Tíminn - 21.01.1993, Side 8
8 Tíminn
Fimmtudagur 21. janúar 1993
Inglbjörg
Borgarnes —
Vesturland
Fundur veröur haldinn meö Kjördœm-
Isráöi og formönnum Framsóknarfélag-
anna á Vesturiandi I Hótel Borgamesi
fimmtudaginn 21. janúar kl. 20.00.
Á fundinn mæta Ingibjörg Pálmadóttir
þingmaöur og Siguröur Þórólfsson
varaþingmaöur.
Slguröur
Þorlákshöfn — Hveragerði
Alþingismennimir Jón Helgason og Guðni Agústsson boða til fundar um r
m stjómmálaviðhorfið á eftirtöldum stöð- ' wF W 1
Pi —^ -« um:
Ir Hveragerði 1 samkomusal Verkalýðs- 7
1^2 félagsins Boöans, Austurmörk 2, fimmtudaginn 21. janúar kl. 20.30.
Guöni
Jón
Kópavogur — Þorrablót
Þorrablót Framsóknarfélaganna I Kópavogi veröur haldið aö Digranesvegi 12
laugardaginn 23. janúar og hefst kl. 19.30.
Boöiö veröur upp á úrvals þorramat og hljómsveit veröur aö vanda. Miöaverð kr.
1.900,-.
Nánari dagskrá auglýst slöar.
Upplýsingar hjá Sigurbjörgu, slmi 43774, og hjá Skúla Skúlasyni, slmi 41801.
Framsóknarfélögln I Kópavogl
Guömundur
Valgeröur
Jóhannes Gelr
Þingmenn
Framsóknarflokksins
Fundir og viðtalstímar
Stórutjamaskóli
Fimmtudagur 21. janúar
Almennur stjómmálafundur I Stórutjarnaskóla kl. 21.
Akureyri
Laugardaglnn 23.Janúar
Viötalstlmi kl. 10-12 i Hafnarstræti 90.
Hægt er aö panta viötalstima I sfma 21180.
Ath. breyttan viötalstlma.
Guömundur Bjamason
Valgerður Sverrisdóttir
Jóhannes Geir Sigurgeirsson
Þórshöfn
Þriðjudagur 26. Janúar
Almennur stjómmálafundur I Félagsheimilinu kl. 20.30.
Raufarhöfn
Mlðvlkudagur 27. Janúar
Almennur stjómmálafundur I Hótel Noröurijós kl. 20.30.
Lundur, Öxarfiröi
Flmmtudagur 28. Janúar
Almennur stjórnmálafundur I Lundi kl. 20.30.
Akranes — Bæjarmál
Fundur veröur haldinn I Framsóknarhúsinu laugardaginn 23. janúar kl. 10.30.
Fariö veröur yfir þau mál, sem efst eru á baugi I bæjarstjóm. Morgunkaffi og meö-
læti á staðnum.
Bæjarfulltrúamlr
Kópavogsbúar— Nágrannar
Spiluö veröur framsóknarvist aö Digranesvegi 12, sunnudaginn 24. janúar kl. 15.
Kaffiveitingar og góð verölaun.
Freyja, félag framsóknarkvenna
Myndlistarnámskeið
Teikning, málun (litafræði), módekteikning, mónóþrykk.
Teikning og litameðferð fýrir 13 ára og eldri. Umhverfis-
teikning (hefst í mars). Listasaga.
Upplýsingar og innritun dagana 20. og 21. janúarfrá kl.
17.00-19.30 í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1.
Sjálfstæði skert
og landhelgi opnuð
Hvemig máttiþað verða?
Það er óumdeilanlegt að EES-
samningurinn skerðir sjálfstæði ís-
lands, og sjávarútvegssamningur-
inn, sem var hluti hans og raunar
skilyrði, opnar landhelgina fyrir EB-
ríkjum. Veiðileyfi eru að vísu mjög
takmörkuð í byrjun, en þrýst verður
án efa á frekari heimildir síðar. Full-
víst má og telja að erlendu fiskiskip-
in muni leitast við að fara sínu fram
í landhelginni, enda engin tök á að
verja hana eins og sakir standa.
Dæmin frá Nýfundnalandi liggja ljós
fyrir.
Spumingin mikla er þessi: Hvemig
gat þetta gerst án þess að rönd yrði
við reist?
Sjálfstæðisflokkurinn vildi tvíhliða
samning við EB, uns Jón Baldvin
samdi við Davíð Oddsson í Viðey um
nýja ríkisstjóm. Þeir ákváðu að
keyra EES-samninginn gegnum Al-
þingi.
Þrátt fyrir samblástur þessara
tveggja manna, þar sem annar brást
fyrri samherjum eftir kosningasig-
ur, en hinn stefnu flokks síns í meg-
inmáli, var lengi mjótt á mununum.
Þingmenn Alþýðubandalags, Fram-
sóknar og Kvennalista stóðu að tví-
hliða samningi við EB, er gætti fúlls
sjálfstæðis okkar og réttinda. Fjórir
þingmenn Sjálfstæðisflokks vom
sama sinnis: Eggert Haukdal, Eyjólf-
ur Konráð, Ingi Bjöm Albertsson og
Matthías Bjamason. Aðeins einn úr
þeim flokki vantaði til viðbótar, ef
fella átti EES- samninginn á Alþingi.
Þann mann var að sögn gagnkunn-
ugra að finna í röðum sjálfstæðis-
manna, enda þótt hann hefði ekki
enn birt afstöðu sína opinberlega.
En allt í einu brast flótti í lið stjórn-
arandstöðu. Fyrst var það Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, sem kvaðst ætla
að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.
Hennar ábyrgð er mikil. Svo komu
þeir Halldór Ásgrímsson, Finnur
Ingólfsson o.fl. og boðuðu hjásetu.
Það olli mörgum framsóknarmönn-
um sársauka, einkum þeim sem
hugðu nefnda foringjaefni í framtíð.
Með þessum tiltektum var úti um
alla virka andstöðu gegn EES.
Síðasta vonin var nú bundin við
forseta íslands, frú Vigdísi Finn-
bogadóttur, sem gat synjað staðfest-
ingar skv. stjómarskrá og efnt til
þjóðaratkvæðagreiðslu. Forseti er
fulltrúi allra Iandsmanna og trúnað-
armaður. Hann neytti ekki réttar
síns og valds. Þar með var gmnd-
vellinum í reynd kippt undan for-
setaembættinu. Forseti Alþingis
gæti vissulega undirritað lög, ef það
eitt er hlutverkið. Þjóðin er áfram
klofin í EES-málinu, eins og Alþingi
sjálft. Þjóðaratkvæðagreiðsla hefði
getað sætt báðar fylkingarvið niður-
stöðuna, hver svo sem hún hefði
orðið.
Fáum dögum eftir þessa atburði
mætti sá, er þetta ritar, merkum
embættismanni á götu í Reykjavík.
Hann mælti: „Nú hefi ég misst allan
áhuga á íslenskum stjórnmálum.
Við erum ekki lengur sjálfstæð þjóð
í frjálsu landi. Jón Baldvin ætti að
skila sér sem fyrst til Brussel. Þar á
hann heima." Landsbyggðarmaður
Heimkoman
Skjannahvít fönnin og jökullinn
runnu saman í eitt. Lýsandi kyndlar
tindruðu á brautum himnanna, og
tunglið lagði ljós sitt á vetrarsæng
landsins, þar sem sumarið svaf. Jök-
ullinn teygði úr sér út í tómið og
sindraði frá sér undursamlegu tákn-
máli til stjarnanna í fjarska, sem
blikuðu á tærum vetrarhimninum.
Mitt í öllum þessum mikilleik, þar
sem furður himnanna og ljósberar
sendu yl og ljós niður á eylandið
mikla í himingeimnum, færðist lítill
dökkur skuggi yfir frostbarin öræf-
in, og stefndi á ljóstýru lengst uppi
við fjallafaðm. Það var Matthías.
Eftir mörg ár lá leið hans til baka,
burt úr skarkala borgarinnar, og öll-
um þeim viðbjóði, sem þar óx á um-
hleypingasömu sumri. Innra með
sér bar hann bikar iðrunar, sem
hann dreypti á öðru hverju. í brjósti
hans bærðist uppgjöf, en einnig fyr-
irgefning og ást. Hvernig gat hann
litið framan í þá sem hann elskaði
mest, eftir allt sem hann hafði sagt
og gert? Allt hafði hann yfirgefið og
hlaupist á brott frá, þegar mann-
dómsárin höfðu færst yfir. í kven-
mannslíki hafði syndin sótt hann
heim í föðurgarð og tælt hann út á
meðal þyma. Árin höfðu liðið svo
hratt, árin sem áttu að verða heil ei-
lífð í gleði og fjöri. En svikin komu
fljótt í ljós, og nú var hann vansæll á
sál og líkama, á leiðinni heim, eftir
allan þennan tíma. Allt virtist
óbreytt nema hann. Óvissan nagaði
hann, en hann vissi, að hér beið
hans starf, sem hafði verið ætlað
honum frá upphafi. Að því gekk
hann ömggum skrefum, þó fætum-
ir væm óstyrkir eftir erfiða ferð og
útivist. Það, sem á undan var farið,
varð að víkja fyrir bjartsýni komandi
tíðar. Allt á sinn tíma, og nú tekur
morgunninn við af langri nótt.
Hann teygði lopahúfuna lengra
niður fyrir eymn og niður á hnakk-
ann, strauk frosinn andardráttinn
úr skegginu á efri vörinni og núði
hita í hendur sér um leið og hann
reyndi að byrgja niður í sér skjálft-
ann og hrollinn. Öll þau ár, á meðan
hann hafði verið í burtu, hafði hann
séð þessa fögm sjón fyrir sér og
hlustað á endurminningarnar grát-
biðja sig um að snúa aftur og halda
starfi sínu áfram á þessari guðs
blessuðu jörð. Loksins hafði guð
náð til hans aftur í gegnum brynju
heimsins. Loksins tók hann aftur
við kærleika hins æðri máttar, því
guð blessaði hann, eins og allt hús
föður hans.
Endurfundimir snertu hann djúpt
og alla fjölskyldu hans, og hann
softiaði rótt þetta kvöld. Honum var
rórra en honum hafði liðið í mörg ár
og margar kvíðafullar nætur. En nú
beið hann í ofvæni eftir því að vakna
að morgni og hefja störf sín í garði
föður síns á ný, frá því sem frá var
horfið.
Einar Ingvi Magnússon
EFNAHAGSVANDI
JAPANS
Hinum miklum ráðstöfúnum í efna-
hagsmálum, sem ríkisstjórn Japans
boðaði 18. ágúst og 28. ágúst 1992
(atvinnulegar upp á 8,6 billjónir jena
og fjármálalegar upp á 2,1 billjón
jena, þ.e. upp á jafnvirði 43 milljarða
£, liðlega fimm ganga undir Ermar-
sund), er ætlað að ráða bót á efna-
hagslegum örðugleikum landsins.
Önnur stærsta bílasmiðja landsins,
Nissan, skýrði frá því 27. ágúst 1992,
að tap hennar 1992 yrði um 20 millj-
arðar jena, þannig að á næsta ári
verði hún 17% minna en í ár til
nýrra framkvæmda og segði á næstu
þremur árum upp 4.000 starfs-
mönnum. Áður höfðu allmörg önn-
ur japönsk stórfyrirtæki birt áþekkar
tilkynningar, meðal annarra NEC,
Toshiba, Komatsu, Mitsukoshi og
Kyocera.
Um stöðu japanskra efnahagsmála
sagði Financial Times 1. september
1992: ,Að baki eru ár ódýrra lána,
sem í sjálfu sér urðu til að sprengja
upp verð lóða og fasteigna og ýttu
undir framkvæmdir án fordæmis á
vegum fyrirtækja... Aftur til miðs og
áliðins níunda áratugarins verða
rakin vandamál banka og stórra iðn-
fyrirtækja. Á alþjóðlegum vettvangi
var þá hart að Japan lagt að auka eft-
irspurn innanlands til að úr hinum
fimamikla hagstæða viðskiptajöfn-
uði þess drægi.“
„Eftir gerð Louvre-samkomulags
(helstu iðnríkjanna sjö) 1987 um að
styrkja gengi dollars varð Japans-
banki að halda vöxtum lágum til að
örva atvinnulíf og innflutning. —
Leiddi það til ólgu á fjármálasviðinu.
Fyrir sakir lágra vaxta og rýmkunar á
starfsreglum við fjársýslu hækkuðu
hlutabréf og fasteignir mjög í verði
og útlán banka fóru úr böndum. Fyr-
ir sakir verðbólgu hækkaði Japans-
banki loks vexti 1989. Vaxtahækkun-
in varð veltuskeiðinu að fótakefli,
svo að hlutabréf og fasteignir féllu í
verði 1990. Sakir viðvarandi verð-
falls fasteigna síðan sitja bankar uppi
með vanskilalán."
„Vöxtur (árlegrar) fjárfestingar í
framleiðslutækjum (capital equip-
ment) varð mestur 1989, 16,6%, og
enn mikill 1990, 12,4%. Á þremur
ámm fram til 1990 þrefaldaði Nissan
þá fjárfestingu sína, eða upp í 519
milljarða jena, og neytti þannig
(hagstæðra) markaðsskilyrða til að
endumýja tækjakost sinn. — Fram-
leiðslu iðnvarnings örvaði líka snörp
aukning neyslu. Að henni hneig
keppni um starfsfólk. Umræður vom
um eklu á starfsfólki, eins og það
væri að greinast. Varð það til þess, að
fyrirtæki bættu við sig starfsfólki.
Mörg laus störf lægðu ótta við upp-
sagnir. Starfsfólk fór að eyða meira
en áður, einkum vegna kaupa á dýr-
um varanlegum hlutum. Skráning
fólksbfia jókst til dæmis um 13,2%
1988 og 12,6% 1989.“
„Ör uppgangur hefúr snúist upp í
eins ört bakfall. Við því bregðast fýr-
irtæki með því að skera niður fjár-
festingu sína, draga úr „bónus"-
greiðslum, fækka yfirvinnustundum
og fækka lausafólki, stöðva ráðningu
starfsmanna og ráða jafnvel ekki
aðra í stað þeirra, sem af störfum láta
af náttúmlegum ástæðum. Úr því að
vinna er ekki eins trygg og áður, fór
að draga úr neyslu heimila á öðmm
ársfjórðungi 1992.“