Tíminn - 29.01.1993, Blaðsíða 1
Föstudagur
29. janúar 1993
19. tbl. 77. árg.
VERÐ í LAUSASÖLU
KR. 110.-
Atvinnubamaræninginn, forstjórí Corporated Training Unlimited, til hægrí á myndinni leiddur
inn í SíðumÚlafangelsí í gær. Tfmamynd Aml Bjama
Misheppnað brottnám tveggja telpna framkvæmt af
atvinnumönnum:
Forræðisdeila þróast
í lygavef á Islandi
Forræðisdeila íslenskrar konu
og bandarísks síðari manns
hennar varð að ráni á tveimur
stúlkubömum og tilraun til þess
að flytja þau til Bandaríkjanna í
fyrradag - tilraun sem mis-
heppnaðist Faðirinn, James
Grayson, réð atvinnubamaræn-
ingja undir stjórn fyrrverandi
sérsveitarmanns úr Bandaríkja-
her til þess að ræna báðum
bömunum og flytja til sín í Flor-
ida. Fyrirtæki ræningjans nefn-
ist Corporated TVaining Unlimit-
ed og er til heimilis í N-Carolina.
í Tímanum í dag er greint frá
máli þessu og þeim lygavef sem
ræningjarnir spunnu og ganga
átti upp með brottnámi barn-
anna.
Blaðsíður 4 og 5
BSRB stendur að öllu leyti við fyrri yfirlýsing-
ar samtakanna um breytingar á kostnaðar-
hlutdeild sjúklinga:
Sighvatur
þyrlar upp
moldviðri
og fúkyrðum
„Ummæli Sighvats Björgvinssonar
heilbrigðisráðherra og málflutning-
ur í þessu máli kemur á óvart og er
ekki sæmandi manni í hans stöðu.
Maður spyr sjálfan sig hvort maður
sem svona talar hafí góðan málstað
að verja. Við höfum viljað fá mál-
efnalega umræðu um þetta og byggt
okkar umræðu á rökum og upplýs-
ingum. Því er hins vegar svarað
með því að þyrla upp moldviðri og
demba yfir menn fúkyrðum," segir
Ögmundur Jónasson, formaður
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja.
Samtökin sendu frá sér fréttatil-
kynningu í gær í framhaldi af þeim
ummælum sem Sighvatur Bjögvins-
son heilbrigðisráðherra lét falla á
blaðamannafundi í fyrradag. Þar
sagði ráðherrann að yfirlýsingar for-
manns BSRB þess efnis að á krabba-
meinsdeildum sjúkrahúsanna væri
verið að innheimta aðstöðugjöld
sem felld hefðu verið niður af fyrir-
tækjum, bæri vott um gapuxahátt og
væru með ólíkindum.
í yfirlýsingu samtakanna er alger-
lega vísað á bug órökstuddum full-
yrðingum ráðherrans og ómakleg-
um og ósönnum aðdróttunum hans
í garð samtakanna. BSRB fer þess á
leit við ráðherrann að hann finni
þeim orðum sínum stað að samtökin
hafi farið með rangt mál í yfirlýsingu
sinni um breytingu á kostnaðarhlut-
deild sjúklinga. Jafriframt vekur
furðu sá málflutningur ráðherra að
aukin kostnaðarhlutdeild sjúklinga á
sjúkrahúsum sé óviðkomandi ríkis-
fjármálum almennt á sama tíma og
hann réttlætir auknar álögur á sjúk-
linga „í ljósi þess að nauðsyn beri til
að spara fyrir ríkissjóð."
„Þau dæmi sem BSRB hefur sent
frá sér eru rétt miðað við þær reglu-
gerðir sem ráðuneytið hefur sent frá
sér og hafa þessi dæmi verið ræki-
lega yfirfarin og fengist staðfest."
Þá telur BSRB þær fúllyrðingar ráð-
herra að samtökin hafi ekki borið sig
eftir gögnum ráðuneytisins um að-
gerðir í heilbrigðismálum og að tals-
menn BSRB séu yfir það hafnir að
grundvalla málflutning sinn á stað-
reyndum, fjarri sanni.
„Það er því ekki tilviljun að ráð-
herra gengur á svig við dæmi BSRB
og svarar þeim í engu efnislega, en
reynir þess í stað að drepa málinu á
dreif með fúkyrðum," segir í frétta-
tilkynningu BSRB. -grh
Læknafélag íslands hlessa á Sighvati:
Undrandi á ábyrgð-
arleysi Sighvats
í hjúkrunardeilu
í harðorðri ályktun stjómar Lækna-
félags íslands, er lýst undrun á
ábyrgðarieysi og seinagangi yfir-
valda í viðræðum við um 400
hjúkrunarfræðinga og fjósmæður á
Landspítala sem sagt hafa upp
störfum frá 1. febrúar.
Stjómin harmar að í stað þess að
leitað sé tímanlegra raunhæfra
lausna skuli treyst á ákvæði laga til
þess að vinna að gálgafresti. Sagt er
að slíkar vinnuaðferðir séu að verða
of algengar og séu ekki til þess falln-
ar að leysa nokkum vanda en skapi
þvert á móti slæmt vinnuumhverfi.
Þá segir og að stjómin telji að deila
þessi og erfiðleikamir við lausn
hennar árétti þá staðreynd að
shómkerfi ríkisspítalanna sé ónýtt.
„I kerfi þar sem ekki fara saman í
stjómun siðferðilegar-, faglegar- og
fjárhagslegar skyldur og ábyrgð er
hætt við að upp komi illleysanlegur
ágreiningur af því tagi sem nú er til
úrlausnar. Hið alvarlegasta er að án
hinnar þríþættu stjómunarlegu
ábyrgðar er rétti sjúklinganna stefrit
í hættu með því að ekki em tryggð
skilyrði þess að hægt sé að rækja við
þá ótvíræðar siðferðilegar skyldur,"
segir og í ályktun stjórnar Læknafé-
lags íslands.
þúsund krónur á ársgrundvelli. „Kjarabót,“ segirform.
þýðusambands Vestfjarða:
Stjóm Orkubús Vestfjarða hefur
ákveðið að lækka orkuverð á al-
mennutn taxta fyrirtæksins um
10%, eða úr 8.07 krTkwh « 7-26
krónur. Pétur Sigurðsson, for-
maður Alþýðusambands Vest-
fjarða, fagnar þessari ákvörðun
fyrirtæksins og segir hana vera
ýarabót fyrir vestfirsk heimili.
Að matí Orkubúslns þýðir þetta
að orkukostnaöur vestfirskm
heimiia hækkar ekki þrátt fyrir
4% hækkun Landsviikjunai og
skattiagningu rikissjóðs á orku tíl
húshitunar. Ennfremur mun
verðlækkunin hafa í fdr með sér
að raforkukostnaður vestfirskra
krónur á ársgrundvelli, sem er
svipuð upphæð og rikfssjóður hef-
ur iagt á kostnað til húshitunar
með virðisaukaskatti frá sl. ára-
mótum. Hinsvegar mun kostnað-
ur til húshitunar á svæði Orku-
búsins standa í stað. Jafnframt
mun orkuverðslækkunin þýða allt
að 13 miiljón króna tekjulækkun
hjá Orkubúinu áyfirstandandi ári.
Fonnaður Aiþýöusambands
Jafnframt ætti raforkuverðs-
lækkunin að verða fordæml fyrir
þá Qölmörgu fyrirtæki sem njóta
ar um 3.200 tii 4.000 þúsund
raforkuverði Orkubúsins ætti að
verða öðrum sambærilegum fyrir-
tækum til eftirbreytni og sömu-
ieiðis bendir hekkunin tíl þess að
Orkubúið hafi náð vissum árangri
f rekstri sem skilar sér f iægra
orkuverði tU neytenda.
þótt ég hefði haldið að það ættí að
koma fram strax. Afnám aðstööu-
gjaidsins áttí að skila sér strax f
vöruverði á mótí þeirri hækkun
lækkun krónunnar. En því miöur
hefur fÓlk ekkert orðið vart við að
afhám aðstöðugjaldsins hafi kom-
ið fram f lækkun á vöruverði nema
aiveg þveröfugt," segir Pétur Sig-
urðsson, formaður ASV.