Tíminn - 21.01.1993, Qupperneq 9
Fimmtudagur 21. janúar 1993
Tíminn 9
DAGBÓK
flytur ávarp við opnunina. Sýningin
kemur frá Listiðnaðarsafninu í Helsinki
og er þetta farandsýning, sem hefur farið
víða. Síðast var hún í Röhsska safninu í
Gautaborg. Ebba Bránnback frá Listiðn-
aðarsafninu setur sýninguna upp f Nor-
ræna húsinu.
Kaj Franck fæddist í Finnlandi 1911 og
lést 1989. Hann stundaði nám við Centr-
alskolen för konstflid 1929 til 1932. Kaj
Franck var þekktasti listamaður hinnar
nýju fmnsku hönnunar. Sýningin bregð-
ur upp ævistarfi hans og sýnir vel hve
verk hans eru óháð tíma og tfsku. Kaj
Franck hafði feikileg áhrif á Arabíu- og
Nuutajárvi-verksmiðjumar sem list-
rænn áhrifamaður þar. Hann vildi að all-
ir ættu kost á sem bestum almennum
nytjahlutum, endingargóðum og á hag-
stæðu verði.
Árið 1960 var Kaj Franck boðin staða
listræns stjómanda Listiðnaðarskólans.
Sem kennari í grunnnámi og í almennri
myndbyggingu hafði hann gríðarleg
áhrif á hugmyndir nýrrar kynslóðar
finnskra hönnuða. Kaj Franck hlaut pró-
fessorsnafnbót 1973.
Kaj Franck fékk margar viðurkenning-
ar og verðlaun, m.a. í Mílanó 1954 og
1957, Lunningverðlaunin 1955, Pro Fin-
landia- verðlaunin 1957 og Prins Eugen-
verðlaunin 1964.
Á sýningunni í Norræna húsinu er mjög
fjölbreytt úrval af hlutum, sem Kaj
Franck hannaði: glervörur, borðbúnað-
ur, skrautmunir og ýmsir nytjahlutir.
Sýningin í Norræna húsinu verður opin
daglega kl. 14-19 og henni lýkur sunnu-
daginn 28. febrúar.
Nemendaleikhúsiö sýnir
Bensínstööina
23. janúar frumsýnir Nemendaleikhús-
ið annað verkefni leikársins, Bensín-
stöðína eftir Gildas Bourdet
Leikritið gerist á ástheitum sumardög-
um á afskekktri bensínstöð í Frakklandi.
Móðir og þrjár dætur hennar berjast við
að halda stöðinni gangandi, og þegar fað-
irinn birtist eftir 18 ára fjarvem taka
hlutimir nýja stefnu. Ærslafenginn
franskur gamanleikur í rómantískum
anda.
Höfundurinn er franskur, og er virt
leikritaskáld, leikstjóri cg leikmynda-
hönnuður í sínu heimalandi.
Bensínstöðin er fyrs'a frumsýning á
verkum Bourdets á Norourlöndum, en
hún var fyrst sett upp í Frakklandi árið
1985 af höfundi sjálfum og hlaut strax
góðar viðtökur.
Meðlimir Nemendaleikhúss eru: Björk
Jakobsdóttir, Dofri Hermannsson, Gunn-
ar Gunnsteinsson, Hinrik Ólafsson, Jóna
Guðrún Jónsdóttir, Kristina Sundar
Hansen og Vigdís Gunnarsdóttir. Gesta-
leikarar í sýningunni eru: Erling Jó-
hannesson, Hilmar Jónsson og Þröstur
Guðbjartsson.
Þýðandi verksins er Friðrik Rafhsson.
Höfundur leikmyndar Gretar Reynisson.
Búningahönnuður Helga Stefánsdóttir
og leikstjóri Þórhallur Sigurðsson.
ÁR ALDRAÐRA
[ EVRÓ PU 1993
ÖLDRUNARRÁÐ ÍSLANDS
HAMINGJA — LENGIR HLÁTURINN LÍFIÐ?
Opin ráðstefna í Borgartúni 6,
föstudaginn 22. janúar 1993 kl. 13:15
Ráðstefnustjóri: Svavar Gests.
Dagskrá:
Kl. 13:15 Setning:
Pétur Sigurðsson; formaður Öldrunarráðs
Islands.
Hamingjan í hjörtum okkar:
Söngfélag Félags eldri borgara í Reykjavík.
Hamingja:
Jón Björnsson, félagsmálastjóri á Akureyri.
Ami Tiyggvason skemmtir.
Kaflihlé
Lengir hláturinn lífíð?
Óttar Guðmundsson læknir.
Leikfélagið Snúður og Snælda flytur kafla úr leikritinu Sólsetur.
Hamingjan í hjörtum okkar:
Söngfélag Félags eldri borgara í Reykjavík.
Ráðstefnugjald er kr. 1000,-.
Ráðstejhan er öllum opin.
Félag eldri borgara í Reykjavík
Opið hús í Risinu í dag. Bridge kl.
12.30-17. Dansleikur með Tíglunum í
Risinu föstudagskvöld 22. jan. kl. 20.
Norræna húsið:
Kynning á Eistiandi, menningu
þess, sögu og náttúru
í kvöld, fimmtudaginn 21. janúar kl.
20.30, verður dagskrá í fundarsal Nor-
ræna hússins, þar sem þrír fyrirlesarar
frá Eistlandi ætla að segja frá landi og
þjóð og sýna litskyggnur með fyrirlestr-
unum.
Eistamir þrír eru:
Fred Jiissi, náttúrufræðingur og ljós-
myndari. Hann hefur skrifað margar
greinar um náttúrufar Eistlands og al-
þýðumenningu. Hann flytur mál sitt á
ensku, en hinir mæla á sænsku.
Heino Eelsalu er sagnfræðingur og hef-
ur lagt stund á stjömufræði.
Ain Sarv er tóniistarmaður með þjóðlög
sem sérgrein. Hann hefur haldið marga
fyrirlestra í Finnlandi, Svíþjóð og Noregi
um eistnesk málefni og stefnu f menn-
ingarmálum. Ain Sarv er ennfremur far-
arstjóri hópsins.
Þremenningamir hafa verið á fyrir-
lestraferð um Færeyjar og koma hingað
á vegum Norðurlandahússins og Nor-
ræna hússins. Þeir hafa mikinn hug á að
kynna íslendingum eistneska alþýðu-
menningu og söguleg tengsl Eistíands
við Norðurlönd.
Allir eru hjartanlega velkomnir að hlýða
á fyrirlestrana.
Hólmfríöur Sigvaldadóttir sýnir
í Galleri Sævars Karls
Myndlistakonan Hólmfríður Sigvalda-
dóttír sýnir f Gallerí Sævars Karls,
Bankastræti 9, 22. janúar tíl 12. febrúar
1993.
Hólmfríður er fædd í Reykjavík 1956.
Hún lauk námi úr Myndlista- og hand-
íðaskóla fslands 1988 og hefur stundað
nám við listaakademíuna í Flórens á ítal-
íu ffá 1989 hjá prófessor D. Fumasi.
Sýningin ber heitið Kyrr form. í til-
kynningu frá galleríinu segir m.a.:
„Hvað segja orð? Hvað segja verk? Get-
ur eitt form talað um annað? Tilfinning
og hönd búa verkin til undir eftirliti hug-
ar. List er leit, leit að sjálfum sér, dýpra
sjálfi, innri kyrrð: persónuleg birting,
kyrr form.“
Helstu samsýningar Hólmfríðar em:
Hafhargallerí, Reykjavík 1988 og
Rex, Flórens 1992.
Norræna húsið:
Sýning á verkum eftir finnska
hönnuöinn Kaj Franck
Laugardaginn 23. janúar kl. 15.30 verð-
ur opnuð sýning í sýningarsölum Nor-
ræna hússins á listiðnaði eftir Kaj
Franck.
Sendiherra Finnlands, Hákan Branders,
mmm
Foreldrar brúðhjónanna stilla sér upp ásamt unga parinu. T.f. v.: móöir brúðgumans, Adnan Khashoggi, brúð-
hjónin, Soraya móðir Nabilu, og faöir brúðgumans, fyrrum sendiherra Grikklands I Tékkóslóvakíu.
Nabila Khashoggi
giftist tölvuforritara
Nabila Khashoggi, einkadóttir
saúdf-arabiska milljarðamæringsins
Adnans Khashoggi, gekk í það heil-
aga rétt fyrir jól. Þar sem pabbi henn-
ar er einn af ríkustu mönnum heims
— þó að viðskipti hans þyki meira en
lítið skuggaleg og hann hafi orðið að
sanna sakleysi sitt fyrir rétti í New
York ekki alls fyrir löngu — var mik-
ið um dýrðir í tilefni brúðkaupsins,
eins og vera ber. Og ekki dró það úr
spenningi gestanna að ekki var gefið
upp hvar veislan yrði haldin fyrr en
eftir borgaralegu vígsluna, og var
sagt að það væri vegna ótta Adnans
Khashoggi við hryðjuverk.
Nabila hefur lengi verið álitin ein-
hver albesti kvenkostur f heimi og
margir hafa stigið í vænginn við
hana. Hún var þó allsendis ósnortin
þangað til hún hitti ungan tölvufor-
ritara, Danny Daggenhurst, í boði
vinar eins bræðra hennar. Faðir hans
var einu sinni sendiherra Grikklands
í Tékkóslóvakíu.
Fjölskylda Nabilu er ofurlítið flókin
að samsetningu og ekki gátu allir
verið viðstaddir. Hvorki núverandi
stjúpmóðir hennar (vitað er að þeim
tveim semur ekki), né eiginkona föð-
ur hennar nr. 2 og hálfbróðir úr því
hjónabandi vom viðstödd. Hins vegar
tók móðir hennar, hin enska Soraya,
og fjórir bræður úr því hjónabandi
þátt í öllu tilstandinu, og það gerðu
líka hálfsystumar fjórar sem Soraya
eignaðist eftir skilnaðinn við Adnan.
Þær vom brúðarmeyjar.
Nabila er múslimi og lék blaða-
mönnum forvitni á að vita hvort hún
hefði farið fram á það við brúðgum-
ann að hann tæki upp hennar trú.
Hún gaf lítið út á það.
Brúðkaupsgjafimar voru auðvitað
ekki af verra taginu. Pabbi brúðar-
innar rétti henni lítinn bláan silki-
poka og sagði: „Ég keypti þetta fyrir
21 árs afmælisdaginn þinn og lofaði
sjálfum mér að gefa þér það á brúð-
kaupsdaginn." í pokanum var 40 kar-
ata demantur.
Sem nærri má geta vakti klæðnaður
brúðarinnar almenna athygli, en hún
hafði í flýti komið sér upp þrem al-
klæðnuðum. Einn þeirra þótti þó
sérkennilegastur, og þó einkum hár-
greiðslan, en þar gaf að líta alls kyns
eldhúsáhöld úr ryðfríu stáli til að
minna á nýja stöðu milljarðaprins-
essunnar, sem einu sinni ætlaði að
komast áfram í kvikmyndum, þó að
litlar líkur séu á að hún eigi eftir að
eyða lífdögunum bundin yfir pottum
og pönnum.
■ ■' ■: ■■ :
Hárgreiðslan sem gerði lukku.
Brúðhjónin hafa að baki sér einn rfkasta mann heims, Adnan Khashoggi
fyrir miðju, og fjóra bræður brúðarinnar.