Tíminn - 13.01.1993, Síða 8
8 Tíminn
Miðvikudagur 13. janúar 1993
Nýárshappdrætti
Framsóknarflokksins 1993
Dregið var f Nýárshappdrætti Framsóknarflokksins 6. janúar
1993. Vinningsnúmer eru sem hér segir:
1. vinningur nr. 12274
2. vinningurnr. 31527
3. vinningur nr. 37245
4. vinningur nr. 13827
5. vinningur nr. 32296
6. vinningur nr. 34595
7. vinningur nr. 1444
8. vinningur nr. 29884
9. vinningur nr. 7932
10. vinningur nr. 22700
11. vinningur nr. 4607
12. vinningurnr. 5839
13. vinningur nr. 21649
14. vinningur nr. 703
15. vinningur nr. 17415
Ógreiddir miðar eru ógildir. Vinnings skal vitja innan árs frá út-
drætti. Frekari upplýsingar eru veittar í sima 91-28408 og
91-624480.
Framsóknarflokkurinn
Keflavík — Keflavík
Þonablót verður I Framsóknarhúsinu laugardaginn 16. janúar og hefst kl. 20.30.
Fjölmennum. Framsóknarfélögln
Þjóðmálanefnd SUF
Fundur verður haldinn i þjóðmálanefnd SUF, þriðjudaginn 12. janúar n.k. kl. 17.00
að Hafnarstræti 20 (3. hæð). Fundarefni: Lánasjóður islenskra námsmanna.
Almennur fundur um stjómmálaviðhorfið verður haldinn I Hótel Selfossi fimmtudag-
inn 14. janúarkl. 21.
Alþingismennimir HalldórÁsgrimsson, Guðni Ágústsson og Jón Helgason flytja
framsögu og svara fyrirspumum.
Halldór
Selfoss —
Guðni Jón
Suðurland
Létt spjall
á laugardegi
Laugardaginn 16. janúar n.k. kl. 10.30-12.00 að Hafnar-
stræti 20, 3. hæð, mætir Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi
og ræðir fjárhagsáætlun Reykjavlkurborgar 1993.
Fulltrúaráólð
Slgrún
Sjúkrahús Siglufjarðar auglýsir
eftir hjúkrunarfræðingum
Okkur vantar hjúkrunarfræðinga til starfa strax eða
eftir nánara samkomulagi.
Á sjúkrahúsinu eru 43 rúm sem skiptast á sjúkradeild,
fæðingardeild og ellideild. Að auki er starfrækt skurðstofa,
rannsóknastofa og sjúkraþjálfun í nýrri aðstöðu. Hjúkrun-
in er því afar fjölbreytt og gefandi. Þar að auki er gert ráð
fyrir að hjúkrunarfræðingamir séu sjálfstæðir í starfi og
taki mikinn þátt í ákvarðanatöku.
Sjúkrahúsið er mjög bjart og rúmgott, góð vinnuaðstaða
og gott og samhent starfsfólk sem þar starfar.
Siglufjörður er í fallegu umhverfi, samgöngur góðar og
daglegar ferðir til og frá staðnum. Tómstundir eru fjöl-
breyttar og líflegt félagslíf, þar á meðal ýmis klúbbastarf-
semi, nýtt íþróttahús og góð sundlaug. Skíðasvæðið er
með því besta á landinu. Fjölbreyttar gönguleiðir. Gott
barnaheimili, sem flyst í glænýtt hús á næstunni, er á
staönum.
Hafið samband ef þið hafið spumingar varðandi kaup og
kjör eða komið í heimsókn og fáið upplýsingar um það
sem við höfum að bjóða.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í s. 96-71166 og
hs. 96-71417.
Sauðfjárbændur
Óska eftir að fá keypt greiðslumark til sauðljárframleiðslu.
Upplýsingar í sima 97-11053 eða 97- 11054.
HEIÐURSMENN
A Fow Good Men ****
Handrlt: Aaron Sorkin.
Byggt á samnefndu leikrtti hans.
Framlelðendur: David Brown, Rob Reln-
er og Andrew Schelnman.
Leikstjóri: Rob Reiner.
Aðalhlutverk: Tom Cruise, Jack Nichol-
son, Demi Moore, Kevin Pollak, Kevln
Bacon, Kiefer Sutherland, J.T. Walsh og
James Marshall.
Stjömubió.
Öllum leyfð.
Það er stór hópur valinkunnra
manna úr bandaríska kvikmynda-
iðnaðinum, sem stendur að baki
þessarar myndar. Leikstjórinn, Rob
Reiner, hefur ekki valdið vonbrigð-
um hingað til, í annars fallvöltum
bransa. FVrri myndir hans hafa verið
úr sinni áttinni hver, allt frá ævin-
týrinu Princess Bride, til ástarsög-
unnar When Harry Met Sally til
spennumyndarinnar Misery. Hann
hefúr vaxið með hverri mynd og er
nú kominn á toppinn með þessu
áhrifamikla verki. Reiner fær Iíka
mikla aðstoð frá góðum leikarahópi
með meistara Nicholson í broddi
fylkingar.
Tom Cruise leikur Daniel Kaffee,
kærulausan lögfræðing hjá banda-
ríska sjóhernum, sem er skipaður
verjandi í flóknu máli. Tveir land-
gönguliðar, staðsettir á Kúbu, eru
ákærðir fyrir morð á dreng úr sömu
herdeild. Kaffee vill bara semja um
málið í friði og spekt, en fyrir tilstilli
Iögfræðingsins Jo Galloway (Demi
Moore) fer hann að rannsaka málið
af alvöru. Hann kemst að því að
siðalögmálin meðal landgöngulið-
anna á Kúbu eru önnur og strangari
en gengur og gerist meðal almennra
borgara. Heiður hermannsins er fyr-
ir öllu og þessi lífsskoðun kristallast
í yfirmanni herstöðvarinnar, Nathan
Jessep (Jack Nicholson). Það vakna
spumingar um hvort hermennimir
tveir stóðu einir að morðinu eða
hvort þeir hlýddu skipunum yfir-
boðara. Málið fer fyrir rétt og Kaffee
og Galloway reyna að komast að
hinu sanna í málinu.
Handrit Aarons Sorkin er byggt á
samnefndu leikriti hans og er ein-
staklega vel skrifað í alla staði. Hann
veltir fyrir sér ýmsum áleitnum
spumingum um hermennsku og
kryddar söguþráðinn með spennu
og smá gamni inn á milli. Það er allt
annað en fögur mynd, sem dregin er
upp af þjálfun, heilaþvotti og valda-
misnotkun í hemum, en réttilega
em sýndar aðrar hliðar á málunum,
sem gerir söguna trúverðugri.
Rob Reiner og Sorkin hefur tekist
mjög vel að færa leikritið í kvik-
myndabúning, en það er vandaverk
og saga kvikmyndanna hefur að
geyma fjölmörg tilvik, þar sem gott
leikverk hefur misst marks á hvíta
tjaldinu. Atriðin í réttarsalnum
verða sérlega áhrifarík og aldrei
langdregin, sem slíkum atriðum
hættir oft til að verða. Þetta gengur
náttúrlega ekki upp nema með góð-
um hópi leikara, en þar emm við
komin að sterkasta þætti myndar-
innar.
Tom Cruise, sem hefur í gegnum
tíðina leikið alltof oft í miðlungs
formúlumyndum, sýnir eftirminni-
lega hvers hann er megnugur. Atrið-
in með honum og Nicholson em
stórskemmtileg og stundum er eins
og þar fari leikarar, sem hafi leikið á
móti hvor öðrum um árabil. Demi
Moore stendur sig einnig vel, en
hefúr þó ekki úr eins miklu að
moða, því persóna hennar er stund-
um dálítið þreytandi. Hins vegar er
það enn einu sinni Jack Nicholson,
sem er senuþjófurinn. í hvert ein-
asta skipti, sem hann er í mynd,
dregur hann alla athyglina að sér og
sinni persónu. Persónan hans, sem
er þrautreyndur og gallharður her-
maður, er frábærlega túlkuð, hvert
einasta orð og svipbrigði. í sannleika
sagt er talsverður Óskarsverðlauna-
þefur af Nicholson og reyndar
myndinni í heild. Kiefer Sutherland
og Kevin Pollak fara áberandi vel
með mllumar sínar í annars góðum
hópi aukaleikara.
Heiðursmenn er gæðamynd,
hvernig sem á hana er litið. Rob
Reiner tryggir sig í sessi sem einn af
bestu leikstjómm Bandaríkjanna,
en þessi mynd á ömgglega eftir að fá
fjölmargar tilnefningar til Óskars-
verðlauna. Enn hefur engin mynd
frá honum valdið vonbrigðum, sem
er næstum einsdæmi.
öm Markússon
Hvers vegna?
Hvers vegna á forseti íslands að
skjóta EES-samningnum undir
þjóðaratkvæðagreiðslu, ef Alþingi
samþykkir hann?
1. Vegna þess, að í 26. gr. stjórnar-
skrárinnar em hrein og klár ákvæði
um að það megi gera og eigi að gera,
ef viðhorf forsetans til samningsins
er þannig.
2. Vegna þess, að 34.000 manns hafa
sent Alþingi áskomn um það, að
þjóðaratkvæði fari fram um málið.
3. Vegna þess, að hreinasta og göf-
ugasta form lýðræðis er þjóðarat-
kvæðagreiðsla og það væri mikil út-
víkkun á lýðræði hér á landi að hafa
þjóðaratkvæðagreiðslu með þjóð
vorri á t.d. 10-20 ára fresti. Aukum
þessa grein lýðræðis, eflum hana og
byrjum á þessu máli. Ég sætti mig
fyllilega við að taka þeirri niður-
stöðu, sem verður úr þjóðarat-
kvæðagreiðslu, miklu fremur held-
ur en bara ákvörðun Alþingis.
Þessi atriði vega miklu þyngra
heldur en álit Björns Bjarnasonar í
Pressunni 30. des. s.l. Forseti vor
væri ekki að blanda sér í stjórnmála-
deilur, heldur að fara eftir sannfær-
ingu sinni og 26. gr. stjórnarskrár-
innar. Bjöm ætti að byrja á byrjun-
inni og flytja breytingatillögu við of-
angr. 26. gr. um að hún eigi að falla
niður, fyrst alltaf koma fram vöflur
Lesendur skrila
og vomur um það, hvort megi eða
eigi að beita greininni. Þegar Bjöm
hefur fengið því ákvæði breytt, segir
enginn neitt. Heimildin verður ekki
fyrir hendi.
En ég hygg þó, að fólk sætti sig ekki
lengi við þá afskræmingu lýðræðis,
sem nú viðgengst. Þá á ég við það, að
ýmislegt af því, sem hefur verið af-
greitt og ákveðið af núverandi ríkis-
stjórn, er ekki í neinu samræmi við
það, sem frambjóðendur hennar
flokka töluðu um og boðuðu fyrir
síðustu kosningar og kosið var um.
Það er meirihluti og ríkisstjómar-
myndun á fölskum forsendum að
tala um eitt fyrir kosningar og fram-
kvæma svo annað eftir þær. Ef það á
að verða lýðræði framtíðarinnar, þá
veitir okkur ekki af því að hafa
ákvæði um þjóðaratkvæði í almenn-
um lögum sem og í stjómarskránni,
en hún er ígildi tvísamþykktra laga.
Mat Bjöms er bamalegt, hvað varð-
ar það að grafa undan samhug, sem
ríkir um embætti forseta vors. Þvert
á móti eflir það verulega samhug
þeirra 34.000 manna, sem eitthvað
er til skriflegt frá. Stuðningsmenn
samningsins eru óþekktir að fjölda
til, gætu í raun verið fáir.
Nei. Förum varlega. Við erum
fyrsta kynslóðin, sem lifir í algerlega
fullvalda ríki, lýðveldinu okkar, Is-
landi. Þetta fjöregg okkar er ungt,
brothætt og vandmeðfarið. Þó ekki
væri nema vegna foreldra okkar og
foreldra þeirra, sem lifðu við dansk-
an kóng og annað ófullveldi, ættum
við að fara varlega. Flýtum okkur
hægt við það að undirrita skjöl, sem
takmarka fullveldi vort og sjálfstæði.
Leyfum a.m.k. þjóðinni sjálfri að
taka ákvörðun um slíkt.
Jón Andrésson