Tíminn - 29.12.1992, Qupperneq 8

Tíminn - 29.12.1992, Qupperneq 8
8 Tíminn Þriöjudagur 29. desember 1992 Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Sigrúnar Helgadóttur Bólstaðarhlíð 41, Reykjavtk Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki deildar 14D á Landspitalanum, fyrir frábæra hjúkrun og umönnun. Björg Hjálmarsdóttir Helgi Hjálmarsson. Vilhjálmur Hjálmarsson Lárus Hjálmarsson barnabörn og barnabarnabörn. Reimar Charlesson María Hreinsdóttir Borghlldur Óskarsdóttir r Faðir okkar J Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ, Þingvallasveit verður jarðsunginn frá Langholtskirkju, miðvikudaginn 30. desember kl. 13.30. Sveinbjörn Jóhannesson, Þórdís Jóhannesdóttir, Sigrún Jóhannesdóttir, Jóhanna Jóhannesdóttir. Faðir okkar, tengdafaöir og afi Anton Bjarnason Málarameistari lést I Landspítalanum 16. desember. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 29. desember kl. 15.00. Fyrir hönd annarra vandamanna Guðmundur Antonsson Þorsteinn Antonsson Eygló Antonsdóttir Grétar Antonsson fvar Antonsson J Hjartans þakkir til allra er auösýndu okkur samúö og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu og móður okkar, dóttur og systur Önnu Hjálmarsdóttur Varmalandi Sérstakar þakkir til Svavars Stefánsssonar Guömundur Finnsson Hjálmar Sveinbjörnsson Elín María Sveinbjörnsdóttir Friöberg H. Bergsson María Hjálmarsdóttir Konráð Hjálmarsson Ragnhildur Hjálmarsdóttir og fjölskyldur Brynhildur Haraldsdóttir Ingvi Rafn Arndís Kristinsdóttir Benedikt Sigurðsson Astkær eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Óskar Matthíasson Útgerðarmaöur, Vestmannaseyjum veröur jarðsunginn frá Landakirkju I Vestmannaeyjum laugardaginn 2. janúar kl. 11.00. Þóra Sigurjónsdóttir Matthías Óskarsson Ingibjörg Pétursdóttir Sigurjón Óskarsson Siguríaug Alfreðsdóttir Kristján Óskarsson Emma Pálsdóttir Óskar Þór Óskarsson Sigurbjörg Heigadóttir Leó Óskarsson Kristín Haraldsdóttir Þórunn Óskarsdóttir Sigurður Hjartarsson Ingibergur Óskarsson Margrét Pétursdóttir barnabörn og barnabarnaböm Fyrsta barnabók Einars Más Út er komin hjá Almenna bókafélag- inu bamabókin Fólkið í steinunum eftir Einar Má Guðmundsson. Þetta er fyrsta bamabókin sem Einar send- ir frá sér — ævintýri sem gerist í um- hverfi sem minnir á Reykjavík. Ævintýrið gerist rétt utan við borg- ina, í holtunum þar sem hellamir og stóm steinamir vom. Þetta var leik- svæði bamanna, þau reistu þar húsin sín og undu sér þar. Og þau vissu að það bjó fólk í steinunum, fólk sem oft hjálpaði þeim við að byggja húsin og smíða leikföngin. „Fólkið í steinunum" er 30 bls. með litmyndir eftir Erlu Sigurðardóttur á hverri síðu. Hún er prentuð í Prent- smiðju Áma Valdemarssonar. Þýskar bernsku- minningar Bókaklúbbur Almenna bókafélagsins hefur sent frá sér bókina Þorpið ynd- islega eftir þýska höfundinn Sieg- fried Lenz. Þetta er fjórða bókin sem klúbburinn gefur út eftir þennan höf- und, en hann er einn af stórhöfund- um Þýskalands nú, fæddur 1926. Aðrar bækur Lenz á íslensku em Al- mannarómur, Vitaskipið og Kafar- inn. Bókin er kynnt af útgáfunni á þessa leið: „Þorpið yndislega er bemskuþorp Siegfrieds Lenz, þó að nöfnum sé breytt. Auk afar eftirminnilegra per- sóna er það sál þessa þorps, aðlað- andi og brosleg í þessari kímilegu frásögn, sem heillar okkur. Þó að per- sónumar séu dýrlegar, em þetta ekki neinir dýrlingar, en þær em umfram ailt skemmtilegar, sumir spekingar á sína vísu, aðrir ekki...." „Þorpið yndislega er 174 bls. með myndum eftir þýskan teiknara, Erich Behrendt. Setningu og umbrot hefur annast Útgáfuþjónustan Rita og prentun Prentsmiðjan Oddi. Annáll veiðiársins 1992 Út er komin hjá ísafold Stangaveiðin 1992, en þetta er fimmta árið sem Stangaveiðin kemur út. Höfimdar em sem fyrr þeir Guðmundur Guð- jónsson, blaðamaður hjá Morgun- blaðinu, og Gunnar Bender, blaða- maður hjá DV. I bókinni kemur fram allt það mark- verðasta sem gerðist veiðisumarið 1992, en auk frétta er sagt frá stærstu löxunum, fengsælustu veiðiánum og ýmsu öðm merkilegu. Allt þetta er síðan kryddað veiðisögum, sögðum eins og veiðimönnum einum er lagið. í „Stangaveiðinni 1992" em hátt á annað hundrað mynda, sem gæða bókina lífi og gefa henni varanlegt gildi. „Stangaveiðin 1992" er 185 síður og kostar kr. 2.850. Prentvinnsla fór fram í ísafoldarprentsmiðju hf. Sígild barnabók Leynigarðurinn, hin heimsfræga saga eftir Francis Hodgson Bumett, er nú komin út á íslensku hjá bókaút- gáfunni Skjaldborg. Þessi hugljúfa saga hefur verið kvikmynduð oftar en einu sinni og íslenskum sjón- varpsáhorfendum em í fersku minni framhaldsþættir, byggðir á sögunni, sem sjónvarpið sýndi fyrir fáeinum árum. Rétt eins og „Lítil prinsessa", eftir sama höfund, sem út kom í fyrra, er þessi hjartnæma bók fyrir alla fjölskylduna. Verð kr. 1490. Ástir og elda- mennska ísafold hefur gefið út skáldsöguna Kryddlegin hjörtu eftir mexíkönsku skáldkonuna Laum Esquivel. Bókin er meistaralega skrifuð ástar- og ör- Iagasaga sem gerist í Mexíkó á tíma- bilinu 1910-1930. Sagan segir frá Titu sem er yngst þriggja systra og hefur fengið það hlutverk að hugsa um fullorðna móður sina sem stjómar heimilishaldinu með harðri hendi. Þar með er Titu meinað að giftast eða njóta ásta á annan hátt. Hún deyr þó ekki ráðalaus, en fær útrás fyrir ástríður sínar við matartilbúning. Þessi óvenjulega blanda af ástum og eldamennsku skapar mörg skondin atvik og reyndar er sagan í heild sinni afskaplega frumleg og um leið meinfyndin. Bókin er byggð upp sem mánaðar- leg framhaldssaga og hefst hver kafli á matamppskrift og leiðbeiningum um hvemig viðkomandi réttur skuli matreiddur. „Kryddlegin hjörtu" er nýstárleg saga og hefur höfundurinn hlotið mikið lof, enda bókin metsölubók um allan heim. Bókin, sem er 233 síður og kostar 2.450 kr., er þýdd af Sigríði Elfu Sig- urðardóttur, en prentvinnsla fór fram í ísafoldarprentsmiðju hf. Vísnabókin gefin út á ný Iðunn hefur endurútgefið gömlu góðu Vísnabókina. Það em hinar sí- gildu myndir listamannsins Halldórs Péturssonar sem prýða bókina, en Símon Jóh. Ágústsson valdi visumar. Vísnabókin hefur verið eftirlæti ís- lenskra bama allt frá því að hún kom fyrst út. í henni em vísumar sem öll böm Iæra fyrstar, margar sem lifað hafa með þjóðinni kynslóðum saman, aðrar eftir síðari tíma skáld. Samtímis kemur út Vísnaplatan, geisladiskur og snælda, með öllum lögunum af plötunum „Einu sinni var" og „Út um græna gmndu", sem nutu fádæma vinsælda, en em löngu uppseldar. Selur og mörgæs Hjá Skjaldborg er nú komin út bama- bókin Maggi mörgæs og selurinn eftir Otmar Gutmann og Tony Wolf. Þetta er skemmtileg bók fyrir unga lesendur með stórri litmynd á hverri síðu. Maggi mörgæs fer á veiðar þar sem hann kynnist selnum Kobba og saman lenda þeir í skemmtilegum ævintýmm. Áður út komnar í sama bókaflokki: „Maggi mörgæs og vinir hans" og „Maggi mörgæs og fjölskylda hans". Verð kr. 890. Kvenkynsskáld og næstum því nom Út er komin hjá Máli og menningu ljóðabókin Klakabömin eftir Lindu Vilhjálmsdóttur. Linda Vilhjálmsdóttir (f. 1958) vakti athygli Ijóðaunnenda fyrir tveimur árum með fyrstu bók sinni, „Bláþráð- ur". Skáldskapur hennar er tilfinn- ingaríkur, háðskur og tregafullur í senn og formskyn hennar er einstakt. Lokaljóð þessarar nýju bókar endar á þessum línum: Þó flð lífmitt sé hvorki fílabein eða hom og helst að ég vildi það væri sem dropa steinn þá verð ég aldrei svofín og aldrei svo strokin. Ég er kvenkynsskáld og næstum því orðin að nom og nenni ekki að leita að vegi sem virðist beinn, fer mína leið eins og kötturinn - farvel í lokin. Bókin er 31 blaðsíða, prentuð í G. Ben. prentstofu hf. Hún kostar 1690 kr. Einmana skógar- bjöm Iðunn hefur gefið út bamasöguna Litli skógarbjöminn eftir Illuga Jök- ulsson. Myndskreytingar gerði Gunnar Karlsson. Þetta er gullfalleg myndabók fyrir yngstu bömin og segir frá litlum skógarbimi sem var skelfing ein- mana — þangað til hann hóf að smíða sér hús. Þá þyrptust öll dýrin að til að hjálpa honum og brátt var risið stórt og fallegt hús. Litli skógar- bjöminn var alsæll, en fyrr en varði rann upp fyrir honum að ekki er allt fengið með fínu húsi og fjölda vina. Bókin er prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Limmr Jóhanns S. Hannessonar Út er komin hjá Máli og menningu ljóðabókin Hlymrek eftir Jóhann S. Hannesson. Jóharrn S. Hannesson (1919-1983) er trúlega þekktastur fyrir störf sín sem sem kennari. Eftir hann komu út nokkrar ljóðabækur og var hann frumkvöðull hér á landi í limmgerð. Þessi bók geymir limrumar úr bók- inni „Hlymrek á sextugu", sem verið hefur ófáanleg um árabil, og áður óbirtar limmr sem skáldið lét eftir sig. Kristján Karlsson bjó til prenhm- ar. Bókin er 47 blaðsíður, prentuð í G. Ben. prentstofu hf. Hún kostar 1690 kr. Sjö ára kvennagull Hjá Skjaldborg er komin út Sagan um Svan eftir Anders Jacobsson og Sören Olsson, höfunda hinna vin- sælu bóka um Bert og dagbækumar hans. Svanur er í fyrsta bekk í skólan- um. Hann er nú þegar dálítið kvennagull. En það er leyndarmál. Ef strákamir, sem Svanur þekkir, kæm- ust að því, mundi hann deyja af smán. „Sagan um Svan" er ætluð yngri les- endum. Fjörið og kímnin er hvort tveggja á sínum stað. Svanur er sjö ára og ævintýri hans í skólanum em engu Iík. Þetta er bók fyrir yngri prakkara. Verð kr. 990. Þórhallur Jónsson5 Hauksstöðum Vopnafirði, Kveðja F. 09. feb. 1914 D. 17. des. 1992 Að kvöldi dags 17. des. s.l., lauk vinur minn Þórhallur Jónsson sín- um jarðvistardögum. Við slík tíma- mót rennur margt í gegnum huga minn. Hver var hann í samfylgd sinni til annarra? í stuttu máli má segja að hann var vel gerður maður til sálar og líkama. Hann gerði öll- um gott og styggði engan. Lífsstarf hans var búskapur og þar var sama nákvæmnin og umgengnin við bú- peninginn, reglusemi og fegurð í öllu verki. Ég kynntist honum við þau störf austur á Vopnafirði. Síðar kynntist ég honum á heimili mínu á Seltjarnarnesi er hann þurfti að leita sér lækninga hingað 1962. Þá dvald- ist hann hjá mér veturlangt og í honum eignaðist ég þá vin og vel- gjörðarmann, sem aldrei bar skugga ( N á. Þann vetur fæddist yngri sonur minn, en sá eldri var þá þriggja ára. Hjálpin var komin á heimilið, ekkert mál að skilja við það um tíma því að betri umönnun varð ekki fengin, fyrir drenginn og dagleg störf, en Þórhallur veitti. Hann eldaði, þreif og gætti barnsins og allt var jafn vel af hendi leyst. Þeir voru þá fjórir í heimili á meðan ég var í burtu og ekki var síðri umhyggjan ffá hans hendi þegar ég kom heim með þann nýfædda. Síðan hefur hann dvalið hjá okkur í nokkur skipti á vetrum og myndað sín traustu bönd við eig- inmann og syni mína. Því miður voru þeir báðir erlendis, Friðbjörn og Hlynur, þegar brottfarartími Þór- halls var upprunninn, en þeir eiga í huga sínum ljúfar minningar um mætan vin sem gott er að hafa feng- ið að kynnast. Leiðir skiljast í bili. Ég kveð elsku- legan vin og þakka allar fallegu minningarnar sem standa eftir og fel Þórhall Drottni á hönd á landi lif- enda.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.