Tíminn - 11.03.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.03.1993, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 11. mars 1993 Tíminn 7 Eyjólfur Hauksson, yfirflugstjóri Cargolux I Lúxemborg. Leikflokkurinn Spuni í Lúxemborg, sem stofnaður var fyrir allmörgum árum, hefur alla tíð starfað af miklum krafti. Klúbburinn var stofnaður að frum- kvæði nokkurra íslenskra kvenna í Lúxemborg og enn er það svo að konurnar bera hitann og þungann af starfi hans. Klúbburinn hefur allt frá upphafi leitað eftir þjálfun og kennslu fagfólks og það skilaði sér til áhorfenda í troðfullu Fé- iagsheimili Kópavogs, þar sem Spuni var með sýningu sl. föstudagskvöld. Sýning Spuna nefndist Klíkan. Verkið eru samantengd atriði úr lífi hóps unglingsstúlkna á árunum þegar Bítlatíminn var genginn í garð á íslandi og aðalsamkomustað- ur ungra Reykvíkinga var Glaum- bær. Skvísumar eru að búa sig und- ir ball í Glaumbæ, sumar íá að fara, aðrar fá ekki að fara eða komast ekki af öðrum sökum. Síðan er brugðið upp myndum af rúntlífinu, biðröð utan við ballhúsið, stemningunni innandyra og samdrætti kynjanna af ýmsum toga. Verkið er spunaverk, eins og nafn- ið raunar bendir til, og er samið af leikhópnum sjálfum á löngum tíma þannig að bætt hefur verið í og fellt úr, að sögn leikstjórans, Oktavíu Stefánsdóttur. Oktavía sagði að upphafsgerð verksins hefði orðið til í samvinnu leikhópsins og Sigrúnar Valbergs- dóttur leikstjóra, en söngvar og söngtextar væru nýrri. Höfundur þeirra flestra er Guðrún íris Þor- kelsdóttir, einn leikaranna. Hljómlistin er frá þessu sama tíma- bili og Klíkan gerist á og er þekktir slagarar, sem heyrðust í útvarps- þáttum á árum áður. Húmorinn í verki íslenska leik- hópsins frá Lúxemborg var bæði léttur og skemmtilegur og fjarri því að vera illkvittnislegur eða grodda- legur eins og stundum vill brenna við. Þá var Ieikgleði tveggja kyn- slóða Lúxemborgaríslendinga aug- Ijós, sem og það að leikendur höfðu Leikendur og gestir hittust í góöu tómi eftir sýningu Spuna. Hér eru bekkjarsystur og saumaklúbbsfélagar sameinað- ar á ný. Vinir hittast. Elsa Wal- derhaug í Lúxemborg ásamt Sif Knudsen. Leikflokkurinn Spuni í Lúxemborg: „Klíkan“ hittist í Kópavoginum flestir notið leiðsagnar atvinnufólks og lengi Iagt líf og sál í leiklistina. Oktavía leikstjóri sagði við Tímann eftir sýningu að samvinna við leik- flokkinn hefði verið með ágætum og eftirtektarvert væri hversu fólk- ið, sem margt hefur dvalið um þrjá áratugi erlendis eða væri fætt og uppalið þar, talaði skýra og góða ís- lensku. Allur ágóði af sýningu leikklúbbs- ins Spuna frá Lúxemborg rann til söfnunarsjóðs til styrktar krabba- meinssjúkum bömum. Þorsteinn E. Jónsson, fyrrv. flugstjóri hjá Cargolux, er fluttur heim til íslands, en kom að heilsa upp á kunningjana. Oktavía Stefánsdóttur leikstjóri (t.h.) segir eftirtektarvert hve „útlagarnir" hafa haldið Islenskunni vel við og tala fallegt mál. Ásamt Oktaviu er Bjargey Eyjólfsdóttir, einn stofnenda Spuna og leikara í Klíkunni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.