Tíminn - 05.02.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.02.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 5. febrúar 1993 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tfminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aóstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gíslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Sfml: 686300. Auglýslngasfmi: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,- , verð I lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Lifandi fólk, dauðir hlutir Það hefur verið metnaðarmál alls almennings hér á landi til þessa að allir ættu kost á heilbrigðis- þjónustu án tillits til stéttar eða efnahags. í hug- um fólks hefur þetta atriði flokkast undir samhjálp og velferð. Lítil þjóð þarf á slíkum hugsunarhætti að halda. Það hefur kostað mikla fjármuni að reka heil- brigðiskerfið í landinu. Það er fullkomlega eðlilegt að hugað sé að sparnaði og sem bestri nýtingu fjár- muna í þessu kerfi. Hins vegar er það uppgjöf í málinu að spara með því að velta aukinni hlutdeild yfir á sjúklingana. Þessi mál eru viðkvæm og það er hiti í umræð- unni um heilbrigðismálin um þessar mundir. Staðreyndir og ummæli ráðamanna um þessi mál koma þjóðinni til að hrökkva við. Almenningi í landinu brá illa þegar heilbrigðisráðherra ræddi verð á sjónvarpsviðgerðum í samhengi við heil- brigðisþjónustu. Þessi hugsun hefur ekki áður birst í yfirlýsingum svo valdamikils manns eins og heilbrigðisráðherra er. Fólki bregður af því að sjónvarp er dauður hlutur, en þeir sem leita þjón- ustu heilbrigðiskerfisins eru lifandi fólk með til- finningar. Það er hægt að vera sjónvarpslaus um tíma en það misbýður siðferðiskennd fólks ef það er staðreynd að fólk dregur að leita sér læknis af fjárhagsástæðum. Fólki bregður illa þegar það heyrist frá heilbrigð- isstéttum að fólk hringi til þess að kynna sér hvað ákveðin heilbrigðisþjónusta kostar, en síðan heyr- ist ekki frá því meir. Því miður hefur þetta heyrst að undanförnu. Þessi staðreynd er svo alvarleg að yfirvöld heilbrigðismála geta ekki leitt hana hjá sér. Vonandi eru yfirlýsingar um sjonvarpsviðgerðir gefnar í fljótræði í hita bardagans, sem og önnur gífuryrði um gapuxa og fleira sem fundist hefur í orðabók heilbrigðisráðherra að undanförnu. Ráð- herrann ætti nú að hafa forustu um það að endur- skoða þær aðgerðir sem hann hefur staðið í að undanförnu, og gæta að því að það er til fólk í þjóðfélaginu sem verður sjúkt og þarf heilsugæslu en hefur enga fjármuni á milli handanna. Þúsund- ir fólks sem eru án atvinnu þurfa á þessari þjón- ustu að halda. Það má með engu móti kippa burt því öryggisneti sem heilbrigðisþjónustan hefur verið. Á erfiðum tímum sem nú, má með engu móti ganga fram með óvarkárni á þessu viðkvæma sviði. Það má ekki villa mönnum sýn í þessu efni, að hækkun þjónustu sem fullvinnandi fólki með sæmilegar tekjur finnst léttvæg, getur verið þung- bær fyrir mann sem er tekjulaus og þarf ef til vill að draga fram lífið á atvinnuleysisbótum. Það er auðvitað lykillinn að því að ná einhverri sátt í þjóðfélaginu að varlega sé gengið fram í því að velta kostnaði yfir á notendur heilbrigðiskerfisins með alls konar gjaldskráhækkunum. Ut yfir tekur þó ef kostnaði við lækningar fólks er líkt við við- gerð á dauðum hlutum. .JVljög ánægöir með Jóhönnu," segir með rauðu letri yfir þvera for- var- hann sá nxálgagn Alþýðufioldhsins f gærmorgun, en Alþýöublaðið er eins og Garri hefur áður bcnt á, fyr- irtaks mælikvarði á ráöherra Alþýöufl<ócksins sinni. ráöherranna er Iftið og sjálfsmynd þeirra ekki meö bjartasta og tígu- vant aö Waupa undir bagga og birta firéttir af afrekum þeirra. ÞegarJón Sigurösson var runninn á rasslnn rneö tðveriö á Kefiisnesi þráttfyrir aö hann væri í sífellu að fá menn utan úr heimi til aö undinita þetta og hitt, þá var hann mæröur mjög í Aiþýöublaöinu og Garri er viss um að það hafi gert honum gott svona andlega séð. Þá hefur Alþýðublaöid iengi fyail- aö af miknii kurteisi um alþjóóa- stjómmáiastórmenniö Jón Baldvin og á Garri aiveg eins von á því að Jóhanna Sigurðardóttir væri ljóti þursinn ef hann segðist ektó vera ánægður með SighvaL En nú er sem sagt greinilegt að sjálfstraust Jóhönnu er t nokkurri iægð fyrst Alþýðublaðsgarmurinn þarf aö gera það að aðalfrett sinni að einhver sé ánægður með Jó- þetta aílt saman og þess vegna heyrist minna í henni í þessari rík- isstjóm. Hún æmti því hvorid né skræmti þótt stöðugt sé verið að tófpa f kjör almennings. Eða er ástæóan kannski sú að Jó- hönnu $é f raun andskotans sama eftir því hvort mitóð eða lltið er flallað um hana í fiölmiöhim? Hún þurfi bara aftur smá flölmiðlaat- hygK og skárra sé en ekkert að Al- þýðubiaðið sinni henni cn sé ekki bara að hossa Jónunum. Jóhanna gekk í það af mikiu of- 'orsi á sfnum tíma að rústa gamla húsnæðiskerfið sem þó hafði verið samlð um f kjarasamningum. Hún fenn kerfinu sjálfii allt til forráttu og gat aldrei stóiið að sjálft kerfið væri ektó alvont heldur á þvf van- ur, svona eftir að hann heimsótti Hastings Banda, hinn elliæra harð- sflóra Malaví og gaf honum stóp. Kannstó Alþýöublaðinu og Jóni Bald. tatóst í leióinni að gera Hast- ings Banda að stórmenni á við AI- bert Schweitzer. Aiþýðublaðið er í gær sem endra- nær trútt þeím höfuðtílgangi sfn- um að efla ráöherrum Alþýðu- flokksins sjálfstraust þegar þeir eru í andiegum öldudal. Þannig er etóá ólíklegt að harðsnúnum blaða- mönnum Alþýöublaðsins takist um það var hún etód til viðræðu. Ilúsnæðiskerfmu varð að rústa, sama hvað það kostaði og undan þessari þráhyggju konunnar var hönnu og vonandi að Jóhanna trúi þessu og taki gleði sma við þessa stórmerku fretL Jóhanna hefur annars btið verið í fréttum upp á sfðkastið og litium sögum farið af henni við þá iðju sem hún var talsvcrt fraeg fyrir í flölmiðlum á tímum fyrri ritós- sflómar, að beija í borðið og segja nei þegarhenni þótö um ofgengið á högsmuni þeirra sem hún bar fyrir brjóstí. Fyrir þverðmóðsku sfna hiaut Jóhanna oft á tíðum fera aldrei haldbær rök fyrir því hvað ynnist með þessu umrótí öilu. Hún bara orgaði í flöimiðlum emn em- hvera sem segist ánægður meö Sighvat Björgvinssoo. Garri, sem er Sigbvatí afar vehilj- aður, vfll létta undir með blaða- mönnum Aiþýðublaðsins sem vafabtið sjá fyrir sér Hlvinnanlegt verfc og bendir þeim á að hafa Ld. samband við kratann sem Sighvat- ur samdi við um verktakavinnu við Baidvin nefndi hana „heiiaga Jó- hönnu“. Kannski stafar þessi deyfð Jó- hönnu nú af því að Davíð hafi betri aga á henni en Steingrimi og Jóni Baldvin krataformanni tókst nokkru sinnL Hún einfaldlcga lúffi fyrir Davíð þegar hann segi henni aö haida kjafti og hún misskilji staóinn fæddist óskabara hennar - húsbrefakerfið. Garri er ekki viss um aö þeir sem meö húsbréfakerfmu uróu ofur- seldir verðbréfamarkaðnum og duttíungum hans, kunni Jóhönnu neinar sérstakar þaktór nú þegar lesa má f U>gbhtingab!aðinu tfl- kynningar um nauöungaruppboö og nauöungarsölur á húseignum fólks með húsbréfasnönma um háls sér. En Garri var hins vegaránægöur með Jóhönnu þegar hún var skemmtiatriði f flölmiölum og væntir þess að frétt Alþýóublaðsins í gær marid upphaf að tfyium fertí Jóhönnu á l>essu svifM og að hún látí nú Davfð etód sifla á sér öflu iengur. -Áfram Jóhanna. Garri Þróunaraðstoð og Sérlegur siðgæðisvörður Alþýðu- flokksins og stjómarmaður í Þróun- arsamvinnustofnun íslands, fékk hland fyrir hjartað á dögunum þeg- ar hann uppgötvaði að mannrétt- inda í Afríkuríkinu Malaví sé ekki gætt sem skyldi. Ámi Gunnarsson, fyrrnm alþingismaður, setti sig þeg- ar í stað í samband við „formann sinn“, Jón Baldvin, og varaði hann við að fara í opinbera heimsókn til landsins, þar sem hann hafi sann- frétt að stjómarfar þar sé ekki sem skyldi. Utanríkisráðherra er aftur á móti í Malaví með fríðu föruneyti, sem flest hefur vel launaða og trygga at- vinnu af Afnkuaðstoð og sér aldrei annað en mannúð, framfarir og stjómvisku í svörtu álfunni. Jón er þama að afhenda fiskibát sem Þró- unarsamvinnustofríunin er að gefa innfæddum. Virtur og elskaður Siðgæðisvörðurinn prúði hefur komist á snoðir um að sjálfstæðis- hetjan marglofaða, Dr. Hastings Banda, ætlar ekki að efría til kosn- inga og er búinn að búra hinn virta og merka foringja stjómarandstöð- unnar, Caloso, inni og þjarmar þar að honum að afrískum sið. Stjóm- arandstæðingar em gripnir hvar sem þeir nást, pyntaðir og þykja hin ágætasta krókódflafæða. En utan- ríkisráðhera og íslensku þróunar- hetjunar kalla ekki allt ömmu sína og Bjöm Dagbjartsson, atvinnuþró- ari, flutti loflega ræðu í útvarpið og kvað dr. Banda hinn merkasta mann og að stjómarfarið færi skánandi heldur en hitt Mega allir sjá að ekkert er að marka tilfinningavelluna úr Áma Gunn- arssyni og þróunarkona lét hafa eft- ir sér að hún væri aldeilis hissa á manninum að láta svona, því hann hefði ekkert látið vita af krókódfla- fæðunni í stjóm Þróunarsamvinnu- stofríunar íslands og væri að sverta þiggjendur góðra gjafa frá íslandi. Ámi sagðist ávarpa „formann sinn“ beint yfír höf og álfur og bað hann að kippa fiskibátnum með sér til baka. Jón Baldvin forherðist við hverja raun og skellti skollaeyrum við öll- um umvöndunum Áma flokksbróð- ur síns, sem allir mega sjá að er hin hreina samviska Alþýðuflokksins og afhenti fleytuna með viðhöfn í Apa- flóa, að sögn Morgunblaðsins og tók ráðherrann dr. Sambo við henni. Rúsínan í pylusendanum var svo sú, að dr. Hastings Banda bauð ráð- herranum til sín og dáðust þeir hvor að öðmm í hálftíma. Sagði utanrík- isráðherra Mogga, að sá gamli væri ákaflega hygginn. Það dregur enginn í efa, því karl er búinn að vera við völd á fjórða ára- tug og hefur látið þá þegna sína sem enn er ekki búið að kasta fyrir krókódfla, kjósa sig sem forseta til lífstfðar. Vonandi kemst Jón Baldvin og þró- unargengi hans heilskinnað frá Malaví, en Ámi segir í Moggagrein, að sjálfur yrði hann áreiðanlega fangelsaður þar í landi ef þarlendir kæmust að skoðunum hans og vitn- eskju. Því er eins gott að innfaeddir frétti ekki af uppljóstrunum Áma eða að Jón Baldvin sé að taka á móti skeytum þar sem flett er ofan af stjómarfarinu í Malaví. siðgæði Háþróun Ámi hinn siðprúði Gunnarsson hefur lengi þróað þróunaraðstoð. M.a. var hann starfmaður hinnar miklu Hjálparstofnunar kirkjunnar, sem „aðstoðaði" starfsfólk sitt öllum öðrum betur. Og eins og margtugg- ið er hér, er hann í stjóm Þróunar- samvinnustofriunar íslands. Hann ætti því að hafa nokkra nasa- sjón af stjómarfari og mannrétt- indahugmyndum í Afríkuríkjum. En hann er eins og allir hinir sem gumsast í áróðri fyrir framlögum og ferðast með myndatökumönnum inn í ömulegar flóttamannabúðir þar sem milljónir fómarlamba út- rýmingarhersveita afrískra þjóem- isssinna og ættbálkaböðla, veslast upp og deyja fyrir sjónvörp Vestur- landa. Allt það fólk svíkst undantekning- arlaust undan að vita og skýra frá hverjir hinir raunverulegu orsaka- valdar hörmunganna eru. Að dr. Hastings Banda og liðsmenn hans virði ekki þingræði eða mann- réttindi em engar fréttir. Það veit Jón Baldvin og er fjandans sama hvemig staðið er að kosningum þar í landi og er ekki flökurgjamt að setjast að snæðingi með dr. Sambo og dr. Banda. Og Malaví er aðeins eitt Afríkuríkj- anna en hvorki þingræði né mann- réttindi em virt í neinu þeirra, hvort sem Ámi Gunnarsson hefur hug- mynd um það eða ekki. Þar sem þróunaraðstoð er aðallega þeim til skemmtunar sem hana veita, er hárrétt af Jóni Baldvin að fara sjálfur og afhenda harðstjórum dollur sínar við hátíðlegar athafnir og hlusta auðvitað ekki á neinar asnalegar siðaprédikanir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.