Tíminn - 30.12.1992, Qupperneq 2

Tíminn - 30.12.1992, Qupperneq 2
2 Tíminn Miðvikudagur 30. desember 1992 Félag rækju- og hörpudiskframleiðenda varar íslenska sölumenn að fara offari í ímyndaðri samkeppni sín á milli: Mikil óvissa um verðþróun á rækjuafurðum A5 mati Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda ríkir mikil óvissa um vi rðþróun rækjuafurða á næstu mánuðum, en miklar sveiflur hafa ein- kennt rækjuverð á liðnum misserum. Ennfremur hefur verð á hörpudiski farið lækkandi jafnframt sem gætt hefur sölutregðu. Félagið telur að full ástæða sé til að hafa áhyggjur af þessari þróun mála og varar jafnframt við því að íslensk- ir sölumenn fari offari í ímyndaðri samkeppni sín á milli á Bandaríkja- markaði. En þangað hafa framleið- endur leitað í æ ríkari mæli með hörpudiskafurðir sínar samfara hækkun Bandaríkjadollars. Þá hafa átt sér stað umræður með- al norrænna rækjuframleiðenda um sameiginlegt markaðsátak til að kynna kaldsjávarrækju, þannig að Samtök íþróttafrétta- manna: íþróttamaður ársins 1992 íþróttamaður ársins 1992 verður kjörinn þriðjudaginn 5. janúar n.k. en eftirtaldir tíu íþróttamenn fengu flest at- kvæði í kjöri Samtaka íþrótta- fréttamanna um íþróttamann ársins 1992 og einn af þeim hlýtur svo hina veglegu nafn- bót Þessir tíu eru: Bjarni Friðriks- son, júdó, Einar Vilhjálmsson, frjálsar íþróttir, Eyjólfur Sverr- isson, knattspyrna, Geir Sveinsson, handknattleikur, Kristján Arason, handknatt- Ieikur, Ólafur Eiríksson, íþrótt- ir fatlaðra, Sigrún Huld Hrafnsdóttir, íþróttir fatlaðra, Sigurbjörn Bárðarson, hesta- íþróttir, Sigurður Einarsson, frjálsar íþróttir og Úlfar Jóns- son, golf. -grh Nýr héraðs- dómari í Reykjavík Skúli J. Pálmason hæstaréttar- lögmaður hefúr verið skipaður héraðsdómari við héraðsdóm Reykjavíkur frá 1. febrúar á næsta ári. hún öðlist sjálfstæða ímynd sem gæðaafurð úr ómenguðum sjó. Til þessa hefur ekki orðið af slíku sam- starfí þótt allir aðilar séu sammála um að unnt sé að ná árangri á þann hátt. Félag rækju- og hörpudiskfram- leiðenda telur einnig líklegt að framboð af rækju muni frekar minnka en hitt en eftirspurn, a.m.k. kosti í Englandi, virðist vera minni en áætlað var og þá einkum vegna þarlendrar efnahagskreppu. Miklar verðsveiflur hafa einkennt verðþróun rækjuafurða, þ.e. á pill- aðri rækju, frá ársbyrjun 1990 og til og með nóvember á yfirstandandi ári. Samkvæmt vísitölu verðbreyt- inga í íslenskum krónum, miðað við að verð í janúar 1989 sé 100, var verðið hæst í ársbyrjun 1990 eða tæp 121 stig. Síðan þá hefur verðið farið lækkandi og fór niður í 93 stig sumarið 1991. Hækkaði síðan örlít- ið á fyrri hluta árs 1992, en á haust- mánuðum hvarf sá bati og þar réði gengisfall enska pundsins mestu. Síðan þá hefur verðið þokast eilítið uppávið en óvíst er hversu lengi sú þróun mun vara. -grh Könnun á reykingavenjum á geðdeildum Landspítalans: Yfir 70% sjúklinga á geðdeildum reyktu JVthyglísvert er hversu algengar innl. Á hinn bóginn kom í Ijós að endur og nær 13% til viðbótar reykingar eru, en niðurstöður nær 19% sjúklinganna gáfu töldu þá aðeins standa sig sæmi- hjúkrunarfræðingum slæma ein- lega á því sviði. kunn fyrir samskipti við aðstand- könnunarinnar sýndu að 71,2% sjúklinganna reyktu**, segir m.a. um niðurstöður eins hluta könn- unar sem gerð var meðal rúmlega 190 sjúklinga á geðdeildum Land- spítalans snemma á síðasta ári og sagt er frá í ársskýrslu RíkJsspít- ala. Jafnframt kom fram, að að- eins rúmlega þriðjungur (36%) þeirra sem reykja vfldu hætta reykingunum. Það kom sömuieiðis í ljós að að- eins rúmlega fjórðungur (28%) sjúklinganna eru sammála reyk- ingabanni á spítalanum, um 18% tóku ekki afstöðu, en vel yfir helmingur (54%) sjúklinganna lýstu andstöðu við reykingabann. Hvemig til hefur tekist við að framfylgja því þarf því vart að koma á óvart „Því miður hefúr ekki tekist sem skyldi að koma í veg fyrir reykingar á stofnuninni. Reynslan hefur sýnt að vinna verður meira með starfsliði geð- deildanna ef þær eiga að verða reyklaus vinnustaður“, segir hjúkrunarforsljóri geðdeildar í skýrslu sinni. Afstaða til rcyldnga var aðcins einn þáttur umræddrar könnunar. Mat sjúklinga á hjúkrunarþjón- ustu á geðdeildunum var annar þáttur. I ljós kom að 79% sjúk- linga töldu ummönnun á dagvökt- um góða eða mjög góða og aðeins 8% sögðu hana slæma. Þessar niðurstöður eru taldar góður vitn- isburður um hjúkrun á geðdefld- HEI Á næsta ári þurfa bifreiðaeigendur að greiða 100 krónum meira fyrir nýskráningu, eigenda- skipti og skoðun en í fyrra. Bifreiðaskoðun íslands: Skattheimta upp á 15 millj. vegna Umferðarráðs Á næsta ári munu bifreiðaeigendur þurfa að greiða 100 krónum meira fyr- ir nýskráningu, eigendaskipti og skoðun en þeir þurftu á yfirstandandi ári. Kari Ragnars forstjóri Bifreiðaskoðunarinnar segir að hér sé um sérstakan skatt að ræða sem reiknað er með að muni skila rfldssjóði allt að 15 millj- ónum króna á ársgrundvelli sem ætlaðar eru Umferðarráði. Fréttatilkynning frá Sniglabandinu Sniglabandið mun leika á nýárskvölds- fagnaði á Tveimur vinum og öðrum í fríi. Ýmsir góðir gestir munu troða upp með hljómsveitinni þetta kvöld og hætt er við að slegið verði upp hringdansi að fær- eyskum sið. Á laugardagskvöld verður Sniglabandið á Valtý á grænni treyju (þar sem áður var Grjótið) og verður það lokaball hljóm- sveitarinnar. Þetta verða síðustu uppákomur hljóm- sveitarinnar í bili, því fyrir dyrum er hljóðver; upptökur og vinnsla nýrrar plötu sem kemur út með vorinu. Sniglabandið vill nota tækifærið og senda velunnurum sínum hugheilar stuðkveðjur á þessum tímamótum og þakka allt liðið og einnig það sem ókom- ið er. Karl Ragnars, forstjóri Bifreiða- skoðunar íslands hf., leggur áherslu á að fyrirtækið sé þarna einungis að innheimta sérstakan skatt fyrir rík- issjóð, en ekki að hækka eigin gjald- skrár sem reiknað er með að verði óbreyttar. Á yfirstandandi ári er bú- ist við að Bifreiðaskoðun íslands hf. verði rekin með 10-20 milljón króna tapi og verður því mætt á nýju ári með ýmsum aðgerðum til hagræð- ingar. Meðal annars verður dregið verulega úr skoðunarferðum bif- reiðaeftirlitsmanna til hinna dreifðu byggða landsins og eins verður bif- reiðaskoðunin á Eskifirði lögð nið- ur. í vor er ætlunin að taka í notkun nýja skoðunarstöð sem verið er að byggja í Njarðvíkum en áætlaður byggingarkostnaður hennar er um 32,4 milljónir króna. Karl Ragnars segir að það leiguhúsnæði sem Bif- reiðaskoðunin hefur í Keflavík og var breytt í skoðunarstöð á sínum tíma, samrýmist ekki þeim kröfum sem gerðar eru til bifreiðaskoðunar og því hafi verið nauðsynlegt að ráð- ast í nýbyggingu í Njarðvík. Að því loknu verður ráðist í byggingu skoð- unarstöðvar á Sauðárkróki og þá verður Bifreiðaskoðun komin með stöðvar í öll átta kjördæmi landsins. Við síðustu áramót voru bókfærð verðmæti fasteigna Bifreiðaskoðun- ar 360 miljónir króna og tæki til að skoða bfla um 77 milljónir króna, eða samtals 437 milljónir. Næsta haust er gert ráð fyrir að lok- ið verði uppbyggingu sérstaks gæða- kerfis hjá Bifreiðaskoðun sam- kvæmt evrópskum gæðastaðli núm- er 45000. Þetta kerfi byggir m.a. á því að starfsmenn Bifreiðaskoðunar gæti fyllsta hlutleysis gagnvart neyt- endum. „Þannig að þetta er fyrst og fremst spurning um að aga mannskapinn", segir Karl Ragnars, forstjóri Bif- reiðaskoðunar Islands hf. -grh Aðalfundur Sjómannafélags Eyjafjarðar mótmælir harðlega hugmyndum um nýjar álögur á sjómenn: Borgum ekki tap útgerðarinnar Aðalfundur Sjómannafélags Eyjafjarðar hafnar því algjörlega að sjómenn taki þátt í álögum á útgerðina sem stjómvöld hafa boðað, þ.e. þeim sem felst í svokölluðum Þróunarsjóði. Fundurinn telur aldeilis fráleitt að sjómenn eigi að taka þátt í að borga gjaldþrot illa rekinna frystihúsa, fiskverkunar- húsa og útgerða í formi aukinnar kostnaðarhlutdeildar. Fundurinn mót- mælir sömuleiðis að einstakar útgerðir skuli Iáta sjómenn taka þátt í kvóta- kaupum. Aðalfundur Sjómannafélags Eyja- fjarðar var haldinn 28. desember. Fundurinn fjallaði um mörg mál, en atvinnumál og stofnun Þróunar- sjóðsins voru einna efst á blaði. Fundurinn skoraði á stjórnvöld að setja atvinnumálin efst á forgangs- lista sinn. Minnt er á að enn séu fjöl- margir möguleikar í sjávarútvegi ónýttir, eða sem hægt sé að nýta bet- ur. Bent er sérstaklega á gildi þess að auka samstarf við erlenda kaupend- ur sjávarafurða. Fundurinn hvatti stjórnvöld til að leyfa hrefnuveiðar aö nýju svo og aðrar hvalveiðar á komandi sumri. Þá þurfi að rannsaka betur hvala- og selastofna við landið og áhrif þeirra á stofna nytjafiska okkar. Sjómenn við Eyjafjörð mótmæla einhliða túlkun einstakra útgerðarfyrirtækja á veik- indaréttindum sjómanna. Fráleitt sé að trúnaðarlæknir LÍÚ eigi að hafa vald til að ákveða hvort læknisvott- orð frá læknum úti á landi séu tekin gild. Dæmi séu um að sjómenn hafi verið reknir úr starfi fyrir að vera sjúkir. Harðlega er mótmælt tekjurýrnun- araðgerðum ríkisstjórnarinnar og harmað að ríkisstjórnin skyldi hafiia tillögum aðila vinnumarkaðarins í skatta- og efnahagsmálum. Fundurinn mótmælti ennfremur fækkun í áhöfn fiskiskipa. -EÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.