Tíminn - 13.01.1993, Blaðsíða 1
Miðvikudagur
13. janúar 1993
7. tbl. 77. árg.
VERÐ í LAUSASÖLU
KR. 110.-
Utanrííkis- og forsætis-
ráðuneyti fá EES samn-
inginn í hendur og síð-
an er hann sendur for-
seta islands tii stað-
festingar:
Undirritar
EES í dag?
Óljóst er hvenær nákvæmlega
forseti íslands fær lög um stað-
festingu samníngs um Evr-
ópskt efnahagssvæði til undir-
ritunar, en hugsanlegt er að það
verði í dag. Pjöldi félaga, sam-
taka og einstaklinga, hefur
skorað á forsetann að undirrita
ekki samninginn, en vísa hon-
um til atkvæðis þjóðarinnar.
Eftir að lög hafa verið sam-
þykkt á Alþlngi er gengið frá
þeim með formlegum hætti og
þau send viðkomandi ráðuneytL
Þaðan fara þau til forsætisráðu-
neytisins, en ráðuneytið sendir
þau til endanlegrar staðfesting-
ar forseta íslands. Nokkuð mis-
munandi er hvað langur tími
líður frá því lög eru samþykkt á
Alþingi, þar til forseti undirritar
þau. Stundum líða nokkrir dag-
ar en í önnur skxpti er undirrit-
un hraðað.
Utanríkisráðherra hefur lagt
mikla áherslu á að staðfestingu
frumvarpsins verði lokið fyrir
fund embættismanna EB og
EFTA í Brussel sem hefst á
morgun, en á fundinum verður
fjallað um þær breytingar á
samningnum sem ákvörðun
Sviss að vera ekki aðili að EES
kallar á. Hugsanlegt er að utan-
ríkisráðherra Íeggi áherslu á að
óvissunni um afstöðu forsetans
tfl samnings, verðí einnig eytt
fyrir þennan fund.
Rifjað hefurverið upp að í síð-
ustu forsetakosningum var Vlg-
dís Finnbogadóttir, forseti fs-
lands, spurð að því hvort hún
teldi koma til greina áð forset-
inn nýtti sér ákvæði stjómar-
skrárinnar um að neita að und-
irrita lög og skjóta þeim þar
með undir þjóðaratkvæði. For-
setinn sagðíst myndi fara ákaf-
lega variega með þetta vald, en
sagði að tiivik gætu komið upp
þar sem beiting þess væri rétt-
Íætanieg. Hún sagðist td. ekki
myndi undirrita lög sem fælu í
sér að hér yrðu teknar upp
dauðarefsingar. -Eu
33 alþingismenn sögðu já en 23 nei við samningnum um Evrópska efnahagssvæðið í gær:
EES samningurinn
lögfestur á þingi
Alþingi íslendinga lögfesti samn- samninginn, voru greidd at- afgreitt frá Alþingi en ekki er þó að samþykkja það og gera þarf á
inginn um EES í gær með 33 at- kvæði um að vísa EES málinu til sopið kálið enn, þótt í ausuna sé samningnum breytingar sem all-
kvæðum gegn 23. Sjö sátu hjá ríkisstjórnarinnar en það var komið: Forseti íslands á eftir að ir aðilar að honum þurfa að sam-
við atkvæðagreiðsluna. Áður en naumlega fellt. staðfesta það með undirskrift þykkja.
atkvæði voru greidd um sjálfan Þetta umdeilda mál er því loks sinni, Evrópubandalagið á eftir Sjá blaðsíðu 3.
Sjö ungmenni voru handtekin á Alþingi þar sem þau
mótmæltu frumvarpi til iaga um EES í gær:
Með byssur og
í hermanna-
búningum á
þingpöllum
Til nokkurra ryskinga kom í gær
á þingpöllum Alþingis á miUi sjö
ungmenna á aldrinum 16-20 ára
og þingvarða á meðan á atkvæða-
greiðslu um frumvarp til laga um
EES stóð. Þar voru á ferðinni
ungmenni úr ÆskulýðsfyUdngu
Alþýðubandalagsins, og voru þau
á þingpöUum til að mótmæla
frumvarpinu.
Þau voru íklædd hermannabúning-
um, auk þess sem þau höfðu undir
höndum a.m.k. tvær leikfangabyssur
og borða með slagorðum gegn EES.
Þegar ungmenninn hugðust koma
borðunum fyrir framan á þingpöllum,
stukku þingverðir til og fjarlægðu
þau af þingpöllum og kom þá til ry-
skinganna sem áður eru nefndar og
féllu þá nokkur ungmennanna í gólf-
ið. Lögreglanvarkvöddtilogvorufé-
lagamir færðir á lögreglustöðina við
Hverfisgötu, þar sem þeir voru yfir-
heyrðir. Að sögn lögreglunnar kom
það fram í máli ungmennanna að þau
samþykktu þegar litið væri til baka,
að byssunum hefði verið ofaukið í að-
gerðunum og ekki hefði staðið til að
ógna einum eða neinum. En tilvera
leikfangaskotvopnanna hefði verið
óheppileg. Þá kom það fram í máli
ungmennanna, að þeim fyndist þau
ekki hafa verið að tmfla störf Alþingis,
enda hafi þau ehvori kallað neitt fram
í né viðhaft nein háreysti. Ungmenn-
in sjö hafa ekki komið áður við sögu
lögreglunnar og fengu þau að fara
heim að lokinni yfirheyrslu og
skýrslutöku. -PS
Þingvörður fjarlægir eitt ungmennanna af sjö, af þingpöllum, en
eins og sjá má á klæðnaðinum er um að ræða felubúning sem her-
menn nota gjarnan. Ungmennin voru með a.m.k. tvær byssur sem
við athugun reyndust vera leikfangabyssur. Á innfelldu myndinni
sést einn þingvarða handleika aðra byssuna. Tímamynd Ami Bjama
Gera má ráð fyrir allt að 6 milljóna kr. kostnaði við leitina á Bláfjallasvæðinu. Björn Hermannsson, framkv.stjóri Landsbjargar:
Besta borgunin var að finna mennina
„Besta borgunin er að fínna þessa
menn á lífi. Ég held að menn hafí
verið famir að missa vonina eftir
nóttina," segir Björa Hermanns-
son, framkvæmdastjóri Lands-
bjargar. Gera má ráð fyrir að kostn-
aður Landsbjargar vegna leitar á
Bláfjallasvæði um helgina, sé ná-
lægt 6 milljónum króna. Um 200
björgunarmenn voru í sólarhring
við leit á leitarsvæðinu.
Sé gert ráð fyrir að tími hvers um
sig kosti um 1.000 kr. og viðhalds-
og bensínkostnaði bætt við vegna 9
snjóbfla og 80 vélsleða, nálgast upp-
hæðin 6 milljónir króna.
„Það er mikill mannskapur frá
vinnu. Við notum mikið af tækjum
og vélum og það kostar sitt. Þá er
alltaf um einhver afföll að ræða
vegna bilunar," segir Bjöm. Hann
bendir á að því sé mjög afstætt að
tala um hvað þetta kosti.
Hann telur að björgunarsveitir
spari þjóðarbúinu ómældan kostnað
með starfi sínu. „Sveitirnar greiða
alltaf kostnaðinn sem af þessu hlýst
og hafa sínar fjáröflunarleiðir til
þess. Fólk styður vel við bakið á okk-
ur og það fær það til baka eins og
síðustu sólarhringar sanna," segir
Björn.
Bjöm segir að í flestum tilfellum
horfi vinnuveitendur í gegnum fing-
ur sér þegar starfsmenn þeirra þurfi
að sinna björgunarútkalli. „Þeir taka
þátt í aðgerðunum með því að gefa
viðkomandi frí. Þá greiða þeir oftast
nær vinnutapið meðan starfsmaður
er fjarverandi," segir Björn.
Hvernig skyldi björgunarsveitar-
mönnum ganga að fá vinnu með
þeim kvöðum að þurfa að sinna út-
kalli hvenær sem er? „Oftast nær
em þetta hörkuduglegt starfsfólk
,ósérhlífið og nýtist vinnuveitend-
um vel. Hann græðir því miklu
meira heldur en hann tapar á því að
hafa viðkomandi í vinnu," segir
Björn. Hann veit ekki dæmi þess að
liðsmenn björgunarsveita hafi þurft
að velja á milli starfs og áhugamáls.
Björn er ekki þeirrar skoðunar að
láta fjallamenn greiða einhvers kon-
ar björgunartryggingar. Hann telur
að það sé erfitt í framkvæmd og
óréttlátt gagnvart öllum þeim fjölda
sem sýnir fyrirhyggju og hyggindi í
fjallaferðum.
-HÞ