Tíminn - 05.02.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Föstudagur 5. febrúar 1993
Islendingar hrósa sér af lægsta ungbarnadauða í heimi en
Hátt í 11.000 börn koma
á slysadeildina árlega
„Það þarf að ryðja hættum úr vegi en ekki eingöngu kenna bömum að varast
þær. Eg vil ekki sætta mig við að árlega leiti hátt í 11.000 böm á slysadeild
Borgarspítalans," segir Margrét Sæmundsdóttir, borgarfulltrúi Kvennalistans.
Hún Ieggur fram tillögu fyrir borgarstjóra um að samþykkt verði þriggja ára
áætlun um leiðir til að koma í veg fyrir slys á böraum undir kjörorðinu „gerum
borgina betri fyrir böm.“
Tillaga Margrétar gerir ráð fyrir því
að borginni verði skipt í nokkur
svæði samkvæmt skiptingu hverfa-
skipulags borgarinnar. Árlega verði
tekin fyrir tvö til þrjú svæði og
kembd eins og Margrét kemst að
orði. Þar á hún við að í samstarfi við
Slysavarnafélag íslands, verði gerð
úttekt á stöðum sem geta reynst
hættulegir bömum og gerðar úrbæt-
ur á þeim en borgin kosti starfsmann
í hálfu starfi til þess.
í greinargerð með tillögunni segir
að í ljósi þess að íslendingar geti
hrósað sér af lægsta ungbamadauða í
heimi, sé erfiðara að sætta sig við að
hafa tapað þessu forskoti við 14 ára
aldur barna og að slys skuli vera orð-
in algengasta dánarorsök bama hér á
landi.
Margrét bendir á að svokallaðar
slysagildrur séu víða en ekki alltaf
augljósar. Hún vitnar til góðrar
reynslu bæjarfélaganna í Keflavík og
Njarðvík þar sem Slysavarnafélag ís-
lands skipulagði nýlega slysavarnar-
átak undir kjörorðinu „Vöm fyrir
böm.“
,J4ér hefur alltaf fundist viðhorfið
hér á landi vera það að það þurfi allt-
af að kenna börnum að vara sig á
hættum. Þess í stað á að ryðja hætt-
unum úr vegi. Það er aðalmarkmið-
ið. Við látum ekki börn Iæra af því að
tvö og þrjú drukkni áður en hin em
búin að læra að varast hættuna en
byggjum einfaldlega brú yfir læk-
inn,“ segir Margrét.
Margrét segir að í Keflavík hafi ver-
ið stofnað svonefnt framkvæmdaráð
skipað fulltrúum firá sjúkrahúsinu
o.fl. „Þá var fundið út hvaða slys vom
algengust og hvar þau urðu og síðan
vom þau flokkuð niður í fjóra
flokka," segir Margrét. Þar á hún við
umferðarslys, slys í skólum og á leik-
skólum, íþróttaslys og slys á heimil-
um. Margrét bendir á raunhæft
dæmi úr Keflavík þar sem steypu-
styrktarjám stóðu upp úr plötu ný-
byggingar. „Þetta var svæði sem er í
íbúðarbyggð og bent á að þessu
fylgdí mikil slysahætta. Eigandanum
var bent á að beygja þessar stangir
niður og þar með var slysahættu af-
stýrt," segir Margrét.
Margrét bendir á slys í heimahúsum
sem hægt sé að koma í veg fyrir með
fræðslu. Þar nefnir hún sem dæmi
slys af völdum eiturefna sem böm
gleypa. „Þeim fækkaði mikið eftir
áróðursátak um að fólk geymdi lyf og
eiturefni í læstum hirslum," segir
Margrét. Henni finnst samt aldrei
nóg að gert og bendir á að árið 1991
hafi 6.200 böm komið á slysadeild
vegna slysa í heimahúsum. Margrét
telur brýnt að breyta þeim hugsunar-
hætti sem henni finnst of áberandi,
að halda að við séum alltaf í ein-
hverju bændasamfélagi. „Við emm í
hátæknivæddu borgarasamfélagi
með öllum þeim hættum sem því
fylgir. Við þurfum að hætta þessum
sveitahugsunarhætti að halda að það
séu engar hættur í umhverfinu.
Margrét vill að litið verði á forvam-
ir sem sparnaðarleið. „Það er verið að
segja að heilbrigðiskerfið taki of mik-
inn hluta af þjóðartekjum. Væmm
við betri í forvörnum þyrftum við
ekki að nota þessi dým sjúkrahús,"
bætir hún við.
Hún bendir á í því sambandi að árið
1989 hafi umferðarslys kostað 5
milljarða króna. -HÞ
Samstarfsverkefni Iðnþróunarfélags Norðurlands vestra, rafmagnsverkstæði KS á
Sauðárkróki og Háskólans:
Framleiðsla á gas-skynjurum
Litla sviö Þjóðleikhússins:
Ríta gengur
menntaveginn
50. sýning gamanleikritsins
Ríta gengur menntaveginn, eft-
ir Bretann Willy Russel, verður
í kvöld á Litla sviðinu. Leikritið
var frumsýnt í haust og hefur
verið uppselt á nær allar sýn-
ingaraar.
Leikaramir, Tinna Gunnlaugs-
dóttir og Arnar Jónsson, hafa
hlotið einróma lof fyrir leik sinn
í verkinu. Leikstjóri er María
Kristjánsdóttir.
Von bráðar hefst framleiðsla á svo-
kölluðum gas-skynjumm á vegum
rafmagnsverkstæðis Kaupfélags
Skagfirðinga á Sauðárkróki undir
vömmerkinu „Skynjaratækni.“
Framleiðslan er samstarfsverkefni
rafmagnsverkstæðisins, Iðnþróun-
arfélags Norðurlands vestra og dr.
Þorsteins Sigfússonar, prófessors
við Raunvísindastofnun Háskóla ís-
lands. Auk þess að sérhanna skynj-
arakerfi fyrir íslenskan markað,
hyggur fyrirtækið á útflutning.
Skynjarakerfin, sem byggja á hálf-
leiðaratækni, verða markaðssett
sem varúðar- og öryggistæki, t.d.
ammoníaks-skynjarar fyrir frystihús
og sláturhús og freon-skynjarar í
báta og flutningatæki.
Tálið er að heimsmarkaður fyrir
þessa skynjara sé sífellt að stækka
með aukinni vinnuvemd og notkun
gass í iðnaði samfara auknum kröf-
um um mengunarvarir. Jafnframt er
talið að verulegur markaður sé fyrir
ammoníak- og freon-skynjara hér-
lendis og í nágrannalöndum en
markhópurinn er fyrst og fremst
frystihús, sláturhús og skipaflotinn
ásamt öðmm þeim stöðum þar sem
kæli- og frystikerfi em notuð.
-grh
I hverjum helmlllspakka eru
Qórlr (sblkarar, sem hver um
slg vegur 65 gr. og innlheldur
aöeins um 58 hitaelnlngar og
fer því nærri að mega kallast
„megrunarfæöi."
„Megrunarís“
á markaðinn
Emmess ísgerðin hóf nýlega
framleiðslu á „Léttum Djass —
diet ís.“ Léttur Djass, sem
framleiddur er án viðbætts syk-
urs, er fyrsti sykurlausi ísinn
sem komið hefur á markað á ís-
landi, samkvæmt upplýsingum
frá fyrirtækinu. í stað sykurs er
notað sætuefnið aspartam (Nut-
ra Sweet) sem er sama sætuefni
og notað er í fjölda sykurlausra
gosdiykkja og fleiri sykurlaus
og sykurskert matvæli.
Auk þess að vera sykurlaus
inniheldur þessi nýi ís miklu
minni fitu en algengast er, eða
aðeins 3%. Af þessu leiðir, sam-
kvæmt upplýsingum Emmess,
að orkuinnihald í 100 gr. af Létt-
um Djass er einungis 374 KJ/89
KKal. — þ.e. aðeins 89 kaloríur
eða hitaeiningar eins og það
gjaman er orðað í daglegu tali.
Léttur Djass er seldur í pökk-
um með fjórum plastbikörum,
sem vega hver um sig 65
grömm. Samkvæmt því er þama
í boði eftirréttur sem inniheldur
aðeins um 58 hitaeiningar í
hverjum skammti.
Mígreni herjar aðallega á fólk um helgar og um mánaðamót en allra mest þó í upphafi árs:
Herjar mígreni á nærri
fjórðung allra kvenna?
Mígrenisamtökin standa þessa dag-
ana (1. til 5. febrúar) fyrir upplýs-
ingasíma fyrir almenning, þar sem
fólki gefst kostur á að fá faglega
ummfjöllun um sjúkdóminn.
Að sögn samtakanna er tilgangur-
inn í fyrsta lagi að menn geti áttað
sig á því hvort þeir þjáist af mígreni.
í öðru lagi til að ræða leiðir til for-
vama og lækninga. Og í þriðja lagi
til að efla samkennd mígrenisjúk-
linga svo þeim líði betur í daglegu
lífi. Hérlendis hafa engar rannsókn-
ir verið gerðar á tíðni mígrenikasta.
En sé hún svipuð og á hinum Norð-
urlöndunum gæti látið nærri að um
8% karla og fjórðungur (25%)
. kvenna á aldrinum 24 til 65 ára hafi
fengið mígreniköst. Talið er að allt
að 20.000 íslendingar þjáist eða hafi
þjáðst af mígreni. Fjöldi manns er
meira eða minna frá vinnu af þess-
um sökum. Mígreni einkennist fyrst
og fremst af áköfum höfuðverk sem
kemur í köstum, oftast öðmm meg-
in í höfði, samfara ógleði. Sumir fá
slík köst allt að þrisvar sinnum í
viku, aðrir allt niður í einu sinni til
tvisvar á ári. Hvert kast getur staðið
frá um 4 klukkustundum og allt upp
í þrjá sólarhringa.
Höfuðmarkmið Mígrenisamtak-
anna eru:
Að stuðla að bættum rannsóknum
og meðferð á mígreni.
Að miðla fræðslu um sjúkdóminn
til sjúklinga, aðstandenda þeirra og
vinnuveitenda.
Að stuðla að aukinni samkennd
meðal mígrenisjúklinga.
Samtökin hafa, í samráði við Sig-
urð Thorlacius sérfræðing í heila-
og taugasjúkdómum, gefið út bæk-
ling um mígreni. Þar koma fram
margar spumingar og margs konar
fróðleikur sem ætlað er að hjálpa
fólki til að átta sig á hvort um mí-
greni kunni að vera að ræða þegar
það þjáist af höfuðverk. Bæklingur-
inn liggur frammi á heilsugæslu-
stöðvum og apótekum.
Dagana 1. til 5. febrúar er setið fyr-
ir svörum um sjúkdóminn, einkenni
hans, forvarnir og meðferð, í síma
samtakanna; 642780 klukkan 20 til
23 á kvöldin.