Tíminn - 13.01.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.01.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miövikudagur 13. janúar 1993 Heilbrigðisráðherra um yfirvofandi stöðvun á starfssemi Landspítalans: Einhver verður að gera eitthvað „Við munum reyna að ræða þessi mál því það er nauðsynlegt að leysa þetta. Kjaradeilur eru ekki okkar viðfangsefni og við getum ekki gert neina samn- inga,“ segir Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra. Eins og kunnugt er, ætla hjúkrunarfræðingar og ljósmæður á Landspítalanum ekki að sæta framlengingu á uppsagnafresti frá og með næstu mánaðamótum. Sighvatur segir að það sé brýnt að koma í veg fyrir að starfsemi sjúkra- hússins lamist og einhver verði því að gera eitthvað. Hjúkrunarfræðingar hafa borið það fyrir sig að þar sem þeir séu ekki skipaðir heldur ráðnir með gagn- kvæmum þriggja mánaða uppsagn- arfresti, eigi ákvæði um framleng- ingu ekki við um þá. Sighvatur seg- ir að það skipti engu máli. „Þetta eru landslög sem ná til heilbrigðisstétt- anna þannig að hægt sé að seinka því að neyðarástand skapist," segir hann. Hann bendir á að þessu ákvæði hafi áður verið beitt og því hafi verið fylgt. „Ég trúi því ekki að hjúkrunarfræðingar muni ekki virða landslög," bætir hann við. Um það lögfræðilega álit sem starfsstéttirnar bera fyrir sig um hið gagnstæða segir Sighvatur: „Við höfum beðið um að slíkt álit yrði lagt fram þannig að hægt yrði að ganga úr skugga um á hverju það byggðist. Menn hafa ekki fengið það." Hann bendir á að lög hafi verið sett sérstaklega til að ná yfir svona tilvik og segir það alveg útilokað að lögin standist ekki. Hjúkrunarfræðingar hafa bent á að engin viðbrögð hafi komið frá við- semjendum þeirra þrátt fyrir að stutt sé eftir af uppsagnarfrestinum. „Gallinn er sá að þetta er kjaradeila sem er meira en lítið snúin vegna þess að þeim er greitt samkvæmt kjarasamningi. Nýr kjarasamningur er að sjálfsögðu gerður við stéttarfé- lögin. Þarna er um það að ræða að hjúkrunarfræðingar á Landsspítal- anum, sem ekki hafa með sér sér- stakt stéttarfélag, eru að segja upp vegna óánægju með launakjör. Það er ekki stéttardeila og því ekki við stéttarfélagið að semja heldur við hvern og einn. Slíkir samningar eru nánast óleysanlegir." Um kröfii hjúkrunarfræðinga um samræmd launakjör, álítur Sighvat- ur að kjör þeirra hafi verið sam- ræmd. „Það eru svolítið mismun- andi starfshættir á sjúkrastofnunum sem gerir það að verkum að það verða svolítið mismunandi launa- kjör einstakra starfsmanna sem þar starfa,“ bætir hann við. Um það álit hjúkrunarfræðinga að um verulegan launamun sé að ræða segir Sighvatur: „Það er nú bæði og, því að ég hef verið að láta athuga það sérstaklega, t.d. með afleiðingar af þeim aðgerðum sem gripið var til á Borgarspítalanum. Niðurstaðan af þeim athugunum er sú að þetta sé nú ekki eins mikill munur og látið er í veðri vaka. Svo skilst mér að hjúkrunarfræðingar séu einnig að bera sig saman við aðrar háskóla- stéttir og segi að þeir séu lágt laun- aðir miðað við þær. Það er sjálfsagt alveg rétt,“ segir Sighvatur. Um það hvort ekki sé rétt að færa hjúkrunarfæðinga upp í starfsheit- um, svipað og aðrar heilbrigðisstétt- ir, segir Sighvatur: „Okkar vandi er sá að við höfum ekki leyfi til að gera kjarasamninga. Heilbrigðisráðu- neytið getur ekki gert kjarasamn- inga því það er hlutverk fjármála- ráðuneytisins að gera þá. Þess vegna eigum við mjög erfitt með að eiga viðræður við okkar starfsfólk um launamál." Aðspurður er Sighvatur ekki viss um hvort stjórn ríkisspítala sé heimilt að færa hjúkrunarstéttir á Landspítala upp um starfsheiti. Sighvatur segist hafa sent samn- inganefnd ríkisins bréf um leið og uppsagnir hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum láu fyrir. „Samn- inganeínd ríkisins lítur ekki á þetta sem kjaradeilu," segir Sighvatur. -HÞ Tfmamynd Áml Bjama Féll á hálu gólfi í Stjórnarráðinu Það óhapp vildi til í gær að Sighvat- ur Björgvinsson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, hrasaði á hálu gólfi Stjómarráðsins við Lækjar- götu og handleggsbrotnaði við úln- lið á hægri hendi. Bundið var um brotið og var ráð- herrann með handlegginn í fatla við afgreiðslu EES samningsins á Al- þingi í gær en ætlunin var að ráð- herrann færi í aðgerð í gærkvöldi. Af þeim sökum er búist við að hann verði frá störfum í dag. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Sighvatur handleggsbrotnar, en eins og kunnugt er brotnaði hann á vinstri hendi í kosningabaráttunni vorið 1991. Mikill hugur í íbúum og sveitarstjórn Hvols- hrepps sem hafa ýmislegt á prjónunum til að styrkja atvinnulíf staðarins: Lakkrísverksmiðja á Hvolsvelli tekur brátt til starfa Von bráðar geta landsmenn átt von á að sjá í verslunum lakkrís- borða, reimar og rör frá lakkrís- verksmiðjunni Tinnu hf. á Hvol- Skorað á forseta (slands að staðfesta ekki EES lögin: 500 Borg- firðingar vilja ekki íEES Forseta íslands hefur verið send undirskrifuð áskorun um 500 kosningabærra manna og kvenna úr Borgaríjarðarhéraði, Akranesi og Borgamesi, um að forseti staðfesti ekki lögin um Evrópskt efnahagssvæði og að þjóðarat- kvæði fari fram um málið. Það var Þorgrímur Jónsson á Kúludalsá í Innri-Akraneshreppi sem stóð fyrir þessari undirskrifta- söfnun. í samtali við Tímann sagði Þorgrímur að undirskriftirnar hefðu safnast á um viku tíma. Hann hafi upphaflega ætlað að kanna undirtektir hjá sveitungum sínum og þar sem þær reyndust mjög jákvæðar, hefðu undir- skriftalistamir farið mun víðar um héraðið. svelli sem tekur senn til starfa. Að verksmiðjunni standa Aðal- bjöm Kjartansson trésmiður og tveir synir hans og hefur verk- smiðjan fengið afnot af 200 fer- metra húsnæði sem áður hýsti prjónstofuna Sunnu. Auk þess er að vænta sérstaks at- vinnuþróunarátaks í atvinnumál- um kvenna á Hvolsvelli, þar sem m.a. verður stuðst við nýafstaðna könnun sem Ólafur Haraldsson vann íyrir sveitarfélagið. Að sögn ísólfs Gylfa Pálmasonar sveitar- stjóra er markmiðið með könnun- inni að komast m.a. að því hvaða verkkunnátta og menntun sé til staðar í þorpinu og á þeim grund- velli verða síðan frekari ákvarðanir byggðar til sóknar og uppbygging- ar atvinnulífsins. Sveitarstjórinn segir að ætlunin sé að nota þann öldufald sem skap- aðist með flutningi Sláturfélags Suðurlands til Hvolsvallar. Á at- vinnumálafundi í haust kom m.a. fram hjá forráðamönnum SS að þeir væru tilbúnir að aðstoða við dreifingu á ýmiskonar iðnaðar- framleiðslu sem sett yrði á fót í plássinu svo framarlega sem hún væri ekki í samkeppni við þeirra eigin framleiðsluvörur. Aðalbjörn Kjartansson hjá Tinnu hf. segir að vélar til framleiðslunn- ar hafi verið keyptar af Lakkrís- gerð íslands sem er hætt starf- semi. Hann segir að verksmiðjan sé sjálfsbjargarviðleitni þeirra til að geta haldið áfram að búa á Hvolsvelli, því lítið sé að hafa í tré- smíðinni. -grh Um 400 m. kr. skattahækkun af nýjum íbúðum hefur 16-föld áhrif á við 400 m. kr. hækkun bensínskatta: perunm :« Að hækkun skatta af íbúðabygg- ingum skull valda um 16 sinnum mehi hækkun lánskjaravísitöl- unnar heldur en jafn mitól skatta- hækkun, td. á neysluvarnlngi, virðist hafa komlð eins og þruma úr heiðskýru lofti yfir ráðamenn þjóðarinnar. Þannig hafði Morg- unblaðið eftir Davíð Oddssyni, „að í Ijós hafi komlð að efnahags- ieg áhrif af þessari breytingu á endurgreiðslum virðisaukaskatts- ins séu mun meiri en hann hafi gert sér grein fyrir samanborið við tiltölulega talonarkaðan ávinn- ing ríldssjóðs af henni.“ En þetta „ijós“ kviknaði bara ekki fyrr enn nærri mánuði eftir að þessl skattalagabreytlng var samþykkt á Alþingi og nærri hálf- um mánuði eftir að hún kom til framkvæmda — og jafnframt nærri hálfum mánuði eftir að bankamir ákváðu töluverðar vaxtahækkanir vegna þeirra áhrifa sem minni endurgreiðsla VSK, hefði til hækkunar á verðbólg- unni. En þau áhrif hefðu m.a. leltt til meira en 1,2 milljarða króna hækkun á greiðslubyrði af lánum iandsmanna, samkvæmt útrelkningum hagfræðlnga ASÍ og VSÍ. Svo virðlst sem stjóm- völd hafi fyrst áttað sig á þessum gífurlega mun og áhrifum hans eftir ábendingar hagdeilda ASf og VSf. En 400 milljóna króna við- bótarskattheimta á íbúðir í bygg- ingu hefur 16-falt meiri afleiðing- ar á verðbólguna og efnahagskerf- ið heldur en 400 mflljóna kr. skattheimtu á Ld. neysluvörur. Þetta stafar af því hvað grundvöll- ur byggingavísitölunnar er í raun þröngur og hvað hún vegur eigi að sfður mikið við útreikninga láns- kjaravfsitölunnar. Grunnur byggingavísltölunnar miðast einungis við nýbyggingar íbúðariiúsnæðis, þótt þær séu að- elns í kringum þriðjungur af mannvirkjagerð f landinu, eða um 15 mifljarða kr. framkvæmdir á ári. Breytingar á vfsitölu bygg- ingakostnaðar reiknist þannig að- eins út frá þessum 15 mífljarða króna markaði. Þrátt fyrir það veldur hvert 1% hækkun bygg- ingavísitölunnar jafn mikflli hækkun lánskjaravfsitöiunnar eins og 1% hækkun framfærslu- vísitölu, sem reiknast aftur á móti út frá 240 mifljóna króna markaði — þ.e. ölium einkaneyslumarkaði landsmanna. Og 1% hækkun á ölíum iannun iandsmanna hefur raunar einnig sÖmu áhrif. Það er þetta gífuriega vægi sem skattahækkun á nýbyggingar íbúðarhúsnæðis getur haft, um- fram jafn miklar skattahækkanir teknar með öðrum hætti, sem stjómvöld virðast ekki hafa áttað sig 1 Munurinn kemur glöggt í Ijós f eftirfarandi dæmi. Eins og komið hefur fram mynd) það valda 1,07% hækkun á láns- kjaravísitölunni ef fslenskar Qöl- skyldur fengju 400 mflflónum kr. minna endurgreitt af virðisauka- skattinum sem þeim er gert að greiða af vinnu iðnaðarmanna á byggingarstað. Ef rfldð hins vegar hækkaði útgjöld heimilanna um sömu upphæð, t.d. með 400 mifljóna kr. hækkun á bensín- skatti, þá myndi lánskjaravísitalan aðeins hækka um 0,06% af þeim sökum. Afieiðingar þessa 16-falda mun- ar, yrðu t.d. þær að 400 mflljóna kr. hækkun á VSK af nýjum íbúð- um myndi leiða tfl 4.000 milljóna kr. hækkunar á verðtryggðum skuldum landsmanna. En 400 milljóna kr. bensfnskattur myndi aðeins hækka sömu skuldir um 240 milljónir. Áhrifin á ýmsa aðra þætti efnahagslífsins yrðu ámóta. Þótt forsætisráðherra hafi lofað að leiðrétta þessi mistök og bank- arnir hugsanlega lækld vextina á ný, virðist Ijóst að ,djósleysi“ stjórnvalda hafi þegar kostað skuldara ótaldar milljónir króna. Eins og hagdefldir ASÍ og VSÍ hafa bent á, þá voru áhrifin af lækkun endurgrelðslna VSK þeg- ar komin inn í spár Seðlabanka um miðjan desember. Bankamir hafi teldð mið af þeim þegar þeir hækkuðu vexti óverðbyggðra lána um 1,5% til 2,75% ftá 1. janúar. Þá vaxtahækkun sitja skuldarar uppi með a.m.k. tfl 21. janúar n.k., þ.e. næri 6% af öllu árinu 1993. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.