Tíminn - 29.01.1993, Blaðsíða 16

Tíminn - 29.01.1993, Blaðsíða 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 Áskriftarsími NÝTT OG Tímans er ferskt 686300 reiðholtsbakarí VÖLVUFELU13 - SÍMI73655 i HÖGG- DEYFAR Yersiið hjá fagmönnum varahlut Haoursböfða l - s. 67-6" 7-44J Tímiim FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1993 Fundaherferð forustu ASÍ með stjórnum verkalýðsfélaga um landið lauk á ísafirði í fyrrakvöld: Formaður Alþýðusambands Vestfjarða: Krafist verður 7%- 10% launahækkunar Pétur Sigurðsson formaður Alþýðusambands Vestfjarða og vara- þingmaður Sighvats Björgvinssonar heilbrigðisráðherra, segir að verkalýðshreyfíngin eigi ekki annarra kosta völ en að krefjast 7%- 10% launahækkana yfír alla línuna í komandi samningaviðræðum við atvinnurekendur. Hann segir að þessi launahækkun sé nauðsyn- leg til að leiðrétta það sem búið sé að taka af launafólki. Ef ekki verður fallist á þessa kröfu verður verkalýðshreyfingin að sækja þessar launahækkanir með fullum krafti og sameiginlegum styrk. „Við höfum stysta mánuð ársins, febrúar, til að láta reyna á hvaða möguleikar eru til samkomulags við atvinnurekendur um þessa launa- hækkun. Síðan höfum við marsmán- uð til að knýja á um lausn. Ef þetta gengur ekki svona upp þá hefur verkalýðshreyfingin tapað stríðinu." Hann segir að kröfur verkalýðshreyf- ingarinnar fyrir komandi samninga- gerð hafi aldrei verið einfaldari eða skýrari en einmitt um þessar mundir. „Það er búið að hafna þeim sam- komulagsleiðum sem voru opnar sl. nóvember. Ríkisstjómin valdi þann kost að hafna þeim. Þess vegna er ég ekkert sammála mönnum innan ASI sem halda því fram að það sé enn möguleiki að snúa ofan af þessum efnahagsaðgerðum ríkisstjómarinn- ar. Ef eitthvað er, þá ætti ríldsstjómin að hafa frumkvæði að því að taka upp þann þráð sem hún sleit en ekld verkalýðshreyfingin." Formaður Alþýðusambands Vest- fjarða segir að ef kjaraskerðingin verði ekki sótt til baka af krafti þá verða laun hins almenna launa- manns, eftir eitt til tvö ár, aðeins helmingurinn af því sem þau eru í dag. Þá segist hann vera alveg á móti öllum beiðnum verkalýðshreyfingar- innar til ríkisvalds og atvinnurekenda um að leysa málin með einhverjum félagsmálapakka. „Við erum búin að bjóða allt sem við getum boðið í þeim efnum og því var hafnað.“ í fyrrakvöld lauk fundaherferð for- ustu Alþýðusambands íslands með stjómun verkalýðsfélaga um land allt með fundi á ísafirði. Tilgangurinn með þessum fundum var að hlusta á sjónarmið heimamanna á hverjum stað til komandi kjaraviðræðna og at- vinnuástandsins. Á þessum fundum hefúr fólki verið tíðrætt um þá kjara- skerðingu sem launafólk hefúr orðið fyrir vegna efnahagsaðgerða stjóm- valda og lýst yfir vilja sínum og sækja þá skerðingu til baka. Hins vegar horfa menn ekkert framhjá þeirri staðreynd að það er ákaflega erfið staða í þjóðfélagi sem byggir afkomu sína aðallega á fiskveiðum í Ijósi þess Pétur Sigurðsson formaður Alþýðusambands Vestfjarða. að þorskkvótinn hefur verið skorinn niður um allt að 100 þúsund tonn. „Þrátt fyrir það á hvorki atvinnurek- endum eða ríkisvaldi að leyfast að nota þetta ástand til að hræða fólk frá því að leita réttar síns.“ Á fundi á Húsavík í vikunni, mátti skilja af orðum forsætisráðherra að hann væri jafnvel tilbúinn til að liðka fyrir gerð kjarasamninga með að- gerðum í vaxtamálum. Pétur Sig- urðsson segir að vextimir geti ekki orðið einhver skiptimynt í komandi kjaraviðræðum. , J>að er búið að lýsa því yfir að vextir séu frjálsir og ráðist af verðlagi og verðlagshorfúm í landinu. Forsætis- ráðherra getur því ekki risið upp á fundi á Húsavík og lýst því yfir að hann hafi allt í einu eitthvað vald yfir vöxtunum. Þetta eru bara einræður hans við Húsavíkur-Jón.“ -grh Guðmundur Árni hvorki játar né neitar því að hann og Jón Sig. hafi samið um að hann setjist á þing í vor: Var samið um banka- stjórann vorið 1991 ? Guðmundur Árni Stefánsson, ist flest benda til að hart yrði tekist bæjarstjóri í Hafnarfírði, seg- ist engu vilja svara getgátum um að gert hafí verið sam- komulag um það fyrir síðustu kosningar, að hann tæki sæti á Alþingi á miðju kjörtímabilinu og Jón Sigurðsson, iðnaðar- ráðherra, tæki við embætti seðlabankastjóra. Guðmundur Árni hvorid játar því né neitar að slíkt samkomulag hafí verið gert. Fyrir síðustu kosningar stóð til að efna til prófkjörs meðal alþýðu- flokksmanna á Reykjanesi og virt- á um fyrsta sætið á listanum, milli GuðmundarÁrna og Jóns Sigurðs- sonar. Þegar til kom var hætt við prófkjör og Guðmundur Ámi féllst á að taka fjórða sætið á listanum. Alþýðuflokkurinn fékk þrjá menn kjöma á þing í síðustu kosningum. Allt frá því að ákveðið var að hætta við að halda prófkjörið, hef- ur verið sterkur orðrómur um að Jón og Guðmundur Ámi hafi sam- ið um að Guðmundur Árni fengi þingsæti þegar Jón yrði banka- stjóri í Seðlabanka á miðju ári 1993. Enginn fæst þó til að stað- festa að slíkt samkomulag hafi ver- ið gert. -EÓ Guðmundur Ámi Stefánsson ...ERLENDAR FRÉTTIR... JERÚSALEM Hæstiréttur dæmdi brottrekstur löglegan Hæstiréttur fsraels úrskuröaöi f gær einróma réttmæti brottrekstrarins á 415 Palestfnumönnum til Lfbanon og hafnaöi kröfum um aö þeir yröu taf- arfaust fluttir heim. I MARJ AZ- ZO- HOUR, I einskismannslandinu f suö- urhluta Lfbanon, sem sami sjö manna dómstóll heimilaöi hernum aö ffytja mennina til fyrir sex vikum, sagöi leiötogi útlaganna aö Israels- menn ættu eftir aö iörast þessara geröa. ZAGREB Áfram barist í Króatíu Króatfska útvarpiö sagöi f gær aö bardagar heföu haldiö áfram f fyrri- nótt milli Serba og Króata f fyrmm júgóslavneska lýöveldinu Króatlu en aö vopnahlé I grimmilegum átökum milli Króata og fyrmm múslimskra vopnabræöra þeirra heföi tekiö gildi I grannrlkinu Bosnlu. Hjá SAMEINUÐU ÞJÓÐUNUM var- aöi öryggisráöiö Króata viö ótil- greindum aögeröum nema yfirvöld I Zagreb stöövuöu án tafar sóknina gegn Serbum á vamarsvæöum S.þ. umhverfis Krajina-héraö. Boutros Boutros- Ghali, aðalritari S.þ., sak- aöi Króata um aö færa út árásirnar og sagöi aö Serbar heföu I haldi 21 borgaralegan lögreglumann S.þ. I bænum Benkovac til að tryggja ör- yggi sitt gegn áframhaldandi árásum Króata. NÝJA DELHI Deila um skuld til Rússa leyst Bóris Jeltsin, Rússlandsforseti, sagöi I gær aö leiðindadeila um skuld Indlands viö Rússland, sem álitin er nema um 16 milljöröum doll- ara, heföi verið leyst og lagöi til aö sala á vopnum til yfirvalda I Nýju Delhi yröi stóraukin. .Vandamáliö er ekki lengur fyrir hendi," sagöi Jeltsln I hádegisveröarboöi meö indverskum kaupsýslumönnum eftir aö geröir höfðu veriö samningar I smáatriöum viö forystumenn I Ind- landi aö hans sögn. LONDON Major kærir 2 blöð fyrir meiðyrði Breski forsætisráöherrann John Major sagöi I gær aö hann ætlaði aö kæra tvö tlmarit fyrir meiöyröi vegna frásagna af þrálátum orðrómi um aö hann héldi fram hjá konu sinni meö annarri konu. Tilkynning forsætisráö- herra, sem sumir segja aö eigi sér engin fordæmi meöal sitjandi forsæt- isráöherra, var sett fram I ákafri um- ræðu um tillögur um aö setja hömlur á frelsi breskra blaöa til aö hnýsast I einkallf fólks I opinberum stööum. SAN FRANCISCO Hommar marséra til stuðnings Clinton Mörg hundruð kynhverfra karla og kvenna, nokkrir I einkennisbúningum hersins, þrömmuðu um San Franc- isco I gær I skrautsýningu til stuön- ings umdeildri áætlun Bills Clinton Bandaríkjaforseta um aö aflétta banni á herþjónustu homosexúala. I WASHINGTON sögöu starfsmenn I Hvlta húsinu að Clinton ætlaöi ekki aö aflétta banninu afdráttarlaust, heldur myndi hann gefa út tilskipun I nánustu framtlö um aö nýliöar veröi ekki lengur spuröir hvort þeir væru kynhverfir. SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR Bandaríkjamenn frá Sómalíu — S.þ. taka við Boutros Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjórí S.þ., sagöi I gær aö skiptin I Sómallu milli stjórnar Bandarlkjanna til stjórnar Samein- uöu þjóöanna gætu tekiö allt aö hálft ár. Heimildir hjá S.þ. sögöu aö Warr- en Christopher, utanrlkisráöherra Bandarlkjanna, ætlaöi aö heimsækja S.þ. nk. mánudag til aö ræöa um brottflutning bandariska liösins frá Sómallu en þangaö var þaö sent til að verja neyöaraöstoö viö sveltandi fólk. DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.