Tíminn - 30.12.1992, Page 9

Tíminn - 30.12.1992, Page 9
Tíminn 9 Miövikudagur 30. desember 1992 DAGBOKI Myndin er tekin í Kaupþingssalnum f húsi Eimskipafélagsins þar sem Rauöi kross fslands var stofnaöur 10. desember 1924. Á myndinni eru Hannes Hauksson, framkvæmdastjóri RKf, og Þorkeli Sigurtaugsson, framkvæmdastjóri Eimskips, meö piötuna Minningar 2. Vel gengur aö selja plötu til styrktar RKI „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þræðir Rauða krossins og Eimskipafélagsins liggja saman. Það var einmitt hér í Kaup- þingssalnum í húsi Eimskipafélagsins sem nokkrir valinkunnir sómamenn komu saman og stofnuðu Rauða kross íslands fyrir réttum 68 árum,“ sagði Þor- kell Siglaugsson, framkvæmdastjóri hjá Eimskipafélagi íslands, en Eimskip kost- aði gerð plötunnar Minningar 2, sem seld er til styrktar Rauða krossi íslands. Þorkell sagði að það hefði einmitt verið þáverandi stjómarformaður Eimskipafé- lagsins, Sveinn Björnsson, síðar forseti ■íslands, sem varð fyrsti formaður RKÍ. Aðrir frummælendur á fundinum í Kaupþingssalnum hefðu verið læknamir Gunnlaugur Claessen og Guðmundur Thoroddsen. Útgáfa plötunnar Minningar 2 er sam- starfsverkefni Rauða kross íslands, Hljóðsmiðjunnar, Skífunnar og Eim- skipafélagsins. Á plötunni em róleg og hugljúf lög í útsetningu Péturs Hjalte- sted. Nokkur laganna hafa þegar hlotið vinsældir, svo sem lag Bergþórs Pálsson- ar og Eyjólfs Kristjánssonar, Kannski er ástin, og lag Emu Gunnarsdóttur, Hver dagur. Sala Minninga 2 gengur vel, en hún er gefin út á kassettu, geisladiski og vinylplötu. Minningar 2 er hægt að kaupa í hljómplötuverslunum og á skrif- stofu RKÍ. Samvera í Skálholti Nú stendur yfir í Skálholti jóla- og ára- mótasamvera á vegum Skálholtsskóla. Á fastri dagskrá er einungis daglegt helgi- hald og matmálstímar, en þó er kl. 15 hvem dag boðið til samtals um tiltekið efni, eða til tónlistarstundar. Þátttaka er frjáls. Umræðuefnin verða reifuð í inn- gangserindi og síðan rædd. Þau taka mið af guðspjöllum daganna milli jóla og ný- árs. Þannig er eitt temað: „Bömin og heill þeirra“ (Bamaguðspjallið: MatL 2.16-18) og annað: „Efri árin“ (Símeon og Anna: Lúk. 2.34-38). Helgihald daganna rís hæst í miðnæt- urmessu á áramótum. Kostnaði er stillt í hóf. Böm 7-11 ára greiða þriðjung gjalds, 12-14 ára greiða hálft gjald, en yngri böm eru undanþeg- in greiðslu. Samverunni lýkur á nýársdag, 1. janúar. Almanakshappdrætti Þroskahjálpar Vinningsnúmer í almanakshappdrætti Landssamtakanna Þroskahjálpar árið 1992 eru: Janúar 5492; febrúar 17261; mars 2346; aprfl 17213; maí 9; júní 4022; júlí 17703; ágúst 2896; september 8439; október 6744; nóvember 4818; desember 17673. BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNlb ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 Messur í Hafnarfjaröarkirkju um áramót Gamlársdagur: aftansöngur kl. 18. Ný- ársdagur: hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Ræðumaður Hörður Zophaníasson, fyrr- verandi skólastjóri. Organisti Helgi Bragason. Sr. Gunnþór Ingason. Leitaö aö skjölum um Hjúkrunarfélagiö Líkn Hjúkmnarfélagið Líkn var stofnað í Reykjavík árið 1915. Starf Líknar var mikiívægur þáttur í heilbrigðismálum Reykjavíkur, þar sem haft var ffumkvæði að því að veita og skipuleggja hjúkrun í heimahúsum og lagður gmndvöllur að víðtæku heilsuvemdarstarfi. Félagið var formlega lagt niður árið 1956, þegar Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur tók til starfa. Á Borgarskjalasafni Reykjavíkur er varðveitt nokkuð af skjölum varðandi Hjúkmnarfélagið Líkn, enda er það merkilegur kafli í sögu Reykjavíkur. Stefnt er að því að gera skjalasafn Líknar sem heillegast á safninu. Óskað er eftir að þeir sem kunna að hafa undir höndum gögn frá eða varðandi Líkn eða upplýsingar um slíkt, hafi sam- band við Borgarskjalasafn Reykjavíkur í síma 632370. Þar gæti t.d. verið um að ræða fundargjörðabækur, bréf, ljós- myndir o.fl. Spennum beltin ALLTAF - ekki stundum Y _ a ' uag"»“ I--- LYFTARAR Úrval nýrra og notaöra rafmagns- og dfsillyftara Viðgerðir og varahlutaþjónusta. Sérpöntum varahluti PÖNTUM BÍLA ERLENDIS Leigjum og flytjum lyftara interRent LYFTARAR HF, Simi 91-812655 og 91-812770 Fax 688028 Vistfræði og dýraást eru aðaláhugamál Laetiziu Scherrer sem nú fetar stórstíg í fótspor föður síns, há- tískuhönnuðarins Jean-Louis Scherrer. Atvinnan er tískuhönnun og þar stjórna áhuga- málin ferðinni Laetizia Scerrer er ekki nema 23ja ára en þegar heimsþekkt fyrir að hafa blásið föður sínum, hinum fræga hátískuhönnuði Jean-Louis Scherrer, andagift í brjóst og borið föt hans til aðdáunar væntanlegum viðskiptavinum. Og nú er hún sjálf farin að feta í fótspor hans og hanna tískufatnað undir vörumerkinu „Laetizia For Tásha". Tásha er nafn- ið sem hún gaf heitt elskuðum enskum mjóhundi sem hún bjarg- aði úr hundageymslu. Vörumerkið sem hún hefur valið fötunum sínum er ekki út í bláinn. Hún er nefnilega altekin ást á dýr- um og vistfræði og í tískufatnaðinn sinn velur hún sér bæði efni og stíl í samræmi við áhugamálin. Munstrin á efnunum hennar eru af froskum, fílum og fiðrildum, blúss- urnar hennar útsaumaðar með hausum hreinræktaðra hesta, og — það sem vekur mesta athygli, hún notar eingöngu gerviefni í stað leð- urs og loðskinna í fatnað og fylgi- hluti. „Ég er alger grænmetisæta og vil ekki sjá afleiðingar þjáninga dýra í því sem ég framleiði," segir hún. ,AHar töskur, belti og skór er úr gervileðri, en það er óvanalega vel til búið. Reyndar er varan mín ekki bara sérstaklega vönduð að gerð, hún er líka afskaplega auðveld í notkun. Buxumar mínar úr „nauta- skinni" má t.d. þvo í þvottavél og þær em ekki dýrar," segir hún. Laetizia er ekki með neina hálf- velgju þegar áhugi hennar beinist að einhverju ákveðnu málefni. Auk dýraverndar- og vistfræðiáhugans er hún upptekin af ýmsu öðm, allt frá bömum með hvítblæði til flótta- manna í Sómalíu og að umhyggju- lausum dýmm. Laetizia er ekki á flæðiskeri stödd. Hún hefur komið sér fyrir á herra- setri í Normandy, í 200 km fjarlægð frá París. Þar hefur hún vinnustofu sína og sambýlismann, Englending- og álíka gagntekinn af ást á náttúr- inn Justin Portman, sem er málari unni og Laetizia. „Loðfeldirnir" hennar Laetiziu Scherrer eru ekkert slor og það sem henni þykir hvað mest um, engu dýri hefur blætt vegna þeirra.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.