Tíminn - 19.01.1993, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.01.1993, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 19. janúar 1993 Tíminn 3 Forstjóri Ríkisspítala segir vá fyrir dyrum, ef hátt í 500 hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum hætta: „Ef 500 hjúkrunarfræðingar ganga út, stöðvast starfsemi Landspítala," segir Davíð Á. Cunnarsson, for- stjóri Ríkisspítaia, um uppsagnir hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra, sem ætla að láta reyna á uppsagnir 1. febrúar n.k. Stéttimar krefjast sambærilegra launa og sambærileg- ar stéttir á öðrum sjúkrastofnunum njóta. „Það er bráðnauðsynlegt að reyna að leysa þetta mál. Það er að sjálf- sögðu verið að leita lausna og það þurfa nú ýmsir að koma að því áður en það verður hægt,“ segir Davíð og nefnir heilbrigðisráðuneytið og fjár- málaráðuneytið. „Það er ekki hægt að semja við starfsfólkið án þess að það kosti pen- inga og þeir þurfa að koma einhvers staðar fná,“ bætir hann við. Launakjör hjúkrunarfræðinga á Borgarspítala hafa verið nefnd til viðmiðunar, og þar varð enginn út- gjaldaauki, að sögn stjómenda. „Það er verið að biðja okkur um býsna mikið meir heldur en gerðist á Borgarspítalanum," segir Davíð. Hann segir að um þetta verði að ræða við heilbrigðisráðuneytið. „Það er ekkert sem hefur verið gert ennþá. Við höfum auðvitað rætt mikið við hjúkrunarfræðingana." Davíð vísar því á bug, sem hjúkrun- arfræðingar hafa haldið fram, að ekkert hafi verið rætt við þá. „Hjúkr- unarforstjóri er búinn að eiga við- ræður við þá og ég er búinn að hitta þá alloft," bætir hann við. Hann segist hafa heyrt þetta í frétt- um og finnst það sérkennilegt. „Hjúkrunarfræðingar eru mjög margir og það er ekki víst að þeir viti allir af því hvað við ræðum við ein- staklinga," segir Davíð. Um það hvort ekki þurfi að fara að huga að því að rýma sjúkrahúsið, þar sem hjúkrunarfræðingar standi fast á því að Iáta reyna á uppsagnir um næstu mánaðamót, segir Davíð: „Heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um það að framlengja uppsagnir. Við trúum ekki að hjúkr- unarfræðingar fari ekki að landslög- um.“ Hann segist ekki hafa séð það lög- fræðilega álit, sem hjúkmnarfræð- ingarnir bera fyrir sig. „Ég held að við verðum að sjá það áður en við getum farið að hafa skoðanir á því,“ sagði Davíð að lokum. -HÞ Verða stóla- skipti í ríkis- stjórninni? Umræður um breytingar á ríkis- stjórninni hafa komið upp á yfir- borðið að nýju, nú þegar Alþingi hefur lokið afgreiðslu EES- samn- ingsins. í árslok 1991 sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra í blaða- viðtali, að sterklega kæmi til greina að gera breytingar á ráðherraskipan ríkisstjómarinnar á árinu 1993 eða á miðju kjörtímabili stjómarinnar. Báðir formenn stjómarflokkanna hafa staðfest að þegar ríkisstjómin var mynduð, hafi verið rætt um að vel kæmi til greina að gera breyting- ar á ríkisstjórninni á miðju kjör- tímabilinu. Nýlega sagði utanríkis- ráðherra að ekkert hafi verið rætt um þetta atriði milli forystumanna stjórnarinnar síðan og því liggi ekk- ert fyrir um hvort eða hvenær breyt- ing verði gerð á stjórninni. Davíð Oddsson ræddi um þetta mál í viðtali við Vikuna undir lok ársins 1991. Þar segir forsætisráðherra: ,Árið 1992 gætu hins vegar orðið breytingar innan ríkisstjórnarinnar. Rætt var um það, þegar stjórnin var mynduð, að stuðla að vissri hreyf- ingu innan hennar á meðan hún sæti. Hér á ég við að núverandi ráð- herrar kynnu að færast til innan stjórnarinnar, sennilega þannig að ráðherrar úr sama flokki skiptu um ráðuneyti. Til þess gæti komið á næsta ári. Líka kemur til greina að skipta um menn og fá alveg nýja menn inn í stjórnina. Það verður þó varla fyrr en á þar næsta ári. Sjálftir tel ég að jafnan eigi að koma til álita að skipt sé um ráðherra í ríkisstjóm á miðju kjörtímabili. Sá háttur er hafður á í ýmsum ríkjum og þykir gefast vel. Þannig fást nýjar víddir inn í stjórnarsamstarfið, sem hlýtur að vera æskilegt þótt ekki kæmi annað til. Mér finnst sjálfsagt, að öðm jöfnu, að gefa nýjum mönnum tækifæri til að spreyta sig í ríkis- stjóm, jafnvel þótt þeir, sem þar eru, standi sig ágætlega." Það er ekki óalgengt erlendis að breytingar séu gerðar á ríkisstjórn- um á miðju kjörtímabili. Nægir í því sambandi að benda á Bretland og Frakkland, en þar er þetta mjög al- gengt fyrirbæri í stjómmálum. Markmiðið með slíkum breytingum er tvíþætt. Annars vegar að fá fer- skari svip á ríkisstjórn, sem á í vanda og nýtur kannski takmarkaðs trausts meðal almennings. Hins vegar geta stólaskiptin haft það að markmiði að Ieysa innri vandamál í ríkisstjórnum. Þá er nýr maður sett- ur í ráðuneyti, sem staðið hefur styr um. Stólaskipti er fátítt fyrirbæri í ís- lenskum stjórnmálum, en þó ekki óþekkt. Sjálfstæðisflokkurinn stokkaði upp sitt ráðherralið haust- ið 1985 í fyrri ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Þá var tilgangur- inn að koma nýkjörnum formanni flokksins, Þorsteini Pálssyni, í ráð- herrastól. -EÓ , andshagir 1992 Hafðu staðreyndirnar / 1 • ^ t a hretnul Landshagir1992 hafa aö geyma tölulegar upplýsingar um ísland Nú er komiö út hjá Hagstofu íslands ársritið Landshagir. Landshagir 1992 er ómissandi rit öllum þeim sem þurfa að fá réttar upplýsingar um hag lands og þjóöar. í ritinu, sem er afar víötækt, er aö finna tölur um mannfjölda, atvinnu- vegi, félags- og heilbrigöismál, menntamál, þjóðarbúskap, verslun og margt fleira. Landshagir svara spurningum um ólíkustu sviö samfélagsins, eins og t.d. þessum: Hve margir fæðast á ári hverju? Hver hefur verið þróun launa, verðlags og tekna? Hve margir eru utan þjóðkirkjunnar? Hver er nýting gistirýmis og af hvaða þjóðerni eru gestirnir? Hvernig er peningunum varið í heilbrigðis- og félagsmálum? Hvað hefur kjörsókn verið mikil í kosningum? Hve mikið skulda íslendingar erlendis? Hve gamlir verða íslendingar? Hvort var atvinnuleysi meira á Suöurnesjum eða Vestfjörðum sl. áratug? Hvað borða íslendingar mörg kíló af kjöti á ári? Hversu mörg dagsverk eru unnin á togaraflotanum? Hvað eru margir bílar á hverja 1000 íslendinga? Hve miklum hluta þjóðarútgjalda er varið til neyslu? Hversu margir eru í framhaldsskólum? Hve þungt vegur olían í orkunotkun landsmanna? Hagstofa íslands Ritið er til sölu í afgreiöslu Hagstofunnar, Skuggasundi 3, sfmi 91-609860 og 91-609866, bréfasími 91-623312 og Bóksölu stúdenta, Félagsstofnun stúdenta, Hringbraut, sfmi 91-615961, bréfasími 91-620256. Verð 2.100 kr. Einnig er ritið fáanlegt á tölvudisklingum. Heildaraflinn 1992 um 1.5 milljón tonn og munar þar mest um loðnu og síld: Aflaverðmætið er milljörðum minna Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiski- félags íslands var heildarafli lands- manna á nýliðnu árí um 1.5 milljón tonn, sem er um hálfrí milljón meirí afli en árið þar á undan, og munar þar mest um loðnu og sfld. Þrátt fyrir þennan góða heildarafla, er áætlað aflaverðmæti hans mun minna, eða 46.680 milljarðar á móti tæpum 51 milljarði árið 1991. Botnfiskafli síðasta árs nam aðeins 559.712 tonnum og þar af þorskur 255.844 tonn á móti 654.231 árið 1991, en á því ári nam þorskaflinn 306.670 tonnum. Aftur á móti varð loðnuveiðin í fyrra mun meiri en ár- ið þar á undan, eða tæp 795 þúsund tonn á móti rúmum 254 þúsundum áið 1991. Sömuleiðis hefur sfldarafli aukist til muna á milli ára, einnig rækja og hörpudiskur. Athygli vekur að af einstökum bátaflokkum hafa aðeins smábátar aukið heildarafla sinn í þorski á milli áranna 1991 og 1992, eða úr 32 þúsund tonnum í tæp 35 þúsund tonn. Sem fýrr var mestum afla á síðast- liðnu ári landað í Vestmannaeyjum, og næstir í röðinni voru loðnubæir fyrir austan. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.