Tíminn - 13.01.1993, Síða 5
Miðvikudagur 13. janúar 1993
Tíminn 5
Hvað gerðist á Ermarsundseyjum á hernámsárum Þjóðverja?
Eyj askeggj ar vilj a nákvæm svör
Nýlega aflétti breska innanríkisráðuneytið leynd af hluta skjala, sem
varða hemám Þjóðverja á Ermarsundseyjum á stríðsárunum síðari. Nú
eru 26 af 33 skjalabunkum opnaðir, hinir bíða til ársins 2045, en upp-
haflega áttu skjölin öll að njóta leyndar til þess árs. Eyjaskeggjum þyldr
enn mörgum mikilvægum spumingum ósvarað, en óstaðfestar sögu-
sagnir frá þessum tímum hafa eitrað líf þeirra margra til þessa dags.
Stóru, dimmu göngin, sem liggja
inn f hlíðina fyrir ofan bæinn St
Helier á Jersey, eru aðeins hluti af
menjum þess þegar Þjóðverjar lögðu
f eina tfð undir sig hluta af Bretlandi.
Á Ermarsundseyjum eru mörg
hundruð aðrar minjar um hið sama.
Risastórar steyptar ,Jiattöskjur",
sem ekki er hægt að leggja í rúst,
djúpir neðanjarðarhellar og lftil,
tanklaga og tortryggilega útlítandi
mannvirki eru enn eins og ör í lands-
Iaginu sem einkennist af flötum,
naestum sviplausum steinhellum í
aðeins fárra mílna fjarlægð frá strönd
Frakklands. „Þeir ætluðu að gera
þennan stað að virki allra virkja,"
segir Joe Miere, sem var ungur mað-
ur þegar Þjóðverjamir gerðu innrás
sfna fyrir hálfri öld, en er nú sestur í
helgan stein sökum aldurs og á ekk-
ert annað eftir en minningamar.
„Þeir létu mörg hundruð manns
þræla sér út þar til dauðinn einn beið
þeirra — vesalinga hvaðanæva úr
Evrópu. En þótt undarlegt kunni að
virðast, fóm þeir ekki illa með eyja-
skeggjana.
Reyndar stóð okkur meiri stuggur
af því, sem sumir okkar eigin stjóm-
enda kunnu að taka upp á, en Þýskur-
unum.“
Aðdráttarafl ferðamönnum
Joe Miere vísar leiðina eftir steypt-
um hályftum gangi f mannvirki þar
sem í eina tíð var byggður stærsti
neðanjarðarspítali f heimi. Jafnvel
enn þann dag f dag er þar hreint og
þurrt. Verkfræðingar hinnar al-
ræmdu Todt-stofnunar Þjóðverja,
sem ábyrg er fyrir dauða jafnvel
margra milljóna nauðungarvinnu-
manna f stríðinu, reistu mannvirki
sín ekki til einnar nætur.
Nú dregur sjúkrahúsið að sér ferða-
mennina sem fylla baðstrendur og
veitingahús, góna á flott einbýlishús
aukýfinganna og leita að húsinu þar
sem sjónvarpspersónan Jim Bergerac
gamnar sér með vinkonum sínum.
Þessar eyjar voru, og eru, lítill og
sérkennilegur útvörður föðurlands-
ins. Heimamenn, hinir einu og
sönnu Ermarsundseyjaskeggjar, eru
nátengdir og skyldir sfn á milli og
enskan þeirra hefur sín séreinkenni
sem næstum minna á ensku Suður-
Afríkubúa. Þeir eru beinir afkomend-
ur Normanna og þeir elstu tala enn
mállýsku sem aðrir skilja ekki.
Aðrir íbúar eru „bubbamir", þeir
sem mest láta að sér kveða í skemmt-
ana- og fjármálaheiminum á megin-
landinu. Þeir eru að eltast við vonir
um frið frá glæpagegnsýrðu Bret-
landi — og hagstæðar skattafvilnan-
ir. Þá má ekki gleyma þjónustufólk-
inu, ræstingafólkinu, barþjónunum
o.s.frv., sem koma frá því sem næst
hverju einasta landi í Evrópu og búa í
völundarhúsi ódýrra leigufbúða og
verða að hypja sig þegar sumarleyfis-
vertíðinni lýkur.
Þetta er óstöðug og stundum eldfim
blanda fólks, en vinnur vel saman og
að stærstum hluta lætur hún fortíð-
ina liggja milli hluta. Nú veit ekki
nema örlftill minnihluti fbúanna
hvað gerðist á Jersey, Guemsey og
hinum litlu eyjunum þegar Þjóðverj-
ar hemámu þær 1940.
Nýlega vom birt skjöl bresku ríkis-
stjómarinnar um hemámið, sem
upphaflega var áætlað að halda
leyndum til ársins 2045. Aftur komu
upp gamlar sögur. Enn einu sinni
urðu lokkandi hálfsannar, afbakaðar
frásagnir, og sögur um „Þýskarapíur"
— konur sem stóðu í ástarsambandi
við Þjóðverja — að ljótum, útblásn-
um lygasögum. Aldraðir eyjaskeggjar
höfðu gert sér vonir um vinsamlegri,
réttari og ef til vill upplýsandi lýsing-
ar á því sem þeir höfðu gengið í gegn-
um. í staðinn urðu þeir að þola enn
eina heimsókn þeirra sem leituðu að
nærgöngulum æsisögum.
Skýrslumar sýna „hyldýpi
skilnmgsleysisins“
Á þröngum, bugðóttum strætum St
Helier, þar sem háttvfsir bankamenn
og endurskoðendur hafa með hönd-
um fjármál margra þúsunda alþjóð-
legra fyrirtækja, snerist umræðan á
krám og kaffihúsum eingöngu um
uppljóstrun gamalla glæpa.
En þó að skjölin, sem gefin voru
laus til birtingar, gæfu þeim sem leita
æsifréttanna afsökun fýrir að tala um
lauslæti, gróðabrall, svik og augljósa
ragmennsku, geyma þau blendnar
frásagnir sem gefa litlar nýjar upplýs-
ingar, fyrir utan nokkrar óþarfar
móðganir Breta þar sem vísað er til
eyjabúa sem „leiðitamra bændad-
urga“. Þar var gefið í skyn að það
væri eiginlega ekki erfiðisins virði að
saksækja þá, sem hefðu verið í sam-
starfi við óvininn, og á hverri síðu
kom berlega í ljós fyrirlitning bresku
embættismannanna sem komu „til
að hreinsa upp óþverrann".
Eftir að skjölin birtust, blasti sú
þungbæra staðreynd við heima-
mönnum að hyldýpi skilningsleysis-
ins yrði kannski aldrei brúað. Það er
flókið mál að skilgreina „landráð"
undir harðneskjulegri herstjóm á
smáeyjaklasa. En staðarmenn, sem
til þekkja, bentu á að enn væri ósvar-
að raunverulegum og ógnvekjandi
spumingum um hemámsárin. Enn
hafa aðeins verið opnaðar 26 af 33
skýrslum um hemámið á Ermar-
sundseyjum. Sjö verða ekki opnaðar
fyrr en árið 2045. Kannski leynast í
þeim svörin við skuggalegustu leynd-
ardómunum.
Hvers vegna tóku sveitarstjómimar
þátt í að rífa nauðuga upp með rótum
og flytja til Þýskalands 2.000 bresk-
fædda íbúa á Guemsey og Jersey?
Hvers vegna hafa þessir útlagar, sem
flestir sneru aftur og komu að heim-
ilum sfnum f höndum annarra og
eigum sínum glötuðum, ekki fengið
neinar bætur? Og hvers vegna var
fógetinn á eyjunum aðlaður af Bret-
um eftir stríðið, eftir að yfirmaður
ríkissaksóknaraembættisins komst
að þeirri niðurstöðu að hann hefði
látið undan „miklum þrýstingi Þjóð-
verja"? Hvemig stendur á þvf að ekki
er meiri upplýsingar að hafa um ör-
Iög 15.000 nauðungarvinnumanna á
smáeynni Aldemey? Og hver er
ástæðan til þess að bandamenn
gerðu enga tilraun til að frelsa eyj-
amar eftir landgönguna í Normandí í
aðeins fárra mflna fjarlægð í júní
1944, heldur eftirlét íbúunum að
skrimta á eigin spýtur við hungur og
vosbúð í næstum 11 mánuði til við-
bótar, eða til stríðsloka? Og hvemig
stendur á því að bandamenn aðhöfð-
ust ekkert til að koma í veg fyrir
dauða mörg þúsund nauðungar-
verkamanna í vinnubúðunum á Ald-
emey?
Engin réttarhöld
Enn em þeir í hópi eyjaskeggja,
flestir á sextugs- og sjötugsaldri, sem
álíta að breskum yfirvöldum hafi orð-
ið á skyssa þegar þau létu ekki fara
fram réttarhöld yfir grunuðum land-
ráðamönnum eftir stríðið. „Við hefð-
um átt að afgreiða málið 1945," segir
Joe Miere. „Flestir gerðu eitthvað fyr-
ir Þjóðverja til að halda lífi. Sumar
stúlknanna urðu áreiðanlega hrifnar
af þeim. Og einn eða tveir gerðu eitt-
hvað, sem þeir skammast sín fyrir,
kannski vegna ótta."
„En það voru mörk sem hefði ekki
átt að fara yfir og margir embættis-
menn á eyjunum gengu of langt,"
segir Joe. „Þeir urðu í rauninni ákaf-
ir í að gera Þjóðverjunum til hæfis.
Sumir af starfsmönnum okkar eigin
ríkisstjómar voru verri en húsbænd-
ur þeirra og þeir hefðu átt að koma
fyrir rétt."
Miere verður enn reiður þegar hann
hugsar um suma þá atburði, sem
vom undanfari þýska hemámsins, og
margra þeirra sem urðu eftir frelsun
eyjanna. Hann, eins og margir aðrir,
álítur að þar hafi verið sýnd vanhæfni
— og að enn sé hylmt yfir ýmislegt,
af ástæðum sem hann skilur ekki.
Lítið talað um hetjuskap
Menn eins og Miere benda á að lftið
hafi verið skýrt frá gleymdum hetju-
skap eyjaskeggja. Aldrei sé minnst á
þann óvenjulega kjark sem siglinga-
mennimir á eyjunum sýndu, þegar
þeir fóru f sinn eigin Dunkirk-leið-
angur f júnf 1940 og sóttu mörg þús-
und breska hermenn sem voru
strandaðir í Normandí. Né heldur á
þá 10.418 ungu eyjabúa — sem er
merkilega hátt hlutfall af íbúafjöld-
anum 90.000 fyrir stríð — sem fóru
til Englands til að halda baráttunni
áfram. Hátt í 800 þeirra féllu í oirust-
um.
Eldra fólkinu finnst Bretar hafa lát-
ið Ermarsundseyjamar eiga sig og
sjá um sig sjálfar eftir að Frakkland
féll fyrir árásum Þjóðverja 1940.
Bretar lýstu þær „opnar fyrir öllum",
en gleymdu að skýra Þjóðverjum frá
þvf sem sendu flugherinn á vettvang
og drápu 30 manns í loftárásum. Mi-
ere segir að í yfir fjögur ár hafi engar
útvarpssendingar verið frá megin-
landinu til að blása eyjaskeggjum
kjark í brjóst „Það var eins og þeir
væm búnir að afskrifa okkur," segir
hann. „Við vomm bara yfirgefnir og
neyddir til að horía á mörg þúsund
þýska hermenn streyma yfir eyjam-
ar.“
Ef Aldemey er undanskilin, var her-
námið ekki jafn mddalegt og Pólland
og Austur-Evrópa urðu að þola. í
fyrstu var það paradís líkast fyrir
ungu Þjóðverjana. Búðimar vom
sneisafullar af neysluvömm, á ökr-
unum blómstmðu tómatar, kartöflur
og annað grænmeti, sumarið 1940
var gróskumikið. Eins og venjan er
með hemámslið, fylgdi þeim her-
búðalið. A.m.k. tvö vændishús vom
sett upp, frægast var Victor Hugo-
hótelið, þar sem franskar vændiskon-
ur ráku blómleg viðskipti — og
ávöxtuðu gjaldeyrinn sinn í Barclays-
banka í St Helier, þar til hneykslaðir
heimamenn mótmæltu. (Bankastjór-
inn bauðst óðara til að leggja leið
sína á vændishúsið einu sinni f viku
til að taka við peningunum).
Lífseigar kjaftasögur
Vændi er uppspretta einnar þeirra
miklu lygasagna, sem hefur vaxið
fiskur um hrygg með ámnum. Sagt
hefur verið frá því, og þar hafa m.a.
virtir blaðamenn komið við sögu, að
heimastúlkur hefðu verið sendar til
Aldemey til að þjónusta liðsmenn
SS, sem stjórnuðu nauðungarvinnu-
fólki þar. En aldrei hefur fúndist nein
sönnun á þessu eða fullyrðingum um
að velættaðar konur á eyjunum hafi
staðið fyrir svallveislum fyrir hátt-
setta þýska liðsforingja. í mörgum
bókum og kvikmyndum hafa konur á
Jersey — þar af a.m.k. ein með aðals-
titil — verið sýndar í kampavínsbaði
eða dansandi nektardans uppi á borð-
um, en ekki einn einasti sjónarvottur
að slíku fannst eftir stríðið. í enn
einni sögu var dóttir bankastjóra
læst inni á herberginu sfnu, vegna
þess að hún var orðin ein af svoköll-
uðum „Þýskarapíum", en hefði síðan
komist undan út um gluggann á
samanhnýttum lökum til að slást f
för með elskhuga sfnum. Enn ein
uppspunna sagan.
En einhverjar stúlkur á eyjunum
féllu fyrir hermönnunum ungu, og
það kom líka fyrir giftar konur sem
áttu menn á vígvöllunum. Og enn
eimir eftir af beiskjunni frá þessum
tíma. Fréttamaður einn, heimamað-
ur, sem átti viðtal við konu á brúð-
kaupsafmæli hennar, varð undrandi
þegar hún fór skyndilega að tala um
aðra konu í nágrenninu. Hann segir
hana hafa orðið tryllingslega til
augnanna, þegar hún kallaði ná-
grannakonuna lauslætisdrós og
Þýskarapíu og sagðist aldrei myndu
lfta á hana eða tala við hana. Konum-
ar báðar voru þá hátt á áttræðisaldri.
Skáldsagnahöfundurinn Jack Higg-
ins, sem kom til Jersey í skattaútlegð
fyrir 16 árum og hefur rannsakað at-
burði á hemámsárunum, segir sam-
bönd kvennanna og hermannanna
eðlileg. „Sumar konurnar gerðu það í
hagnaðarskyni," segir hann. „Þær
fengu silkisokka eða eitthvað annað
gimilegt og féllu fyrir því. Aðrar voru
einmana ungar konur, sem sáu ekki
fram á annað en grámóskulegt leið-
indalff á eyju þar sem allir ungir
heimamenn vom famir burt til að
berjast í stríðinu. Og margar þeirra
urðu einfaldlega ástfangnar."
Jack Higgins segir þetta ekki hafa
verið mjög frábmgðið ástandinu f
Bretlandi, þegar bandarísku her-
mennimir komu með háu launin sín,
fallegu einkennisbúningana og ást-
leitnu framkomuna. En voru þetta
landráð? „Hamingjan sannasta, nei,"
segir Higgins. „Ef Þjóðverjar hefðu
gert innrás á meginiandið, hefðu
sömu sögurnar verið endurteknar í
það óendanlega og sama gildir um
þær lítilvægu aðgerðir, hin svoköll-
uðu landráð, sem áttu sér stað alls
staðar á eyjunum."
Barneignir og
afkomendur
Afsprengi þessara ástarævintýra em
enn einn hálfsannleikurinn á eyjun-
um. Meðan á hemáminu stóð fædd-
ust 184 óskiigetin böm á Jersey og
285 á Guemsey, og sögur ganga af
fjöldanum öllum af miðaldra mönn-
um búsettum þar, með ljóst hár og
blá augu. En Peter Tább, sem nú er
blaðafulltrúi við neðanjarðarspítal-
ann, afgreiðir þær sem rétt eina goð-
sögnina enn á Jersey.
„Það em líklega átta manns búsettir
hér enn, sem vitað er að eru af þýsku
bergi brotnir," segir hann. „Það em
sagðar mýmargar gamansögur af
mönnum sem handleggimir þutu
upp á í nasistakveðju, en í langflest-
um tilfellum eru þær þessi venjulegi
hálftilbúni söguburður. Mörg þessara
ástarævintýra voru einmitt það, ást-
arsögur, og mörg þeirra voru innsigl-
uð með hjónabandi. Enn búa sum
þessara para hér á eyjunum og eng-
inn fettir fingur út í þau.“ Nöfn og
heimilisfóng liggja fyrir, en hvem
langar til að gera þeim lífið leitt?
Eini Bretínn í Belsen var
frá Jersey
Tább minnist þess að þegar hann var
lítill, var leikvöllur krakkanna her-
mannvirkin, göngin og hellamir og
byssustæðin. Allt var þetta byggt af
þrotnum kröftum hungraðra nauð-
ungarverkamanna svo þúsundum
skipti firá hemumdu löndunum.
Hann undraðist hvað þetta var allt í
stórum stfl og hvers vegna foreldrar
hans og aðrir væru svo tregir til að tala
um það sem gerðist á árunum undir
þýsku hemámi. „Ég held að undir
niðri hafi verið undarleg skömmustu-
tilfinning hjá þeim," segir hann. „Þeim
finnst að þeir hefðu átt að berjast við
Þjóðverjana, en þetta var lítil eyja. Það
var hvergi hægt að felast eða fram-
kvæma skemmdarverk og þess háttar.
Eyjarskeggjar sýndu andspymu á ann-
an hátt, í litlu eins og títuprjónsstung-
ur. Þeir geta sem heild verið stoltir af
því sem þeir gerðu."
Það má nefna Touzel Bree, sem Þjóð-
verjar gerðu yfirmann landbúnaðar-
mála, en plataði þá með fölsuðum töl-
um árum saman og gat þannig deilt út
af örlæti mat til þeirra sem voru sjúkir
eða aldraðir. Og skólastrákurinn, sem
horfði á hrokafullan þýskan liðsfor-
ingja mylja alla bíla á eynni undir
skriðdreka. Strákurinn brást þannig
við að hann ók Daimler-bíl liðsforingj-
ans innan um þá, sem biðu örlaga
sinna, og hafði ánægju af að fylgjast
með æðislegri reiði hrokagikksins. Og
það var bóndakonan sem faldi síðasta
svín fjölskyldunnar f bamarúminu,
klætt í blúnduhúfú og með smekk,
þegar Þjóðverjamir söfnuðu saman
öllum búpeningi. En hugrökkust voru
Louisa Gould og bróðir hennar, Harold
le Druillenec, sem földu rússneskan
flóttamann, en það var sagt til þeirra
og þau send f fangabúðir. Gould dó f
Ravensbruck. Bróðir hennar var eini
Bretinn í Belsen, lifði af og sneri aftur
til eyjarinnar þar sem hann prédikaði í
40 ár fyrirgefningu þeim til handa sem
hefðu gert af sér.
„Það óþverralegasta, sem ég hef nokk-
um tíma séð, var eftir frelsunina þegar
einhverjir menn afklæddu og smurðu
með tjöru og fiðri ungar stúlkur, sem
þeir sögðu að væru Þýskarapíur. Það
var skammarlegt og sumir þeirra, sem
gerðu það, voru menn sem höfðu enga
sérstaka ástæðu til að vera stoltir af því
sem þeir aðhöfðust á hemámsárun-
um.“
„Það er satt, það eru ennþá illindi. Ég
sé enn fólk sem lýtur höfði þegar það
gengur framhjá, en tímar alls haturs-
ins og tortryggninnar eru liðnir og við
ættum að fá öll skjölin sem em ennþá
lokuð. Við eigum skilið að fá að vita all-
an sannleikann og þá skiptir engu máli
mannorð hvers verður fýrir skaða."
Hvað gerðist í þrælkunar-
búðunum á Alderney?
David Winnick, þingmaður Verka-
mannaflokksins fyrir Walsall North, er
á sama máli, en hann beitti sér fyrir því
að breska innanríkisráðuneytið féllist
á skjalabirtinguna. Hann gmnar að
enn sé hylmt yfir dauða e.t.v. margra
þúsunda á Aldemey. Fyrrverandi þýsk-
ur liðsforingi, nú eftirlaunamaður sem
býr f Hamborg, kann að vera sá eini
sem enn lifir sem gæti sagt sannleik-
ann.
Þjóðverjar höfðu 11 mánuði til stefnu
eftir innrásardaginn í Normandí til að
hreinsa til eftir glæpsamlegt athæfi.
Þegar eyjamar vom frelsaðar, fundu
Bretar nokkur hundmð grafir — og
engar stríðsákæmr vom lagðar fram.
En 20 ámm sfðar fann kafari stóran
haug af mannabeinum, sem dreifst
hafði yfir sjávarbotninn á einnar mflu
svæði utan sjávarklettanna á Aldemey.
Svæðið var lýst styrjaldargrafreitur, en
aldrei var gerð nein tilraun til að kasta
tölu á hina látnu eða ganga úr skugga
um hvað hefði orðið þeim að aldurtila.
Það hefur þýtt að í 47 ár, meðan heiður
og kjarkur þessa örsmáa útvarðar
Bretlands hefur orðið að búa við óorð
vegna sagna af Þýskarapíum og land-
ráðum, hefur þægilegri hulu verið
bmgðið yfir það sem e.t.v. var mesta
fjöldamorð nútímans, ffamið á breskri
jörð.
Þjóðverjar hernámu Ermarsundseyjar 1940 og voru þar óáreittir þar
til 11 mánuöum eftir innrásardaginn I Normandí.