Tíminn - 19.01.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.01.1993, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 19. janúar 1993 11.tbl.77. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Af 280 boðum frá viðvörunarkerfum fann Slökkvilið Reykjavíkur aðeins 15 sinnum eld: Fjórða platútkall mun kosta 26.000 krónur „Þetta er vandamál sem viö þurfum að taka á og erum að fara að taka á. Staðreyndin er að það koma kannski 30 útköll, án elds, á eitt og sama við- vörunarkerfíð. Til að sporna við þessu og fá menn til að reyna að koma þessum kerfum sínum í betra lag höfum við nú fengið samþykkt í borgar- ráði ákveðin sektargjöld. Þeim verður beitt þannig að menn verða rukkaðir um 26 þús.kr. sekt við 4. útkaU á kerfíð án elds, og síðan öU útköU umfram fjögur", sagði Hrólfur Jónsson slökkvUiðsstjóri. Samkvæmt ársskýrslu Slökkviliðs Reykjavíkur 1992 kom meira en fjórðungur allra útkalla, 200 talsins, frá viðvörunarkerfum það ár en þar af var aðeins í 15 tilfellum um eld að ræða. Hrólfur segir þessum kerfum hafa farið mjög fjölgandi undanfarin ár. Fleiri og fleiri aðilar hafi sett upp við- vörunarkerfi hjá sér og alls 130 slík kerfi séu nú tengd beint til slökkvi- liðsins. Svo mikinn fjölda „platútkalla" segir hann stafa af ýmsu. Oft virðist það hreint og beint vera kæruleysi. Þann- ig hafi slökkviliðið kannski verið kallað út tíu sinnum af einni og sömu brauðristinni. Það virðist ekki einu sinni hægt að færa hana til um 2-3 metra til að koma í veg fyrir þetta. „Fólk virðist hreinlega ekki hugsa um þetta. Það reykir kannski undir sama reykskynjaranum alla tíð sem kallar okkur út aftur og aftur og aftur. Það verður heldur ekki séð að nokkur áhersla sé lögð á það innan fyrirtælg'anna að þjálfa starfsfólkið í umgengni við þessi kerfi. Margir iðn- aðarmenn virðast heldur ekkert skeyta um þetta — koma kannski og byrja að dúkleggja og brenna saman dúka og síðan fer allt í gang. Þannig veldur alls konar kæruleysi í um- gengni við þessi kerfi því að allt fer í gang“. Stundum stafar þetta af því að keypt eru ódýrustu tegundir kerfa. Þannig hafi t.d. kerfi sem keypt var á Kópa- vogshæli verið í ólagi í heilt ár. ,/Etli við höfum ekki farið kringum 40 Kona slasast í hörðum árekstri Kona slasaðist í hörðum árekstri þriggja bifreiða á mótum Litluhlíð- ar og Bústaðavegar í gærmorgun. Konan ók bifreið sinni austur Bú- staðaveg og beygði í veg fyrir vöru- bifreið sem ók í gagnstæða átt. Við áreksturinn rann vörubifreiðin á götuvita sem féll á leigubifreið en ökumaður hennar hugðist beygja inn á Bústaðarveg. Konan ökkla- brotnaði og kvartaði undan eymsl- um í brjóstkassa en talið er að ör- yggisbelti hafi forðað henni frá enn frekari meiðslum. Fólksbflamir skemmdust mikið og þurfti dráttar- bfll að fjarlægja þá. -HÞ sinnum á Kópavogshæli fyrir tveim árum síðan“. Öllum þessum platútköllum fylgir væntanlega bæði kostnaður og áhætta „Hættan er fyrst og fremst sú að þegar útköllum fjölgar svona þá aukist stöðugt líkurnar á því að það verði tvö útköll á sama tíma,“ sagði Hrólfur. Auk þess fylgi þessu sú hætta, segir hann, að starfsfólkið á viðkomandi stað hætti að taka mark á kerfi sem sffellt er að fara í gang. Sú hætta fylgir einnig að slökkviliðs- menn hlaupa kannski ekki alveg eins hratt af stað þegar þeir eru að fara af stað í 15. hádegisútkall á eitthvert tiltekið kerfi. Og vitanlega skapar það síðan hættu í umferðinni þegar slökkviliðið heldur af stað með 100 tonn á útkallshraða út í umferðina. Þessu fylgja því margir ókostir. - Snjórinn er af sumum velkominn gestur eins og þessi mynd sýnir. Það getur hins vegar verið varasamur leikur að byggja sér snjóhús í sköflum. Sú hætta vofir yfir að vélsleðar aki yfir snjó- húsin eða snjóruðningstæki ýti við þeim. Það er því betra að fara varlega, strákar. Timamynd Sigurstelnn Reykjavík er ordin viðkomuhöfn grænlenska skipafélagsins Royal Arctic Line sem siglir milli Grænlands og Danmerkur: Skip Royal Arctic sigla til íslands Um áramót tók gildi samningur Royal Arctic Une sér um megn- skip mun auk j>ess verða um- milli Samskipa og Royal Arctic ið af fíutningum milii Grænlands boðsaðili Royal Arctic Une á ís- Line, grænlenska flutningafyrir- og Danmerkur. í lok sfðasta árs landi. tækisins sem nýlega tók við sjó- gerði það samstarfssamning við Royal Arctic Line er með um 10 flutningum milli Græníands og Samskip. Samningurinn felur í skip í ferðum milli Nuuk á Græn- Danmerkur af KNI sem var sldpa- sér að Samskip tekur að sér að landf og Álaborgar í Danmörku. félag í eigu grænlensku lands- fíytja vörur sem grænlenska fyr- Stefnt er að því að skipin komi stjómarinnar. f byrjun næstu irtækið þarf að koma til og frá við í Reykjavík í flestum ferðum í viku kemur fyrsta grænlenska Bandaríkjunum. Þessum vörum framtíðinni en til að byija með skipið við í Reykjavíkurhöfn. Að verður umstaflað í Reykjavík og verði viðkomurnar hér færri og sögn Sigvalda Jósafatssonar hjá þær fluttar til eða frá Bandaríkj- ráðistaf flutningsmagni. Eins og Samskipum vonast fyrirtækið unum með skipum SamsJdpa. áður segir kemur fyrsta skipið frá eftir að samningurinn við Royal Einnig er gert ráð fyrir að vörur RoyaJ Arctic Line til Reykjavíkur í Arctic Line auld umtalsvert flutn- verði fluttar frá Grænlandi tfl byijun næstu víku. inga á vegum þess. Bretlands með sama hætti. Sam- -EÓ Fatasöfnun fyrir bágstadda á Balkanskaga: Safnast hafa 150-160 tonn Svo virðist sem íslendingar hafi gefið allt að 150-160 tonn af fatn- aði til handa bágstöddum á Balkan- skaga eða sem nemur um 18-20 40 feta gámum. En eins og kunnugt er þá stóðu Hjálparstofnun kirkunnar og Rauði kross íslands fyrir fatasöfnun sl. fimmtudag með dyggri aðstoð grunnskólanema. Sigríður Guðmundsdóttir hjá Rauða krossinum segir að söfnunin hafi gengið mjög vel og verið í alla staði til fyrirmyndar. Hún segir að fólk hafi gefið mjög góð föt og kom- ið með þau flokkuð til að spara bæði vinnu og tíma við pökkun. Fyrstu fatagámarnir fara áleiðis til Rotterdam í Hollandi n.k. fimmtu- dag og þaðan verður þeim ekið yfir á Balkanskaga. -grh Maður varð úti Maður um sextugt varð úti við Reykjanesvita í fyrradag. Maðurinn var í bfl sem festist í slæmu veðri skammt frá vitanum. Svo virðist sem maðurinn hafi reynt að losa bíl sinn en gefist upp við það og haldið áfram fótgangandi í átt að Saltverksmiðjunni. Hann fannst í vegkannti um tvo kflómetra frá bfln- um í gærdag. Ekki er unnt að birta nafn hins látna að svo stöddu. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.