Tíminn - 21.01.1993, Side 7
Fimmtudagur 21. janúar 1993
Tíminn 7
Endurkröfur tryggingafélaganna á hendur ölvuðum og gálausum ökumönnum hækkuðu um 63% milli ára:
11 fullir ökumenn krafðir
um meira en milljón hver
Endurfcröfur tryggingafélaganna á hendur ökumönnum vegna tjóna, sem
þeir ollu ölvaðir við akstur eða af stórfcostlegu gáleysi, hækkuðu gríðarlega
í fyrra. Það ár voru samþykktar kröfur á hendur 170 ökumönnum upp á
nær 47 miUjónir króna. Arið áður voru 155 ökumenn krafðir um tæplega
29 miltjóna kr. endurgreiðslu, þannig að hækkunin er 63% milli ára.
í meira en 90% tilvika myndast
endurkröfurétturinn á hendur
mönnum vegna tjóna, sem þeir
urðu valdir að ölvaðir undir stýri,
sem var ennþá hærra hlutfall en ár-
ið áður. Hátt í helmingur þeirra
reyndist með meira en 2 prómill
vínanda í blóði. Þar af voru 8 með
meira en 3 prómill vínandablandað
blóð í æðum, sem var nærri því
þrefalt fleiri en árið áður. Slík ofur-
ölvun undir stýri virðist fara vax-
andi.
Ekki er ólíklegt að sumir þessara
ökumanna hafi aftur fengið timb-
urmenn, þegar þeir stóðu frammi
fyrir kostnaðinum af „kenndir-
íinu“. Einn var endurkrafinn um
2,5 milljónir króna og tveir til við-
bótar um 2 milljónir hvor. En alls
voru 11 ökumenn rukkaðir um
meira en milljón í endurgreiðslu
árið 1992.
Karlar voru í yfirgnæfandi meiri-
hluta hinna endurkröfðu tjóna-
valda, eða 146, en konur einungis
24. Umræddur endurkröfuréttur
myndast þegar tryggingafélag hef-
ur greitt bætur vegna tjóns af völd-
um ökutækja, sem reynast hafa
orðið af völdum ásetnings eða stór-
kostlegs gáleysis ökumanna. Auk
þeirra tjóna, sem tryggingafélögin
hafa greitt og krefjast endur-
greiðslu fyrir, sitja ölvaðir öku-
menn vitaskuld uppi með óbætt
tjón á eigin farartækjum, iðulega
ökuleyfissviptingu og oft fangelsis-
dóma og/eða sektir.
Þriggja manna nefnd, skipuð af
dómsmálaráðherra, kveður á um
hvort og að hve miklu leyti skuli
beita endurkröfum. - HEI
Samstarf bókaforlaga
um bókamarkað á átta
stöðum í Múlahverfi:
Tveggja vikna
bókatilboð
Sparisjóður Vestmannaeyja á ágætu róli:
Innlánaaukning sú
almesta á landinu
Sparisjóður Vestmannaeyja hefur,
samkvæmt bráðabirgðatölum um
þróun innlána og verðbréfaútgáfu,
mestu innlánaaukningu á landinu.
Innlán námu 1035 milljónum kr. í
árslok og er það 16,5% aukning frá
árinu áður.
Meðalaukning hjá sparisjóðum á
árinu var um 10%, en hjá bönkum
varð rúmlega 3% aukning. Stjóm
Sparisjóðs Vestmannaeyja er að von-
um ánægð með þennan gang mála,
ekki síst að það kemur upp á tímum
samdráttar og niðurskurðar í þjóðfé-
laginu. Þeir segja það vera góðs viti
að á nýliðnu ári hélt Sparisjóðurinn
upp á 50 ára afmæli sitt, nánar til-
tekið 3. des. sl., og var afmælinu
fæ»nað með ýmsum hætti.
ítilefhi afmælisins var einnig byrj-
að á framkvæmdum við stækkun
húsnæðis sparisjóðsins og á breyt-
ingum.
—GU, Vestmannaeyjum
Fulitrúar bókaforlaganna átta, sem eiga samvinnu um bókaútsöl-
ur í Múlahverfi. Standandi frá vinstri: Björn Eiríksson Skjaldborg,
Erla Hallgrímsdóttir Máli og menningu og Forlaginu, Þorvaldur
Bragason Hörpuútgáfunni, Gunnar H. Ingimundarson Hinu ís-
lenska bókmenntafélagi, og Þorsteinn Thorarensen Fjölvaútgáf-
unni. Þau sem sitja eru Helga Þóra Eiðsdóttir Vöku-Helgafelli og
Matthías Örlygsson Erni og Oifygf.
Samstarf hefur tekist milli átta út-
gáfufyrírtækja í Reykjavík um að
halda samtímis útsölur á bókum
sínum og samræma jafnframt opn-
unartíma. Bókamarkaðirair hafa nú
veríð opnaðir, en þeir eru allir
haldnir í húsakynnum þessara aðila
í Múlahverfí: við Ármúla, Síðumúla
og Grensásveg.
Á bókaútsölunum bjóðast ársgaml-
ar og eldri bækur með miklum af-
slætti og skipta titlarnir þúsundum.
Langflestar bókanna bjóðast ekki
annars staðar með afsláttarkjörum
um þessar mundir, og að sögn for-
ráðamanna forlaganna má búast við
að ýmsir titlanna verði brátt á þrot-
um, þar sem upplag þeirra er tak-
markað.
Meðal útgáfufyrirtækjanna, sem
taka þátt í samstarfinu um útsölur í
Múlahverfi, eru flest stærstu bóka-
forlög landsins og eru bækur þeirra
almennt á stórlega niðursettu verði.
Þau eru: Skjaldborg í Ármúla 23,
Vaka-Helgafell að Síðumúla 6, For-
lagið og Mál og menning, sem bjóða
bækur sínar að Síðumúla 7-9, Örn
og Örlygur að Síðumúla 11, Hið ís-
lenska bókmenntafélag að Síðumúla
21, Hörpuútgáfan að Síðumúla 29
og Fjölvaútgáfan að Grensásvegi 8.
Bókamarkaðirnir átta í Múlahverfi
munu standa næstu tvær vikur og er
opið alla virka daga frá klukkan 9-
18, en um helgar frá 10-16.
Þúsundir atvinnulausra fá ekki atvinnuleysisbæt-
ur. Landssamband atvinnulausra:
Bótarétturinn
veröi almennur
Landssamband atvinnulausra
krefst þess að rétturinn tíl at-
vinnuleysisbóta verði almennur.
Að mati samtakanna eru íslensk
stjómvöld að bijóta félagsleg
réttindi á þegnum sínum með því
að gera skylduaðild að stéttarfé-
lögum að skilyrði fyrir rétti til at-
vinnuleysisbóta.
í frétt frá Landssamtökum at-
vinnulausra kemur fram að heild-
arfjöldi atvinnulausra í lok nýlið-
ins árs hafi verið rúmlega 9500
manns, og þar af voru skráðir at-
vinnulausir með rétt til atvinnu-
leysisbóta um 7 þúsund talsins.
Að mati Landssambandsins er
hinn almenni réttur til atvinnu-
leysisbóta talinn vera hluti al-
mennra mannréttinda í Evrópu-
löndum. Jafnframt vekur Lands-
sambandið athygli á þeirri stað-
reynd að íslendingar hafa marg-
sinnis fengið ádrepur frá sérfræð-
inganefnd Evrópuráðsins fyrir að
hafa brotið á þessum félagslegu
réttindum þegna sinna. En eins og
kunnugt er, þá hafa íslensk stjórn-
völd staðfest Félagsmálasáttmála
Evrópuráðsins.
Landssamtökin krefjast þess
einnig að í allri opinberri umræðu
um atvinnuleysi verði óskráðir at-
vinnulausir ætíð taldir með. Einn-
ig telja þau að Hagstofan verði lát-
in framkvæma nákvæmari og
viðameiri vinnumarkaðskannanir
og a.m.k. mánaðarlega á meðan
atvinnuleysið er jafn alvarlegt og
mikið böl og það er um þessar
mundir.
-grh
Umhverfisvæn sorpbrennslustöð, sem framleiðir orku, tekin í notkun í
Vestmannaeyjum:
Framtíðarlausn
fyrir Eyjamenn
Þann 15. janúar sl. var tekin í
notkun ný sorpeyðingarstöð í Vest-
mannaeyjum. Stöðin, sem er stað-
sett uppi á Nýjahrauni, er talin vera
sú fullkomnasta hér á landi og jafn-
framt sú fyrsta sem framleiðir orku
úr sorpinu.
Orkuframleiðslan er til komin með
fullkomnum brennsluofni, en þegar
sorpið er brennt myndast orka, sem
nýtt verður til húsahitunar í sam-
vinnu við Bæjarveitur Vestmanna-
eyja. Hið nýtanlega orkumagn á að
vera nægjanlega mikið til að hita
upp um 200 hús og er reiknað með
að tekjur verði um 3-4 milljónir kr. á
ári. Áætlað er að stöðin borgi sig
upp á 15 árum.
Sorpbrennsluofninn ásamt tilheyr-
andi búnaði var keyptur af norska
olíufyrirtækinu Norsk-Hydro. For-
stöðumaður stöðvarinnar er Gunn-
ar Sigurðsson og telur hann þetta
vera byltingu í hirðingu og eyðingu
sorps í Eyjum. „Þetta eru gífurlegar
framfarir að geta nú brennt og eytt
Uffe Ellemann
vill ræöa við
Jón Baldvin
Uffe Ellemann-Jensen, utanríkis-
ráðherra Danmerkur og formað-
ur ráðherraráðs Evrópubanda-
lagsins, hefur boðið Jóni Baldvin
Hannibalssyni utanríkisráðherra
til samráðsfundar um utanríkis-
mál í Kaupmannahöfn fimmtu-
daginn 4. febrúar. Óvíst er hins
vegar hver mun ræða við Jón
Baldvin eða yfirleitt hvort af
fundinum verður, því að flest
bendir nú til þess að Uffe Elle-
mann hætti sem utanríkisráð-
herra Danmerkur fyrir vikulokin
og nýr maður komi í hans stað.
Uffe Ellemann sendi öllum utan-
ríkisráðherrum EFTA-ríkjanna
fundarboð. Það, sem ræða átti á
fundunum, er málefni fyrrum
Júgóslavíu, Mið- og Austur-Evr-
ópu þ.á m. Samveldisríkin, Mið-
Austurlönd, fjölgun meðlima í
Evrópubandalaginu og samning-
urinn um Evrópska efnahags-
svæðið.
-EÓ
ruslinu í stað þess að urða það, og er
í raun framtíðarlausn þessara mála
hér í Vestmannaeyjum.
Við erum með þessu komin í
fremstu röð í umhverfismálum á ís-
landi og ég skora á fleiri bæjarfélög
að taka þetta til athugunar," sagði
Gunnar í samtali við Tímann.
Þess má geta að við vígslu sorpeyð-
ingarstöðvarinnar voru aðilar frá
ísafirði að kynna sér þessa nýjung,
en þeir eru með sams konar stöð í
bígerð, sem ætlunin er að taka í
notkun árið 1994. Hin ánægjulega
þróun sorpeyðingar í Vestmannaeyj-
um á vonandi eftir að verða fyrir-
mynd sem flestra bæjarfélaga.
—GU, Vestmannaeyjum