Tíminn - 30.12.1992, Qupperneq 5

Tíminn - 30.12.1992, Qupperneq 5
Miðvikudagur 30. desember 1992 Tíminn 5 HAGNÝT UPPELDISFRÆÐI Guðrún Helga Bjarnadóttir: Hagnýt uppeldlsfræöi Kennslubréf 2. Umönnun 1. Umönnun er hverju barni mikilvæg og nauðsynleg fyrir alla framtíð. Andleg umönnun er hluti af umönnuninni og alls ekki minna mikilvæg. Hún örvar tilfinninga-tengsl milli barns og fóstru. Hér á ég við ástúð, umhyggju og hlýju í garð barnsins. Nauðsynlegt er að hlusta á börn. Heyra hvað þau hafa að segja og hvernig þeim líður, bæði í sorg og gleði. Börnin eru svo einlæg upp til hópa að þau treysta manni fljótt fyrir öllum sínum leyndarmálum, ef við gefum færi á okkur. Þau eru fljót að skynja hver vill skipta sér af þeim og hver ekki. Börn svara yfirleitt á sama hátt og þeim er sýnt, þ.e. þau „kópíera" það sem þau finna hjá öðrum. Líkamleg umönnun skiptir miklu máli hvað varðar umhirðu og ýmsar frumþarfir barnsins. Svo sem að klæða sig í og úr, fæða/mata þau, þrífa, svæfa/vekja o.s.frv. Með tímanum læra þau þessi handtök og geta gert þau sjálf við sig og jafnvel aðstoðað við önnur börn þegar frá líður. Umönnun fyrir einu barni í senn breiðir þannig úr sér að allur hópurinn fær umönnun. Þetta er mikilvægt atriði hvað varðar síðan samskipti barnanna. Ef börnum líður illa, þurfa þau að fá tækifæri til þess að koma því á framfæri. Ef ekki er neinn til að taka þátt í því, getur það bitnað á hinum börnunum á leikskólanum. Gagnkvæm tillits- semi er eitthvað sem börnin þurfa að læra og er leikskólinn einn besti staðurinn til þess að fá börn til þess að bera virðingu hvort fyrir öðru og taka tillit til hvors annars. Hér er það fóstran sem gegnir því mikilvæga hlutverki að koma þessu til skila. 2. Það sem mér finnst hafa mest áhrif á samskipti barns og fullorðins inni á leikskólanum eru öll dagleg samskipti. Fullorðnir eru fyrirmynd barna og ber fóstrum því að vanda sig í samskiptum, en ekki bara við börnin heldur líka við annað starfsfólk og aðra fullorðna, því börnin taka eftir flestu sem verður á vegi þeirra. Dagleg samskipti hefjast strax og börnin koma. Það er gífurlega þýðingarmikið að vel sé tekið á móti börnunum þegar þau mæta á leikskólann sinn. Þegar ég nefni „vel” á ég við að einhver komi til móts við barnið, heilsi því og bjóði það velkomið. Hið sama á við brottför þegar dagurinn er liðinn. Þá ber að kveðja og vekja með barni þær tilfinningar að það sé ætíð velkomið og hlakki þar af leiðandi til þess að koma aftur á morgun. Öll jákvæð framkoma við barn veitir því sjálfstraust og ég trúi því að barn sem treystir á sjálft sig er mun hamingjusamara en önnur börn. Fullorðnir eiga að ná að laða fram það besta sem börnin geta og kunna og þau leggja sig þá mun betur fram en ella. Annað atriði sem mér finnst vert að taka fram er það, að það skiptir ekki bara máli hvað er sagt við börn, heldur hvernig það er sagt. Hér á ég við tóninn í röddinni, svipbrigði og jafnvel aukasetningar sem bera með sér vantraust. T.d. í föndri, er hægt að láta börnin klippa sjálf út, en sleppa þá þessu „En passið að klippa ekki í fötin ykkar eða fingur". 3. Táka verður tillit til þess hvað hæfir hvaða barni með tilliti til þroska þess og aldurs. Barnið verður að upplifa sjálft sig jákvætt - upplifa sig þannig að það er viðurkennt af fullorðnum og öðrum börnum í kringum sig í leikskólanum. Þetta atriði er talið eitt af mikilvægustu þáttunum í leikskólanum. Daglegar venjur 1. Skipulag í leikskólum veitir bæði starfsfólki og börnum visst öryggi. Hér á ég við að með því að vita yfirleitt alltaf hvað gerist í framhaldi af öðru er hægt að ganga beint í verkin. Við vitum jú, að fólk er misjafnt, hvað varðar skipulag og frumkvæði, þess vegna tel ég þetta mjög mikilvægt. Hinar svokölluðu daglegu venjur á leikskólum eru meðal frumþarfa barnsins, þ.e. að matast, klæðast í/úr, hvíla sig og þrífa sig. Séu þessi atriði höfð í föstum skorðum, eykur það t.d. tímaskyn barnanna, þau verða öruggari og öll samvinna ætti að vera betri. Því eldri sem þau eru, lærist þeim t.d. að fara sjálf á klósettið þegar þeim er „mál“, þvo sér fyrir/eftir matinn og jafnvel aðstoða við að klæða sig og aðra í/úr. Daglegar venjur er eitthvað sem verður að gera hvort sem barnið er heima hjá sér eða í leikskólanum. Þetta er stórt atriði á hverjum degi sem alltaf verður að taka tillit til. Þegar þetta er í föstum skorðum er hægt að koma því þannig fyrir að „biðtími" verði eitthvað sem börnin þurfa ekki að kynnast. Kristján Björnsson. Undarleg draugasaga Kristin Stelnsdóttir: Draugar vilja ekkl dósagos. Vaka-Helgafeli 1992. Þetta er undarleg draugasaga. Unglingspiltur, sem ekki hlaut leg í vígðri mold, er bundinn við sitt gamla umhverfi og er meinað að halda áfram eftir þeirri þroska- braut sem honum átti að standa opin. En þegar nýtt fólk kaupir húsið og flytur í það, kemst hann í kunningsskap við telpu og úr því verður vinfengi og er falleg saga af því. Þessi saga fellur ekki að neinum kunnum hugmyndum um fram- haldslíf, en hún segir frá persón- um sem þægilegt er að kynnast. Þannig mun hennar verða notið án þess að játast nokkru sérstöku kenningakerfi um framhaldslíf eða eilífðarmál umfram það að góðvild og drengskapur er eilífðarmál sem varðar okkur öll. H.Kr. Sýningarstimplar og kort Það hefir ekki borið mikið á þeirri þjónustu sem Póstmálastofnun veitir, að hún hefir að undanfómu verið að selja kort, sem tengjast ýmsum alþjóðlegum sýningum frímerkjasafnara. Ennfremur hafa verið sérstakir stimplar á þessum frímerkjasýningum og jafnvel frí- merki sem tengjast tilefninu. Til að útskýra þetta nánar skal ég taka dæmið um fund Ameríku. Af því tilefni eru gefin út frímerki þann 6. apríl. Þama er um tvöfalda útgáfu að ræða, það er að segja tvö 55,00 króna frímerki, sem annars- vegar eru í venjulegum 50 stykkja örkum, en hinsvegar í smáörkum þar sem bæði merkin eru í einu eintaki hvort í örkinni og mynd- efnið fært út fyrir frímerkin. Þessi frímerki gátu svo safnarar náttúr- lega eignast sem: ónotuð, notuð, á fyrsta dags bréfi, í heilörkum og smáörkum. Svo var líka hægt að leita að afbrigðum og þau em til. Þar er neðsta takkaröðin í stóru örkunum 1,5 mm ofar en hún á að vera í merki Leifs Eiríkssonar. Verður merkið því mjórra sem því nemur. Nú skulum við snúa okkur að stimplunum. Það er þá fyrst fyrsta dags stimplunin, þar næst eru svo sérstimplar af tilefninu. Þá er fyrst að nefna stimpil á frímerkjasýn- ingu sem haldin var í Chicago, „World Columbian Stamp Expo- ’92“. Þar var fyrirtæki Póstmála- stofhunar sem við köllum Frí- merkjasöluna, en heitir á alþjóð- legu máli POSTPHIL, með sölubás og stimpil. Þama var auk þess til sölu sérstakt kort, póstkort eða maximkort hvort sem við kjósum að nefna það, og var hægt að fá frí- merkin stimpluð á framhlið eða bakhlið kortsins með sérstimplin- um þama á sýningunni í Chicago. Sýning þessi stóð frá 22. maí til 31. sama mánaðar, í ár. Síðar á árinu var svo haldin al- þjóðleg sýning í Genúa á Ítalíu og fyrir þá sýningu gaf Póstmála- stofnun enn út sérstakt kort, með mynd af smáörkinni og setning- unni „Fundur Ameríku“ á sex tungumálum undir myndinni, auk þess sem hægt var að líma frímerki hægra megin við myndina og fá (KUnti .55"?, 1 fsiS ' > CA-V » t <? FUNDUR AMERÍKU Dmcmxry y/ Ameríái Kort meö mynd Leifs Eiríkssonar, stimplaö í Ameríku á alþjóölegu frímerkjasýningunni. Það er einnig meö frímerkinu sem ber mynd af leiö hans og skipi því er hann sigldi á. * LfclFUK £IRÍR$$0N UM 1000 EUKOPA f'-T ’ViISIH...... KHISTÓFtH Ki'lLUMlSUS- II92 KtlBÖPA 1 FUNJDUR AMERÍKU AMERIKAS OPDAGELSE * DISCOVERY OF AMERICA ENTDECKUNG AMERIKAS • DÉCOUVERTE DE I'AMÉRIQUI SCOPERTA DELL'AMERICA Kortiö meö mynd frlmerkjanna, sem gefiö var út til nota á frlmerkja- sýningunni I Genúa á Ítalíu. Mynd smáarkarinnar og áletrunin um „Fund Ameríku“. það stimplað með sérstimplinum á sýningunni. Þá skal það tekið fram, að þessar stimplanir er einn- ig hægt að fá á venjulegum um- slögum, sem póstlögð eru á við- komandi sýningum og send áfram, alveg eins og hægt er að senda póst frá Pósthúsinu í Reykjavík, þegar sérstimplar eru notaðir þar, dag og dag. Þarna er í raun komin ansi mynd- arleg flóra af möguleikum á því að safna aðeins frímerkjunum með myndum af siglingum Leifs Eiríks- sonar og Kristófers Kólumbusar til hennar Ameríku fyrir 1000 og 500 árum síðan. Gerum okkur smá yfirlit yfir þessa söfnunarmöguleika: 1) Frímerkin ónotuð eða notuð úr stórum örkum. 4 möguleikar. 2) Frímerkin úr smáörkunum, notuð eða ónotuð. 4 möguleikar. 3) Heilar arkir frímerkjanna stimplaðar eða óstimplaðar. 6 möguleikar. 4) Frímerkin á venjulegum bréf- um, þá aðeins reiknað með einu merki á hverju bréfi. 4 möguleikar. (Með öðrum merkjum, fjöldi möguleika). 5) Fyrsta dags bréf með báðum gerðum. 2 möguleikar. 6) Kortið með Leifi Eiríkssyni, án merkja og með. 5 möguleikar. 7) Kortið með mynd smáarkarinn- ar, án merkja og með. 5 möguleik- ar. 8) Merkin öll á venjulegum um- slögum, með sérstimplum sýning- anna tveggja í Ameríku og á Ítalíu. 10 möguleikar. Þarna erum við komin með 40 mismunandi gerðir af frímerkjun- um og notkun þeirra, sem setja mætti í tegundasafn um: 1) Fund Ameríku. 2) Landafundi íslendinga. 3) Leif Eiríksson.... Eigum við nokkuð að vera að telja upp fleiri möguleika? Þeir hljóta að vera nær ótæmandi. Það eina, sem hindrar fjölbreytni þess hvernig við söfnum frímerkjum, eru takmörk hugmyndaflugs okk- ar sjálfra. Sigurður H. Þorsteinsson Fjárhverfiir sækja í sig veðrið Eftirlitsaðilar með bönkum og öðrum peningastofnunum hafa áhyggjur af örum vexti viðskipta með fjárhverfur (money derivati- ves), sem er safnheiti gjaldeyris- býtta (swaps), valkosta (options) og forkaupa (við tilgreint gengi og tilgreinda vexti). Þannig hvatti að- albankastjóri Deutsche Bank, Hilmar Kopper, þá í sumar „til að hvessa sjónir" á þau, að sögn Inter- national Herald Tribune 2. júní 1992. Tilefni orða hans mun hafa verið birting síðustu skýrslu Bank for International Settlements um vöxt viðskipta með fjárhverfur, en í henni er upphæð útstandandi fjár- hverfna sögð hafa numið 7,5 billj- ónum $ (enskum trilljónum) í árs- lok 1991, en hún nam 1 billjón $ fimm árum áður. Ofangreind orð lét aðalbankastjóri Deutsche Bank Viðskiptalifið falla í viðtali í Toronto á ársþingi 107 stærstu viðskiptabanka heims. Aðspurður, hvort hann óttaðist, að viðskipti með fjárhverfur gætu skapað álíka mikinn vanda sem Iánveitingarnar til þróunarlanda á níunda áratugnum og lánveitingar til húsbygginga á upphafi hins tí- unda, svaraði hann: „Svo langt geng ég ekki.“ Dunhill kaupir tískuhönnun Lagerfelds Eitt dótturfélaga breska tóbaks- hringsins Rothmans Intemational PCL, Dunhill, keypti í sumar tísku- hönnun Karls Lagerfeld, sem áfram verður við hann kennd og hann mun veita forstöðu, að til- kynnt var í París 1. júní 1992. Kaupverðið var 28,9 milljónir $, en umsetning tískuhönnunar Lager- felds 1991 mun í smásölu hafa numið um 133 milljónum $. Er þá slitið fyrra samstarfi og sameign- artilhögun Lagerfelds við Revillon Luxe S.a. — Dunhill keypti 1985 fatahönnunina Chloe, og mun Karl Lagerfeld nú hafa umsjón með henni.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.