Tíminn - 29.01.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.01.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 29. janúar 1993 Frá framkvæmdum við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Tfmamynd SBS Mikið byggt á Selfossi: Síðari áfangi Fjöl- brautar flýgur upp Þaö er mikið byggt á Selfossi þessa dagana. Annar og síðari áfangi ný- byggingar Fjölbrautaskóla Suður- lands, er í smíðum og eins standa Alþýðusamband Suðurlands og Selfossbær að byggingu íbúða fyrir aldraða sem standa við Grænu- mörk. Síðari áfangi fjölbrautaskólahúss- ins er á þremur hæðum og er nærri 3000 fermetrar að flatarmáli. Hann er nokkurs konar spegilmynd af fyrri áfanga skólans sem tekinn var í notkun í ársbyrjun 1987. Stórt hall- andi glerþak þekur alla suðurhliðina og svo verður einnig á þessum síðari Húseigendur! Nú er orðið dýrt að kynda En hver hefur efni á því að láta hitann streyma út í loftið? Enginn. Slík sóun á fjármunum er vanhugsuð og ástæðulaus. Aður en þú formælir orkukostnaði, sem á vafalítið eftir að hækka á ókomnum árum, skalt þú líta í eigín barm. Er húsið þitt nægilega einagrað? Ef einangrun er ófull- nægjandi verður aldrei heitt og notalegt inni, hversu mikið sem kynt er. Reikning- arnir hækka og hækka, en hrollurinn fer ekki. Veist þú: ✓Að allt að 40% húshitans getur tap- ast vegna lélegrar einagrunar í þaki eða á loftplötu. Hver hefur efni á því? i/Að við erum eina fyrirtækið hér á landi sem blæs steinull í hús og skip. í holrúm og veggi nýrra og gamalla timburhúsa. í þök. Ofan á loftplötur. í milligólf og grunna. t/Að steinullín sem við blásum er vatnsvarin. Hún er fyrirtaks eldvörn. Hún hljóðeinangrar betur en nokkur einangrun. Hún rykast ekki vegna viðloðunarefna sem í henni eru. t/Að verðíð frá okkur er sambærilegt við aðra gæðaeinangrun. HÚSAEINANGRUN SÍMAR 91 - 622326/22866 EÐA 93-13152 áfanga. Að sögn Guðmundar Kr. Jónssonar sem er byggingarstjóri, verða 17 kennslustofúr í þessum áfanga auk mötuneytis nemenda og aðstöðu fyrir nemendafélag. Arki- tekt síðari áfangans eins og hins fyrri er dr. Maggi Jónsson. Það er Sigfús Kristinsson, bygg- ingameistari á Selfossi, ásamt vösk- um hópi starfsmanna sinna sem reisir þennan síðari áfanga skóla- byggingarinnar en hefur þó undir- verktaka í sérhæfðum verkþáttum. Samkvæmt útboðslýsingu er hon- um gert að Ijúka verkinu í júlíbyrj- un 1994. „í augnablikinu er Sigfús um það bil einum mánuði á eftir áætlun, en verði tíðarfarið ekki því verra ætti að vera hægt að vinna þá seinkun upp,“ segir Guðmundur Kr. Jónsson sem segir starf sitt sem byggingarstjóra vera að mörgu leyti skemmtilegt og lifandi. Hann var einnig byggingarstjóri við fyrri áfangann. Ríflega 600 nemendur stunda nú nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands en skólameistari er Þór Vigfússon. Nemendafjöldinn hefur farið vax- andi ár frá ári og því brýnt að ráðast í þennan annan áfanga skólabygg- ingarinnar. Með öðrum orðum má segja að bamið hafi vaxið en brókin ekki. Hvað varðar íbúðir aldraðra þá er það verk í góðum gangi en það er Ármannsfell sem byggir það hús. Þar verður fjöldi íbúða fyrir aldraða en áætlað er að það hús verði tekið í notkun vorið 1994. Allt bendir til að sú tímaáætlun muni stándast. —SBS, Selfossi Loksins sér fyrir endann á endurskoðun fiskveiði- laganna í svokallaðri Tvíhöfðanefnd stjórnarflokk- anna. Vilhjálmur Egilsson: Niðurstöðu að vænta fljótlega Vilhjálmur Egilsson alþingismað- ur og annar af tveimur formönn- um svokallaðrar Tvíhöfðanefndar stjórnarflokkanna um endur- skoðun fiskveiðilaganna, segir að vinna nefndarinnar sé á lokastigi, í bili. Hann segir að skýrsla nefndarinnar um endurskoðun fiskveiðilaganna muni liggja fyrir fljótlega í næsta mánuði og þá verði leitað álits á niðurstöðum hennar hjá hagsmunaaðilum og sjávarútvegsnefnd Alþingis. Nokkurrar óþolinmæði er farið að gæta meðal hagsmunaaðila í sjávarútvegi hversu seint hefur miðað endurskoðun laganna hjá nefndinni. En samkvæmt lögun- um átti endurskoðun þeirra að vera lokið um nýliðin áramót. Öm Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segist ekki trúa öðru en að lögun- um verði breytt þannig að króka- veiðar verði áfram utan kvóta, tvöföldun línuafla verði óbreytt og smábátum á aflamarki verði bætt sú mikla skerðing sem þeir hafa orðið fyrir í þorski. „Að öðrum kosti mun smábáta- útgerðin heyra sögunni til sem verið hefur sá vaxtarbroddur sem eitthvað hefur kveðið að bæði hvað varðar afla og arðsemi auk þess að stuðla að atvinnuöryggi fískverkafólks og uppbyggingu at- vinnulífs á þeim stöðum sem smábátar em gerðir út frá.“ Örn sagði ennfremur að nýliðið Fiskiþing hefði tekið undir sjón- armið smábátateigenda hvað varðar krókaveiðamar og að tvö- földun línuafla verði áfram utan kvóta. Hann segist ekki hafa orðið var við andstöðu við þessi sjónar- mið nema þá helst frá Landssam- bandi íslenskra útvegsmanna. Hins vegar vildi Vilhjálmur ekki tjá sig um einstök atriði endur- skoðunarinnar og taldi það ekki tímabært að svo stöddu. Eins og áður segir átti endur- skoðun laganna að vera lokið um nýliðin áramót en verkinu miðaði lítt áleiðis allt síðasta ár að því er virðist vegna ósamkomulags stjórnarflokkanna. Það var ekki fyrr en samkomulag náðist á milli þeirra um Þróunarsjóð sjávarút- vegsins að vinna við endurskoðun laganna tók kipp á ný. í millitíð- innni sagði Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri SÍF, af sér sem annar formaður nefndarinnar og bar við önnum í starfi og við tók Vilhjálmur Egilsson, alþingis- maður og formaður fjárhags- og viðskiptanefndar Alþingis. Hinn formaður nefndarinnar er eins og kunnugt er Þröstur Ólafsson, að- stoðarmaður utanríkisráðherra, sem þessa dagana er á ferðalagi í Afríku með Jóni Baldvin og frú. -grh Alvarlegt ástand er bakgrunnurinn fyrir miöstöðina Miðstöð fólks í atvinnuleit á veg- um kirkjunnar og ýmissa stéttar- félaga tekur til starfa á mánudag- inn 1. febrúar n.k. í safnaðar- heimili Dómkirkjunnar. í frétt frá aðstandendum mið- stöðvarinnar segir að starfsemin verði fjórþætt til að byrja með. í fyrsta lagi á þar að vera félagsleg aðstaða. I öðru lagi öflun og miðl- un upplýsinga er varða stöðu og réttindi fólks í atvinnuleit. í þriðja lagi ráðgjöf og persónuleg þjón- Verslunarráð Islands: VARAR VIÐ FARANDSÖLUM Verslunarráð hvetur almenning til þess að sýna fyllstu aðgæslu í viðskiptum sínum við farandsala sem bjóða teppamottur til sölu. í frétt frá Verslunarráði segir að þetta sé vegna ábendinga frá fé- lagsmönnum þess. Þess vegna hvetur ráðið almenning til þess að kynna sér vel staðhæfingar um uppruna og gæðl vöru þess- ara farandsala. Sagt er að vitað sé um dæmi þar sem ódýrar mottur, sem ýmist séu fluttar inn eða jafnvel keyptar út úr búð hérlendis, séu boðnar til sÖlu sem sérstok gæðavara á marg- földu verði. Þá vill ráðið vekja athygli á ný- samþykktum lögum nr. 96/1992 um húsgöngusölu. Samkvæmt þeim hafa neytendur 10 daga frest til þess að segja samningi upp, skila söluhlut og fá endur- greitt Er farandsölum skylt að upplýsa neytendur skriflega um þennan rétt og tilkynna nafn og heimilisfang scm snúa má sér tii meðuppsögn. -HÞ usta og í fjórða lagi fræðsla. Þá segir að bakgrunnur málsins sé hið alvarlega ástand sem skapast hafi vegna atvinnuleysis. Einnig er talað um að nú þegar hafi daglegt líf margra raskast um lengri eða skemmri tíma vegna atvinnuleysis og útlit sé fyrir að atvinnusástand- ið eigi enn eftir að versna." Þar sem vitað er að margvíslegur per- sónulegur vandi fylgir því að missa og vera án vinnu um lengri tíma, er sérstakra aðgerða þörf,“ segir og í fréttinni. Miðstöðin verður opin daglega milli kl. 14 og 17 og síminn er 628180. -HÞ Nýtt hús Samvinnuháskólinn í Bifröst tók nýlega í notkun fyrsta hús nem- endagarða skólans við hátíðlega athöfn. í frétt frá skólanum segir að í húsinu séu fjórar 65 fm raðhúsa- íbúðir og hver um sig á tveimur hæðum. Þá segir að húsið sé fyrsti áfanginn í stærri áætlun um bygg- ingu húsnæðis fyrir nemendur og fjölskyldur þeirra á Bifröst. Alls er ætlunin að byggja 32 íbúðir. Húsið stendur í hraunkantinum norðaustan við hin gamalkunnu skólahús á Bifröst og heitir Hraunkot. -HÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.