Tíminn - 13.01.1993, Blaðsíða 12
Áskriftarsími
Tímans er
686300
NYTTOG
FERSKT
DAGLEGA
reiðholtsbakarí
VÖLVUFELL113-SÍMI73655
Bílasala Kópavogs
Smiðjuvegi 1,200 Kópavogi
Vantar nýlega bíla.
Mjög mikil eftirspurn.
VERIÐ VELKOMIN
Bjöm Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ, segist ómögulega getað litið á ákvörðun ríkisstjórnar að hætta við niðurfell-
ingu VSK á vinnu iðnaðarmanna sem hluta af komandi kjarasamningum og því síður sem sáttahönd:
Þeir þyrftu að lagfæra
ótalmörg önnur mistök
„Ríkisstjómin gerði þama ákveðin mistök, eins og komið hefur
fram hjá forsætisráðherra, sem áttu í raun og veru ekkert skylt við
efnahagsaðgerðir eða eitthvað slíkt. Þarna eru stjórnvöld einfald-
lega að Iagfæra eigin gerðir, að vísu eftir ábendingar, en hafa þó
bæði vit og manndóm til að lagfæra eigin misgjörðir.
Þannig get ég ómögulega talið
þetta sem hluta af komandi kjara-
samningum og því ferli sem fram-
undan er, heldur sem sjálfstætt
mál.
Það á þá eftir að laga ótalmörg
mistök. Ef það gengur hins vegar
jafn vel eftir og þetta, þá mundi
maður álíta að þarna væri á ferð-
inni einhver sáttahönd," segir
Björn Grétar Sveinsson, formaður
Verkamannasambands íslands.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
hefur ákveðið að hætt verði við
lækkun endurgreiðslu á virðis-
aukaskatti af vinnu iðnaðarmanna
við íbúðarhúsnæði úr 100% í 60%,
eftir að í ljós kom að lækkunin
mundi leiða til 3,2% hækkunar
byggingarvísitölu og 1,07% hækk-
unar á lánskjaravísitölu, sam-
kvæmt mati aðila vinnumarkaðar-
ins. Sjálfur vonast forsætisráð-
herra að litið verði á þessa ákvörð-
un stjómvalda sem sáttahönd
gagnvart aðilum vinnumarkaðar-
ins.
Formaður Verkamannasam-
bandsins segir að í kjölfarið á þess-
um mistökum ríkisstjórnarinnar
hafí allt gangverkið farið af stað,
nema launin, og þar á meðal séu
nýlegar vaxtahækkanir banka og
sparisjóða.
Hann segist gera ráð fyrir að við
næstu vaxtaákvörðun verði vextir
lækkaðir. Björn Grétar segir að
það fari ekki á milli mála að ríkis-
stjórnin sé búin að gera mörg önn-
ur mistök í sinni efnahagsstjórn
og þá sérstaklega hvað varðar lág-
tekjufólkið.
„Eg held að það viðurkenni allir í
þjóðfélaginu að það sé glórulaust
að leggja auknar byrðar á fólk sem
er með 80-90 þúsund krónur í
mánaðarlaun með yfirvinnu þar
sem hún er til staðar, svo ekki sé
talað um þá sem minna bera úr
býtum.“
-grh
Björn Grétar Sveinsson
formaður VMSÍ.
Skattframtölin í seinni hluta mánaðarins:
196 ÞUSUND
FRAMTELJENDUR
Skúli Eggert Þórðarson vararíkis-
skattstjóri segir að framteljendur
megi búast við því að fá skattfram-
tölin í hendumar seinni hluta mán-
aðarins. Hann segir að framteljend-
ur í ár séu um 196 þúsund og hef-
ur þeim fjölgað um tvö þúsund frá
fyrra ári.
Eins og svo oft áður hefur hinn al-
menni launamaður frest til 10.
febrúar n.k. til að ganga frá sínu
skattframtali, en einstaklingur með
rekstur, annan en venjulegan heim-
iisrekstur, hefur frest fram í miðjan
mars. Hinsvegar þurfa fyrirtæki ekki
að skila sinni skattskýrslu fyrr en í
maí. Þeir sem einhverra hluta vegna
treysta sér ekki til að skila á réttum
tíma, geta sótt um frest á þar til
gerðum eyðublöðum sem liggja
frammi á skattstofum landsins.
Skúli Eggert segir að framtalseyðu-
blöðin séu tiltölulega óbreytt frá
fyrra ári og eigi því ekki að koma
neinum á óvart. Með þeim fylgja svo
ítarlegar leiðbeiningar sem eiga að
auðvelda almenningi að telja fram
„það sem keisarans er.“ -grh
mm
Skíða-
braut
í borg-
inni
Nú er gott skíðafæri víðast hvar um
landið, bara ef veðrið róast aðeins.
Þannig er ágætis skíðafæri í Selja-
hverfi í Reykjavík, en þar er góð byrj-
endabrekka og meira að segja tog-
lyfta og íbúar Breiðholts nota sér
aðstöðuna óspart.
Tímamynd Sigursteinn
...ERLENDAR FRÉTTIR...
GENF
Serbar höfnuðu friðaráætlun
Uppreisnarmenn Serba I Bosníu
höfnuöu í gær alþjóölegri friðaráætl-
un. Þar með ollu þeir aö fjögurra
mánaöa friöarviöræöur fóru út um
þúfur og líkurnar á utanaðkomandi
hemaðarlhlutun I Bosnlu, jukust að
mun. ( SARAJEVO héldu sveitir
stjórnarhersins og uppreisnarmanna
áfram bardögum.
BRUSSEL
EB-ríki hvött til að styðja
aðgerðir S.þ. í Bosníu
Framkvæmdastjóri utanrlkisnefndar
Evrópubandalagsins hvatti ríkisstjóm-
ir allra 12 EB-rikja I gær til aö styöja
aögeröir Sameinuðu þjóöanna ef friö-
arviðræöur skila ekki árangri I Bo-
snlu. ( DAKAR var tilkynnt aö forseti
Bosnlu, Alija Izetbegovic, heföi farið
frá Senegal eftir aö leiötogar Is-
lamskra rlkja sýndu stuöning viö
áskomn hans um vopnaða íhlutun ef
Serbar halda áfram aö láta skothríö-
ina dynja á múslimum Bosnfu.
KÚVEIT
írakar halda áfram
að ögra S.þ.
frakar halda áfram aö óhlýðnast
Sameinuöu þjóðunum og hætta á
hefndaraögerðir meö því aö senda
menn inn I Kúveit þriöja daginn I röö,
þrátt fyrir aðvaranir stofnunarinnar og
vísbendingar um aö hemaöarlhlutun
gæti veriö á döfinni.
JERÚSALEM
ísraelar staðfastir
(sraelar héldu I gær fast viö ákvörðun
sína um að visa 415 Palestfnumönn-
um úr landi þrátt fyrir kröfu Araba-
landa um aö S.þ. beiti fordæmalaus-
um refsiaögeröum gagnvart Gyöinga-
ríkinu ef þaö leyfir þeim ekki aö snúa
aftur.
ADDIS ABABA
Stríðsherrar deila enn
Drög að samningi um aö lýsa yfir
vopnahléi I Sómaliu, virtust I gær I
húfi vegna deilu stríösherra um hveij-
ir ættu aö sitja sáttaráöstefnu. [
MOGADISHU hertu bandarískir land-
gönguliöar vopnaleit til aö reyna aö
reka byssumenn af götum sómölsku
höfuöborgarinnar.
BOMBAY
Indverski herinn herðir
tökin
Indverskar hersveitir hertu tökin I
Bombay til aö stöðva það sem dag-
þlaö lýsti sem útrýmingu á múslim-
um, en lögreglan sagöi aö a.m.k. 14
manns til viöbótar heföu látiö lífiö I
nýjum bardögum vlðs vegar um borg-
ina.
LONDON
CARE-maður skotinn
í Huambo
Angólamaöur sem starfaði fyrir al-
þjóölegu hjálparstofnunina CARE,
var skotinn til bana I miöbæ Huambo
sl. föstudag aö sögn Lundúnaskrif-
stofu stofnunarinnar.
JÓHANNESARBORG
Gagnárásir UNITA
Uppreisnarmenn Jonas Savimbi,
UNITA, söfnuöu saman liði I grennd
viö Ijórar borgir I Angóla til að gera
gagnárásir gegn framsókn stjórnar-
hersins, aö þvl er stjórnar-
erindrekar sögöu I gær. Savimþi,
sem segist reiðubúinn aö koma til
fundar viö Jose Eduardo dos Sant-
os, forseta Angóla, til aö koma I
veg fyrir aö bardagar breiðist út um
allt landiö, bar til baka fréttir um aö
stjórnarherinn heföi hrakið hann úr
vígi hans I Huambo.
SUMBURGH, Skotlandi
Braer í spón
Olluskipið Braer sem Noröursjáva-
róveöur hefur bariö á I eina viku,
brotnaöi I spón í gær og
dældi leifunum af geisimiklum
ollufarmi út á landgrunn Hjaltlands-
eyja.
DENNI DÆMALAUSI
„Hestar svitna ... strákar lykta ... stúlkur skína.“
„Þá það, Margrét. Þú ert skinandi eins og hross.“