útgáfa Grágásar, Gráfugls, Gráfyglu eða Gráfuglsbókar er með nútímastafsetningu og er það vel. Forlagið Svart á hvítu gaf út íslend- ingasögur og Sturlungu með þeirri stafsetningu. Útgáfu Svart á hvítu fylgdi lykilbók með ítarlegum skýr- ingum, kortum og töflum. í Heims- kringluútgáfu Máls og menningar er samskonar háttur viðhafður og auk þess birtir samtíma textar. í þessari Grágásarútgáfu em birtar skýringarmyndir, sem auðvelda skilning á ýmsum hugtökum, t.d. tíund, tímatali og verðeiningum. Skýringar orða eru neðanmáls í texta, sem er til mikilla þæginda við lestur og loks er atriðisorðaskrá með tilvísunum til tengdra hug- taka. Það liggur mikil vinna að baki und- irbúnings útgáfunnar, textagerð og skýringa, því að vinna virðist hafa hafist snemma árs í fyrra, sam- kvæmt orðum formálahöfundar. í inngangi er saga handrita rakin og bóksaga lagabálkanna og umfjöllun fræðimanna um verkið. Útgáfa þessa lagabálks hefur tekist með ágætum og er þeim, sem að unnu, og útgefendum til sóma. Siglaugur Brynleifsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.