Tíminn - 05.02.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.02.1993, Blaðsíða 9
Tíminn 9 Föstudagur 5. febrúar 1993 DAGBÓK Vlðar Eggertsson í hlutverkl svínsins. EGG-leikhúsið: Síðasta sýning á Drög að svínasteik Nú standa yfir æfingar á næsta verkefni Þjóðleikhússins, sem frumsýnt verður á Smíðaverkstæðinu og verða því aðrar sýningar þar að víkja. Því fer hver að verða síðastur að sjá þar sýningu EGG- leikhússins á leikritinu Drög að svína- steik. Drög að svínasteik er eitt mesta leikna franska leikritið á síðustu árum. Það hef- ur verið þýtt á yfir 20 tungumál og leikið í a.m.k. 50 mismunandi uppfærslum. Höfúndurinn hefur sópað til sín verð- launum fyrir leikritið og m.a. verðlaun sem kennd eru við svartan húmor. Drög að svínasteik er óvenjulegt Ieikrit. Þar segir frá svíni sem bíður slátrunar og dundar sér við, meðan á biðinni stendur, að fara yfir sitt svínslega líf, sem það leik- ur með miklum geðsveiflum. Áhorfend- um er látið eftir að bera sig saman við svínið. í sýningu EGG-leikhússins er það Viðar Eggertsson sem fer með hlutverk svíns- ins. Kristján Ámason íslenskaði, Snorri Freyr Hilmarsson gerði leikmynd og leikstjóri er Ingunn Ásdísardóttir. íslenskir gagnrýnendur hafa sjaldnast verið eins ósammála um nokkra sýn- ingu. Hafa sumir þeirra hlaðið hana lofi: „Sýningin er afrek ... ég get ekki fundið neinn galla á sýningunni" (Þorg. Þor- geirss., Rás 2), „Hugmyndin að verkinu er óvenjuleg og leikur Viðars sterkur" (Auður Eydal, DV), „Grimmilega fyndið verk í fáránleika sínum“ (Silja Aðal- steinsd., Rás 1); en öðrum fundist minna til koma: „Það er ekki nóg að vera með skanka og klaufir" (Sús. Svavarsd., Mbl.), „Langtímum saman leiddist mér illyrm- islega ... heldur batnaði þó er á leið“ (Lárus Ýmir, Pressan). Það fer hver að verða síðastur til að sjá þessa umdeildu sýningu. Síðasta sýning verður miðvikudaginn 10. febrúar og hefst kl. 20. Frá Leikfélagi Kópa- vogs Sýningar á Ottó nashyraingi um helg- ina verða: Á laugardag 6. febrúar kl. 14 og 17. Á sunnudag 7. febrúar kl. 17. Félagar í Leikfélagi Kópavogs verða í Kringlunni sunnudaginn 7. febrúar kl. 12 til 17 með atriði úr sýningunni á út- gáfudegi Flugleiða á ferðabæklingi fé- lagsins. Árshátíö Bolvíkingafé- lagsins verður laugardaginn 6. febrúar n.k. í Samkomuhúsinu, Seltjamamesi, og hefst með borðhaldi kl. 19.30. Félag eldri borgara í Reykjavík Dansað í Risinu kl. 20 í kvöld, Tíglar leika. Gönguhrólfar fara frá Risinu á laugardagsmorgun kl. 10. Gamanleikur- inn Sólsetur sýnt kl. 16. Húnvetningafélagiö Félagsvist á laugardag kl. 14 í Húnabúð, Skeifunni 17. Fjögurra daga parakeppni hefsL Allir velkomnir. Skaftfellingafélagiö í Reykjavík Félagsvist sunnudaginn 7. febrúar kl. 14. Aðgöngumiðar á árshátíð félagsins (sem verður 17. febr.) verða afhentir kl. 14-17 7. febr. í Skaftfellingabúð, Lauga- vegi 178. Frá Hana nú í Kópa- vogi Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun. Lagt af stað frá Fannborg 4 kl. 10. Nýlagað molakaffi. Kvennadeild Skagfirö- ingafélagsins verður með kaffifund fyrir félagsmenn og gesti í Stakkahlíð 17,7. febr. kl. 14. Til gamans verður spilað bingó. Að loknum fundi verður framhaldsaðalfundur deild- arinnar. Pétur Halldórsson sýnir í Hafnarborg Pétur Halldórsson opnar málverkasýn- ingu í Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar, laugardaginn 6. febrúar kl. 14. Pétur stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1969-1974 og síðan við Middlesex Polytechnic, London, 1975- 1976 og School of Visual Art, New York, 1987. Að námi loknu starfaði hann við teikn- ingu, myndskreytingar og auglýsinga- hönnun samhliða myndlistinni, en frá 1989 hefur hann helgað sig myndlist- inni. Pétur kenndi við MHÍ1980 og 1986 og var prófdómari við skólann 1987, '89 og ‘90. Pétur hefur myndskreytt fyrir Morgunblaðið og Lesbóic Mbl. frá 1982. Verk eftir hann hafa birst í erlendum annálum, svo sem Modem Publicity og Graphic Annual. Pétur er meðlimur í Félagi íslenskra teiknara og The Pleiades Gallery í New York. Hann hefur haldið fjórar einkasýn- ingar, þá fyrstu í Listasafni ASÍ1986, síð- an f Norræna húsinu 1990, Gallerí Kot 1991 og Pleiades Gallery, New York, 1992. Einnig hefur hann tekið þátt í samsýningum hér heima og í Wether- holt Galleries í Washington 1991, sýn- ingu er nefndist Images of Colour og ár- ið 1992 í Smith’s Galleiy, Covent Garden í London, sýningunni Tender is the North. Á sýningunni í Hafnarborg verða mál- verk unnin í olíu, eða olíu, vax og bland- að efni á striga. Einnig sýnir Pétur vatns- litamyndir. Sýningin stendur til 22. febrúar og er opin frá kl. 12-18 alla daga nema þriðju- daga. Gunnhildur Pálsdóttir sýnir í Portinu í Hafnarfiröi Gunnhildur Pálsdóttir opnar sýningu laugardaginn 6. febrúar í Portinu, Strandgötu 50 í Hafnarfirði. Á sýningunni eru leirskúlptúrar og mál- verk frá árunum 1989- 91. Opið alla daga vikunnar frá kl. 2-6 nema þriðjudaga. Síðasti sýningardagur er 21. febrúar. Minningarspjöld Kristni- boóssambandsins fást í aðalskrifstofunni við Holtaveg (húsi KFUM og K gegnt Langholtsskóla), opið kl. 10-17, sími 678899. Látum bíla ekki ganga að óþörfu! Tova Borgnine og David töluðu í fyrsta skipti saman um jólin 1990. Nú er eins og þau hafi alltaf þekkst. Týndi sonurinn kominn í leitirnar! Jólin hafa haft dýpri merkingu í augum Tovu og Ernest Borgnine undanfarin tvö ár en nokkru sinni fyrr. Það var nefnilega um jólin fyrir tveim árum sem Tova talaði í fýrsta sinn við son sinn sem hún hefur ekki augum litið síðan hann var nýfæddur og henni var færður hann fyrir slysni. Hún hafði ákveðið að hann yrði ættleiddur. Engir aðrir en Ernest og móðir Tovu vissu að hún hafði eignast dreng þegar hún var ung stúlka. Ættleiðingin fór fram á vegum einkaaðila og þá sem málið varð- aði þóttust vera búnir að gleyma smáatriðunum og vildu ekki að upp kæmist. Ernest, nú 74 ára, og Tova, sem nú stendur á fimmtugu, eiga 21 árs brúðkaupsafmæli um þessar mundir og ætla að halda upp á það í faðmi fjölskyldunnar. Það kann að vera ofurlítið flókið mál, því að Emest á þrjú börn úr fjór- um fyrri hjónaböndum, og nú hefur David bæst við. En þau Tova og Emest kynntust íyrst á stefnu- móti sem aðrir hóuðu þeim sam- an á. Þá stóð Ernie í sóðalegum skilnaði en þegar sjáanlegt var að samband þeirra stefndi í alvöru sagði Tova honum leyndarmál sitt, hún hefði eignast barn ung stúlka, gefið það frá sér til ætt- leiðingar og aldrei komist yfir það. Tova segir svo frá að hún hafi að- eins verið 19 ára þegar hún átti ástríðufullt ástarsamband við gift- an, snjallan verkfræðing. Þegar hún sagði honum að hún ætti von á barni sagðist hann ætla að taka hana með sér til Kaliforníu. Það var það síðasta sem hún heyrði frá honum. Löngu síðar frétti hún að hann hefði fengið taugaáfall þrem dögum síðar. Meðgangan hafði sinn gang og fyrir misskilning var hinni ungu móður fært nýfætt barn sitt á fæðingardeildinni. En stjúpfaðir hennar hafði þá gengið frá ætt- leiðingunni til hjóna, vina vinar hans, sem Tova hafði reyndar hitt. Þessi hjón ættleiddu líka dóttur og David segir nú að það hafi ver- ið systir hans, Debbie, sem fór að gramsa í lífforeldrum, iyrst sínum og síðar hans. Foreldrar þeirra höfðu sagt þeim þegar þau höfðu skilning til, að þau væm ættleidd en engu að síður þeirra börn. Þau hefðu notið þeirra forréttinda að fá að velja börnin sín sjálf. Debbie komst að hinu sanna og með samþykki allra sem málið snerti kom hún David í samband við Tovu um jólin 1990. Þau mæðginin fundu strax sameigin- legan skilning, trúnað og traust og nú er tölvukunnátta Davids farin að koma að notum við rekst- ur snyrtivörufyrirtækis Tovu. Stærsta vandamál Davids í dag er í rauninni að halda jól bæði með foreldrum sínum á austurströnd- inni og vesturströndinni. Ernest Borgnine er svo ánægður með gang mála að hann segist óska að hans eigin börn hefðu lukkast eins vel og David! Ernest Borgnine er ánægður með nýja stjúpsoninn og sérstaklega ánægður fyrir hönd konu sinnar sem gat aldrei sætt sig við að hafa misst David.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.