Tíminn - 30.12.1992, Síða 4

Tíminn - 30.12.1992, Síða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 30. desember 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNPIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tíminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verö I lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Eitt rekur sig á annars horn Fjárlög fyrir árið 1993 voru afgreidd á Alþingi síð- ustu dagana fyrir jólin. Yfirlýst markmið stjórn- valda með gerð fjárlaga var að varðveita stöðug- leika og auka atvinnu. Þegar fjárlög liggja nú fyrir í endanlegri gerð er eðlilegt að enn sé reynt að meta þau áhrif sem þau hafa á efnahagsástandið í land- inu og atvinnustigið. Við gerð fjárlaganna komu vel í ljós þverbrestir í stjórnarliðinu og ennfremur að forusta ríkisstjórnarinnar er ekki sterk, og á greinilega á brattann að sækja innan stjórnarflokk- anna. Þetta kom greinilega fram í því að ýmis áform um efnahagsaðgerðir voru kynnt í ríkisstjórninni, en komu aldrei til framkvæmda vegna innbyrðis and- stöðu í flokkunum eða á milli stjórnarflokkanna. Þetta spáir ekki vel um framhaldið því þrátt fyrir staðhæfingar þar um, er alveg ljóst að fjárlögin ein nægja ekki til að snúa efnahags- og atvinnuþróun- inni við. Ljóst er að þörf er styrkrar forustu en ekki verður séð að hún sé fyrir hendi í stjórnarflokkun- um. Fjárlagagerðin einkenndist af ruglingslegum aðgerðum. Eitt rekur sig á annars horn. Þegar upp er staðið er ljóst að miklar álögur hafa verið settar á allan almenning í landinu. Nýjar skattaálögur umfram kerfisbreytinguna sem fylgir niðurfellingu aðstöðugjalds, eru 1815 milljónir króna. Þar vega þyngst breytingar á tekju- og eignaskatti m.a. með lækkun skattleysismarka upp á 3800 milljónir króna. Virðisaukaskattur á að skila 1300 milljón- um, sérstakt bensíngjald 780 milljónum og trygg- ingagjald 50 milljónum. Á móti koma greiðslur til sveitarfélaga til að bæta upp aðstöðugjaldið upp á 4000 milljónir og lækkun gjaldeyrisskatts upp á 115 milljónir. Auk skattanna eru svo miklar álögur á þá sem njóta sjúkratrygginga og almannatrygg- inga. Það versta við þessar skattaálögur er að sumar þeirra vinna gegn því markmiði að auka atvinnu í þjóðfélaginu. Ljóst er að virðisaukaskattur á bæk- ur, tímarit og aðra fjölmiðla, stefnir útgáfu þeirra í stórhættu og eykur líkur á því að prentverk færist úr landi í auknum mæli. Ef þessi mál fara á versta veg styrkist ennþá sá vítahringur sem ríkisfjármál- in eru í, en hann er sá að minni atvinna þýðir minni veltu og minni tekjur í ríkissjóð. Sama er að segja um þá aðgerð að leggja virðis- aukaskatt á ferðaþjónustu, þá ungu og viðkvæmu atvinnugrein. Ljóst er að ferðaþjónustumenn hafa gengið mjög langt í verðlagningu og hætta er á því að ferðaþjónustan verði verðlögð út af markaðin- um. Það er alvarlegt mál fyrir ríkissjóð og dregur úr þeim tekjum sem hann fær. Alvarlegast er það þó fýrir atvinnulífið og það fólk sem vinnur við þessar nýskattlögðu atvinnugreinar. Þau fjárlög sem knúin voru fram í lokaafgreiðslu á Alþingi fyr- ir jól, eru því hættulegur gerningur og í rauninni er það eina jákvæða sem stendur eftir; niðurfell- ingin á aðstöðugjaldi fyrirtækja. Okfcur er sagt að faér á Jandi rífci fcreppuástand og fjökti manns cigi hvoriá til hnífs né skeiöar. Því miður munu sHfcar fuDyrðingar vcra sann- ar, þó sem betur fer séu þeir fleiri sem efcki líða skort og mefaa að segja hafi mikiu meira faanda á milli en þeir hafa þörf fyrir Þessar andstæður í íslensfcu samfé- lagi koma sjaldnast eins skýrt fram og yfir hátíðamar, þegar neyslualdan rís hvað hæst Garri varð því nokkuð snortinn, þegar faann ias um það faér í blaðinu að um 700 fiolsMdur hafi orðið að leita fajálpar fajá Mæðrastyrksnefnd, sem var veruieg aufcníng frá því í Jyrra, og sama er að segja um þá staðreynd að þær hjá Sókn faafa aidr- ei í sögu féíagsins orðið varar við eins mikda þörf á aðstoð eins og nú fyrir jólin. Þetta spiUtí þó ekfci veru- Iega fyrir veisluhöldum Garra, sem tókst að belgja sig út af mat og drykfc in þess að finna tíl mikfls samvisku- bits, Og þó var jóJahald Garra með fá- breyttara sniði en oft áður, rétt eins og hjá þorra felenskra Jaunamanna, sem hafa úr síMt minna ráðstíifun- arfé að spila. En ef mið er tefcið af minni kaupmætti Jaunamanna og mikluni fjölda ahinnuleysingja ann- ars vegar og svo því að kaupmenn segjast ekfci hafa orðið varir við mjög mikinn samdrátt í verslun hins veg- ar, er Jjóst að einhvetjir hópar hafa verslað meira en nokkru sfami fyrr. Auk þess er eldd ótrúlegt að margir hafi eytt mefau um jólin en sfcynsam- legt geturtalist, miðaóvið þærtekjur sem fyrir Jtendi eru. 200 m.kr. flugelda- sýning Hvað sem því fa'öur, þá er Jjóst að skápting hefur verið að aufcast ár frá ári —þeir rífcu hafe oröið ríkari og erum Jfaent á þessa þtóun og varað við henni, en efcfcert hefurþó gerst raun- Jiæft til að snúa henni við. Það er stundum taiað um að fólk sé í neysfu, þegar það er undir áhrifum vímueftú og t annariegu ástandl. Þegar Garri heyrði hversu háar upp- hæðirnar eru, sem eytt verður í fiug- elda yfir áramótin, sannfærðist hann um að einhvers konar víma væri í gangi. 200 milljónir telja menn að muni verða sprengdar um áramót, en fyrir slika upphæð hefði mátt fajarga möigu velferðarmálinu, svo eldd sé talað um ef þessari upphæð hefði veriö veitt til atvinnuuppbygg- ingar eða aitnars í þeim dúr. Um íslensku þjóðina má e.tv. segja að hún $é í buUandi neysiu og þvt í efats Jconar vímu, enda hefur Seðla- banldnn upplýst að neysla tífsgæða hér á landi er í sögulegu Iiámarid um þessar mundin þrátt fyrir alla krepp- una. Vímuástandið, sem Jún gegnd- ariausa neysla viröist hafe komið þjóðinni í, er síðan ein helsta skýr- íngin á sinna- og afsldpkleysi þjóð- arinnar gagnvart vaxandi misstópt- ingu gæðanna og sífellt augijósara ranglætí f þjóófélaginu. Engin leið að hætta? legt ástandið á þjóð, sem kynnst hef- ur gildi satnfajáfyar í gegnum alda- langa baráttu f hatðbýlu landi, þegar þegnamir horfe upp á náungann betjast um í fáiæktarnetinu og vttð- ast telja það snta hektu siðferðis- skyldu að aufca nú heldur við neyslu sína. Sannlcifcurinnerauðvitað sáað allir vita að neyskrn hefur á fiölmörg- um sviðutn gengið út í öfgar. Hins vegar hætta menn ekki í neysfu einn góðan veðurdag, slífc neysiuafvötnun tekur eflaust langan tíma og þarf að feraframíþrepum. Garrier ektó iík- legur meðferðarfulltrúi í þessum efnum, enda svipar honum til hinna neyslufíkianna með það að vera fjót- ur að fiima bxýnar ástæður fyrir sí- aukinni neysiu. Þessa dagana hefur Garriþað td. sér helst tð málsbófe f fikn sinni að hann ástundar fyrst og fremst „atvinnubótaneyslu“ og kaupir eins ntildð af íslenskum vör- um og fjárhagurhm frekast Jeyfir. Það sfcapar jú störf að velja tslensfct og hver veit nema einmitt slífc „at- vinnubótaneysla“ getí orðið til þess að bæta hér ögn atvinnuástandið þegar fram Uða stundir. Batínnverð- ur e.tv. etód 200 milljón fcróna vfaði á einni kviikLstund, en þó einhver. Garri Björt tíð og fögur íyrirheit Um áramót gera landsfeður og sumir aðrir upp við liðið ár og horfa fram á veginn, og vonglaðir tíunda þeir þær lífsins lystisemdir og uppfyllingu óskanna sem nýja árið mun færa. Eitthvað mun tæpt á erfiðu árferði til sjávarins og að ástand markaða sé ekki eins og best veröur á kosið. Áhugi á stóriðju- framkvæmdum er í lág- marki og vamarliðið er ekki lengur sú auðsuppspretta, sem ganga hefur mátt að sem vísri og ekki hefur klikkað í hálfa öld. Samt er engin þörf að kvarta, því íslendingar eru rík þjóð (sjáið bara Sómalíu) og mun fara létt með að krafla sig fram úr vandræðunum, sem eru svosem varla þess verð að minnast á þau. Svo er fólkið svo duglegt, vel menntað, ungt og trú- ir á sjálft sig, framtíðina, hreina loftið og tækniframfarimar. Á þess- um nótum er tilvalið að vitna í þjóðskáldin. Barlómur og vesældarvæl er víðs fjarri öllum áramótaávörpum, enda gerir hann ekki annað en draga kjarkinn úr mannskapnum og skemmir fallegu framtíðar- draumana. Súpugerðin mikla Fjármálaráðherra er eini maður- inn í landinu sem ekki veit að fjár- lagahallinn verður miklu, jafnvel margfalt meiri en nýbúið er að samþykkja. Efnahagsspámar em með enn hærri verðbólgustig en lagasetningin gerir ráð fyrir og at- vinnuleysisstigið fer í áður óþekkt- ar hæðir. Tekjur ríkis og sveitarfé- laga minnka hins vegar vemlega. Tölurnar, sem standa að baki skuldasúpunum, eiga heist hlið- stæður í bókum um stjömufræði fyrir byrjendur. Ný grein aivöru- skuldasöfnunar er komin í súpu- safnið til að vera. Það eru skuldir heimilanna, sem hækka svo óð- fluga að farið er að skyggja jafnvel á skuldir útgerðarinnar, sem þó eru ekkert til að skammast sín fyrir. Svo em skuldir Landsvirkjunar og aðskiljaniegra atvinnuvega, borgar og sveitarfélaga sem best er að minnast ekkert á. Niðurgreiðslur vaxta og aðrar fjár- skuldbindingar ríkissjóðs em smotterí sem ekki er vert að leggja saman. Skuldbindingar vegna líf- eyrissjóða ráðherra, þingmanna og annarra opinberra starfsmanna eru vala neitt meiri er útgerðarskuld- irnar. Almennir lífeyrissjóðir segja þurrlega að þeir eigi einfaldlega ekki fyrir skuldbindingum þeim, er þeir hafa tekið á sig. Vaxtagreiðslur fyrir félagslega byggingabáknið og lánasjóð námsmanna em heldur % ekki til að hafa neinar áhyggjur af. Það væri ekki fyrr en einhverjum asnanum dytti í hug að fara að leggja saman upphæðirnar í skuldasúpunum og þær ótæpilegu skuidbindingar sem það opinbera tekur á sig með glöðu geði, að hroll setti að þeim sem skilja háar tölur. En sem betur fer dettur engum heilvita manni í hug að auka þjóðinni bölsýni með því að fara að draga saman staðreyndir og reka þær upp í nefið á manni. Löstur lasta Af því að þjóðinni er bjartsýni í blóð borin veit hún að bölsýni er löstur, sem getur af sér enn aðra lesti, jafnvel sparsemi og hófsemd sem er hagvextinum hættu- legri en nokkurt annað hugarástand og þar með andstætt heilbrigðri efna- hagsþróun. Margt fáum við að heyra fallegt um áramót- in og ljúfast lætur hólið í eyrum, þegar vitnað er í feðranna frægð og að fólkið sé fagurt og frítt, eða er það landið með laxveiðiperlum sínum sem farnar eru að verðfalia heldur ískyggilega. En það hlýtur að vera stundarfyrirbrigði, því bráðum fer aftur að vaxa hár í lóf- unum og náttúra íslands að gefa af sér beinharða peninga. En nú sem fyrr er hún fögur þegar vel veiðist, að minnsta kosti í augum þeirra sem aðstöðu hafa til að græða á henni. íslensk menning er rík jafnt að andlegum sem veraldlegum auði. Rödd íslands giymur á frægustu óperusviðum og frægð Akureyrar flýgur um allan heim. Hraustir menn hljóma í bíóum Svíþjóðar og Þýskalands og miklar fréttir eru í Foldinni aö íslensk bók- menning hafi lagt Lundúnaborg að fótum sér með upplestrum og leikspili á gormánuði. Vígsla nýrra íþróttahúsa og fagn- aðarríkar móttökur nýsmíðaðra frystitogara á stærð við Gullfoss heitinn eru tíðir viðburðir og gefa fyrirheit um bjarta og gæfuríka framtíð. Um það fáum við að frétta nánar þegar yfirvöldin ávarpa glaðsinna þegna sína í kringum áraskiptin. OÓ VÍTT OG BREITT V_______________J

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.