Tíminn - 13.01.1993, Qupperneq 4

Tíminn - 13.01.1993, Qupperneq 4
4 Tíminn Miðvikudagur 13. janúar 1993 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Timinn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Stmi: 686300. Auglýsingasíml: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,- , verö í lausasölu kr. 110,- Grunnverð augiýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfaoc: 68-76-91 Þörf á opinberri umræðu um kostnað við leitarstörf Einhver dýpsta lægð, sem sögur fara af, er nú nýgeng- in framhjá landinu. Eins og gefur að skilja olli Íægðin miklum usla víða um land, ófærð, óþægindum og eignaskemmdum. Björgunarsveitir hafa verið í viðbragðsstöðu og bjargað fólki í erfiðleikum, og sannast nú enn einu sinni hversu þýðingarmikið starf björgunarsveitanna getur verið, þessa her manns sem stöðugt er á bakvakt. Meðal helstu fréttaefna af óveðrinu voru hrakfarir tveggja pilta, sem farið höfðu upp í Bláfjöll á vélsleðum þrátt fyrir að þeir hafi vitað um miklar og endurteknar aðvaranir um að óveður væri í aðsigi. Fram hefur kom- ið að um 200 manns á nálægt 100 beltatækjum hafi leit- að að öðrum mannanna í 17 klukkustundir. Auk þessa var þyrla Landhelgisgæslunnar við leit um tíma. Sem betur fer kom maðurinn fram heill á húfi og hafði hann sýnt af sér fádæma þrek og dugnað, en hann hafði verið á gangi í um sólarhring. Kostnaðurinn við leit af þessu tagi nemur einhverjum milljónum króna og er kostnaðurinn fljótur að hlaupa upp, ef vinnutap leitarmanna er reiknað með. Hins veg- ar hafa fæstir áhyggjur af því hvað leit af þessu tagi kostar, vegna þess að mannslíf eru annars vegar og þau verða ekki vegin og metin í krónum og aurum. Umræða um kostnað vegna björgunarstarfs er því eðlilega við- kvæmt mál og hefur opinber umræða ekki náð sér al- mennilega á strik, á sama tíma og í einkasamtölum hneykslast menn og býsnast í hvert skipti sem leita þarf að rjúpnaskyttu, vélsleðamanni, jeppafólki eða öðrum sem vegna gáleysis hafa lent í hrakningum. Hins vegar er tímabært að fram fari opinber umræða um hvort það fyrirkomulag, sem menn búa við í dag, sé það sem menn vilja að gildi eða hvort eitthvert annað fyrir- komulag geti verið heppilegra. Erlendis þekkist sú lausn, að það fólk, sem fer í skemmtiferðir inn í óbyggð- ir, beri sjálft kostnað af því ef það týnist og ef að því þarf að leita. Geta menn þá jafnvel keypt sér sérstakar leitar- tryggingar. Þessum möguleika hefur verið velt upp hér á landi líka, en hann hefur ekki verið ræddur af neinni alvöru og þá helst í tengslum við ferðir erlendra ferða- manna inn á hálendið. Önnur leið er að rukka alla þá, sem inn í óbyggðir eða upp á hálendið fara, um sérstakt leitargjald, þannig að til sé markaður tekjustofn til að fjármagna með leitarstarf. Þessi hugmynd hefur m.a. komið fram hjá opinberum aðilum, en búast má við að hún væri nokkuð erfið í framkvæmd, auk þess sem margir gætu átt erfítt með að fallast á slíkan aðgangs- eyri að landinu sínu. Margar fleiri Ieiðir eru hugsanlegar, en hvaða leið, sem menn á endanum velja, er ljóst að umræðan verður að fara fram með skipulögðum og markvissum hætti, þannig að almenn sátt fáist um það hvernig skipa beri þessum málum. En eitt af aðalmarkmiðum slíkrar um- ræðu hlýtur að vera að auka ábyrgðartilfínningu þeirra sem þvælast á fjöll. Það á ekki að vera sjálfsagt mál að þeirra verði leitað ef þeir villast og verði þannig til þess að menn tefli síður í tvísýnu í þessum efnum. Davíö Oddsson forsætisráöhcrra hefur fengið tiliÖgu samþykkta utn þaö í ríkisstjóm að hætt verði viÖ að lækka endurgreiðslu á virð- isaukaskatti af vinnu iðnaðar- rnanna. Lög um stíka lækkun voru hins vegar samþykkt af meirihluta Alþingis rétt fytír jól undir stöð- ugum og kjammiklum viðvörun- um frá þingmönnum stjómarand- stöðunnar. Garri minnistþess td. að hafa horft og hlustað á Sýn þegar Halldór Ásgrúnssón varaði viðþvíað þetta leiddi til efnahags- legs óstöðugleika m.a. vegna hækkunaráhrifa á byggingarvísi- töluna, sem myndi síðan leiða til sjálfvirkrar hækkunar á skuldum landsmanna. Su raeða hefur eins og svo margar aðrar eflaust floldt- ast sem milþóf í huga ráðherra og stjómarþingmanna sem allir halda að þeir séu svo gáfaðirogyf- ir það hafnir að hlusta á vamaðar- orðannam. Hin ófrýnBega hönd Síðan hefur það gerst að ASÍ og VSÍ hafa mótmaelt þessari ráð- stöfun sérstaklega og fengið hag- deildir sínar tíl aö litskýra fyrir ráðamönnum, á máli sem ekki getur misskilist, hvað þeir eru búnir aö gera. Samkvæmt grein- argerð aðOa vinnumaikaöar, leiðir tíllaga nOldsstjómarinnar mot. tU þess að: Greiðslubyrði atvínnulífs eykst um 650 mUIjónir; gretðslu- by*ði heimíla um 350 miUíónir; greiðslubyrði hins opinbera um 250 mil|$ónir; byggíngavísitala hækkar um 3,20%, lánskjaravísi- tala um 1,07% og framfærsluvísi- tala um 0,10%; útgjöld rUdsins á þessu og næsta ári aukast um tæpar 800 mUJjónir vegna hækk- unarýmis konar bóta og persónu- afsláttar en spamaðurinn gæti orðið á sama túna rétt rúmar 800 mil|jónir. Vextír hafa nú þegar hækkað ma vegna þessarar ákvörðunar þannJg að ákveðúm áhrif þessari tílteknu aðgerð ríkis- stjórnarinnar s.s. aukmn hús- hitunarkostnað- ur, aukin svört vinna og skatt- svUt, og aukitm launakostnaður í Davið Oddsson aöi o.fl. o.fl. Lokaniðurstaða hag- fræðingana var sú að í stað þess að bæta stöðu ríkissjóðs myndu áhrif breytínganna verða þau að greiðslustaða ríkissjóðs myndi versna um 145 mil|jónir króna! EðlUegt hefbi verið aö búast við að rUdsstjóm sem hyggst fram- w, stjómin öU era viðvaningar í iand- StjóminnL Þeir þekkkja ekki emu smni eitt af gmndvaUargangveric- um efnahagsmálanna,- samspS vfsitöiutenginga,- og forsætísráð- herrann lætur eins og þaö séu ein- hver ný sannindi að breytíngar á ákveðnum þáttum í byggingavísi- tölinni vegi mjög þungt Það er síðan tU að kóróna endaleysuna að viðvaningamir í ríkisstjóm, telja sig ckki þurfa að hlusta á rök reyndari stjómmálamanna. Þeir Ieita heldur eklá eftir samráði við hina ýmsu hagsmunaaðUa eins og tíökast hefur, sem þó búa yfir mik- UB þelddngu tU að fá fram sem flest sjónarmlð áður en ákvaröan- ir era teknar. Mnnubrögðin mið- ast við „að skjóta fyrst og spyrja svo.“ Því tala menn um þjóðfé- lagshamfarir þegar ríkissijómin tekur sig tíl og ætlar að stjóma. En þrátt fyrir að forsætisráðherra standl nú með allt niður um sig og kvæma aðgerð sem kallar á allt það umrót og breydngar sem að ofan greinir, hafi yerið búin að hugsa málið tíl enda, en svo reyn- ist ekki vera. Forsætísráðherra viðurkennir að um mistök hafi verið að ræða og að ,4>etra sé að láta skynsemina ráða í því efni en eitthvert misskiliö pólitískt stolt,“ eins og haft var eftir honum inni í miðri grein á blaðsíðu 24 í Morg- unblaðinu í gær. Viðvaningar Afturköllun ríkisstjóraarinnar á þessu lagaákvæði staðfestír að forsætísráöherra og raunar ríkis- samlega afhjúpað getuleysi ríkis- stjómar hans, þá reynir Davíð að láta líta svo úr sem þetta séu ekki aöalástæöumar fýrir breyttri stefnu í málinu. í ljósvakamiðlum í fyrrakvöld og á baksíðu Morgun- blaðsins í gær, segir forsætisráð- herra að stefnubreytingin miði ekki síst að því að bæta tengslin við aðUa vinnumarkaðarins. Mogginn hefur eftir ráðherranum að: ,ASÍ og VSÍ hafi sett fram velgamikU rök gegn breytingunni og hann vonist tíl að litið veröi á þessa ákvörðun sem sáttahönd gagnvart aðUum vinnumarkaðar- ins.“ Það má ýmislegt segja um íslenska forsætisráöherrann, en það veröur ekki frá honum teláð að hann er mikUl grúústí. Garri Kóngur vill sigla... Ævintýrafólk notaði illviðrakafl- ann sem gengið hefur yfir til mik- illa svaðilfara. Mikið var setið í bfi- um sem hvorki komust lönd né strönd hér og hvar um landið og hundruð farartækja vom yfirgefin undir fönn á vegum og utan þeirra. Vom ferðalangar teknir í öflugri farartæki og komið til byggða. Glansnúmer fjölmiðlanna vom piltar á rölti í kófinu og fann annar þeirra leitarflokk og forðaði nokk- urra hundmða manna björgunar- leiðöngmm frá að fara sér frekar að voða við að æða um fjöll og fimindi í sjóðvitlausum veðmm með heilu sjónvarpsstöðvamar í farteskinu. Því hvað er flottara en að leita og bjarga í beinni útsendingu? Á undan veðrahamnum vom gefn- ar út margar aðvaranir um hvað væri í vændum og var fólki ráðlagt að vera sem minnst á ferð, en þær hafa komist illa til skila því svaðil- farir vom miklar um land allt og til að mynda sátu 250 bfiar fastir á Reykjanesbraut einni saman. Ekki var flogið og ferjur lágu í höfnum. Vitsmunaverur í sæluhúsi Fréttaflutningur af veðri og ófærð hefur verið með miklum hetjubrag og heimskupörin gerð aðdáunar- verð, eins og hver önnur léttgeggj- uð skrípalæti sem höfð em í frammi fólki til skemmtunar. Sumir héldu viti sínu lítt skertu þótt þeir hafi misst dómgreindina um hríð þegar anað var frá byggð gegn öllum góðum ráðleggingum. Svo var um allt það fólk sem gisti sæluhús nærri Snæfelli fyrir austan og hreyfði sig ekki þaðan út í ófærð- ina á meðan ófært var. Fréttahauk- ur hringdi þangað og vildi fá að vita hvað amaði helst að hópnum í sæluhúsinu á reginfjöllum. Sá sem varð fyrir svömm svaraði að þar hefðu allir það gott og eina um- kvörtunarefnið var að þama var sí- fellt ónæði af símhringingum og gauragangi í fólki sem vildi fá að vita hvemig liði á fjöllum. Fólkið í sæluhúsinu bað ekki um annað en að fá að vera þar í kyrrð og ró þar til veðrinu slotaði. Aðrir mættu taka Austfirðingana í sæluhúsinu sér til fyrirmyndar þeg- ar vetrarveðrinhörð geisa. Thka líf- inu með ró á meðan hríðin ólmast og hætta þessum eilífðarbamingi að djöflast á milli staða hvemig sem veðurútlit og færð em. Gauragangurinn að ryðja vegi og fljúga á öll annnes hvemig sem á stendur, er fremur í ætt við tauga- veiklun og þráhyggju en nokkurt skynsamlegt vit. Vitt og breitt V.___________Z1______________ý Kóngur vill sigla en byr hlýtur að ráða segir í gamalli bók og sýnir að jafnvel alvaldskóngar fortíðarinnar réðu hvorki veðri né vindum og urðu að hegða sér í samræmi við náttúruöflin hvort sem þeim líkaði betur eða verr. En nútímamaður- inn býður náttúmnni byrginn og æðir út í háskann af fullkomnu dómgreindarleysi. Ég að öllum háska hlæ Engú er líkara en að athafnasemin í þjóðfélaginu sé aldrei meiri en í svartasta skammdeginu þegar allra verstu veðra er von. Að minnsta kosti er ekkert tillit tekið til árstíð- arinnar. Ekki má missa einn dag úr vöm- og fólksflutningum um land- ið og öllum atvinnufyrirtækjum skal haldið gangandi hvað sem það kostar. Og það kostar mikið. Skólahald í brjálaðri skammdegis- tfð er ein þráhyggjan sem eybyggjar á norðurslóð em haldnir. Þótt yfir- litsfréttir frá Veðurstofu sýni og sanni að ekki sé hundi út sigandi í tveimur eða fjórum landsijórðung- um, em einstaka skólastjórar sífellt að auglýsa í útvarpi að skólahald leggist niður fyrir hádegi eða eftir hádegi í þessum skólanum og hin- um skólanum en nemendur verði samt að mæta klukkan þetta eða hitt. Einfaldara og hættuminna væri að leggja alla kennslu niður á einu bretti í svo og svo mörgum sýslum þegar veður leyfa ekki ferðir milli skóla og heimila. Skólarnir em hvort sem er ekki starfræktir nema nokkra mánuði á ári og það kemur ekkert niður á menntuninni þótt nokkrar vikur falli niður á skóla- starfi í verstu skammdegishryðjun- um. Það þarf hvorki skipulagsgáfu né nein vitsmunaleg átök til að færa námstímann yfir á þá mánuði sem birta og veður og færð leyfa bömum og unglingum að komast hættulítið í skólann sinn. Þetta á við um marga aðra þætti þjóðlífsins. Það er engin nauðsyn á öllúm þessum fyrirgangi á meðan heimskautanóttin grúfir yfir og ill- viðrin æða. Þá ætti samfélagið að temja sér kyrrð og ró því gaura- gangurinn er langt frá því að vera arðgæfur og er þvert á móti kostn- aðarsamur og fer illa með fólk og tæki. En svona hugsun vilja fáir skilja fremur en að hlusta á viðvaranir um að æða ekki út í ófæmr, en kveða stórkarlalega við raust: Ég að öllum háska hlæ... OÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.