Tíminn - 29.01.1993, Blaðsíða 10
10 Tíminn
Föstudagur 29. janúar 1993
m fi i i| /j
Sveitarfélögin hafa allt aðra stefnu í atvinnumálum en ríkisstjórnin. Sveitarfélögin
hafna samdráttarstefnunni:
Sveitarfélög taka lán
gegn atvinnuleysi
Sveitarfélögin í landinu bregðast við auknu atvinnuleysi á allt
annan hátt en ríkisvaldið. Sveitarfélögin auka flest hver fram-
kvæmdir og taka lán, jafnvel erlendis, til að ná endum saman í
Qárhagsáætlunum sínum, en ríkið sker niður og dregur saman
sinn rekstur. Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga, segir að sveitarfélögin séu einu aðilamir í
landinu sem sýni marktæka viðleitni til að spoma gegn atvinnu-
leysi.
Olík stefna hjá ríkí og
sveitarfélögum
Ríkisstjómin hefur markvisst
dregið saman í ríkisrekstri, dregið
úr framkvæmdum og fækkað
starfsfólki. Þessi stefría hefur að
sjálfsögðu haft þau áhrif að auka
heldur á atvinnuleysið en hitt.
Rfldsstjómin féllst þó á það síð-
astliðið haust að auka fram-
kvæmdir til vegamála og til við-
halds á opinbemm byggingum,
en þegar á reyndi varð mun minni
fjármunum varið í þessu skyni en
upphaflega var rætt um.
Sveitarfélögin hafa flest hver allt
aðra stefríu í atvinnumálum. Þau
hafa ekki dregið úr framkvæmd-
um og sum hafa jafnvel aukið
þær. Reykjavíkurborg ætlar td. að
veija svipuðum fjármunum til
framkvæmda og í fyrra þrátt fyrir
að tekjur borgarinnar dragist
saman. Hafríarfjarðarbær ætlar að
auka framkvæmdir. Bæði þessi
stóm sveitarfélög taka lán til að
geta staðið við þessa stefríu. Er-
lend lántaka Reykjavíkurborgar á
þessu ári verður á annan milljarð,
sem bætist við miklar lántökur á
síðasta ári.
Reykjavík og Hafnar-
fjörður taka lán
Guðmundur Ámi Stefánsson,
bæjarstjóri í Hafríarfirði, sagði að
það væri stefna meirihluta bæjar-
stjómar Hafríarfjarðarbæjar að
reyna að draga úr atvinnuleysi í
bæjarfélaginu. Þess vegna væm
framkvæmdir á vegum bæjarfé-
lagsins auknar frá því sem verið
hefði í fyrra og hittifyrra, en þær
verða á þessu ári í kringum 900
milljónir króna. Til þess að þetta
sé hægt neyðist bæjarsjóður til að
taka um 160 milljónir að láni um-
fram afborganir af eldri lánum.
„Við viljum mæta þessari kreppu
í atvinnu- og efríahagslífi með
aukinni hlutdeild bæjarins í at-
vinnulífi, þ.e. flýtingu fram-
kvæmda. Við teljum óðsmanns-
æði við þessar aðstæður, við sívax-
andi atvinnuleysi, að bæjarfélagið
kippi að sér höndum. Við viljum
frekar leggja okkar lóð á vogar-
skálina til að fá hjólin til að snúast
á nýjan leik. Bæjarsjóður gerir að
vísu engin kraftaverk einn og sér,
en hann er að sjálfsögðu mjög
áhrifaríkur í atvinnulífi þessa bæj-
arfélags og við vonum að þetta
hafi smitandi áhrif á annan at-
vinnurekstur í bænum. Við höf-
um verið í viðræðum við verka-
lýðsfélög um enn frekari tilraunir
í þá veru að efla hér atvinnulíf,"
sagði Guðmundur.
Þórður Skúlason sagði að sveit-
arfélögin hafi orðið fyrir sambæri-
legri tekjurýmun og ríkissjóður.
Tekjur þeirra hefðu dregist saman
út af minni fiskafla, samdrætti hjá
fyrirtækjum og minni atvinnu-
tekjum hjá launafólki.
„Við þessar aðstæður eru sveitar-
félögin að reyna að slá á þetta al-
varlega ástand í atvinnumálum.
Snemma í vetur var gert sérstakt
samkomulag um það að sveitarfé-
lögin greiddu 500 milljónir inn í
Atvinnuleysistryggingasjóð, en
þær eiga að fara í sérstök verkefríi
sem draga eigi úr atvinnuleysi.
Flest sveitarfélög leggja auk þess
verulega fjármuni í atvinnulífið
með ýmsum hætti hvert á sínum
stað. Ég hef haldið því fram að
einu aðilamir sem sýndu mark-
tæka viðleitni til að spoma gegn
atvinnuleysinu á síðasta ári, hafi
verið sveitarfélögin. Mér sýnist að
það sama ætli að verða upp á ten-
ingnum á þessu ári.
Við höfum haldið því fram að
auðvitað ættu rfldsvaldið og full-
trúar atvinnulífsins að leita svip-
aðra úrræða í baráttunni gegn at-
vinnuleysinu. Við emm hins veg-
ar ekki í aðstöðu til að skipa þeim
fyrir verkurn," sagði Þórður.
Það er athyglisvert að ríkis-
stjómin hefur ekki staðið við yfir-
lýsingar sem hún gaf um aukið fé
til atvinnusköpunar. Litlum fjár-
munum verður varið til viðhalds
opinberra bygginga og aðeins
nokkur hundmð milljónum verð-
ur aukalega varið til vegagerðar.
Þá hefur forsætisráðherra nýlega
tilkynnt að ríkissjóður mun enga
fjármuni láta af hendi til sérstaks
átaks í atvinnumálum á Suður-
nesjum, en áður hafði hann gefið
nokkuð ákveðið í skyn að ríkis-
sjóður myndi setja umtalsverða
fjármuni í þetta verkefni. Nú á
meirihluti þessa fiármagns, 300
milljónir af 500 milljónum, að
koma frá sveitarfélögunum á Suð-
umesjum.
Þýðir ekki að breiða
yfir haus
„Við viljum láta hlutina snúast
og teljum ekki farsælt að taka mið
af skilaboðum forstjóra Þjóðhags-
stofríunar til einstaklinga og fyrir-
tækja um að best sé að draga
sængina yfir höfuð og bíða þess að
mögm árin líði,“ sagði Guð-
mundur Ámi um stefnu Hafríar-
fiarðarbæjar í atvinnumálum.
Guðmundur Ámi sagði að Hafrí-
arfiarðarbær, eins og mörg önnur
sveitarfélög á landinu, beittu ann-
arri stefríu í atvinnumálum en
ríkisstjómin. „Það má segja að
áherslumar séu aðrar hjá okkur.
Við höfum áður bent á að sveitar-
félögin verða langfyrst vör við
samdráttinn þegar hann verður.
Þetta fólk sem gengur um at-
vinnulaust, það er hér. Afleiðingar
atvinnuleysisins koma beint inna
á borð okkar stjómenda sveitarfé-
laganna. Þetta em raunvemleg
vandamál sem við komust ekkert
hjá því að taka á,“ sagði Guð-
mundur Ámi.
-EÓ