Tíminn - 26.03.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.03.1993, Blaðsíða 1
Föstudagur 26. mars 1993 59. tbl. 77. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Byggingarlistasafnið í Reykjavík. Ólína Þorvarðardóttir borgarfulltrúi: Málið aldrei verið rætt í borgarráði „Ákvörðun um byggingarlístarsafn hefur hvergi verið tekin nema ef vera kynni á kontór Markúsar borgarstjóra og alveg „gleymst“ að láta borgarráð vita. Svo virðist sem borgarstjóri sé ekki betur að sér en þetta um stjórnsýslu borgarinnar að hann haldi að nóg sé að ræða málið í menningarmálanefnd. Ákvarðanir af þessu tagi skal hins vegar borgarráð og borgarstjóm taka, ekki menningarmála- nefnd eða borgarstjóri,“ segir Ólína Þorvarðardóttir, borgarfulltrúi Nýs vettvangs. „Málið var samþykkt í menningar- málanefnd 11. mars sl. Nefndin fer með yfirstjóm Listasafns Reykjavík- ur og hér er um að ræöa að stofna deild innan þess. Nefndin mun síðan sækja um aukafjárveitingu og í framhaldinu mun ráðast hvort starfsmaðurinn verður ráðinn strax eða á næsta fjárhagsári. Mál þetta lýtur að innra skipulagi Listasafns- ins og Kjarvalsstaða og því óþarft að leggja það fyrir borgarráð," segir Markús Örn Antonsson borgarstjóri. í fagnaði í fyrrakvöld í tilefni af 20 ára afmæli Kjarvalsstaða greindi borgarstjóri frá því að ákveðið hefði verið að stofnsetja umtalað bygging- arlistarsafn. Ráðinn verði sérmenntaður safn- vörður til að veita safninu forstöðu og annast undirbúningsvinnu og uppbyggingu þess. ,Menningarmálanefnd stjórnar ekki borginni. Hún kemur með hugmyndir sem síðan em annað hvort afgreiddar í borgarráði eða borgarstjórn," sagði ólína Þorvarð- ardóttir. Hún sagði að borgarstjóri einn og sjálfur ráði ekki málum af þessu tagi. Þau þurfi að koma til afgreiðslu borgarráðs. Tilkynning borgarstjóra í fyrrakvöld sé því einstök og óafsak- anleg. —sá Enn þörf fyrir gengisfellingu Amar Sigurmundsson, formaður Sarntaka fiskvinnslustöðva, segir að það sé ekki rétt hjá Jóhannesi Nordal seðlabankastjóra að aðgerð bankans í vaxtamálum slái á allt tal manna um gengisfellingu. Hann segir að nú standi öll spjót að bankakerfinu um verulega raunvaxtalækkun þann 1. apríl nk. og telur að skoða þurfi vandlega niðurfærsluleiðina til að ná fram alhliða kostnaðarlækkun í þjóðfélaginu. Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi von- ast til að við næstu vaxtaákvörðun banka og sparisjóða muni raunvextir lækka um a.m.k. 1%- 2% en þeir hin- ir sömu urðu fyrir miklum vonbrigð- um hversu lítið var aðhafst í lækkun vaxta þann 21. mars sl. Á ársgrundvelli er talið að halli sjáv- arútvegarins sé um fimm miljarðar króna og varanleg vaxtalækkun um 2%-3% á ársgrundvelli geti lækkað þann halla um einn milljarð króna. Eftir standa því fjórir milljarðar sem verður að mæta á einhvem hátt með efnahagsaðgerðum og m.a. gengis- fellingu. „Þessi aðgerð Seðlabankans að lækka sína útlánsvexti um l%-3% gerir vaxtalækkun banka og spari- sjóða miklu auðveldari. Það er alveg ótrúlegt ef það verður ekki veruleg vaxtalækkun strax 1. apríl nk.“ Formaður Samtaka fiskvinnslu- stöðva segir að mikils vonleysis sé farið að gæta hjá einstaka framleið- endum vegna afkomunnar í grein- inni. Það virðist nánast sama hvað gert er; það sér ekki högg á vatni og það fjarar jafnóðum undan mönnum. „Við höfiim verið talsmenn niður- færsluleiðar og teljum brýnt að þessi leið verði skoðuð mjög gaumgæfilega í tengslum við gerð kjarasamninga. Þótt menn hafi ekki haft nægilega mikla trú á þessari leið árið 1988 hef- ur margt breyst síðan þá bæði hvað varðar yfirborganir og persónulega launasamninga." Endurvakin hugmynd um að fara leið niðurfærslu hefur ekki þótt hafa stuðning innan verkalýðshreyfingar og þá einkum vegna vantrúar á að hún muni ekki ná til allra. „Launafólk á taxtakaupi og ríkis- starfsmenn höfðu af þessu miklar áhyggjur á sínum tíma. Ég er ekki endilega að segja að niðurfærsluleið- in sé framkvæmanleg en mér finnst engu að síður mjög eðlilegt að þessi leið verði skoðuð. Ef hún er ófram- kvæmanleg þá er ekki nema gamla ráðið eftir, að skoða gengið og þá sem neyðarúrræði í Ijósi þess að af rúm- lega 100 milljarða skuld sjávarútveg- arins, eru um 65-70 milljarðar í er- lendum lánum.“ -grh Útgerðarmenn orðnir æði lang- eygðir eftir „föstudegi“ Davíðs Oddssonar og útgreiðslu 450 millj. kr. vegna þorskbrests. LÍÚ Sveinn Hjörtur Hjartarson, hag- dugi, þótt hún sé kærkomin og já- fræðingur Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, segir að af- koma fisldskipaflotans hafi aldrei verið eins slæm og um þessar mundír í ein tíu ár. Astæðan fyrir kvæð í sjáifu sér. Þjóðfélagið verð- ur einfaldlega að aðlaga sig að þessari gríðarlegu tekjuskerðingu en Þjóðhagsstofnun spáir að sam- dráttur f útflutníngstckjum verði þvi hveraig komið er mun vera allt að 5 miBjarðar. Hins vegar aflasamdráttur og lækkandi af- markast umræðan í þjóðfélaginu, uröaverð. Miðað við að fiskverð hafi lækkað um 5% upp úr sjó er botnfisk- veiðiflotinn rekinn að mcðaltali með 12% halla en með tilUtí tíl rekstrar fiystitogara nemur hall- inn alls um 7%. Svelnn Hjörtur segir að útgerð frystítogara farí Ört Sveínn. á milli ASÍ og VSÍ hveraig eigi að skipta byrðunum. Framhaidið veltur að sjálfsögðu einnig á því hver þróunin verður á mörkuðun- um og hverjar verða aflaheímildir næsta árs og hvort einhverjar horfur séu þar um bata," segir versnandi í kjÖlfar lækkandi af- urðaverðs og minnkandi kvóta. Mælt í SDR hefur afurðaverð frystitogara lækkað um 10,5% á síðustu mánuðum. „Þetta er mjög alvaríegt ástand og ég held að aUlr séu sammáta Þá eru útgerðarmenn orðnir æði iangeygðir eftir „föstudegi" Dav- íðs Óddssonar forsætisráðherra og greiðslu 450 miiljóna króna vegna þorskbrests. Hagfræðingur LÍÚ segir að út- gerðarmenn séu ekld búnir að gefa um það. í rauninni er engin iækn- upp alia von um að fá þessa pen- ing í sjónmáli og mjög hæpið að inga og þaðan af sfður húnir að boðuð vaxtalækkun ein og sér gefa þá frá sér, nemasíðursé.-grh Tvær kindur heimtust af fjalli 20. mars si: Tvær veturgamlar kindur sem ekki heimtust í göngum sl. haust og gengið hafa úti í allan vetur, voru handsamaðar þann 20 mars sl. Skólabílstjóri vlð JOeppjáras- reykjaskóla sá til þeirra í grennd við veginn milli Skorradals og Lundarreykjadals og sá að ekki gat verið um að ræða kindur sem verið hefðu á húsi þar sem ull þeirra var miklu hvítari en svo. Kindumar vora meritílega vel á sig komnar miöaö við hversu veturinn hefur verið snjóþungur og því varia mik- ið um belt fyrir þær. Þær voru tals- vert sprettharðar og vora eldri á því að láta handsama sig. Þær náðust þó og vora að sögn manna orðnar æði skarpholda en þó, sem fyrr segir, furðu vel á sig komnar. Ráðdeild Sighvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra fer nú milli sjúkrastofnana landsins með skýrslu Ríkisendurskoðunar um spamað í heilbrigðiskerftnu og aukna hlutdeild sjúklinga í lækn- ingakostnaði. í gær var hann á Landakotsspítala og þar var þessi mynd tekin. Timamynd Áml BJama

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.