Tíminn - 05.02.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.02.1993, Blaðsíða 7
Föstudagur 5. febrúar 1993 Tíminn 7 Almennur fundur um atvinnumál haldinn á Selfossi: Tilvistarkreppa hjá sunnlenskum stjórum? Suðurland hefur í atvinnumálum dregist aftur úr, samanborið við aðra landshluta. Ástæðan er meðal annars sú að stjómendur fyrir- tækja í landshlutanum eru haldnir tilvistarkreppu og að þeim fyrir- tækjum, sem sprottið hafa upp ný í héraðinu, hafa stjórnendur ver- ið sóttir til Reykjavíkur og þeir eru búsettir þar. Þetta kom fram í framsöguræðu sem Þorsteinn S. Ásmundsson, formaður Atorku — félags atvinnurekenda á Suðuriandi, flutti á fjölsóttum fundi um at- vinnumál, sem atvinnurekendur og Alþýðusamband Suðuriands (ASS) héldu á Selfossi á þriðjudagskvöld sl. Þorsteinn S. Ásmundsson lýsti í ræðu sinni eftir því fólki, sem geng- ið hefði í gegnum sunnlenskt menntakerfi og haldið að því búnu til háskólanáms. Sér virtist ekki þetta fólk starfa á heimaslóð að námi loknu. Þá kvaðst hann telja að hlutfall þeirra sunnlensku ung- menna, sem færu í langskólanám, væri langt undir landsmeðaltali. Ennfremur vitnaði Þorsteinn til þess að fyrir um það bil áratug síðan hefði Heimir Pálsson, þáverandi skólameistari Fjölbrautaskóla Suð- urlands, viðrað þá skoðun sfna að nemendur úr sunnlenskum fram- haldsskólum væru illa búnir undir framhaldsnám. Þessi orð Heimis vöktu hörð við- brögð á sínum tíma, en Þorsteinn telur þau raunsönn og segir að grunnskólakennsla verði að vera eins og hún gerist best. Þá vék hann að atvinnuleysinu, sem hann sagði í reynd vera hafís vorra tíma, landsins foma fjanda. Ástæður þess kvað hann vera margvíslegar, en tiltók sérstaklega fyrirhyggjuleysi og sof- andahátt Hansína Á. Stefánsdóttir, formaður ASS, upplýsti það að um þessar mundir væru 600 manns atvinnu- lausir á Suðurlandi. Hún sagði að atvinnulíf í héraðinu væri þannig í eðli sínu að atvinnuleysi væri lengi að koma fram og máski yrði að sama skapi lengi að fjara út Sunnlending- ar byggðu afkomu sína að stóru leyti á landbúnaði og þjónustu tengdri honum. Hansína ásakaði ríkis- stjómina í ræðu sinni og kvað hana ekki hafa staðið í stykkinu. Hansína sagði að höfnun hugmynda ríkis- stjómarinnar á tillögum ASÍ í at- vinnumálum frá í nóvember hefði haft afdrifaríkar afleiðingar og kaup- máttur meðal annars dregist stór- lega saman. Þórður Ólafsson, formaður verka- lýðsfélagsins Boðans í ölfusi, sagði að atvinnuleysi væri dýrt. Hvert pró- sentustig þess kostaði ríkissjóð minnst 600 milljónir kr. í beinum útgjöldum. Pétur Reimarsson, framkvæmda- stjóri Ámess, var fjórði framsögu- maður á fundinum. Hann sagði að lausnirnar í atvinnumálum Suður- lands fælust ekki í því að fólk bæði þingmenn kjördæmisins að stofna fyrirtæki. Fyrst og síðast yrði fólk að trúa á sjálft sig, mátt sinn og megin. „Fyrir 10 árum síðan hefði enginn séð fyrir sumt af þeim atvinnu- rekstri, sem kominn er á fót hér á Suðurlandi nú. Og eftir önnur 10 ár verður komið eitthvað annað nýtt, sem enginn sér fyrir í dag. Ég las í síðustu viku í einu héraðsblaðanna um tvennt, sem er dæmigert fyrir nýsköpunina í atvinnulífinu: lakkr- ísverksmiðju á Hvolsvelli og ferða- mannaþjónustu á Eyrarbakka,“ sagði Pétur Reimarsson. —SBS, Selfossi í gær klukkan 14.00 lauk útboði á 3ja mánaða ríkisvíxlum með opnun tilboða, en með þessu út- boði skuldbatt ríkissjóður sig til að taka tílboðom á bilinu 500 tíl um það bil 3000 milfjónír króna. 53 gild tílboð bárust í ríkisvíxla að 0árhæð 3805 miiljónir króna, en hcildarfjárhæð tek- inna tilboða er 2518 milljónir króna frá 28 aðilum. Lægsta ávðxtun er 10,66%, en sú hæsta 11,34%; meðalávöxtun sam- þykktra tilboða er 11,17%, sem svarar til 10,45% forvaxta. Helstu niðurstöður síðustu þriggja útboða eru því sem hér greinin Þann 06.01.93 var heildartíl- boð 2730 milfj. kr., fjöldi 43, tekin tilboð 2118 millj. kr., fjöldi 20, meðalávöxtun 11,99%, lægsta ávöxtun 11,85% og hæsta ávöxtun 12,20%. Þann 20.01.93 voru heildartílboð 2641 millj. kr., ^Öldi 32, tekin tilboð 2491, fjöldi 30, meðalávöxhm 11,49%, lægsta ávöxhm 11,17% og hæsta ávöxtun 12,10%. Þann 03.02.93 voru svo sem seglr að ofan. ÞIS Iðnaðarráðherra ræðir við stjórnendur Washington Mills um byggingu slípi- efnaverksmiðju: Slípiefnaverk- smiðja reist á Grundartanga? Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra átti ívikunni fund með forstjóra og eiganda bandaríska slípiefnafyrir- tækisins Washington Mills. Á fundinum var rætt um þann mögu- leika að Washington Mills reisi slípiefnaverksmiðju á Grundar- tanga. Iðnaðarráðherra telur að góður árangur hafí náðst á fundin- um og miklar líkur séu á að ákvörðun verði tekin á næstu mán- uðum um hvort af byggingu veris- smiðjunnar verður. Washington Mills er stærsti fram- leiðandi slfpiefna í Ameríku. Fyrir- tækið starfar á mjög þröngu sviði. Framleiðsla fyrirtækisins er m.a. notuð í sandpappír. Fyrirtækið rek- ur m.a. verksmiðju í Kanada sem iðnaðarráðherra skoðaði í vikunni, en verksmiðjan er svipuð þeirri sem rætt er um að reisa hér á landi. Um 50 manns starfa í verksmiðjunni. Það er að sjálfsögðu hagstætt raf- orkuverð, sem stjórnendur Wash- ington Mills eru að leita eftir hér á landi. Auk þess er talið að verk- smiðjan geti haft hagræði af nábýli við Járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga. -EÓ Foreldrasamtökin: Foreldrum boðin lögfræðileg ráðgjöf Foreldrasamtökin hafa ákveðið að bjóða foreldrum upp á lögfræði- lega ráðgjöf. Samtökin hafa orðið vör við aukna þörf fólks á lög- fræðilegrí ráðgjöf í málefnum sem tengjast Qölskyldunni. Fyrst í stað verður félagsmönnum samtakanna boðin slík aðstoð tvisvar í mánuði gegn lágmarks- gjaldi. Helstu málaflokkar, sem gætu tengst ráðgjöfinni, eru skiln- aður og forræðismál, fjármála- vandi fjölskyldunnar, almenn rétt- arstaða foreldra og barna, t.d. gagnvart skólakerfmu og öðrum opinberum stofnunum. Guðrún Agnes Þorsteinsdóttir, lögfræðingur Foreldrasamtak- anna, mun veita þessa ráðgjöf og verður hún með viðtalstíma annan hvern þriðjudag á milli 17 og 19, í fyrsta sinn þann 9. febrúar. For- eldrasamtökin munu auka þessa þjónustu, ef mikil eftirspurn verð- ur eftir henni. Básúnuleikarinn Frank Lacy. Frank Lacy til Islands Bandaríski básúnuleikarinn Frank Lacy er væntanlegur hingað til lands nú í byijun febrúar. Hann þykir einn af efnilegustu básúnuleikurum í djassinum í dag. Hann mun halda tvenna tónleika í gallerísal Sólon ís- landus við Bankastræti. Fyrri tón- leikamir verða fímmtudaginn 11. febrúar, en þeir seinni laugardaginn 13. febrúar og hefjast báðir kL 21. Hann heldur einnig eina tónleika á Höfri í Homafirði, auk þess sem hann heldur fyrirlestur með tón- dæmum. Þeir, sem munu leika með Frank Lacy að þessu sinni, eru píanóleikar- inn Eyþór Gunnarsson, trymbillinn Matthías Hemstock og bassaleikar- inn Tómas R. Einarsson. Frank Lacy fæddist árið 1958 í Hou- ston í Bandaríkjunum. Hann hefur ma. leikið með stórsveitum Illinois Jacquet, Dizzy Gillespie, Cörlu Bley, með saxófónleikaranum Bobby Wat- son og með sextett saxófónleikarans Henry Threadgill. Frank Lacy var meðlimur í hljómsveit trompetleik- arans Lester Bowie, Brass Fantasy, og í hljómsveit Arts Blakey, The Jazz Messengers. Hann er líka liðtækur á fluegelhom og franskt hom og hefúr einnig sungið á eigin plötum og ann- arra. ÚEY Dagaxia 1.-9. maí verður garöyrkju- sýning í Periunni á vegum gæð- yrkjufélaga, bókaforiaga og ýmissa annarra aðila. Á sýningunni verða sýndir allir hhitir, sem við koma garðyrkju, allt frá sóleyjum til sól- paila. Sýningin verður opnuð laug- ardaginn 1. maí kl. 2 og stendur tíl kL 8, sem og á sunnudaginn. Vbka dagarerðuropíðfrá5-10. Sýningunni lýkur svo sunnudaginn 9. maí kL 6. Sýningin verður jafnt innan- sem utandyra og er aðgangur ókeypls. Undirbúningur að sýningunni hef- ur staðið yfir síðan fyrir áramót, en sanmingaviðraeður standa enn yfir við ýmsa aðila. Meðal félagasamtaka, sem að sýningunni standa, má nefna Félag gróðurhúsabænda, Fé- lag blómameistara, Félag skrúð- garðameistara, Skógrækt rðdsins, Skógræktarfélag Reykjavíkur, Garö- yrkjuskóla rðásins og tímaritin Gró- andinn og Gaiðar og gróður. Einnig standa yfir viðiæður rið bókaforiög og beildsala sem flytja inn garð- áhöld. BYKO og Húsasmiðjan eru lða inni í myndimú og þá er hug- myndin að hafa timburverandir og margt annað er íbígerð. Það veröur því um auðugan garð að gresja í PeriunniímaL ÞIS/ÚEY HASK0LAHATIÐ ALAUGARDAG Háskólahátíð verður haldin í Há- skólabíói laugardaginn 6. febrúar n.k. kl. 14 og mun þar fara fram brautskráning kandídata. Þeir eru 85 að þessu sinni og skiptast þann- ig: Guðfræðideild 2, Læknadeild, námsbraut í hjúkrunarfræði 5, Námsbraut í lyfjafræði 2, Lagadeild 10, Heimspekideild 16, Viðskipta- og hagfræðideild 9, Verkfræðideild 4, Félagsvísindadeild 19 og Raunvís- indadeild 18. Athöfnin hefst á því að Jóhanna V. Þórhallsdóttir (alt) og Margrét J. Pálmadóttir (sópran) syngja við undirleik Svövu Víkingsdóttur pí- anóleikara. Þar næst ávarpar há- skólarektor, Sveinbjörn Björnsson, kandídata og síðan afhenda deildar- forsetar prófskírteini. Að lokum syngur Háskólakórinn nokkur lög undir stjórn Hákonar Leifssonar. ÚEY.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.