Tíminn - 29.12.1992, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.12.1992, Blaðsíða 9
Tíminn 9 Þriöjudagur 29. desember 1992 DAGBÓK Lokabindið um Pella sigursæla Dögun nefnist fjórða bindi hins mikla bókmenntaverks Martins And- ersen Nexö um Pella sigursæla. Pelli losnar úr fangelsinu og hér er lýst þeim hartnær óyfirstíganlegu hindr- unum sem verða á vegi þess, sem dæmdur hefur verið frá eignum og æru. En Pelli rís upp tvíefldur og hef- ur nýja sókn. Fangavistin hefur mild- að hugarfar hans og gefið honum tóm til að íhuga líf sitt og baráttu. Pelli þarf að klífa þrítugan hamarinn til að komast að nýju í samfélag „heiðarlegs fólks". En ekkert aftrar honum og hann fylkir liði til nýrrar sóknar. „Pelli sigursæli" hefur gjaman verið talið höfuðverk þessa merka danska rithöfundar og því ber tvímælalaust að skipa á bekk með meistaraverkum heimsbókmenntanna. Með þessu bindi hefur Skjaldborg lokið útgáfu þessa meistaraverks á íslensku. Verð kr. 2890. Heildarútgáfan fæst nú í glæsilegri öskju á sérstöku verði, kr. 7990. Stúlka með sjö pabba Elsa María og litlu pabbamir heitir gullfalleg bamabók sem Skjaldborg hefur gefið út. Höfundur er Pija Lindenbaum. Elsa María á ekki bara einn pabba, eins og flest böm, heldur sjö. Þeir em svo litlir að ef hundur eltir þá, eiga þeir ekki annarra kosta völ en að flýja upp í næsta tré. Bókin er prýdd fjölda bráðskemmti- legra litmynda, sem höfundurinn, Pija Lindenbaum, hefur sjálf gert. Verð kr. 990. Náttúrleg heilbrigði Skjaldborg hefiu gefið út Náttúm- lækni heimilanna. Þessi gagnlegi leiðarvísir um úrræði til náttúrlegrar heilbrigði gefur auðskildar leiðbein- ingar um öll svið heilbrigðra lifnað- arhátta og bendir á fjölbreytt úrval óskaðlegra meðala við algengum kvillum og til bráðahjálpar. Með sínu aðgengilega sjúkdómayfirliti, sem auðveldar umsvifalaust val á milli þeirra aðferða sem til greina koma, er þetta ómetanleg bók handa fólki á öllum aldri, sem vill stuðla að góðri heilsu sjálfs sín og sinna nánustu. Aðalritstjóri bókarinnar er dr. Andrew Stanway, en auk hans fjalla 30 sérfræðingar um afmörkuð sér- svið. Verð kr. 3990. BÍLALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNID ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar Dulræn reynsla nokkurra Islend- inga Skjaldborg hefur sent frá sér bókina Dulrænn veraleiki eftir Einar Ingva Magnússon. Áhugi íslendinga á dulrænum mál- um er vel kunnur. Óvíða í heiminum em slíkir hæfileikar jafn almennt við- urkenndir sem hér á landi. Kannanir hafa sýnt að vemlegur hluti þjóðarinnar telur sig hafa haft reynslu eða einhver kynni af slíku, einhvemtíma á lifsleiðinni. Einn af þeim, sem þannig háttar til um, er Einar Ingvi Magnússon. í þessari bók segir hann frá reynslu sinni og annarra af dulrænum upplif- unum, skynjunum sem oft tengjast amstri hins daglega lífs. Þó ekki séu þær allar tengdar stómm atburðum, þá em þær órjúfanlegur hluti þess lifs þess næma, dulrænn vemleiki. Meðal þeirra, sem rætt er við í bók- inni, má nefna Eirík Kristófersson fyrrverandi skipherra, séra Sigurð Hauk Guðjónsson og Úlf Ragnarsson lækni. Verð kr. 2490. Óður til ástar og listar Iðunn hefur gefið út skáldsöguna Svarti prinsinn eftir breska rithöf- undinn Iris Murdoch í þýðingu Stein- unnar Sigurðardóttir. „Svarti prinsinn" er ein þekktasta bók skáldkonunnar góðkunnu, Iris Murdoch; margslungin og áleitin verðlaunasaga, saga um sterkar til- finningar og mannleg örlög. Vinimir, Amold Baffins og Bradley Pearson, lenda í hringiðu þeirrar at- burðarásar sem hrífur bæði þá og konumar í kringum þá með sér og kaffærir þau öll í djúpi tilfinning- anna. „Svarti prinsinn" er óður til ástar- innar og listarinnar, því eins og segir í formálsorðum sögunnar: Allir lista- menn em óhamingjusamir elskend- ur, og óhamingjusama elskendur langar að segja sögu sína. Bókin er prentuð í Prentbæ hf. Öldin okkar Komið er út nýtt bindi í bókaflokkn- um Öldin okkar, sem Bókaútgáfan Iðunn gefur út. Nanna Rögnvaldar- dóttir tekur hér saman minnisverð tíðindi áranna 1986-1990. Allir íslendingar þekkja Aldimar og þangað hafa ungir sem aldnir sótt sér ómældan fróðleik um liðna atburði, mannlíf og tíðaranda. Þær em lifandi saga þjóðarinnar í máli og myndum og hafa löngum þótt sjálfsögð eign á hverju heimili. í þessari nýju bók em raktir inn- lendir atburðir áranna 1986-90, stórir sem smáir, frá fundi leiðtoga stór- veldanna í Reykjavík til krókódílafárs í Norðfirði, frá slysförum og sorgar- atburðum til kátlegra smámynda af íslensku mannlífi. Bókin er prentuð í Odda hf. Handbók um prjónaskap Iðunn hefur gefið út bókina Lærið að prjóna eftir Erlu Eggertsdóttur. Þetta er fyrsta handbók sinnar tegundar á íslensku og er afar handhæg og að- gengileg. í bókinni er fjallað um öll undir- stöðuatriði í prjónaskap, aðferðir kenndar og ráð gefin. Einnig em í henni hugmyndir, fróðleikur og ýms- ar útfærslur á prjóni og munstmm, meðal annars kaðlaprjóni og klukku- prjóni, fyrir þá sem Iengra em komn- ir. Einnig er sýnt hvemig reikna skal út stærðir, ganga frá flíkum og margt fleira. Fjöldi skýringarmynda og munstur- teikninga í bókinni auðveldar notkvrn hennar. Bókin er prentuð í Prentbæ hf. Gælur Klappa saman lófunum, er safn af bamagælum sem Ragnheiður Gests- dóttir hefur tekið saman og mynd- skreytt. Lítil böm hafa gaman af vís- um sem gjaman fylgja einfaldir hreyfileikir, og rímað mál örvar mál- þroska bama og hefur róandi áhrif á þau. Því er þetta gagnleg bók fyrir þá sem vilja raula við bömin. Mál og menning gefur út bókina, sem er 22 bls. og litprentuð í Hong Kong. Verð: 890 kr. Ella Fitzgerald sem mætti í hjólastól. Hún lét sig samt ekki muna um aö heilla viöstadda upp úr skón- um þegar hún söng „ The Lady Is A Tramp". Daginn eftir var hún flutt á sjúkrahús. Flórida eignast glæsi- lega menningarmiðstöð Burt Reynolds er innfæddur Flóridabúi og naut þess aö vera kynnir á opnunarhátíöinni í Kravis Center. Kona hans Loni Anderson kynnti vinkonu sfna... Nýlega var opnuð á West Palm Beach í Flórida menningarmið- stöðin Kravis Center með mikl- um glæsibrag. Kynnir á opnun- arhátíðinni var sjálfur Burt Reynolds sem var þarna á heimavelli, gekk í gagnfræða- skóla í næsta húsi, og meðal þeirra frægu listamanna sem vígðu svið og salarkynni má nefna óperusöngkonuna Le- ontyne Price, fiðlusnillinginn Isaac Stern, gamanleikkonuna Lily Tomlin, Broadway stjörn- una Faith Prince, sjálfa Ellu Fitzgerald þrátt fyrir dapra sjón, The Alvin Ailey American Dance Theater, Robert Peters og Flor- ida Philharmonic hlljómsveit- ina. Það tók 14 ár að hanna og reisa Fiölusnillingurinn Isaac Stern segir þá vera eftirlætistónleika- gesti sína sem koma til aö hlusta en ekki til aö sýna sig. Kravis Center og kostnaðurinn við bygginguna var 55 milljón dollarar. Það sem vekur þó einna mest athygli við þetta stórkost- lega framtak var að þegar er bú- ið að standa skil á öllum kostn- aðinum og aðeins 3 milljónir dollara komu úr opinberum sjóðum, hitt var gjafafé. Hver sá sem gaf meira en 5.000 dollara fékk nafnið sitt ritað á „heiðurs- vegg" í byggingunni. Það var því auðsótt mál að fá ríkasta og frægasta fólkið á West Palm Beach til að reiða fram 1000 dollara fyrir aðgöngumiða að vígsluathöfninni og geta séð nafnið sitt skráð eilífu letri á vegginn góða í leiðinni. Þarna gafst líka kærkomið tækifæri til að sýna sig og sjá aðra sína líka, enda er þarna eitt ríkasta samfé- lag á Vesturlöndum. Gestirnir nutu þess að neyta 20 kílóa af kavíar og 135 kílóa af reyktum laxi. Og þess að taka upp Cartier gjafirnar. En þeir nutu þess líka að sjá og heyra það sem lista- mennirnir færðu þeim og þess að dansa fram undir morgun. Auðvitað kostaði vígsluathöfn- in sitt og það var víst ekki mikið eftir af milljón dollurunum sem veittar voru til hennar. En við- staddir voru á sama máli og Burt Reynolds sem sagði: „Ríkið okkar getur státað af mestum vexti ríkja í Bandaríkjunum en við erum bara í 44. sæti þegar kemur að framlögum til lista. Það er kominn tími til að lag- færa það.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.